Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 12
 SIGURVEGARAR á HM fengu all- ir 60.000 dollara (um 4,8 milljónir króna) fyrir sigurinn. Eunice Barber langstökkvari fékk hins vegar 60.001 fyrir sigurinn því hún hafði veðjað dollar við vinkonu sína. „Við rifum dollaraseðil í sundur, ég hélt öðrum helmingnum og hún hinum. Nú lím- um við hann saman þegar ég kem heim og þá á ég hann,“ sagði Barber, sem tryggði sér sigurinn með því að stökkva 6,99 m í síðustu umferðinni.  KIM Collins og Felix Sanchez voru ánægðir með sigurinn á HM en þeir hafa áður unnið til verðlauna á stórmótum. Nú gátu landar þeirra hins vegar í fyrsta sinn fylgst með því í beinni útsendingu sjónvarps, en Collins er frá St. Kitts and Nevis og Sanchez frá Dóminíska lýðveldinu.  TIRUNESH Dibaba, eþíópísk tán- ingsstúlka sigraði í 5.000 metra hlaupi kvenna á HM, en þetta var í fyrsta sinn sem hún keppir á mótinu. Dibaba er heimsmeistari unglinga í víðavangshlaupi og heimsmethafi unglinga í 5.000 metra hlaupi. „Ég trúi þessu varla, fyrsta HM mótið mitt og sigur, þetta er frábært,“ sagði hin 18 ára gamli sigurvegari.  CATHERINE Ndereba frá Kenýa sigraði í maraþonhlaupi kvenna á 2:23.55 og setti mótsmet. Gamla metið átti Rosa Mota frá Portúgal en hún hljóp vegalengdina á 2:25.17 árið 1987 í Róm.  KEPPNIN í 800 metra laupi karla var jöfn og spennandi en á loka- sprettinum gaf Rússinn Juriy Borzakovskíj eftir og Djabir Said- Guerni frá Alsír stakk sér framúr og sigraði á 1.44,81 en Rússinn var á 1.44,84 og Mbulaeni Mulaudzi frá S- Afríku þriðji. Fjórði var síðan Wil- son Kipketer frá Danmörku.  EYÐIMERKURPRINSINN frá Marokkó, Hicham El Guerrouj, varð að sætta sig við annað sætið í 5.000 m hlaupi karla, en þar ætlaði hann sér sigur. Kenýamaðurinn Eliud Kipch- oge varð hlutskarpari, hljóp á 12.52,79 en El Guerrouj á 12.52,83, gaf eftir á síðustu metrunum.  JAN Zelezný frá Tékklandi náði fjórða sætinu í spjótkasti karla, kast- aði 84,09 metra en sigurvegari varð Sergey Makarov frá Rússlandi með 85,44. Eistinn Andrus Värnik varð annar með 85,17 metra og Boris Henry frá Þýskalandi þriðji.  BANDARÍSKA sveitin sigraði óvænt í 4x400 metra hlaupi kvenna, kom í mark á besta tíma ársins, 3.22,63, aðeins á undan Rússum, sem þóttu sigurstranglegastar, en þær rússnesku fengu tímann 3.22,91 sem er besti tími þeirra í ár.  KARLASVEIT Bandaríkjanna sigraði einnig í 4x400 metra hlaupi karla og þar urðu Frakkar í öðru sæti á nýu frönsku meti, 2.58,96 en Bandaríkjamenn hlupu á 2.58,88.  ANJU Bobby George, 26 ára indversk stúlka, kom öllum á óvart þegar hún varð þriðja í langstökki kvenna og vann þar með til fyrstu verðlauna sem Indverji vinnur til á heimsmeistaramóti í frjálsum. „Þetta er gjöf til Indlands,“ sagði stúlkan hæstánægð með bronsið.  MIKE Powell, heimsmethafinn í langstökki, 8,95 metrar, hefur að- stoðað George og eiginmann hennar, sem sér um þjálfun hennar. „Hún er náttúrubarn og næst er að auka hraða hennar og tækni enn frekar og þá vona ég að hún kræki sér í gull í Aþenu,“ segir Powell.  EIGINMAÐURINN er hæst- ánægður líka. „Ég þurfti aðstoð við þjálfunina og Powell er svo sannar- lega betri en enginn í þeim efnum. Nú er markmiðið að heyra indverska þjóðsönginn á Ólympíuleikvanginum í Aþenu á næsta ári,“ sagði Bobby George, eiginmaður og þjálfari Anju. FÓLK EDWIN Moses, grindahlauparinn frægi, tilkynnti í gær að hann ætl- aði sér að keppa í grindahlaupi á nýjan leik og stefnan væri að kom- ast á úrtökumótið fyrir bandaríska ólympíuliðið. Moses, sem varð 48 ára í gær, notaði afmælisdaginn til að tilkynna þetta á HM í frjálsum í París. Í gær voru 20 ár liðin síðan hann setti síðast heimsmet, hljóp 400 metra grindahlaup á 47,02 sekúndum í Koblenz í Þýskalandi. Það er enn annar besti tími sem náðst hefur. Moses sagðist ekki búast við að hann myndi ógna Felix Sanchez á hlaupabrautinni og sagði að þetta væri „tímabundin endurkoma“ hjá sér. „Sanchez myndi láta mig líta illa út, rétt eins og ég gerði við aðra sem hlupu á sama tíma og ég var upp á mitt besta. Ég verð trúlega heimsmeistari í 46–50 ára flokki og það verður gaman, en ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég hef ekkert að gera í þessa ungu hlaupara, sem gætu verið synir mínir. Ég ætla að ná að komast á úr- tökumót bandaríska liðsins og standa mig vel þar. Ólympíu- leikarnir í Aþenu væru auðvitað draumurinn, en ég er mjög meðvit- aður um að það er aðeins draum- ur. Ég held ég geti varla hlaupið á 48–49 sekúndum en 50 sekúnd- urnar ættu að vera viðráð- anlegar,“ sagði kappinn. Fjórtán ár eru síðan Moses hætti keppni, en hann var ósigrandi í um áratug í greininni, varð tvívegis ól- ympíumeistari og sigraði 122 sinn- um í röð. Þegar hann tilkynnti endurkomu sína var hann minntur á þegar sundkappinn Mark Spitz sneri aft- ur. „Hann var frá keppni miklu lengur en ég og ég veit ekki hversu alvarlega hann tók þetta. Hluti af ástæðunni fyrir því að ég ætla að gera þetta er að setja löndum mínum fordæmi. Allt of margir Bandaríkjamenn, ungir sem gamlir, eiga við offituvanda- mál að stríða og hreyfa sig ekki nægilega mikið. Með þessu ætla ég að sýna fólki hvað hægt er að gera þótt aldurinn færist yfir,“ sagði Moses. Moses snýr aftur Um hlaupið sjálft sagði hann:„Þetta var ekki besta hlaupið mitt – langt frá því – en það dugði til sigurs og það er það sem skiptir máli.“ Johnson varð heimsmeistari 1995, 1997 og 2001 auk þess sem hann varð ólympíumeistari 1996. Hann var samt alltaf í skugga Michaels Johnson. Síðan tók Mar- ion Jones við – athyglin beindist að henni þrátt fyrir góðan árangur Johnson og nú síðast hefur Maur- ice Greene stolið senunni. „Ég kippi mér ekki upp við þetta, en pabbi er alveg vitlaus yf- ir þessu,“ sagði kappinn. Á laugardaginn virtist hans tími fyrir athygli loks kominn. En áður en hann fór í startblokkirnar kom frétt í L’Equipe um lyfjanotkun White og blaðamenn tóku varla eftir að Johnson sigraði eins og venjulega. Sergei Bubka stangarstökkvari varð heimsmeistari á sex mótum í röð frá 1983 til 1997 en frá 1983 til 1991 var heimsmeistaramótið hald- ið á fjögurra ára fresti. Suetsugu þjóðhetja í Japan Shingo Suetsugu, fljótasti hlaup- ari Japana, varð í þriðja sæti í 200 metra hlaupinu á HM og varð um leið þjóðhetja í heimalandi sínu en besti árangur Japana hafði áður verið sjöunda sætið. Verðlauna- peningurinn sem hann fékk er sá fyrsti sem Japani fær fyrir sprett- hlaup á stórmóti – HM og Ólymp- íuleikum og því mikil hamingja í Japan. „Draumur Japana hefur ræst,“ voru fyrirsagnir dagblaða þar í landi og blöðin voru með nokkrar blaðsíður um draumapiltinn. Móðir piltsins var ánægð með strák en sagði samt að hún vor- kenndi honum aðeins. „Hann hefur lagt svo rosalega mikið á sig að ég vorkenni honum dálítið. En þetta er það sem hann hefur valið sér og ég stend með honum í því,“ sagði Kazuko, móðir hans. Tími hans var talsvert frá hans besta, 20,38 sekúndur en það dugði hinum 23 ára gamla hlaup- ara í þriðja sætið á eftir Banda- ríkjamönnunum Capel og Patton og 0,01 sekúndu á undan Bret- anum Darren Campbell. White gæti misst verðlaunin Kelli White, bandaríska stúlkan sem sigraði bæði í 100 og 200 metra hlaupi á HM – og varð fyrst kvenna til slíks – gæti átt á hættu að missa gullverðlaun sín þar sem sýni um ólögleg efni fundust í sýn- um sem tekin voru eftir að hún sigraði í 100 metra hlaupinu. Nið- urstaða úr sýnum sem tekin voru eftir 200 metra hlaupið liggur ekki fyrir og á meðan svo er ætlar Al- þjóðafrjálsíþróttasambandið ekk- ert að aðhafast. White segist ekki hafa tekið ólögleg lyf, heldur hafi hún að undanförnu tekið lyf samkvæmt læknisráði til að losna við svefn- truflanir sem eru ættgengar. Lyfið sem um ræðir er Modafin. „Ég hef aldrei tekið lyf til að bæta árangur minn,“ segir White og bendir á að lyfið sé ekki á bannlista, verði sett á hann á næsta ári. Það sé ástæðan fyrir því að hún gaf ekki upp lyfið áður en keppnin hófst eins og íþrótta- mönnum ber að gera. Hún segist hafa tekið lyfið fyrir keppni í Bandaríkjunum, Lundúnum og Osló og aldrei fallið á lyfjaprófi. „Ég átti ekki von á að þetta kæmi upp núna,“ sagði hún. Komist IAAF að þeirri niður- stöðu að White hafi neytt ólög- legra lyfja verður hún svipt verð- laununum og fær auk þess nokkuð langt keppnisbann. Johnson heims- meistari í fjórða sinn BANDARÍSKI grindahlauparinn Allen Johnson varð heims- meistari í 110 metra grinda- hlaupi í París á laugardaginn og varð þar með fyrsti íþróttamað- urinn til að verða heimsmeistari í greininni fjórum sinnum í röð. En eins og svo oft áður fór ekki eins mikið fyrir afreki Johnsons og efni stóðu til. Ástæðan var meint lyfjamisferli Kelli White. „Þannig virðist þetta alltaf vera hjá mér – eitthvað skyggir alltaf á það sem ég er að gera. Mér er nokk sama þótt ég verði ekki á forsíðum blaðanna. Ég er samt fyrstur til að verða fjórfaldur heimsmeistari í grindahlaupi og er ánægður með það,“ sagði Johnson. Reuters Jerome Young frá Bandaríkjunum, gullverðlaunahafi í 400 m hlaupi, kemur í mark í 4x400 metra hlaupi rétt á undan Marc Requil frá Frakklandi, en Frakkar settu landsmet í hlaupinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.