Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 6
KNATTSPYRNA 6 B MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FJALAR Þorgeirsson, markvörður Þróttar, var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins gegn ÍBV. Hvað eftir annað varði hann meistaralega og kom í veg fyrir að Eyjasigur: „Það var engu líkara en ég hefði skrifað handritið að þess- um leik sjálfur ef undan er skilið að við skyldum ekki vinna leikinn. Það reyndi mikið á mig í dag [laug- ardag] og ég er ánægður með eigin frammistöðu. Stigið sem við feng- um í dag var mikilvægt og við Þróttarar förum sáttir héðan,“ sagði Fjalar í leikslok og segir fall ekki koma til greina. Létt yfir Ásgeiri Það var létt yfir Ásgeiri Elías- syni, þjálfara Þróttar, í leikslok í Vestmannaeyjum: „Ég sagði ein- hvern tímann fyrr í sumar að tuttugu og tvö stig myndu nægja til að halda sér uppi en það þarf ekk- ert að vera að svo sé. Ég er mjög ánægður með að ná jafntefli úr þessum leik því það má segja að í fyrsta skipti í sumar hafi heppnin verið með okkur. Það var einhver að ofan sem sá til þess að staðan var enn jöfn í hálfleik. Á eðlilegum degi hefðu þeir átt að gera að minnsta kosti tvö mörk í fyrri hálf- leik. Síðari hálfleikur var miklu betri af okkar hálfu og gaman að Bjöggi [Björgólfur Takefusa] sé farinn að skora á nýjan leik,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfar Þróttar. Förum sáttir héðan Fjalar Þorgeirsson HERMANN Hreiðarsson tryggði Charlton stig gegn Bolton á útivelli þegar liðin gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni á laugar- daginn. Hermann bjargaði á marklínu undir lok leiksins þegar allt benti til þess að Youri Djorkaeff væri að færa Bolton sigurinn. Hermann kom enn- fremur mikið við sögu á upphafsmín- útum leiksins. Eftir brot hans rétt ut- an vítateigs skaut Jay Jay Okocha í þverslána á marki Charlton úr auka- spyrnu og rétt á eftir skellti Eyjamað- urinn hinum spænska Ivan Campo og fékk að launum gula spjaldið. Emerson Thome lék sinn fyrsta leik með Bolton, sem þar virðist hafa fund- ið mann til þess að leysa Guðna Bergsson af hólmi í vörn liðsins. Bras- ilíumaðurinn átti mjög góðan leik og Bolton hélt hreinu í fyrsta skipti á tímabilinu. Hermann bjargaði stigi Hermann Hreiðarsson Eyjamenn blésu til stórsóknarstrax frá byrjun. Þegar 90 sekúndur voru liðnar af leiknum fékk Steingrímur Jóhannesson glæsi- lega sendingu frá yngri bróður sínum, Hjalta, en skallaði framhjá úr upplögðu marktæki- færi. Skömmu síðar átti Atli Jó- hannsson glæsilega bakfallsspyrnu sem Fjalar í marki Þróttar varði í stöng. Á 19. mínútu komst Stein- grímur einn inn fyrir vörn Þróttar en brást bogalistin. Ingi Sigurðs- son klúðraði síðan færi á 30. mín- útu og skömmu síðar slapp Gunnar Heiðar Þorvaldsson einn í gegn en Fjalar markvörður hafði betur í því einvígi og varði meistaralega. Það voru liðnar 35 mínútur þeg- ar Þróttur átti sitt fyrsta skot á mark. Björgólfur Takefusa skaut þá beint á Birki Kristinsson, markvörð Eyjamanna. Stórsókn heimamanna í fyrri hálfleik lauk með skoti frá Bjarnólfi Lárussyni sem Fjalar varði. Skömmu síðar flautaði Kristinn Jakobsson, mjög góður dómari leiksins, til hálfleiks. Þróttarar geta þakkað Fjalari fyr- ir að hafa sloppið með jafna stöðu í hálfleik. Þvert gegn gangi leiksins kom- ust Þróttarar yfir á 56. mínútu. Mark Björgólfs var glæsilegt en einbeitingarleysi þeirra Eyja- manna sem stóðu í varnarveggnum var algjört. Í stað þess að þjappa sér vel saman skildu þeir eftir glufu í veggnum sem Björgólfur nýtti og Birkir í marki Eyjamanna var æfur út í sína menn. En Eyja- menn voru fljótir að jafna sig á þessu áfalli og Bjarnólfur Lárus- son jafnaði fyrir heimamenn með einu glæsilegasta marki ársins, beint úr aukaspyrnu. Eftir að Bjarnólfur hafði jafnað róaðist leikurinn en Eyjamenn hefðu get- að náð í öll stigin stundarfjórðungi fyrir leikslok. Gunnar Heiðar fékk þá boltann í góðu færi en Fjalar varði vel, síðan rúllaði boltinn að markteig þar sem Steingrímur Jó- hannesson var mættur en Hilmar Rúnarsson, varnarmaður Þróttar, bjargaði á síðustu stundu. Leiknum lauk mað jafntefli og Eyjamenn gengu niðurlútir af velli á meðan stutt var í brosið hjá gestunum. Eftir að heimamenn höfðu yfirspilað andstæðinga sína í fyrri hálfleik var meira jafnvægi með liðunum í þeim síðari. Með eðlilegri nýtingu færa hefðu Eyja- menn átt að uppskera þrjú stig. Bestir í liði heimamanna voru mið- vallarleikmennirnir Bjarnólfur Lárusson og Atli Jóhannsson og með ólíkindum að ekki skuli vera not fyrir þann síðarnefnda í ung- mennalandsliði Íslands. Þá voru Gunnar Heiðar og Steingrímur hættulegir í framlínunni en gerð- ust sekir um að nýta ekki fjölda dauðafæra. Maður leiksins á Hásteinsvelli á laugardag var án efa Fjalar Þor- geirsson, markvörður Þróttar. Hann varði hvað eftir annað meist- aralega auk þess sem hann var duglegur við að koma út úr mark- inu og hirða fyrirgjafir. Þriggja manna varnarlína gestanna var góð í seinni hálfleik með Hilmar Inga Rúnarsson í broddi fylkingar. Björgólfi Takefusa tókst loks að skora en fyrir leikinn hafði hann ekki gert mark síðan 9. júlí. Björg- ólfur kom beint í leikinn frá Bandaríkjunum og var merkilega sprækur. Þetta var fyrsta jafnteflið sem Þróttur gerir í sumar. Lukkan í lið með Þrótti JAFNTEFLI var niðurstaðan í opnunarleik 16. umferðar efstu deild- ar karla er ÍBV tók á móti Þrótti á Hásteinsvelli á laugardag. Staðan í hálfleik var markalaus en leiknum lauk 1:1. Eyjamenn sköpuðu sér mun fleiri marktækifæri í leiknum en góð markvarsla Fjalars Þor- geirssonar og klaufagangur sóknarmanna ÍBV kom í veg fyrir heimasigur. Við jafnteflið fór ÍBV í 20 stig og er enn í fallhættu en Þróttur er með 22 stig sem gulltryggir ekki veru á meðal þeirra bestu á næstu leiktíð en fór langt með það. Fyrir leikinn hafði Þrótt- ur tapað öllum leikjum sínum við ÍBV úti í Eyjum í efstu deild og því var jafnteflið sögulegt. Hjörvar Hafliðason skrifar ÍBV 1:1 Þróttur R. Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin, 16. umferð Hásteinsvöllur, laugardaginn 30. ágúst 2003. Aðstæður: Skýjað, léttur andvari 13 stiga hiti. Völlur frábær. Áhorfendur: 450. Dómari: Kristinn Jakobsson, KR, 6. Aðstoðardómarar: Gunnar Gylfason, Einar Guðmundsson. Skot á mark: 12(6) - 9(3) Hornspyrnur: 1 - 1 Rangstöður: 4 - 5 Leikskipulag: 3-5-2 Birkir Kristinsson Bjarni Geir Viðarsson Tom Betts M Tryggvi Bjarnason Hjalti Jóhannesson M Ingi Sigurðsson (Andri Ólafsson 69.) Ian Jeffs M Bjarnólfur Lárusson M Atli Jóhannsson M (Pétur Runólfsson 85.) Steingrímur Jóhannesson Gunnar Heiðar Þorvaldsson Fjalar Þorgeirsson MM Eysteinn P. Lárusson M Hilmar Ingi Rúnarsson M Erlingur Þ. Guðmundsson M Ingvi Sveinsson M Páll Einarsson Hallur Hallsson (Hjálmar Þórarinsson 88.) Halldór A. Hilmisson Gestur Pálsson Björgólfur Takefusa M (Kári Ársælsson 88.) Sören Hermansen 0:1 (56.) Aukaspyrna var dæmd þegar Ian Jeffs braut á Páli Einarssyni, utan vítateigs. Björgólfur Takefusa tók spyrnuna og skaut bylmingsskoti í gegnum varnarvegg ÍBV og í markið. 1:1 (72.) Aukaspyrna var dæmd þegar Eysteinn P. Lárusson braut á Steingrími Jóhannessyni utan vítateigs. Bjarnólfur Lárusson tók spyrnuna og þrumaði knettinum efst í markhornið hægra megin. Eitt glæsilegasta mark sem sést hefur á þessari leiktíð. Gul spjöld: Engin. Rauð spjöld: Engin. BJARNÓLFUR Lárusson skoraði glæsilegt mark beint úr auka- spyrnu á laugardaginn. Hann var ánægður með markið en ekki með úrslitin: „Það var ánægjulegt að sjá boltann fara inn því að við klúðruðum aragrúa góðra mark- tækifæra í fyrri hálfleik. Það var fyrst og fremst slæm nýting og klaufagangur í færunum sem or- sakaði að við sigruðum ekki. Við tökum aftur á móti þetta stig og þökkum fyrir það því að við hefð- um alveg eins getað tapað leikn- um en að sjálfsögðu hefðu þrjú stig komið sér afar vel í þeirri baráttu sem við erum í. Næsti leikur er gegn KR í Frostaskjól- inu. Við þurfum ekkert að óttast þá því að okkur hefur gengið vel gegn þeim að undanförnu,“ sagði Bjarnólfur. Klaufa- skapur Ingvar Ólason skoraði markið dýr-mæta sem tryggði Frömurum stigin þrjú og eftir sigrana á ÍBV, KA og nú FH-ingum komst Fram upp í 8. sætið. Titilvonir FH-inga urðu hins veg- ar að engu en með sigri í gær hefðu þeir komist upp í annað sætið og átt þar með enn veika möguleika á að velta KR-ingum úr toppsætinu en Hafnarfjaðarliðið er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Það verður ekki annað sagt en að leikurinn í fljóðljósunum í Laugardal hafi verið ansi kaflaskiptur. FH-ingar réðu ferðinni í fyrri hálfleik gegn var- kárum liðsmönnum Fram en í seinni hálfleik tóku Framarar völdin og þó svo að FH-ingar hafi sótt nokkuð stíft á lokakaflanum stóðst vörn Fram álagið. Fá færi litu dagsins í ljós í fyrri hálfleik. Atli Viðar Björnsson komst í ágæt færi, nokkuð þröngt þó á 7. mínútu en Gunn- ar Sigurðsson varði skot hans og skömmu síðar björguðu Framarar skalla Freys Bjarnasonar á marklínu. Framarar lágu mjög aftarlega á vell- inum og hugsuðu fyrst og fremst um að verjast og til marks um lítinn sóknar- þunga þeirra áttu þeir ekkert einasta markskot að marki FH í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mjög líflegur Atli Viðar Björnsson geysist hér með boltann í átt FRAMARAR lyftu sér í fyrsta sinn í sumar úr fallsæti með 1:0 sigri á FH- ingum á Laugardalsvelli í gærkvöld. Sigurinn var sá þriðji hjá Safamýr- arliðinu í röð og sá fjórði í síðustu fimm leikjum og enn einn ganginn stefnir í Framarar bjargi sér frá falli með frábærum endaspretti. Reynd- ar geta Framarar gert gott betur en að halda sæti sínu því tölfræðilega eiga þeir enn möguleika á öðru sæti, nokkuð sem engan óraði fyrir um miðbik mótsins. Guðmundur Hilmarsson skrifar Framara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.