Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR
22 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Kristbjörg Ein-arsdóttir fæddist
í Reykjavík 13. des-
ember 1914. Hún
lést á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Grund 22. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Einar
H. Sigurðsson klæð-
skeri, f. 1882, d.
1961, og kona hans,
Þórunn Jónsdóttir,
f. 1888, d. 1973.
Kristbjörg átti fjóra
bræður: Val, f. 1909,
d. 1980; Guðjón, f.
1921, kona hans er Kristín Eiríks-
dóttir, f. 1925; Eggert, f. 1926, d.
1999; og Jón, f. 1926.
Kristbjörg giftist hinn 25. des-
ember 1942 Benjamín H.J. Eiríks-
syni hagfræðingi, f. í Hafnarfirði
19. október 1910, d. 23. júlí 2000.
Foreldrar hans voru Eiríkur
Jónsson sjómaður, f. 1856, d.
1922, og kona hans, Sólveig Guð-
finna Benjamínsdóttir, f. 1867, d.
1949. Börn Kristbjargar og
Benjamíns eru: 1) Þórunn kenn-
ari, f. 1945, gift Magnúsi K. Sig-
urjónssyni; þeirra börn: Krist-
Frá 16 ára aldri, að lokinni
skólagöngu, stundaði Kristbjörg
fiskvinnu og síðan saumastörf hjá
Sjóklæðagerðinni í Reykjavík.
Hún var kjörin í stjórn Iðju, Fé-
lags verksmiðjufólks, árið 1936
og starfaði að verkalýðsmálum
fram til 1941, en síðla það ár
sigldi hún til Bandaríkjanna með
það fyrir augum að leggja stund
á söngnám, en Kristbjörg hafði
sungið með Dómkórnum um ára-
bil. Hún fékk vinnu sem húshjálp
hjá frú Östlund í New York og
síðar hjá fjölskyldu að nafni
Strauss. 25. desember 1942 giftist
hún Benjamín H.J. Eiríkssyni,
hagfræðingi, í Minneapolis og
bjuggu þau fyrst í Seattle, síðan í
Minneapolis, þá í Cambridge,
Mass., og að lokum í Washington
D.C. Í Bandaríkjunum vann hún á
tímabili á vöktum við að sauma
fatnað á bandaríska hermenn í
seinni heimsstyrjöldinni. Vorið
1951 fluttu þau Benjamín, ásamt
þremur elstu börnum sínum til Ís-
lands. Þau bjuggu að Bárugötu
35 og varð heimilið hennar starfs-
vettvangur upp frá því. Þegar
heilsu hennar tók að hraka, árið
1997, flutti hún á Dvalar- og
hjúkrunarheimilið Grund, og
dvaldi Benjamín þar með henni
frá árinu 1999.
Útför Kristbjargar fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
björg, f. 1969, gift
Þorsteini Jóhanns-
syni, börn: Hrannar
Páll, f. 1995, Elvar
Örn, f. 2001; Árni, f.
1974; Sigríður, f.
1987. 2) Eiríkur
læknir, f. 1946,
ókvæntur; dóttir
hans: Árný Margrét,
f. 1968. 3) Einar
Haukur fram-
kvæmdastjóri, f.
1948, kvæntur Erlu
M. Indriðadóttur;
þeirra börn: Birgir, f.
1968, kvæntur Sig-
rúnu Daníelsdóttur, barn: Silja
Sóley, f. 2000; Bryndís, f. 1975,
gift Erik Davidek, barn: Isabella
Maria, f. 2001; Bjarki, f. 1982. 4)
Sólveig læknir, f. 1952, gift Árna
Páli Jóhannssyni; þeirra börn:
Sigurður Páll, f. 1975, kvæntur
Halldóru Jónsdóttur, hennar börn
Ísold, f. 1995 og Hólmfríður f.
1997; Þorkell Ólafur, f. 1983;
Benjamín f. 1985. 5) Guðbjörg
Erla ráðgjafi, f. 1958, gift Gunn-
ari Á. Harðarsyni; þeirra börn:
Sigríður Vala, f. 1980, Katrín, f.
1986, Sólveig María, f. 1998.
Flýg ég og flýg
yfir furuskóg,
yfir mörk og mó,
yfir mosató,
yfir haf og heiði,
yfir hraun og sand,
yfir vötn og vídd,
inn á vorsins land.
Flýg ég og flýg
yfir fjallaskörð,
yfir brekkubörð,
yfir bleikan svörð,
yfir foss í gili,
yfir fuglasveim,
yfir lyng í laut,
inn í ljóssins heim.
(Hugrún.)
Kær tengdamóðir er kvödd.
Margar ljúfar minningar koma í
hugann þegar litið er til baka.
Í meira en þrjátíu ár hafa leiðir
okkar legið saman. Ég man alltaf eftir
fyrstu heimsókninni á Bárugötuna.
Örlítill kvíði var í brjósti, sem hvarf
með öllu við hlýjar móttökur tengda-
foreldra minna.
Eftir það var Bárugata 35 fastur
punktur í tilverunni. Um helgar komu
öll systkinin og fjölskyldur í kaffi.
Sest var í borðstofuna, heimsmálin
rædd og blöðin lesin, Mogginn, Times
eða Spiegel, öll blöð voru keypt. Það
var alltaf til kók í gleri frammi á gangi
og kaka uppi á ísskáp, oftast hnetupæ
eða eplapæ. Uppskriftir sem tengda-
mamma kom með frá Ameríku. Hún
var meistarakokkur, matnum var
ekki bara skellt í pott, heldur var
staðið yfir pottunum og upp úr þeim
komu dýrindis réttir. Kartöflumúsin
á mínu heimili er frá henni komin og
frómasinn hennar er ómissandi á jól-
unum, ekki bara hjá fjölskyldunni
heldur fjölmörgum öðrum.
Tengdamóðir mín var ein sú já-
kvæðasta manneskja sem ég hef
kynnst á lífsleiðinni. Hún var hlý, ein-
staklega skemmtileg og fróð og það
var endalaust hægt að spjalla við
hana. Í boðum var hún hrókur alls
fagnaðar og hlátrasköllin heyrðust
langar leiðir. Hún hafði mikinn áhuga
á fólki og ósjaldan hljóp hún fram í
stofu til að fletta upp í bókum til að
fræðast um ættir samferðamanna
okkar.
Tengdamóðir mín var í senn glæsi-
leg heimskona og hógvær alþýðu-
kona. Hún hafði yndi af að ferðast til
annarra landa og talaði reiprennandi
ensku. Vegna starfa tengdaföður
míns á árum áður fékk hún tækifæri
til að ferðast með honum og taka þátt
í hinum ýmsu samkvæmum. Eftir að
hann veiktist lét hún sig ekki muna
um að ferðast ein, fór t.d. til Kanarí-
eyja og til vinafólks í Portúgal.
Margar ferðir fórum við í Ölvers-
holt þar sem fjölskyldan hefur rækt-
að skóg frá árinu 1958. Þar undi hún
sér vel. Afleggjarinn var langur og oft
erfiður, ekkert vatn og ekkert raf-
magn. Ég minnist þess að einu sinni
að vorlagi þurftum við að ganga þessa
þrjá kílómetra með útsæðið, áburð-
inn, mat, vatn o.fl. Síðan þurftum við
að fara aðra ferð og sækja dótið sem
eftir var. Tengdamamma varð nefni-
lega að setja niður kartöflur.
Viðkvæðið hjá tengdapabba var
alltaf: „Það er alltaf sól í Ölversholti.“
Og ég sé hana tengdamömmu mína
fyrir mér sitja í sólinni og kyrrðinni
fyrir utan gamla bæinn í Ölversholti
reytandi illgresi frá trjánum. Tíminn
stóð í stað í þá daga.
Ómissandi voru líka ferðir okkar til
fólksins míns í Grímsnesið. Í mörg ár
fórum við á Stærri-Bæ til að gera
slátur og var þá mikið skrafað og
hlegið, jafnvel slegið í spil að kvöldi.
Fyrir sjö árum þegar heilsan fór að
bila flutti tengdamóðir mín á Grund.
Eins og áður var fjölskyldan alltaf í
fyrirrúmi og var hún alltaf þakklát
fyrir heimsóknirnar og gleymdi aldr-
ei að spyrja frétta af barnabörnunum.
Hún breyttist ekki, hélt áfram að
vera jákvæð og létt í lund. Hún var
elskuð af starfsfólkinu sem hugsaði
einstaklega vel um hana alla tíð. Fyrir
það viljum við þakka af heilum hug.
Það verður eflaust tómarúm og skrýt-
ið að fara ekki lengur út á Grund.
Elsku tengdamamma eða „amma“
eins og ég kallaði þig alltaf, ég þakka
þér kærlega fyrir samfylgdina og bið
góðan Guð að geyma þig.
Hvíl í friði.
Þín tengdadóttir,
Erla.
Það mun hafa verið vorið 1977 sem
ég var fyrst kynntur fyrir tengda-
móður minni á Bárugötu 35. Ég var
þá bæði síðhærður og skeggjaður, en
hún kippti sér ekkert upp við það,
enda löngu orðin vön því að umgang-
ast skeggjaða og síðhærða menn. Auk
þess vissi hún öll deili á mér, því að
Þórunn, móðir hennar, og Guðbjörg,
móðursystir hennar, höfðu verið vin-
konur Guðrúnar, föðurömmu minnar.
Til dæmis kom það upp úr dúrnum að
sláturuppskrift Kristbjargar var frá
ömmu minni komin.
Á Bárugötunni hafði verið stórt
heimili og fjölmennt og þar var enn
gestkvæmt þegar ég kynntist þeim
Benjamín og Kristbjörgu, þó að heim-
ilið hafi verið umsvifameira áður fyrr.
Þar var margt á aðra lund en ég hafði
vanist, mikið talað og hlegið hátt og
margar sögur sagðar, og ef öll fjöl-
skyldan var saman komin töluðu allir
í einu. Í setustofunni var flygill sem
Kristbjörg var hætt að spila á, en hún
mun hafa haft góða mezzósópran-
rödd á árum áður. Í staðinn var flyg-
illinn notaður undir myndir af börn-
um og barnabörnum. Einnig áttu þau
grænt bridge-spilaborð sem var mik-
ið notað um tíma. Annars var borð-
stofan og borðstofuborðið miðja
heimilisins, þar var vinnuborð hús-
bóndans, þar voru haldin matarboð
og kaffiveislur, þar saumaði húsmóð-
irin út og þar dottaði hún yfir sjón-
varpinu á kvöldin, jafnt gamanþáttum
sem spennuþáttum, og er ég ekki frá
því að sá eiginleiki sé ættgengur. Og
við borðstofuborðið sat hún með kaffi-
bollann og spilakapalinn og svaraði
hlæjandi: „Já, já, hafðu það bara eins
og þú vilt, góði minn!“ þegar eigin-
maður hennar útskýrði fyrir henni og
mér stórtíðindi heimsmálanna, og
hélt áfram að leggja kapalinn.
Þau hjón voru nokkuð samstiga í
stjórnmálaskoðunum, enda þótt
Benjamín hefði nánast orðið Alþýðu-
flokksmaður undir það síðasta vegna
skoðana sinna á veiðigjalds- og vel-
ferðarmálum, en hún var sjálfstæð-
iskona sem kaus Flokkinn staðfast-
lega alveg fram undir það síðasta, og
fór stundum í ferðir á vegum sjálf-
stæðisfélaga. Hún hafði mikla ánægju
af ferðalögum, og fór til dæmis alloft
til Spánar og Kanaríeyja á efri árum,
og jafnvel eftir að sjón hennar versn-
aði naut hún þess að fara stuttar öku-
ferðir um gamlar slóðir sér til upp-
lyftingar og upprifjunar. Einnig var
það sérstakt eftirlæti hennar að spila
bridge við vinkonur sínar, bæði í
Reykjavík og í Hveragerði, þar sem
hún dvaldist um tíma sér til heilsubót-
ar.
Árin tíu í Bandaríkjunum (1941–
1951) höfðu greinilega verið viðburða-
ríkur og ánægjulegur tími og kunni
Kristbjörg margt að segja frá því;
bæði frá þeim tíma þegar hún var í
vist í New York og síðar eftir að þau
Benjamín höfðu ruglað saman reyt-
um í Minneapolis og víðar. Hún sagði
meðal annars frá því þegar hún hlust-
aði á Maríu Markan syngja í Metro-
politan-óperunni, og frá því þegar
hún vann á næturvöktum í fataverk-
smiðju við að sauma fatnað á banda-
ríska hermenn á vesturvígstöðvun-
um. Þegar Kristbjörg lá á sæng að
öðru barni þeirra hjóna var húsbónd-
inn niðursokkinn í ritstörf, en þurfti
að annast innkaupin og fór þá með
elstu dótturina niður í bæ á náttföt-
unum án þess að veita því neina at-
hygli. Einnig kunni hún margt að
segja frá fólki í Reykjavík og Hafn-
arfirði. Eftir að heim kom tók við
annasamur tími á stóru heimili ásamt
þátttöku í félagslífinu. Árin eftir að
Benjamín hætti í bankanum voru á
hinn bóginn erfið, bæði fjárhagslega
og félagslega, og það er til marks um
fordóma þeirra tíma að sumir fyrri
kunningjar hættu jafnvel að heilsa
henni á götu. Hún átti þó alltaf nokkr-
ar góðar vinkonur, sumar allt frá
barnæsku.
Bæði fyrir og eftir þetta átti hún
margar góðar stundir í Ölversholti í
Holtum, eyðijörð sem þau Benjamín
keyptu 1956, meðal annars í þeim til-
gangi að stunda skógrækt. Þar dvald-
ist hún oft með börnum sínum á
sumrin og seinna, eftir að þau voru
uppkomin, hafði hún þar kálgarð; á
tímabili var í Ölversholti sérstakur
„ömmuskúr“ í skógarjaðrinum sem
hún hafði fyrir sitt afdrep. Birtist þar
sú hlið hennar sem kalla má náttúru-
barnið í henni. En þar fyrir utan
kunni Kristbjörg vel að meta lysti-
semdir siðmenningarinnar, enda var
hún sjálf annáluð matreiðslukona og
góð heim að sækja. Hún hafði erft
húseignina að Öldugötu 2 eftir móð-
ursystur sína og þetta hús varð aðset-
ur fjölmargra barna og barnabarna
og þar bjuggu og bræður hennar
tveir lengi vel. Dætur mínar áttu oft
innhlaup til ömmu og afa í hádeginu
úr skólanum. Þar kenndi hún þeim
meðal annars spilakapla og útsaum,
og flygillinn fór aftur að hljóma í kjöl-
farið á píanótímum. Ekki voru þær þó
hrifnar af því að amma þeirra reykti,
en því hætti hún 77 ára gömul og sá
víst ekkert eftir því.
Kristbjörg var fremur breiðleit en
fínleg í andliti, dökk yfirlitum með
hátt enni, liðað, svart hár sem gránaði
fallega með aldrinum og kvik dökk-
brún augu sem geisluðu af kímni og
hlýleika. Hún hafði næma greind, var
kát og félagslynd, ættfróð og mikill
mannþekkjari, enda með óþrjótandi
áhuga á mannlífinu. Hún hafði ein-
staklega létta lund og ríka kímnigáfu,
sem ásamt mátulegu kæruleysi átti
áreiðanlega sinn þátt í að fleyta henni
gegnum lífið. Þessum persónuein-
kennum sínum hélt hún allt til enda.
Hún var ákaflega vinsæl af starfsfólki
Dvalar- og hjúkrunarheimilisins
Grundar sem sinnti henni af stakri al-
úð allt þar til hún lést, á 89. aldursári,
eftir langa sjúkdómslegu.
Við minnumst hennar með miklum
hlýhug og þakklæti.
Gunnar Harðarson.
Elsku amma mín.
Nú ertu líklegast komin í fangið á
honum afa. Ég er viss um að þú hefur
fengið hlýlegar móttökur. Auðvitað á
ég eftir að sakna þín mjög mikið, en
svona er víst lífið. Amma, þú ert sú
blíðasta manneskja sem ég hef nokk-
urn tímann kynnst. Sterkustu minn-
ingar mínar um þig munu vera þess-
ar: hlýja, væntumþykja og hlátur. Þú
varst alltaf svo glöð og skemmtileg.
Fölsku tennurnar voru heilu
skemmtiatriðin þegar við mættum á
Bárugötuna. Þar sast þú, í stólnum
þínum, klædd í kjól dagsins og með
nál og tvinna á milli handanna.
Takk fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman. Takk fyrir að
vera svo blíð og góð. Takk fyrir allt
síríussúkkulaðið úr efri skápnum.
Takk, amma mín. Takk fyrir að vera
besta amma í heimi. Síðast en ekki
síst, takk fyrir að elska okkur öll. Við
elskum þig líka.
Þín
Bryndís.
Hún var ein af nánustu vinkonum
móður minnar. Þeirra fyrstu kynni
urðu, þegar Baldur, móðurbróðir
minn, kom með hana til Seyðisfjarðar
eftir trúlofun þeirra til þess að kynna
hana fyrir fjölskyldu sinni. En það lá
ekki fyrir þeim Baldri að eigast, og
svo fór, að leiðir skildu. Mér var sagt,
að amma mín hefði séð mikið eftir
henni, þegar svo fór, enda kom þeim
jafnan vel saman. Ég var ekki hissa á
því, eftir að ég kynntist Kristbjörgu
sjálf.
Hún sleit samt aldrei alveg sam-
bandinu við fjölskyldu Baldurs, þótt
hún giftist Benjamín síðar, enda rifj-
uðu þær móðir mín upp fyrri kynni
nokkrum árum eftir komuna frá Am-
eríku og stofnuðu til órjúfanlegrar
vináttu, sem entist þeim alla tíð og
aldrei bar skugga á. Svo vel vildi til,
að faðir minn þekkti Benjamín úr
Hafnarfirði, og vissi deili á Krist-
björgu líka, svo að það var auðvelt
fyrir þessar tvær fjölskyldur að
tengjast vináttuböndum.
Kristbjörg var sérstakur aufúsu-
gestur á bernskuheimili mínu, og það
var alltaf sérstakt tilhlökkunarefni að
fá hana í heimsókn, enda hafði hún
jafnan frá mörgu að segja, þar sem
hún var bæði virk í félagsstarfsemi og
alltaf var nóg að gerast á fjölmennu
heimili, sem var hægt að segja frá.
Geðslag hennar var líka þannig, að
það var bæði auðvelt að kynnast
henni og alltaf gaman að eiga sam-
félag við hana. Það sópaði að henni,
hvar sem hún fór, og glaðværðin smit-
aði fljótt út frá sér og fyllti andrúms-
loftið.
Það var einstakt að koma til þeirra
Benjamíns á Bárugötuna, enda bar
heimilið smekkvísi og fegurðarskyni
húsfreyjunnar gott vitni. Hún var líka
höfðingi heim að sækja.
Kristbjörg skilur eftir sig margar,
ómetanlegar minningar hjá þeim,
sem kynntust henni, og skilur þá auð-
ugri eftir.
Þegar ég nú kveð hana er mér efst í
huga ómælt þakklæti fyrir góð og
gjöful kynni og þá ómetanlegu vin-
áttu og tryggð sem hún sýndi mér og
foreldrum mínum alla tíð, auk allra
tækifærisgjafanna gegnum árin. Ég
bið algóðan Guð að blessa hana þar
sem hún er og vera með fjölskyldu
hennar. Blessuð sé minning mætrar
konu.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
KRISTBJÖRG
EINARSDÓTTIR
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar og
tengdamóðir,
HILDUR ARNDÍS KJARTANSDÓTTIR,
Ljósheimum 16b,
sem lést miðvikudaginn 27. ágúst, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
2. september kl. 13.30.
Sigurjón Guðbjörnsson,
Oddný Björg Hólmbergsdóttir, Jón Guðmundsson,
Rósa Hallgeirsdóttir, Lárus H. Lárusson,
Guðmunda Hallgeirsdóttir,
Kjartan Hallgeirsson, Soffía Guðrún Magnúsdóttir,
Halla Hallgeirsdóttir.
Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
INGILEIF KÁRADÓTTIR,
Droplaugarstöðum,
áður Espigerði 2,
Reykjavík,
lést að kvöldi föstudagsins 29. ágúst.
Kolbrún Björnsdóttir,
Jón Björnsson, Anna Ottesen,
Björn Björnsson, Áslaug Kjartansson,
barnabörn og barnabarnabörn.