Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 20
HESTAR
20 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Reiðfatnaður
Náttúrulegur lífsstíll
FREMSTIR FYRIR GÆÐI
A-flokkur atvinnumenn
1. Börkur frá Stóra-Hofi,
Dreyra, kn.: Logi Laxdal,
8,45
2. Saga frá Lynghaga, Fáki,
kn.: Hulda Gústafsdóttir,
8,49
3. Þytur frá Kálfhól, Sleipni,
kn.: Sigríður Pjetursdóttir,
8,59
4. Glampi frá Efri-Rauðalæk,
Fáki, kn.: Hinrik Bragason,
8,48
5. Spóla frá Bjargshóli, Þyt,
kn.: Sigurður V. Matthías-
son, 8,34
6. Aríel frá Höskuldsstöðum,
Neista, kn.: Logi Laxdal/
Þórður Þorgeirsson, 8,21
7. Ydda frá Kirkjulandi. Gusti,
kn.: Jakob Sigurðsson, 8,42
8. Skvetta frá Krækishólum,
Fáki, kn.: Sigurbjörn Bárð-
arson, 8,39
B-flokkur atvinnumenn
1. Sæli frá Skálakoti, Mána,
kn.: Jakob Sigurðsson, 8,77
2. Bruni frá Hafsteinsstöðum,
Mána, kn.: Sigurður Sigurð-
arson, 8,79
3. Kári frá Búlandi, Fáki,
kn.:Sigurbjörn Bárðarson
Fákur atvinnumenn, 8,58
4. Sólon frá Stóra-Hofi, And-
vara, kn.: Þórður Þorgeirs-
son, 8,50
5. Vonandi frá Dallandi, Herði,
kn.: Halldór Guðjónsson,
8,40
6. Hrólfur frá Hrólfsstöðum,
Sörla, kn.: Ragnar Ágústs-
son, 8,41
7. Sprettur frá Glóru, Sleipni,
kn.: Hugrún Jóhannsdóttir,
8,35
8. Trostan frá Sandhólaferju,
Herði, kn.: Friðdóra B. Frið-
riksdóttir, 8,40
A-flokkur áhugamenn
1. Skafl frá Norður-Hvammi,
Herði, kn.: Jón Styrmisson
2. Birtingur frá Selá, Gusti, kn.:
Halldór Svansson
3. Kafteinn frá Rauðuskriðu,
Geysi, kn.: Mailinn Solér
4. Nótt frá Efri-Gegnishólum,
Fáki, kn.: Valdimar Berg-
stað
5. Hreimur frá Ölversstöðum
IV, Herði, kn.: Hlöðver
Hlöðversson
6. Gosi frá Ási, Sörla, kn.: Unn-
ur O. Ingvarsdóttir
7. Fröken Sara frá Hvít-
árvöllum, Sörla, Viggó Sig-
urðsson
8. Adrían frá Stafholts-
veggjum, Sörla, kn.: Perla
Dögg Þórðardóttir
B-flokkur áhugamenn
1. Þytur frá Krithóli, Herði,
kn.: Jón Styrmisson, 8,26
2. Töfri frá Selfossi, Sleipni,
kn.: Ingimar Baldvinsson,
8,33
3. Hrafn frá Úlfsstöðum, Blæ,
kn.: Sigurður Sveinbjörns-
son, 8,24
4. Hrafnar frá Álfhólum, Fáki,
kn.: Rósa Valdimarsdóttir,
8,23
5. Kasper frá Hólkoti, Skaga-
firði, Sörla, kn.: Theódór
Ómarsson, 8,23
6. Þorri frá Eyri, Faxa, kn.:
Katrín Ólafsdóttir, 8,08
7. Ás frá Feti, Sörla, kn.: Einar
Einarsson, 8,09
8. Sörvi frá Tölthestum, Ljúf,
kn.: Björg Ólafsdóttir, 8,10
Ungmenni
1. Hnota frá Garðabæ, And-
vara, kn.: Bylgja Gauks-
dóttir, 8,52
2. Háfeti frá Þingnesi, Fáki,
kn.: Anna Kristín Krist-
insdóttir, Fáki, 8,41
3. Hjörtur frá Hjarðarhaga,
Fáki, kn.: Sylvía Sig-
urbjörnsdóttir, 8,34
4. Glaður frá Breiðabólstað,
Sörla, kn.: Aron Már Al-
bertsson. 8,19
Úrslit
FÉLAGAR í Andvara halda upp-
teknum hætti og eiga síðasta orðið í
mótahaldi þessa árs með veglegu
móti á Andvaravöllum um næstu
helgi. Mótið verður með hefð-
bundnu sniði það er gæðingakeppni
á beinni braut þar sem sleppt verð-
ur feti og stökki, skeiðkeppni í flóð-
ljósum og vegleg verðlaun. Að sögn
Odds Hafsteinssonar í mótsstjórn
verða örlitlar áherslubreytingar
þannig að verðlaunafé í A- og B-
flokki, tölti og flugskeiði verður
hækkað. Þá mun verða sýnt beint
frá mótinu í ríkissjónvarpinu á
sunnudag. Ljósaskeiðið verður á
laugardagskvöldið að venju en
keppnin hefst síðdegis á föstudag.
Lokapunkturinn í höndum
Andvara að venju
EKKI verður annað sagt en býsna
vel hafi til tekist með þetta hrað-
soðna Faxaflóamót, þátttaka nokkuð
góð, í kringum 200 skráningar,
hestakostur allþokkalegur og góður
andi svífandi yfir vötnum. Helst
voru það daprar vallaraðstæður sem
skyggðu á góðan mótsbrag en við
því var brugðist með því að draga til
dæmis úr kröfum um hraða á stökki
í gæðingakeppninni og knapar beðn-
ir að keyra með gát í beygjum á yf-
irferðartölti og svo framvegis.
Staðreyndin er sú að Hvamms-
völlurinn er fráleitt í nógu góðu
ástandi um þessar mundir og ljóst
að sparsamir Fáksmenn verða að
opna budduna til að laga þennan
mjög svo vinsæla og mikið notaða
völl.
En keppnin var spennandi og ekk-
ert gefið eftir eins og sjá má á úrslit-
um þar sem sætaskipti voru mikil og
enginn öruggur með fyrsta sæti í úr-
slitum þótt vel hafi gengið í for-
keppninni.
Sigurbjörn Bárðarson var með
glæsisýningu á Kára frá Búlandi í
forkeppni B-flokks sem þó dugði
honum einungis í þriðja sætið því
tveir aðrir voru einfaldlega betri
þeir Bruni frá Hafsteinsstöðum sem
Sigurður Sigurðarson sýndi með
glæsibrag og síðan kom Jakob Sig-
urðsson með stórgóða sýningu á
Sæla frá Skálakoti sem er mjög at-
hygliverður hestur enda höfðu þeir
Jakob sigur í úrslitum og var Sæli
jafnframt valinn glæsilegasti gæð-
ingur mótsins.
Svipað var upp á teningnum í A-
flokki þar sem Logi Laxdal á Berki
frá Stóra-Hofi var ekki með neina
óþarfa sjentilmennsku í keppninni
við dömurnar Huldu Gústafsdóttur á
Sögu frá Lynghaga og Sigríði Pjet-
ursdóttur á Þyti frá Kálfhóli en þær
voru fyrir ofan Loga og Börk eftir
forkeppnina sem tóku af skarið í úr-
slitunum. Annar Stóra-Hofshestur
Sólon er á góðri siglingu þessa dag-
ana hjá Þórði Þorgeirssyni og unnu
þeir sigur í töltkeppninni auk þess
að vera í úrslitum í B-flokki.
Boðið var upp á 100 metra flug-
skeið fyrir keppendur 16 ára og
yngri sem er mjög virðingarvert
framtak. Ætla má að þessi grein sé
afar heppilegur vettvangur fyrir
unga knapa til að öðlast getu og
reynslu sem skeiðknapar. Þar sigr-
aði Valdimar Bergstað á Nótt frá
Gegnishólum en Logi Laxdal og
Feykivindur frá Svignaskarði virð-
ast sprækastir í þessari grein um
þessar mundir – svo sprækir að hinn
undurfljóti Óðinn frá Búðardal hjá
Sigurbirni Bárðarsyni virðist ekki
eiga sjéns í hann. Vísast gengur Sig-
urbjörn ekki sáttur með slíka niður-
stöðu til leiks um næstu helgi þar
sem einhverjir fjármunir verða í
verðlaun í þessari grein hjá And-
vara.
Morgunblaðið/Kristinn
Þeir drógu ekki af sér í drullunni að lokinni verðlaunafhendingu, Jakob og Sæli lengst til vinstri og þá koma Sigurður og Bruni og Sigurbjörn og Kári.
Spennandi Faxaflóamóti slegið upp í skyndi í Víðidal
Hörð keppni
í þungri færð
Gap reyndist vera um nýliðna helgi í mótaskrá hestamanna og voru keppnisglaðir
menn á Faxaflóasvæðinu fljótir til að fylla upp í það, nokkurs konar flóabandalag var
myndað í hvelli og boðið upp á opna gæðingakeppni, tölt og skeiðkappreiðar í Víðidalnum.
Valdimar Kristinsson kíkti á keppnina og sá þar ýmislegt sem gladdi augað.
Sigurbjörn og Kári frá Búlandi voru með mjög góða sýningu í forkeppni B-
flokks sem færði þeim þriðja sætið en spennandi verður að sjá Kára á næsta
ári hjá Sigurbirni, en hann þykir lofa góðu þótt ekki sé hann neitt unglamb
lengur.
Sæli frá Skálakoti átti góðan dag í þungri færð, sigraði í B-flokki og var
valinn glæsilegasti gæðingurinn, knapi er Jakob Sigurðsson.