Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12.
KRINGLAN
Sýnd kl .6, 7, 8, 9 og 10. B.i. 12.
98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina
sögðu “góð” eða“stórkostleg”!
98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina
sögðu “góð” eða“stórkostleg”!
Frábær tónlist,
m.a. lagið Times
like these með
Foo Fighters
Sýnd á klukkutíma fresti
NÓI ALBINÓI
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 10 ára.
KVIKMYNDIR.IS
ÓHT RÁS 2
SG DV
MBL
Sýnd. kl. 6. Enskur texti - With english subtitles
98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina
sögðu “góð” eða“ stórkostleg”!
KVIKMYNDIR.COM
Skonrokk FM 90.9
Ofurskutlan Angelina
Jolie er mætt aftur
öflugri en nokkru
sinni fyrr í
svakalegustu
hasarmynd sumarsins!
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12 ára.
BLOODY SUNDAY
Sýnd kl. 5.50.
THE MAGDALENE SISTERS
Sýnd kl. 5.45.
ALL OR NOTHING
Sýnd kl. 8.
CROUPIER
Sýnd kl. 8.
PURELY BELTER
Sýnd kl. 8.
SWEET SIXTEEN
Sýnd kl. 10.
PLOTS WITH A VIEW
Sýnd kl. 10.30.
PURE
Sýnd kl. 10.
Á MORGUN verða haldnir á
Gauki á Stöng minningartón-
leikar um Bjarka Friðriksson
tónlistarmann, sem lést af völd-
um heilahimnubólgu fyrir tíu ár-
um, tæplega tvítugur að aldri.
Bjarki kom víða við í tónlistinni
þótt ungur væri og snerti líf
margra tónlistarmanna sem í dag
eru framarlega í tónlistarflóru
Íslands. Allar sveitirnar sem
koma fram á tónleikunum tengd-
ust honum á einn eða annan hátt.
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir,
systir Bjarka, segir hugmyndina
hafa kviknað í vor. „Ég fékk
þessa flugu í hausinn og hringdi í
Alla besta vin hans og síðan í
landlækni, og spurði hvort hann
væri til að hjálpa okkur með
þetta. Landlæknir tók mjög vel í
þetta og við ákváðum að reyna
að undirbúa þetta í sumar og
smala saman öllum hljómsveit-
unum sem hann var í og síðan
þeim hljómsveitum sem þeir
hljómsveitarmeðlimir hafa farið
út í. Við viljum líka skapa um-
fjöllun um þennan sjúkdóm,
vegna þess að hann kemur reglu-
lega upp. Hann lýsir sér fyrst
eins og flensa, en áður en þú
veist ertu kominn upp á spítala.
Munurinn milli lífs og dauða get-
ur hlaupið á mínútum. Það skipt-
ir miklu máli að vera vakandi
fyrir því ef barnið þitt veikist eða
þú finnur fyrir stífni í hálsi og
slíkum einkennum. Það má líka
finna meiri upplýsingar um sjúk-
dóminn á heimasíðu landlækn-
isembættisins www.landlaeknir-
.is.“
Eftirtaldar hljómsveitir og
tónlistarmenn munu koma fram
á tónleikunum:
Maus
Botnleðja
Jan Mayen
Tube
Reggae on Ice
The Flavors
In Bloom
Ðí Kommitments
Eyjólfur Kristjánsson
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir
Davíð Þór Jónsson
Kynnir á tónleikunum verður
Rúnar Freyr Gíslason leikari og
hefjast þeir klukkan 21:30.
Að sögn landlæknis er heila-
himnubólga tíðari á Íslandi en í
öðrum löndum og margt órann-
sakað um orsakir hennar. Allur
ágóði vegna tónleikanna mun
renna til rannsókna á heila-
himnubólgu í samstarfi við land-
lækni. Þeir sem vilja leggja sitt
af mörkum geta líka lagt peninga
inn á bankareikning: 1175-26-
20000 hjá Sparisjóði vélstjóra í
Borgartúni.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Bjarki Friðriksson lést úr heilahimnubólgu fyrir tíu árum síðan, ein-
ungis nítján ára gamall.
Spilað gegn heilahimnubólgu
Hljómsveitin
Maus er meðal
þeirra sem
Bjarki hefur
snert, en Birgir
Örn, gítarleik-
ari og söngvari
sveitarinnar,
var með Bjarka
í sinni fyrstu
hljómsveit.
snúningum og hnakkareigingum.
Tangóinn er ættaður frá Arg-
entínu og eru rætur hans um-
deildar, sumir vilja meina að
hann hafi fæðst í vændishúsum
Buenos Aires fyrir hundrað og
fimmtíu árum, en aðrir telja lík-
legri skýringu að tangóinn hafi
orðið til í bakgörðum blokka fá-
tækrahverfanna, þar sem alþýðan
kom saman eftir vinnu og lék á
gítar og dansaði. Þaðan hafi
ÁHUGAFÓLK um siðmenntaða
skemmtun fékk svo sannarlega
sinn skerf af gleði á fimmtudags-
kvöldið, en þá hélt Egill Ólafsson,
ásamt hljómsveit, forláta tangó-
tónleika. Það var ekki laust við
að fólk kitlaði í danstaugarnar,
enda hefur tangóinn afar lokk-
andi hrynjandi og tónfall.
Danspar sá um að ljá tónleik-
unum ósvikna tangóstemningu
með tilheyrandi sveiflum,
Tignarlegur
tangó stiginn
á NASA
BUSAVÍGSLA fór fram í Fjöl-
brautaskóla Norðurlands vestra á
föstudag á Reykjaströnd í Skaga-
firði. Busarnir komu saman um há-
degisbilið fyrir utan bóknámshús
skólans og fóru með rútu upp að
Grettislaug þar sem ýmis verkefni í
langri þrautabraut voru lögð fyrir
þá. Þar á meðal má nefna fjölda-
söng í hlöðu rétt hjá Grettislaug,
steinalyftu og grútarbað. Er þessu
var lokið áttu svo busarnir að fara
með afar illa kveðna vísu sem ekki
telst birtingarhæf vegna dæmalaust
lélegrar stafsetningar. Eftir að hafa
bragðað á sérstökum vígslugraut
voru busarnir loksins skírðir í
Grettislaug og boðnir velkomnir í
skólann.
Vilhjálmur Árnason, formaður
Busarnir boðnir
velkomnir