Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 C 7Fasteignir Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík Sími 568 2444 - Fax 568 2446 INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR SKJALAGERÐ, MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR. GUNNAR BERGMANN JÓNSSON SÖLUMAÐUR. asbyrgi@asbyrgi.is • www.asbyrgi.is HVERFISGATA - HAFNARF. Virðulegt 150 fm timbureinbýlishús í hjarta Hafnarfjarðar. Húsið er kjallari, hæð og rishæð auk bílskúrs. Húsið stendur á einni fallegustu lóð í miðbænum sem er yfir 1.100 fm að stærð. Húsið hefur sögulegt gildi. Glæsileg eign. Verð 18,5 millj. Tilv. 30606 4RA-5 HERB. STÓRAGERÐI - BÍLSKÚR Góð 4ra herb. 96 fm íbúð á 2. hæð. Endurnýjað baðherb., parket, 2 samliggjandi stofur, suðursvalir. Góður 21 fm bílskúr. Verð 14,5 millj. Skoðið myndir á asbyrgi.is. LEIFSGATA - SÉRH. M. BÍL- SKÚR Mikið endurnýjuð 91 fm 4ra herb. íbúð á besta stað miðsvæðis í Rvík. Stór 32 fm bílskúr sem býður upp á mikla möguleika, m.a. að útbúa íbúð. Góður garður, rólegt hverfi. Verð 14,9 millj. Tilv. 31971. LAUS STRAX RJÚPUFELL - MJÖG GÓÐ Mjög góð 4ra herbergja 108,3 fm íbúð á annarri hæð. Eignin er öll nýlega tekin í gegn utan sem innan, nýtt teppi á stiga- gangi, klæðning á blokkinnni, skipt um rúður. Eignin lítur mjög vel út. Þvottahús í íbúð, yfirbyggðar svalir. VERÐ 12,2 millj. 3JA HERBERGJA DOFRABORGIR „NÝTT’’ Mjög góð 77 fm íbúð á efstu hæð í litlu fjölbýli ásamt innbyggðum bílskúr. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara á baði. Suðursvalir. Gott útsýni. Verð 13,5 millj. Áhvílandi 6,8 millj. Tilv. 30483 GRÝTUBAKKI - NÝTT Mjög falleg 76,9 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Tilv. 32508. Verð 10,5 millj. 2JA HERBERGJA VALLARÁS - LYFTUBLOKK Mjög góð 56,8 fm íbúð á rólegum stað í Árbænum. Rúmgóð stofa, eldhús með borðkrók, stórt svefnherbergi með góðu skápaplássi og skrifborðsaðstöðu. Áhvíl- andi 4,1 millj. í húsbr. VERÐ 9,1 millj. Tilv. 32426 HRAUNBÆR - LAUS STRAX 2ja herb. íbúð á mjög góðum stað í Ár- bænum. Mjög stutt í alla þjónustu. Nýtt parket á svefnherb. Mjög falleg íbúð. Ásett verð 8,8 millj. Tilv. 32107 ATVINNUHÚSNÆÐI VESTURVÖR - IÐNAÐUR Gott iðnaðarhúsnæði sem er 82,4 fm að grunnfleti sem er með innkeyrsydyrum í báðum endum og 82 fm góðum kjallara, auk millilofts. Laust strax. Verð 11,5 millj. 31551 FUNAHÖFÐI - LAGER/SKRIF- STOFUH. Mjög gott iðnaðarhúsnæði á tveimur hæð- um, samt. 160 fm með góðum innkeyrslu- dyrum og gryfju. Á efri hæð er mjög vel innréttað skrifstofuhúsnæði. Húsnæðið hentar vel fyrir t.d. heildsölu eða þjónustu. Verð 10,9 millj. Tilv. 30973 MÁNAGATA - EINSTAK- LINGSÍBÚÐ Mjög falleg einstak- lings-kjallaraíbúð á mjög rólegum og fallegum stað nálægt miðbæ. Sv. 105. Verð 5,8 millj. Tilv. 32542 STRANDASEL - LAUS STRAX 3-ra4 herbergja 82,3 fm íbúð á mjög góðum stað í Seljahverfinu. Mjög þrifaleg sameign, sér 10 fm stór geymsla í kjallara, eign þá samtals 92,3 fm. Góðar suðursvalir, nýlegt parket. VERÐ 10,9 millj. Tilv. 32307 SAMTENGD SÖLUSKRÁ FJÖGURRA FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR HLÍÐASMÁRI - VIÐ SMÁRALIND Til leigu 100 - 400 fm glæsilegt verslunar- húsnæði á jarðhæð. Eigninni er hægt að skipta upp eftir hentugleika. Í sama hús- næði og Sparisjóður Kópavogs. Mikið auglýsingargildi. Laus strax. Verðtilboð. ATH. AÐEINS 200 FM PLÁSS EFTIR. ÁRTÚNSHOLT - VERSLUN - ÞJÓNUSTA Til leigu frábærlega vel staðsett 394,5 fm verslunar- eða þjónustuhúsnæði á jarð- hæð í góðum þjónustukjarna. Húsnæðið hentar mjög vel fyrir t.d. golfverslun, veit- ingastað eða heildverslun. Staðsetning mjög miðsvæðis miðað við öll hverfi borg- arinnar. Mjög gott auglýsingargildi. Laust strax. Leiga kr. 800.- per fm BORGARTÚN 33 - TIL LEIGU Til leigu 300 til 600 fm gott skirfstofuhús- næði á 2. hæð og 130 fm lagerhúsnæði með innkeyrlsudyrum í kjallara. Skrifstofu- húsnæðið leigist í einu eða tvennu lagi. Mjög góð sameign, tvær lyftur, innan- gengt er í kjallara. Næg bílastæði, frábær staðsetning í hinu nýja stofnanahverfi Reykavíkur. Til afhendingar strax. tilv.15114 SMIÐJUVEGUR - VERSLUN - LAGER Mjög gott um 500 fm verslunar- og lager- húsnæði á besta stað í nýlegu húsi við Smiðjuveg. Góð lofthæð, góðar inn- keyrsludyr og verslunargluggar. Húsnæð- ið býður upp á mikla möguleika. Verð 46,0 millj. Tilv. 2273 DALSEL - RAÐHÚS - Í SÉRFLOKKI Glæsilegt 234 fm raðhús sem er kjallari og tvær hæðir. Húsið er allt með nýjum inn- réttingum, þ.e. skápum, eldhúsi, gólfefn- um, hurðum og baðherbergjum. Gufubað. Möguleiki á íbúð í kjallara. Góð lóð. Stæði í bílskýli. Laust strax. Glæsileg eign. Verð 22,9 millj. TIL LEIGU HAMRABORG - LEIGA 130 fm mjög gott endurnýjað skrifstofu- húsnæð í einu til þrennu lagi. Laust strax. Tilv. 15112 LANDSBYGGÐIN Þrúðvangur 29 - Hellu Fallegt einbýlishús á einni hæð, staðsett á frábærlega fallegum stað á Hellu, alveg við ána Rangá. Mikið útsýni. Falleg ræktuð lóð. áhv. ca 3,2 millj. húsbr. + byggsj. VERÐ 13,5 millj. tilv. 31569 Í TILEFNI greinar sem birtist í fasteignablaði Mbl. 18. ágúst síðast- liðinn langar mig að minnast á nokk- ur af þeim atriðum sem gera raf- kynta potta að góðum kosti hvort heldur sem er á köldum svæðum eða á svæðum þar sem er heitt vatn, við heimilið eða sumarbústaðinn. Helsti munurinn á svokölluðum „skeljapottum“ og rafkyntum pott- um er að rafkyntir pottar eru ávallt tilbúnir til notkunar á því hitastigi sem óskað er. Það er því hægt að fara í pottinn fyrirvaralaust og án undirbúnings. Hins vegar ef um skeljapott er að ræða þarf að byrja á því að þrífa pottinn, fylla hann og svo tæma eftir notkun. Það er staðreynd að notkunin á slíkum pottum verður umtalsvert minni. Einnig er mikill munur á þegar pottum er komið fyrir, til dæmis; ef keyptur er Softub rafkyntur pottur er hann að öllu leyti tilbúinn til notkunar. Það eina sem gera þarf er að stinga honum í samband við rafmagn og fylla hann af vatni með garðslöngu. Ennfremur er hann ekki nema 30 kg og þess vegna lítið mál að færa hann til í garðinum, rúlla honum inn í sólstofu eða taka með sér í sveitina. En ef keyptur er skeljapottur þarf hinsvegar að byggja í kringum hann, leggja að og frá honum vatnslagnir ásamt rafmagni. Þetta eru talsverð- ar framkvæmdir og verður potturinn ekki svo auðveldlega færður úr stað eftir það eða tekinn með ef flytja á í nýtt húsnæði. Einnig fylgir þessum framkvæmdum umtalsverður kostn- aður. Kostnaður við rekstur rafkyntra potta er vissulega mismunandi en við höfum framkvæmt mælingu á orku- þörf 4 manna potts frá Softub og reyndist kostnaðurinn ca. 1.100,- kr. á mánuði miðað við 2 tíma notkun á viku í -1° lofthita (Orkuverð 7,94 kWh). Kosnaðurinn við reksturinn er því óverulegur, en það kostar líka að fylla skeljapott með tonni af vatni sem skolað er niður eftir hverja notkun. Í sumarbústöðum þar sem nóg er af heitu vatni er ekki þar með sagt að nóg sé af köldu vatni. Það getur því valdið vandræðum ef heitir pottar eru á svæðinu sem eru fylltir allt að einu sinni á dag eða jafnvel með sí- rennsli, því það þarf umtalsvert magn af köldu vatni á móti heita vatninu. Ef rafmagn er í sumarbústað og í boði er að taka inn heitt vatn er vert að skoða stofnkostnaðinn. Til dæmis kostar rafkyntur 4 manna nuddpott- ur frá Softub í mörgum tilfellum minna en inntakskostnaður hita- veitnanna og árgjaldið getur verið meira en tvöfaldur sá kostnaður sem til fellur við að halda Softub potti í tæpum 40° í heilt ár. Það er því nauð- synlegt að velta þessu fyrir sér ef eingöngu á að fá sér heitt vatn fyrir heitan pott. Í umræddri grein er einnig minnst á öryggismál, hugsanlegar frost- skemmdir og að sama vatnið sé not- að til langs tíma. Varðandi öryggi rafkyntra potta þá eru þeir allajafna frístandandi svo stíga þarf upp í þá þegar farið er í þá. Hitastig vatnsins er ekki látið fara upp fyrir ca. 40° á celsíus, svo ekki sé hætta á bruna, og með Softub pott- unum fylgja barnheld lok með ör- yggislæsingum. Hvað varðar frostkemmdir, er í tilfelli Softub pottanna mjög einfalt að vatnstæma dælubúnaðinn ef ekki á að nota pottinn yfir vetrartímann. Í sambandi við vatnið er vert að minnast á það að margar sundlaugar nota sama vatnið til langs tíma í senn og á sama máta og í rafkyntum pott- um eru þær með hringrás, vatnið sí- að og klórblandað. Einnig má í þessu samhengi nefna að sundlaugar á ferðamannastöðum erlendis hafa sama háttinn á. Rafkyntir pottar hafa því marga góða kosti og má því telja víst að ekki þurfi „auðtrúa sálir“ til að „glepjast“ af rafkyntum pottum hjá „tungulipr- um sölumönnum“ og ekki er sjálf- gefið að rafkyntir pottar séu slæmur kostur þótt ekki þurfi að leggja lagn- ir að þeim og frá. Eru rafkyntir pottar góður kostur? Rafkyntir pottar eru ávallt tilbúnir til notkunar á því hitastigi sem óskað er, segir Jón Arnarson. Það er því hægt að fara í pottinn fyrirvaralaust og án undirbúnings. Jón Arnarson skogarkot@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.