Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 B 3  NORSKI framherjinn John Carew var um helgina keyptur til Roma á Ítalíu en hann hefur undanfarið leik- ið með Valencia á Spáni. Carew var iðinn við kolann hjá Valencia í fyrra og skoraði þá átta mörk í 32 leikjum.  ROMA tilkynnti einnig um helgina að liðið hefði sent Ajax í Hollandi tryggingu fyrir rúmenska varnar- manninum Christian Chivu, en það mál hefur verið í biðstöðu síðan í byrjun júlí.  INTER Mílanó heldur áfram að sanka að sér Argentínumönnum. Um helgina keypti liðið Julio Ric- ardo Cruz frá Bologna en hann gerði tíu mörk í fyrra. Samningurinn er til þriggja ára, en fyrir hjá félag- inu eru meðal annars argentínski þjálfarinn Hector Cuper og fyrirlið- inn Javier Zanetti.  SPÁNSKA liðið Deportivo de La Coruna samdi við kamerúnska markvörðinn Jacques Songo’o. Samningurinn er til eins árs en Songo’o, sem er 39 ára, var hjá fé- laginu allt þar til fyrir tveimur árum að hann var látinn fara. Undanfarið hefur hann verið hjá Metz en ákvað að skella sér til Deportivo þrátt fyrir að vera þriðji markvörður þar.  ANDREAS Möller, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, hætti um helgina við að hætta og gerði eins árs samning við Eintracht Frank- furt. Möller er 35 ára og lagði skóna á hilluna eftir síðastliðið tímabil en þá lék hann með Schalke. Hann lék áður með Frankfurt og þar sem lið- inu hefur ekki gengið vel það sem af er var leitað til hans og hann ákvað að fresta því að hætta. FÓLK GYLFI Gylfason og fé- lagar í Wilhelmshavener komu á óvart í fyrstu um- ferð þýsku 1. deild- arinnar í handknattleik þegar þeir lögðu hið sterka lið Essen að velli á sannfærandi hátt, 29:22. Gylfi Gylfason skoraði þrjú mörk í leiknum en þurfti að fara af velli 13 mínútum fyrir leikslok þegar hann fékk skurð á augnabrún. Læknir liðs- ins brá skjótt við og saumaði skurðinn saman með fjórum sporum. Guð- jón Valur Sigurðsson komst ekki á blað hjá Essen en Oleg Velyky var í aðalhlutverki hjá liðinu og skoraði 10 mörk. Einar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Wallau-Massenheim en Rúnar Sigtryggsson ekk- ert þegar lið þeirra tap- aði fyrir HSV Hamburg, 30:24. Volker Zerbe skoraði tíu mörk fyrir Lemgo sem sigraði nýliða Stral- sunder auðveldlega, 34:25. Lars Christiansen skor- aði ellefu mörk fyrir Flensburg sem vann auð- veldan útisigur á Pfull- ingen, 36:25. Öðrum leikjum í 1. um- ferð var frestað vegna heimsmeistaramóts 21 árs landsliða sem nú stendur yfir í Brasilíu. Óvæntur sigur Gylfa og félaga á Essen JUVENTUS hóf meist-aravörnina í ítölsku knatt- spyrnunni með látum í gær og vann stórsigur, 5:1, á Empoli í fyrstu umferðinni. Sóknarmenn liðsins sýndu að þeir verða skæðir í vetur en Alessandro Del Piero og David Trezeguet skoruðu tvö mörk hvor og Marco Di Vaio eitt. Inter var hinsvegar í miklu basli gegn Modena á heimavelli en náði að skora tvisvar á síðustu fjórum mín- útunum og vann 2:0. Christi- an Vieri og Marco Materazzi skoruðu mörkin eftir að Inter hafði farið illa með mörg góð marktækifæri í leiknum. Lazio, með Demetrio Al- bertini í aðalhlutverki, vann sannfærandi sigur á nýliðum Lecce, 4:1, og Roma vann góðan útisigur á Udinese, 2:1, þar sem Vincenzo Montella skoraði sigurmarkið með skemmtilegri hælspyrnu. Juventus byrjar með látum AP Marco Di Vaio, leikmaður Juventus, skorar hjá Luca Bucci markverði Empoli. BOCHUM var slegið út úr 1. umferð þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu á laugardaginn, tapaði þá 2:1 fyrir 2. deildarliðinu Regensburg á útivelli. Þórður Guðjónsson lék allan leikinn með Bochum og Bjarni Guðjónsson síð- ustu 20 mínúturnar. Heimamenn kom- ust í 2:0 áður en hinn íranski Vahid Hashemian minnkaði muninn fyrir Bochum átta mínútum fyrir leikslok. Þýska bikarkeppnin er þekkt fyrir óvænt úrslit og það var 3. deildarlið Braunschweig sem kom mest á óvart, með því að skella Kaiserslautern, 4:1. Meistarar Bayern München misstigu sig hins vegar ekki gegn 4. deildarlið- inu Neunkirchen og sigruðu 5:0. Roque Santa Cruz skoraði þrjú markanna. Ailton og Tim Borowski skoruðu sína þrennuna hvor fyrir Werder Bremen sem vann 5. deildarliðið Ludwigsfelder, 9:1. Bochum féll úr bikarnum Stjarnan stóð töluvert í heima-mönnum í fyrri hálfleik en KR stjórnaði þó leiknum allan tímann. Í síðari hálfleik yfir- spilaði KR gestina og vann að lokum stórsigur. Það voru Garðbæingar sem fengu fyrsta færi leiksins en það kom á 10. mínútu. Þá komst Björk Gunnarsdóttir ein í gegnum vörn KR en Sigríður Pálsdóttir varði vel skot hennar. Vesturbæjarliðið fór frekar rólega af stað en fyrsta mark liðsins kom á 19. mínútu þegar Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði örugglega af stuttu færi eftir góða sendingu frá Hrefnu Jóhannesdótt- ur. Sex mínútum síðar jafnaði Auður Skúladóttir metin fyrir Stjörnuna þegar hún skoraði beint úr auka- spyrnu af 40 metra færi en Sigríður hefði átt að gera betur í markinu. KR-stúlkur voru ekki lengi að ná yf- irhöndinni aftur því aðeins mínútu eftir jöfnunarmarkið skoraði Ást- hildur Helgadóttir með góðu skoti úr vítateignum. KR kom mjög öflugt til leiks í síð- ari hálfleik og sótti hart að marki gestanna. Það bar árangur á 55. mínútu en þá skoraði Ásthildur ann- að mark sitt í leiknum þegar hún fylgdi vel á eftir skoti Hrefnu Jó- hannesdóttur og skoraði af stuttu færi. Þórunn Helga gerði svo end- anlega út um leikinn á síðustu fimm- tán mínútum leiksins en þá skoraði hún tvö mörk. Það fyrra kom á 75. mínútu en það gerði hún með skoti frá hægri kanti en Anna Sif, mark- vörður Stjörnunnar, var klaufi að verja ekki. Á lokamínútu leiksins kom svo glæsilegasta markið en þá skoraði Þórunn með föstu skoti sem Anna Sif átti ekki möguleika á að verja. KR-stúlkur fögnuðu innilega þeg- ar dómari leiksins flautaði til leiks- loka og stuðningsmenn liðsins stóðu á fætur í stúkunni og hylltu leik- mennina. Níundi Íslandsmeistaratitill Ásthildar Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði KR, var mjög ánægð í leikslok en hún var að vinna sinn níunda Ís- landsmeistaratitil. „Þetta var örugg- ur sigur hjá okkur í dag. Það var töluverð spenna hjá okkur í fyrri hálfleik því við vissum að við yrðum meistarar ef við ynnum. Í síðari hálf- leik vorum við afslappaðari og náð- um að vinna góðan sigur. Það var mjög gaman að geta klárað þetta í dag en við höfum leikið mjög vel í sumar. Við höfum lent í miklum meiðslum en liðið hefur alltaf náð að vinna sig úr því og þetta er einn besti Íslandsmeistaratitill sem ég hef unnið. Við erum með mjög sterkt lið og við eigum titilinn skilið. Per- sónulega hef ég leikið vel í sumar og náð mér betur á strik en í fyrra og sömu sögu er að segja um fjölmarga leikmenn liðsins,“ sagði Ásthildur. Hrefna Jóhannesdóttir hefur spil- að mjög vel fyrir KR en hún er markahæst í Landsbankadeildinni með 21 mark. „Þetta var sannfær- andi sigur hjá okkur. Það er frábært að tryggja sér titilinn á heimavelli en við höfum leikið mjög vel í sumar. Þrátt fyrir að við misstum sterka leikmenn áður en tímabilið hófst hafði það ekki mikil áhrif á okkur. Við erum með sterkt lið og liðsheild- in hjá okkur er mjög öflug,“ sagði Hrefna. KR Íslandsmeistari annað árið í röð Morgunblaðið/Kristinn KR-ingar fagna sigrinum á Íslandsmótinu 2003 eftir sigurinn á Stjörnunni á laugardaginn. KR- konur urðu meistarar annað árið í röð og í sjötta skipti frá því þær unnu titilinn fyrst árið 1993. Morgunblaðið/Kristinn Ásthildur Helgadóttir skorar annað tveggja marka sinna í leiknum gegn Stjörnunni. KR tryggði sér Íslandsmeist- aratitilinn í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu á laugar- daginn þegar liðið sigraði Stjörnuna 5:1 í Vesturbænum. Þetta er annað árið í röð sem KR sigrar í deildinni. Ein umferð er eftir í efstu deild kvenna en ekkert lið getur náð KR að stig- um. KR átti ekki í erfiðleikum með að vinna Stjörnuna en Ást- hildur Helgadóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir skoruðu tví- vegis fyrir Íslandsmeistarana og Hómfríður Magnúsdóttir einu sinni. Auður Skúladóttir gerði mark gestanna. Atli Sævarsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.