Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 27
Öflug byggingarstarfsemi er ekki bara merki um gott atvinnuástand heldur augljóst tákn um framsækið mannlíf í hverju byggðarlagi. Senni- lega kemur munurinn á höfuðborg- arsvæðinu og á landsbyggðinni skýr- ast fram í því, hve víða er lítið byggt af nýju húsnæði úti á landi. Miklar nýbyggingar á Egilsstöðum, sem ýmist blasa við eða eru framundan, eru órækur vottur um þann hressi- lega andblæ, sem einkennir bæinn. Bæjaryfirvöld hafa þegar brugðizt við með því að láta skipuleggja ný byggingarsvæði, þar sem öflugir byggingarverktakar hafa þegar haslað sér völl. Greinilegt er, að væntingar vegna fyrirhugaðra stór- iðjuframkvæmda eru þegar farnar að segja til sín. Fyrsta háhýsið Sala er nú hafin á íbúðum í sjö hæða lyftuhúsi við Kelduskóga 1–3. Samtals eru íbúðirnar 21 og þrjár íbúðir á hverri hæð. Þær eru til sölu hjá Fasteigna- og skipasölu Austur- lands, sem hefur aðsetur á Egils- stöðum, en það er Malarvinnslan hf., sem byggir húsið. Hönnuður er Björn Kristleifsson arkitekt. Húsið er byggt úr steinsteyptum einingum. „Við hönnun hússins var sú hugsun höfð að leiðarljósi, að það þyrfti sem minnst viðhald,“ segir Hilmar Gunnlaugsson, lögmaður og fasteignasali hjá Fasteigna- og skipasölu Austurlands. „Því er húsið klætt með viðhaldsfrírri veðurkápu á útveggjum, en þessi veðurkápa er úr íslenzkum blágrýtismulningi. Gluggakarmar verða úr timbri að innanverðu en með álkápu að utan- verðu sem veðurhlíf. Útveggur á stigahúsi verður með ljósri veður- kápu og þakkantar og svalahandrið hönnuð þannig, að sem minnst við- hald þurfi.“ Íbúðirnar eru af tveimur stærð- um, ein 78,3 ferm. íbúð á hverri hæð eða sjö íbúðir alls og tvær 100,8 ferm. íbúðir á hverri hæð eða fjórtán íbúðir alls. Undir öllu húsinu verður kjallari með sérgeymslu fyrir hverja íbúð auk sameiginlegra geymslna. Allar íbúðirnar verða með suður- svölum nema íbúðirnar á jarðhæð, en þeim fylgir séreignarlóð. Bíla- stæðin eru 42, tvö á hverja íbúð, auk fjögurra bílastæða, sem eru sér- merkt hreyfihömluðum. Auk þess er gert ráð fyrir fjórtán bílskúrum. Byggingarleyfi þeirra er bundið stærri íbúðunum, en óháð byggingu Tölvumynd/Sigfús Jónsson Útlitsteikning af fjölbýlishúsinu við Kelduskóga 1-3. Það verður á sjö hæðum með þremur íbúðum á hverri hæð, samtals 21 íbúð. Íbúðirnar eru í tveimur stærðum, ein 78,3 ferm. og tvær 100,8 ferm. á hverri hæð. Malarvinnslan hf. byggir húsið en það er hannað af Birni Kristleifssyni arkitekt. Húsið verður með viðhaldsfrírri veðurkápu á útveggjum, gluggakarmar eru timbur að innanverðu og álkápa að utanverðu sem veðurhlíf. Einnig eru þakkantar og svalahandrið hönnuð þannig að sem minnst viðhald þurfi. Morgunblaðið/ Steinunn Ásmundsdóttir Horft yfir Egilsstaði. Í sveitarfélaginu búa yfir 2.100 manns og í nágrannabyggðarlaginu Fellabæ búa nú á fimmta hundrað manns. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnad. Frá Reyðarfirði. „Það hefur verið góð hreyfing á fasteignum á öllu Austurlandi,“ segir Hilmar Gunn- laugsson. „Á sumum stöðum, eins og Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði, vantar eignir á söluskrá.“ MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 C 27Fasteignir Klapparhlíð - 3ja herb. Glæsileg 75 m2, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í nýju 3ja hæða fjölbýli með sérinngangi. 2 góð svefnher- bergi með mahóní skápum, stórt baðherbergi og þvottahús, góð geymsla/vinnuherbergi, stofa og sérlega fallegt eldhús úr mahóní. Pergo-parket á íbúðinni, en flísar á baði, þvottahúsi og forstofu. Verð 12,9 m - áhv. 7,7 m. Laus strax. Dvergholt - 2ja herb. 51,2 m2 ósamþykkt íbúð á neðri hæð í 3-býlishúsi með fallegu útsýni. Íbúðin skiptist í góða stofu með fallegu útsýni, eldhúskrók, borð- krók, svefnherbergi og baðherbergi m. sturtu. Stutt í þjónustu, skóla og hesthúsahverfið. Verð kr. 6,2 m. - áhv. 3,4 m. Skipti mögu- leg á bíl. Þverholt - 3ra herb. Rúmgóð 114,4 fm, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjölbýli í miðbæ Mosfellsbæjar. Barnaherbergi og rúm- gott hjónaherbergi m. fataherb. Eldhús með borð- krók, góð stofa. Baðherbergi með kari og sturtu og inn af því er sérþvottahús. Stutt í alla þjónustu. Lækkað verð - Verð kr. 11,9 m - áhv. 7 m. Bugðutangi - raðh. m. bílskúr Gott 205 m2 endaraðhús á tveimur hæðum með bílskúr. Björt og opin efri hæð með stórri stofu, eldhúsi, baðherbergi, og 2 svefnherbergjum. Á jarðhæð eru 2-3 svefnherbergi, hol og þvottahús, ásamt bílskúr. Þetta er íbúð með möguleika á út- leigu. Verð kr. 18,9 m - áhv. 11,7 m Íbúðarhús í Álafosskvos Fallegt og mikið endurnýjað 108 fm íbúð ásamt 107 fm kjallara og 117 fm vinnuskála. Húsið, sem er elsta steinhús Mosfellsbæjar, stendur á fallegum stað í kvosinni, rétt við Varmána. Íbúðin skiptist í forstofu, borðstofu, hjónaherbergi, eldhús, bað- herbergi og barnaherbergi. Þetta er einstök eign á rómuðum stað. Verð kr. 16,8 m. Esjugrund - einb. - Kjalarnesi 142 m2 einbýlishús á einni hæð auk 58 m2 bíl- skúrs, með miklu útsýni. 5 svefnherbergi eru í húsinu, 2 baðherbergi, stórt eldhús m. borðkrók, þvottahús m. sérútgangi, sjónvarpshol og stofa. Innangengt í tvöfaldan bílskúr. Timberverönd og leiktæki í snyrtilegum garði með miklu útsýni til hafs. Verð kr. 18,6 m. Hlíðarás - einbýli/tvíbýli Stórt og mikið 407 fm einbýlishús á 2 hæðum með. tvö- földum bílskúr. Fallegt einbýli í botnlanga við óbyggt svæði með gríðarmiklu útsýni yfir Mos- fellsbæ. Hugmyndir. eru um að skipta húsinu í tvær 150 m2 íbúðir auk 44 m2 bílskúrs og kjallara undir bílskúr. Verð 29,5 m. Hlíð - Eilífsdal Fallegur 50 m2 sumarbú- staður m. ca 65 m2 verönd á fallegum stað í Eilífs- dal. Bústaðurinn stendur á mjög fallegri 4.000 m2 leigulóð m. miklum trjárgróðri, lítilli tjörn og leik- tækjum. Kalt vatn er í bústaðnum og gashitað vatn. Verð kr. 5,0 m. Arnarhöfði - endaraðhús + bílskúr. Erum með sérlega vandað endaraðhús á 2 hæðum með bílskúr. Á jarðhæð er stofa, borðstofa, glæsilegt eldhús, gestasalerni, forstofa og forstofuher- bergi. Á 2. hæð eru 3 svefnherbergi, sjónvarpsstofa, baðherbergi og þvotta- hús. Fallegt eikarparket er á gólfum, en flísar á baði, forstofu og þvottahúsi. Timburverönd er út frá eldhúsi og stofu, og svalir út frá sjónvarpsstofu með miklu útsýni. **Verð kr. 23,9 m - áhv. 13,2 m** Klapparhlíð 12 - tilbúið til innréttinga Fallegt 168,5 m2 raðhús á 2 hæðum með bílskúr við Klapparhlíð. Húsið af- hendist tilbúið til innréttinga, lóð verður þökulögð og grús í bílaplani. Á jarðhæð er forstofa, gestasalerni, stofa, borð- stofa og eldhús. Á 2. hæðinni eru 3 svefnherbergi, stórt hjónaherbergi og baðherbergi. Í bílskúr er gert ráð fyrir geymslu. Verð kr. 17,8 m. Þverholt - 2ja herbergja 56,1 m2 íbúð á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýli í miðbæ Mosfellsbæjar. Íbúðin er á 2 hæðum, stofa, eldhús með góðri innréttingu, baðherbergi m. sturtu og geymsla á neðri hæðinni, en svefnher- bergi á efri hæðinni sem er opin. Mikil lofthæð er í íbúðinni sem gefur henni sjarma. Verð kr. 8,9 m. - Áhv. 4,9 m. Urðarholt - 3ja herb. 91 m2 íbúð á jarðhæð í 3ja hæða fjölbýli á mjög góðum stað í Mosfellsbæ. Íbúð- in skiptist í stóra stofu, eldhús með borðkrók, stórt hjónaherbergi og gott barnaherbergi, baðherbergi með bað- kari og sturtuklefa. Sérgeymsla og sam- eiginleg þvottahús á sömu hæð. Stór timburverönd með skjólgirðingu er við íbúðina. Mjög stutt í alla þjónustu og verslanir. Verð kr. 12,9 - áhv. 7,5 m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.