Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 28
DAGBÓK 28 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Goðafoss kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10. Fé- lagsvist í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 11 boccia. Handa- vinnustofan er opin. Kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Púttvöllur opinn mánudag til föstudags kl. 9–16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 10– 11.30 samverustund. Félagsstaf aldraðra í Garðabæ. Leikfimi kvenna kl. 9.30 og kl. 10.30. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð frá kl. 10. Skrifstofa félags eldri borgara í Kópavogi er opin í dag frá kl. 10– 11.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, og mynd- list, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids, kl. 9–16.30 púttvöllurinn opinn. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 9–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 myndlist, kl. 13– 16 körfugerð, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. 13–16 spilað, kl. 10–13 versl- unin opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9– 12, opin vinnustofa, kl. 9–16, félagsvist kl. 14, kl. 9–12 hárgreiðsla. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Fé- lagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Línudans- kennsla fyrir byrj- endur kl. 18. Dans- kennsla, samkvæmisdansar, framh. kl. 19 og byrj- endur kl. 20.30. Kenn- ari Sigvaldi. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Opin vinnu- stofa frá kl. 9–16.30, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 15.15 dans. Hádegis- og kaffiveit- ingar í Kaffi Berg. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 9–17. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, perlu- saumur, kortagerð og fótaaðgerð, kl. 10 bænastund, kl. 13.30 sögustund og spjall, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 13 frjáls spilamennska. Fótaaðgerðir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16 fótaaðgerð, kl. 10– 11 ganga, kl. 13–16.45 opnar vinnustofur. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.30– 10.30 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 13–16 kór- æfing. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 hand- mennt og morgun- stund, kl. 10 fótaaðgerð og boccia, kl. 13 frjáls spil. Minningarkort Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Norðurlandi: Ólafs- fjörður: Blóm og gjafavörur, Aðalgötu 7. Hvamms- tangi: Verslunin Hlín, Hvammstangabraut 28. Akureyri: Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti 108, Möppudýrin, Sunnu- hlíð 12c. Mývatnssveit: Pósthúsið í Reykjahlíð. Húsavík: Blómasetrið, Héðins- braut 1. Raufarhöfn: Hjá Jónu Ósk Péturs- dóttur, Ásgötu 5. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Vest- urlandi: Akranes: Hagræði hf., Borg- arnes: Dalbrún, Brák- arbraut 3. Grund- arfjörður: Hrannarbúð sf., Hrannarstíg 5. Stykk- ishólmur: Hjá Sesselju Pálsd., Silfurgötu 36. Ísafjörð- ur: Póstur og sími, Að- alstræti 18. Stranda- sýsla: Ásdís Guðmundsd., Laug- arholti, Brú. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Austfjörðum. Birgir Hallvarðsson, Botnahlíð 14, Seyð- isfirði, s. 472 -1173; Blómabær, Miðvangi, Egilsstöðum, s. 471 -2230; Nesbær ehf., Egilsbraut 5, 740 Nes- kaupstað, s. 477 -1115; Gréta Friðriksdóttir, Brekkugötu 13, Reyð- arfirði, s. 474-1177; Að- alheiður Ingimundar- dóttir, Bleiksárhlíð 57, Eskifirði, s. 476- 1223; María Óskarsdóttir, Hlíðargötu 26, Fá- skrúðsfirði, s. 475- 1273; Sigríður Magn- úsdóttir, Heiðmörk 11, Stöðvarfjörður, s. 475- 8854. Í dag er mánudagur 1. sept- ember, 244. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Látið Krist ríkja í hjörtum yðar, því að til friðar vor- uð þér kallaðir sem limir í einum líkama. Verið þakklátir. (Kól. 3, 15.)     Vefþjóðviljinn fjallarum ritstjórnarlegt frelsi: „Það kom sér illa fyrir fréttastofu Stöðvar 2 í vikunni að hafa Árna Snævarr ekki lengur í liði sínu. Árni hefur nefni- lega fréttanef og hefði ef- laust náð að þefa uppi þá frétt að Árna Snævarr, fréttamanni á Stöð 2, hefði verið sagt upp störfum. En Árni var horfinn á braut og þess vegna var Stöð 2 eini fjöl- miðill landsins sem ekki frétti af starfslokum Árna. Öllum öðrum fjöl- miðlum þótti þetta hins vegar fréttnæmt og fluttu löng viðtöl við fréttamanninn fyrrver- andi sem lýsti ofríki sem hann taldi eigendur Stöðvar 2 beita frétta- stofuna.     Nú er auðvitað leið-inlegt þegar fólk missir vinnuna og sjálf- sagt tekur það fólk sárar þegar það gerist fyrir allra augum eins og í til- felli Árna og ýmissa fyrr- verandi starfsfélaga hans á síðustu vikum. Engu að síður hafa fréttamenn annarra miðla rætt þess- ar uppsagnir ítrekað og gjarnan hnýtt við þær umræður nokkrum orð- um um það sem þeir kalla „ritstjórnarlegt frelsi fréttastofu“. Það hugtak er hins vegar svona og svona. Í því felst einfald- lega að tilteknir starfs- menn fyrirtækis skuli stjórna því – eða stjórna því á ákveðnu sviði – en eigendur þess megi ekki hafa áhrif þar á. Þetta sjónarmið er hæpið. Það er í raun ekkert að því að eigandi fjölmiðils ákveði hvaða fréttir fjölmiðillinn segir eða við hvern hann talar. Ef Karl Garð- arsson, fréttastjóri Stöðv- ar 2, kaupir stöðina í fyrramálið, þá má hann alveg halda áfram að ákveða hvaða fréttir eru sagðar. Ætli ekki megi ímynda sér að á flestum fréttastofum sé einhver einn maður æðstur og hafi vald til að skera úr um álitamál. Það hvort þessi maður á fjölmið- ilinn eða ekki skiptir ekki máli. Það hvort þessi maður er Karl Garð- arsson fréttastjóri, Sig- urður G. Guðjónsson for- stjóri eða Jón Ólafsson aðaleigandi er frá al- mennu sjónarmiðu auka- atriði. Eða hvað ef Jón ákveður að ráða Sigurð sem fréttastjóra, mætti Sigurður þá ekki stjórna fréttastofunni? Eða ef Jón ákveður að ráða Jón, mætti Jón þá ekki stjórna fréttastofunni, bara af því að hann er eigandi?     Hvað ef einhver maðurákveður að stofna fjölmiðil og vera eini starfsmaður hans? Þá myndi hann auðvitað vera einráður um það sem birtist þar. En ef hann myndi nú ráða fleiri starfsmenn, mætti hann þá allt í einu ekki lengur skipta sér af, því þá væri hann farinn að „ógna“ einhverju „ritstjórnar- legu sjálfstæði“?“ spyrja Vefþjóðviljamenn. STAKSTEINAR Er ritstjórnarlegu sjálf- stæði Stöðvar 2 ógnað? Víkverji skrifar... VÍKVERJA hefur borist harðortbréf frá reiðum lesanda sem krefst þess að hann eða Morgun- blaðið biðjist afsökunar á pistli sem hann skrifaði mánudaginn 18. ágúst. Þar segir Víkverji að fátt fari „meira í taugarnar á sér en nánast ókunnugt fólk sem tekur upp á því að kalla hann elskuna sína eða vin- una“ og að hann „vildi helst að fólk sleppti slíkum gælunöfnum“. Bréf- ritari segir alls ekki sæma Morg- unblaðinu eða starfsmönnum þess „að sveigja að fólki með svo grófum hætti sem Víkverji gerði í pistli sín- um“. Í bréfi lesandans segir: „Veit þessi blaðamaður ekki að þetta er ramm- íslenskt tungutak, notað til þess eins að tjá vinsemd eða þakklæti. Þessi orðnotkun á ekkert skylt við ágengni af neinu tagi, síst kynferð- islega, né heldur það að reyna að koma sér í mjúkinn hjá viðmælanda sínum.“ Víkverji kann því illa þegar ókunnugt fólk endar setningu á því að segja „elskan“ eða „vinan“ enda er það oft sagt í niðrandi skyni, í því fellst lítillækkun, nokkurs konar dulbúin ókurteisi. Eins og Víkverji bendir á í pistli sínum 18. ágúst veit hann að viðkomandi meinar þó oft vel eða vill vera vinalegur og skiptir þá einnig máli hvernig tónn er not- aður. Honum þykir þó miður að bréfritari hafi reiðst pistli hans. Bréfritari sparar ekki stóru orðin: „Þessum þóttafulla Víkverja hefði verið sæmra að skrifa undir fullu nafni úr því hann taldi sig þurfa að koma þessari siðbótartillögu sinni á framfæri við þjóðina í stað þess að sverta Morgunblaðið með nafn- leysinu.“ Og áfram heldur bréfritari: „Ég verð líka að segja að þótt Víkverji þessi kunni að vera hin fegursta manneskja þá má hann ekki ganga með þær grillur að hitt kynið horfi allt slefandi á eftir honum. Nei, ekki aldeilis. Ekki einu sinni við, þessir gömlu.“ Þvert á móti. Víkverji hefur af því þungar áhyggjur að eftir því sem hann eldist virðist hitt kynið steinhætt að sýna honum minnsta áhuga, ekki einu sinni „eldri menn“. Hann skilur ekkert í hvernig á því stendur því að hann er jú einmitt hin laglegasta manneskja. x x x TVÆR vinkonur Víkverja brugðusér nýlega á eitt af öldurhúsum borgarinnar til að fagna háskóla- útskrift annarrar þeirra. Í tilefni dagsins ákváðu þær að fá sér kokteil á barnum. Pöntuðu þær algenga tegund sem þjónninn setti saman af mikilli list og og bragðaðist blandan ágætlega. Þegar þjónninn nefndi verðið svelgdist þeim hins vegar á því að fyrir tvo kokteila áttu þær að greiða 3.200 krónur! Víkverja finnst verðlagningin með ólíkindum og skilur ekki að nokkur manneskja láti sig hafa það að greiða 1.600 krónur fyrir drykk í glasi. Hvað á drykkurinn að kosta? Fagurgali bankanna Á BAKSÍÐU Fréttablaðs- ins mánudaginn 25. ágúst síðastliðinn auglýsir Bún- aðarbankinn bestu náms- mannakjörin. Nú geta námsmenn landsins fengið allt að 250 þúsund króna yf- irdráttarheimild, 300 þús- und króna tölvulán, fyrsta ársgjaldið af kreditkortinu frítt og greiðsludreifingu. Auk þess flottar inngöngu- gjafir og ýmiss konar þjón- ustu. Aðrir bankar auglýsa svipað. Íslandsbanki auglýsir t.d. að hann geri næstum allt fyrir nemendur. Á aug- lýsingunum gefur að líta ungt, fallegt, brosandi fólk sem er greinilega ákaflega ánægt með sitt hlutskipti. Ungt fólk sem getur með aðstoð lánastofnana keypt sér lífsnauðsynlega hluti eins og tölvur, síma og nýj- ar gallabuxur. Ungt fólk sem nú getur steypt sér í skuldir fyrirhafnarlaust jafnvel áður en það verður tvítugt. Sannleikurinn er sá að hér er verið að ginna ungt fólk til að hleypa sér í stór- skuldir á okurvöxtum. Háir útlánsvextir banka á Ís- landi eru frægir að endem- um um víða veröld, ekki síst vextir á yfirdráttarheimild- um. Margur hefði talið ólöglegt að auglýsa á svo villandi hátt. Dregin er upp ein stór glansmynd af hinni svokölluðu „aðstoð“ við nemendur landsins en hvergi minnst á kostnað- inn. Þetta lítur út fyrir að vera hrein guðsgjöf og í augum unglinga, sem hafa alist upp við auglýsingar og gegndarlausa neyslu- hyggju síðustu ára, er þetta áreiðanlega afskaplega eft- irsóknarvert. Það þarf nefnilega bæði aldur og reynslu, nokkuð sem þessir krakkar hafa kannski ekki svo mikið af, til að sjá í gegnum fagurgalann. Eng- in tilviljun er að hagnaður bankanna hér tvöfaldast milli ára. Tökum höndum saman og verjum unga fólkið okk- ar fyrir þessari lævíslegu tilraun til að veiða það í ok- urvaxtanetið. Þess tími mun víst áreiðanlega koma nógu snemma samt. Foreldri í Hafnarfirði. Svar við fyrirspurn VEGNA fyrirspurnar um vísu í Velvakanda nýlega vil ég koma vísunni á fram- færi. Hún hljóðar svona: Úllen, dúllan doff, kikkelani koff, koffilani, bikkibani, úllen dúllan doff. Þessu fylgir leikur og ef fyrirspyrjandi vill frekari upplýsingar getur hann haft samband í síma 551 6366. Góð þjónusta ÉG var nýlega að kaupa málningu o.fl. hjá Hörpu- Sjöfn á Snorrabraut og af- greiddi mig dökkhærður, hávaxinn maður. Ég var svo ánægð með hvað þessi maður sýndi mikla þjón- ustulund, hann bæði gaf mér góð ráð og svo gaf hann sér góðan tíma til að sinna mér. Að lokum bar hann vörurnar fyrir mig út í bíl. Finnst hann eiga hrós skilið fyrir góða þjónustu. Viðskiptavinur. Auglýst verð stenst ekki ÉG hafði nýlega samband við Flugleiðir og ætlaði að fá upplýsingar um tilboð á 2 fyrir 1 til Minneapolis í Bandaríkjunum sem Flug- leiðir auglýsa í blöðunum. Var mér sagt að þessi ferð kostaði 56.140 fyrir mann- inn með gistingu í 1 viku. Í ferðabæklingi Flugleiða eru venjuleg pakkafargjöld á sama stað á sama tíma á sama hóteli á 53.600 á manninn í 1 viku. Þegar ég talaði við sölukonu Flug- leiða undraði mig að þetta tilboð 2 fyrir 1 væri dýrara en auglýst pakkaferð á mann í bæklingi félagsins og vildi fá skýringu á því. Sagði þá sölukonan að það væri hækkun vegna gengis dollarans. Tel ég að það sé ekki rétt, gengið hefur ekki hækkað svona mikið í ágústmánuði. Hef ég oft rekið mig á að auglýst verð hjá Flugleið- um stenst ekki þegar á reynir og eru þá notaðar ýmsar afsakanir. 241049-6209. Tapað/fundið Horfið hjól RAUTT Mongoose Rocka- dile 21 gíra hjól hvarf frá Langholtsvegi 163a mánu- daginn 25. ágúst. Hjólið er með bláan keðjulás. Ef ein- hver hefur orðið var við hjólið vinsamlegast hafið samband í síma 568 0079 eða 848 4626. Dýrahald Kattholt.is VELVAKANDI bendir þeim lesendum sínum, sem eru að leita að kisum eða eru með kisur í óskilum, að Kattholt hefur opnað vef- inn kattholt.is en þar er hægt að auglýsa eftir kis- um eða leita að týndri kisu. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 hlífðarlaust, 8 end- urbót, 9 falla, 10 sár, 11 oft, 13 flanaði, 15 endur- tekningar, 18 formæður, 21 bjargbúa, 22 snúin, 23 dysjar, 24 hörkutóls. LÓÐRÉTT 2 heyskapartæki, 3 gleðj- um, 4 hugleysingi, 5 gjálfra, 6 tómt, 7 opi, 12 ekki gömul, 14 tók, 15 at, 16 gamla, 17 happið, 18 ranga, 19 milli- göngumann, 20 magurt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 raust, 4 gepil, 7 bútur, 8 reyfi, 9 fit, 11 iðni, 12 bana, 14 nagla, 15 senn, 17 krás, 20 mis, 22 lukka, 23 kópur, 24 asnar, 25 lánið. Lóðrétt: 1 rebbi, 2 urtan, 3 torf, 4 gort, 5 peyja, 6 leifa, 10 Ingvi, 12 inn, 13 bak, 15 selja, 16 nakin, 18 ræpan, 19 skráð, 20 maur, 21 skál. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.