Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 1
mánudagur 1. september 2003 mbl.is Sumarhúsalán Búnaðarbankans er nýjung Lánið getur verið til allt að 15 ára Lánið er veitt gegn veði í sumarhúsinu Veðsetning getur verið allt að 50% af markaðsvirði sumarhússins Kynntu þér málið í næsta útibúi Búnaðarbankans, á www.bi.is eða í síma 525 6000F í t o n / S Í A F I 0 0 7 4 4 2 Verð við allra hæfi Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Fasteignablaðið // Heita vatnið Eiga menn á hættu að allar endurbætur á hitakerfum, sem minnka eyðslu á heitu vatni, oftast óþarfa eyðslu og sóun, komi þeim í koll með hækkun á verði heita vatnsins? 6 // Bílastæði Jafnan eru löglíkur fyrir því að bílastæði á lóð fjölbýlishúss sé í sameign. Sá, sem gerir til- kall til tiltekins bílastæðis verður að sanna eignarrétt sinn eða rétt til sérafnota. 29 // Góð staðsetning Við Fögrubrekku 15 í Kópavogi er til sölu gott einbýlishús á frábærum stað. Þetta er steinhús á einni hæð, með bílskúr, viðbygg- ingu, garðhúsi og fallegum garði. 31 // Hús í miðborginni Lækjargata 10, þetta gamla og virðulega hús á horni Skólabrúar og Lækjargötu, sómir sér vel enn þann dag í dag. Það var hlaðið úr grágrýti og býr yfir mikilli sögu. 42                 ! " "" # " $ % %                 # % " $ ! % " "           &'() ( )  % * +,-  . )/ 0 * 1 2--  3 (4 % 3 (4 !( ' 3 (4 % 3 (4   5 6 56    5 5    !!!"  5   7 7 7 5 #    $ #% & % % '  (       8 5 85 9     % (      #   58 6 KAUP á sumarhúsum eru að ýmsu leyti frábrugðin kaupum á íbúðarhús- næði og þá fyrst og fremst vegna þess, að húsbréfalán fást ekki út á sumarhús. Algengt verð á sumarhús- um er á bilinu 4-8 millj. kr. Einstaka hús fer þó á mun hærra verði en það fer að sjálfsögðu eftir stærð, lóð og staðsetningu. Samgöngur og fjarlægð frá þétt- býlisstöðunum og þá einkum frá höf- uðborgarsvæðinu skipta máli. Eftir- sóttustu svæðin eru á Suðurlandi, einkum í uppsveitum Árnessýslu. En eftir að Hvalfjarðargöngin voru opn- uð, hefur ásókn í sumarhúsasvæði á Vesturlandi aukizt verulega, ekki hvað sízt í Borgarfirði. Sennilega hafa sumarhús í Skorradal aldrei ver- ið jafn eftirsótt og nú, enda vatnið og umhverfi þess afar fallegt. Heitið sumarbústaðir eða sumar- hús eiga raunar vart við lengur. Heiti eins og orlofshús eða frístundahús eiga miklu betur við, enda mörg af þessum húsum nú svo vel úr garði gerð, að það er hægt að vera í þeim jafnt vetur sem sumar. Samt hafa orðin sumarbústaður og sumarhús orðið býsna lífseig í málinu og end- urspegla kannski þrá landans eftir sól og yl. Sumarhús nálægt Hvítá Grímsnes í Árnessýslu hefur lengi verið afar eftirsótt sumarhúsasvæði. Í landi Vaðness er Eignamiðlunin nú með til sölu sumarhús, sem er 46 ferm., byggt 1972 úr timbri og því fylgir 15 ferm. geymsluhús. Húsið stendur á 3,2 hekturum lands og að sögn Magneu Sverrisdóttur hjá Eignamiðluninni væri hægt að byggja fleiri hús á landinu. „Landið sem húsið stendur á er mjög fallegt og gróið með miklum trjám, m.a. birki, greni, ösp og berja- lyngi. Sérvegur er heima að bústaðn- um, “ sagði Magnea ennfremur. „Bústaðurinn stendur nálægt Hvítá og er með fallegu útsýni. Húsið skiptist í forstofu, eldhús, snyrtingu, tvö herbergi og stofu. Stór verönd er við hlið hússins og þar er heitur pott- ur og lítið útiskýli með sturtu og bún- ingsaðstöðu. Að innan er húsið panel- klætt og með parketi á gólfum. Heitt vatn, rafmagn og kalt vatn er í húsinu og heitt vatn fylgir fyrir ann- an bústað. Mikil eftirspurn hefur ver- ið eftir bústöðum í þessari fjarlægð frá Reykjavík, en tæpur klukku- stundar akstur er í bústaðinn frá höf- uðborgarsvæðinu.“ „Það er góð eftirspurn eftir bústöð- um á vinsælum svæðum, en verð hef- ur haldizt nokkuð stöðugt,“ sagði Magnea Sverrisdóttir að lokum. Góð eftirspurn einkennir sumarhúsamarkaðinn Þetta fallega sumarhús við Hvítárbraut 19 í Grímsnesi er til sölu hjá Eignamiðl- uninni. Húsið er 46 ferm. á 3,2 hekturum lands. Geymsluskúr, sem er 15 ferm. fylgir. Óskað er eftir tilboðum. GÓÐ hreyfing hefur verið á fast- eignamarkaði á Austurlandi að und- anförnu og töluverð eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Greinilegt er, að væntingar vegna fyrirhugaðra stór- iðjuframkvæmda eru þegar farnar að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn á þessu svæði. Hjá Fasteigna- og skipasölu Austurlands eru nú til sölu íbúðir í sjö hæða lyftuhúsi, sem er að rísa við Kelduskóga á Egilsstöðum. Íbúðirnar eru alls 21, en húsið er byggt úr steinsteyptum einingum. „Við hönnun hússins var sú hugsun höfð að leiðarljósi, að það þyrfti sem minnst viðhald,“ segir Hilmar Gunnlaugsson, lögmaður og fasteignasali hjá Fasteigna- og skipasölu Austurlands, sem hefur aðsetur á Egilsstöðum. 26 Nýjar íbúðir áEgilsstöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.