Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A GR ÍSLANDSMEISTARI Í SVEITAKEPPNI Í GOLFI / B11 Helgi nýtti ekki víta- spyrnu og Lyn tapaði HELGI Sigurðsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, nýtti ekki gullið tækifæri til þess að tryggja Lyn dýrmætt stig gegn Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Þegar komið var framyfir leiktímann fékk Lyn vítaspyrnu sem Helgi tók en Jon Knudsen, markvörður Stabæk, gerði sér lítið fyrir og varði. Þar með sigraði Stabæk, 3:2, og staða Lyn versnar enn. Helgi og Jóhann B. Guðmundsson voru báðir í byrjunarliði Lyn en Jóhann var tekinn af velli á 57. mínútu. Tryggvi Guðmundsson er enn fjarri góðu gamni hjá Stabæk vegna meiðsla. Ólafur Stígsson lék síðustu tuttugu mín- úturnar með Molde sem vann Bryne, 3:2, og Hannes Þ. Sigurðsson var með síðustu sjö mín- úturnar hjá Viking sem sigraði Ålesund, 4:0. Árni Gautur Arason var sem fyrr á vara- mannabekk Rosenborg sem gerði jafntefli, 1:1, við Sogndal á útivelli. QUEENS Park Rangers, sem leikur í 2. deild ensku knattspyrnunnar, hefur gert úrvalsdeildarfélaginu Wolves tilboð í landsliðsmanninn Ívar Ingimarsson. QPR er í þriðja sæti eftir fimm umferðir og er talið sigurstranglegt í deildinni í vetur. Skýrt var frá áhuga QPR á hon- um á fréttavef BBC í gærkvöld en jafnframt sagt að félagið ætti í erf- iðleikum með að ná samkomulagi við hann um kaup og kjör, enda mikill launamunur á úrvalsdeild og 2. deild. Ólafur Garðarsson, umboðs- maður Ívars, staðfesti við Morgun- blaðið að tilboð hefði borist frá QPR, auk þess sem fleiri lið í 1. og 2. deild hefðu sýnt áhuga á að fá hann til liðs við sig. Þar á meðal er 2. deildarlið Brighton, sem Ívar lék með sem lánsmaður í 1. deildinni seinnipart síðasta tímabils. Knatt- spyrnustjóri þar er Steve Coppell, en Ívar lék undir hans stjórn hjá Brentford, og síðan Brighton. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins reyndi 1. deildarlið Reading að fá Ívar fyrir skömmu en Wolves hafn- aði tilboði þaðan. Ívar hefur ekkert fengið að spreyta sig með aðalliði Wolves frá því í nóvember í fyrra. Þá var hann settur út úr leikmannahópnum eftir að hann tók vináttuleik með íslenska landsliðinu fram yfir leik hjá Wolves. Hann hefur ekki verið í leikmannahópi liðsins í fyrstu um- ferðum úrvalsdeildarinnar í haust. QPR vill fá Ívar frá Wolves Morgunblaðið/Kristinn KR-ingar tryggðu sér Íslandmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna annað árið í röð á laugardaginn þegar þeir lögðu Stjörnuna, 5:1, á heimavelli. Í leikslok „tolleruðu“ leikmenn KR þjálfara sinn, Vöndu Sigurgeirsdóttur, en hún hyggst nú taka sér frí frá þjálfun. Fyrir mig skipti öllu máli að getahaldið öllu opnu eftir þetta tíma- bil. Fredrikstad er í þriðja sæti 1. deildar og á góða möguleika á að fara upp í úrvalsdeildina, en það er tvennt ólíkt að spila í þessum tveimur deild- um og því vildi ég ekki binda mig hér til lengri tíma. En mér líst mjög vel á mig, Fredrikstad er gamalt stórveldi í norsku knattspyrnunni, kom upp úr 2. deild í fyrra, er með mjög góða að- sókn á leikjum og þjálfarinn, Tor- björn Eggen, byggir á því að spila skemmtilegan sóknarfótbolta. Ég kannast við hann síðan hann reyndi að fá mig til Moss á sínum tíma og það verður spennandi að spila undir stjórn hans. Hér á svæðinu búa um 150 þúsund manns og möguleikarnir eru því miklir ef liðinu tekst að ná lengra,“ sagði Ríkharður við Morgun- blaðið í gær. Hann fékk aðeins tækifæri í fimm leikjum með Lilleström í úrvalsdeild- inni í sumar en það var fyrst og fremst vegna þess að ef hann hefði spilað nokkra leiki til viðbótar hefði Lilleström þurft að greiða Stoke City tíu milljónir króna til viðbótar fyrir hann. Félagið á í miklum fjárhagsörð- ugleikum og þar með var Ríkharði haldið utan liðsins og hann látinn spila með varaliðinu í 2. deild. „Það var ömurlegt að vera þarna og fá ekki að spila með aðalliðinu af ástæðum sem komu frammistöðu minni á vellinum ekkert við. Eftir að ég var orðinn endanlega heill af meiðslunum, í byrjun júlí, var mér sagt að ég fengi ekki að spila nema í mesta lagi 2–3 leiki til viðbótar á tíma- bilinu. Ég hef spilað eina tíu leiki í 2. deildinni í sumar en það er ekki sér- lega spennandi og því ákvað ég að breyta til,“ sagði Ríkharður. Hann hefur glímt við hnjámeiðsli síðustu árin en hefur verið góður af þeim undanfarna mánuði. „Ég stóðst læknisskoðunina hjá Fredrikstad, en að sjálfsögðu með þeim formerkjum að allir vita að ég hef átt í vandræðum með hnéð.“ Ríkharður hefur skorað 52 mörk í 80 leikjum með Viking og Lilleström í norsku úrvalsdeildinni og koma hans til Fredrikstad hefur því vakið tals- verða athygli. Ríkharður fylgdist með hinum nýju félögum sínum vinna góð- an heimasigur á Örn-Horten í gær og þar styrkti liðið enn stöðu sína. Höne- foss er efst í 1. deild með 48 stig, HamKam er með 44, Fredrikstad 43 og Haraldur Ingólfsson og félagar í Raufoss eru með 40 stig en Raufoss og HamKam skildu jöfn í gær, 2:2. Fredrikstad er eitt sigursælasta fé- lag í sögu norsku knattspyrnunnar. Það hefur níu sinnum unnið meistara- titilinn og aðeins Rosenborg hefur gert betur. Síðasti sigur Fredrikstad í deildinni var hins vegar árið 1961. Fé- lagið hefur tíu sinnum orðið bikar- meistari, síðast árið 1984, og það var síðast með í Evrópukeppni árið 1985. Það hefur leikið í neðri deildum um árabil en vann sig upp úr 2. deild í fyrra og fór beint í toppslaginn í 1. deildinni í ár. Ríkharður samdi við Fredrikstad út tímabilið RÍKHARÐUR Daðason knattspyrnumaður komst í gær að sam- komulagi við norska 1. deildarliðið Fredrikstad um að leika með því út þetta keppnistímabil, eða síðustu níu deildaleikina. Ríkharður gerði starfslokasamning við Lilleström fyrir helgina en það skýrðist ekki fyrr en í gær hvort af því yrði að hann færi til Fredrikstad.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.