Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 C 43Fasteignir kvistum, risi og kjallara, með járn- þaki á borðasúð, listum og með pappa í milli. þiljað er innan á út- veggi og í milli er fyllt með sag- spónum. Á aðalhæðinni eru fimm íbúðar- herbergi, tvö eldhús, tveir gangar og þrír fastir skápar. Á rishæðinni eru sjö íbúðarherbergi, tveir gangar og tveir fastir skápar. þar er sami frágangur og á hæðinni. Kjallari er undir öllu húsinu með stein- steypugólfi. Þar er skósmíða- vinnustofa, þrjár geymslur og gang- ur. Þegar þessi virðing var gerð voru tveir inngönguskúrar við vest- urhlið hússins. Eftir að húsið var lengt varð grunnflötur þess 12,6 m x 7,5 m. Grunnflötur skúranna er talinn vera 2,8 x 2,2 m og 1,6 x 1,6 m og eru þeir báðir með skúrþaki. Inngöngudyr eru á norðurgafli hússins og aðrar af tröppum sem vísa að Lækjargötu og eru á þeim hluta sem er nýrri. Þorsteinn Tómasson járnsmiður var sonur Tómasar Jónssonar bónda á Eyvindarstöðum á Álftanesi og konu hans Elínar Þorsteins- dóttur, dóttur Þorsteins Bjarnason- ar lögregluþjóns í Brunnhúsum. Kona Þorsteins var Valgerður Ólafsdóttir en faðir hennar var síð- asti ábúandinn í Lækjarkoti. Sonur Þorsteins og Valgerðar var Ólafur Þorsteinsson læknir, sér- fræðingur í háls-, nef- og eyrna- sjúkdómum. Dætur þeirra hjóna voru Ása, Ragnheiður og Magda- lena sem lést fyrir fermingu. Maður Ásu var Axel Kristensen lyfsali og bjuggu þau í húsinu allan sinn bú- skap. Eftir að Axel lést bjó Ása þar áfram til ársins 1987. Ragnheiður bjó í syðri hluta hússins. Hún starf- aði við röngtendeild Landspítalans og var yfirmaður deildarinnar. Í kjallara hússins hefur verið ým- iss konar starfsemi. Ísafoldarprent- smiðja var þar þegar fyrsta hrað- pressan á Íslandi var sett upp árið 1879. Árið 1902 hóf Breiðfjörðs- blikksmiðja starfsemi sína þar og þarna var Sindri árið 1924. Versl- unin Breiðablik var í kjallaranum á árunum 1904 til 1922. Einnig bjó Þorsteinn Tómasson og fjölskylda hans í húsinu og sumir af lærlingum hans bjuggu þar einnig. Smiðju sína hafði Þorsteinn í kjallaranum til ársins 1898. Það ár flutti hann smiðjuna í hús sem hann reisti sunnar á lóðinni og var nefnt Lækjargata 10a. Járnsmiðja Þor- steins Tómassonar var starfrækt til ársins 1935. Lítið breytt frá gamalli tíð Eftir lýsingum að dæma er húsið lítið breytt frá gamalli tíð og það er eitt af fáum íbúðarhúsum sem ís- lenskir steinsmiðir hafa séð um að hlaða og teikna. Gluggar sem vísa að Lækjargötu eru með fjórum fögum en ekki sex eins og þeir voru upp- haflega. Búið er að rífa syðri inn- gönguskúrinn á vesturhlið en sá nyrðri er upprunalegur. Efst á báð- um stöfnum eru hálfmánalagaðir skrautgluggar. Á þaki eru tveir reykháfar og á seinni árum yfir há- tíðarnar, hefur jólasveinn setið á öðrum þeirra vegfarendum til augnayndis. Árið 1991 var húsið selt, þá hafði það verið í eigu sömu ættarinnar í 113 ár. Lækjargötu 10 virðast vera búin sömu örlög eins og margra annarra söguhúsa í miðborg Reykjavíkur, að þar eru ekki íbúðir lengur. Húsið hefur verið tekið undir veit- ingarekstur og skemmtanahald. Eigandi hússins er sameignarfélagið Gildi fasteignir ehf. Lækjargata 10 er eitt af fáum húsum sem við eigum eftir sem hlaðið er úr grágrýti og límt með Esjukalki sem unnið var í Kalkofn- inum við Kalkofnsveg. Húsið er einnig merkilegt fyrir það að tveir íslenskir steinsmiðir byggðu það og ekki er vitað til þess að neinn dansk- ur steinsmiður kæmi að því verki. Helstu heimildir eru frá Borgarskjalasafni, b-skjöl, brunavirðingar, kirkjubækur og Þeir sem settu svip á bæinn, bók Jóns Helgasonar.Þorsteinn Tómasson járnsmíðameistari. eign.is - Skeifan 11 - 2. hæð - sími 533 4030 - fax 533 4031 - www.eign.is - eign@eign.is Flúðasel - töff íbúð Vorum að fá í einkasölu virkilega skemmtilega íbúð á tveimur hæðum. Íbúðin hefur verið innréttuð á mjög sérstakan hátt og skiptist í 2-3 svefnherbergi, góða stofu og eldhús sem er opið á tvo vegu í stofu og hol. Íbúðin er björt og opin með feikna góðu útsýni. 2305 Þingholtin - á tveimur hæð- um Höfum til sölumeðferðar virkilega skemmtilega íbúð á tveimur hæðum á þessum vinsæla stað. Íbúðin er 94 fm og skiptist í 2-3 svefnherbergi. 1-2 stofur, baðherbergi með kari og glæsilegt eldhús. Íbúðin hefur verið endurnýjuð töluvert, m.a. gólfefni, eldhús, rafmagn og fl. o.fl. Íbúð sem er vert að skoða, sölumenn eign.is sýna íbúðina sem er laus við samning. V. 13,9 m. áhv. 8 m. húsb. 2296 Garðastræti - laus strax Vorum að fá í einkasölu 77 fm, 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í góðu steinhúsi. Íbúðin er öll endurnýjuð og vel hönnuð. Góðar innréttingar og gólfefni. Nýtt gler og ný opnanleg gluggafög. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. V. 13,5 m. 1911 Falleg 64 fm íbúð með sér garði Tveggja herberbergja, nýstandsett íbúð í fallegu umhverfi. Forstofa og baðh. með flísum á gólfi. Önnur gólf parketlögð. Baðherbergi er nýstandsett, innrétting, sturtu- klefi og flísar á veggjum. Eldhúskrókur með nýlegri innrétt- ingu. Útgangur í garð úr stofu. Allt rafmagn nýtt. Verð 11,5 m. 2308 Asparfell Vorum að fá í einkasölu, mjög góða, 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Svefnherbergi með góðum skápum. Ágæt innrétting í eldhúsi. Rúmgóð stofa með útgang á suðursvalir. Þvottahús á hæðinni. Áhv. 5,6 m. V. 8,7 m. 2264 Sumarhús - Glæsibú- staður Höfum í einkasölu glæsilegan bústað á frábærum stað við Laugavatn. Bústað- urinn skiptist í 2 svefnherbergi, svefnloft með kojum, eldhús opið í stofu, góð verönd með heitum potti og sturtu. Virkilega gott viðhald hefur verið á bústaðnum í gegnum tíðina. Uppl. gefur Ellert á eign.is. V. 9,5 m. 2255 SPORTBAR - TÆKIFÆRI FYRIR ATHAFNAFÓLK Til sölu miðsvæðis í Reykjavík, einstakt húsnæði sem getur hentað mjög vel undir sportbar. Gott tækifæri fyrir athafnafólk með sniðugar hugmyndir. Sérinngangur. Auðvelt að gera breytingar ef þörf krefur. Heildarstærð um 400 fm. Góð bílastæði í nágrenninu. Allar nánari upplýsingar eru á skrifstofu Eign.is. 1592 LYNGHÁLS Iðnaðarhúsnæði sem skiptist í tvo hluta, 1.712 fm á efri hæð með innkeyrslu frá Lynghálsi, mjög góð lofthæð. Hentar fyrir margskonar iðnað. Góð bílastæði. Neðri hæðin er 683 fm með aðkeyrslu frá Krók- hálsi, frábær fyrir lager eða þ.h. Byggingarrétt- ur upp á um 2.600 fm á þremur hæðum. Lóð um 3.000 fm. Allar nánari upplýsingar og teikn- ingar hjá Guðmundi sölumanni. Tilboð 1879 Engihjalli - leiga Erum með nokkur laus verslunarpláss í Engihjalla á góðu verði. Uppl. gefur Andrés Pétur. 2233 Óðinsgata - verslunar- húsnæði Gott, ca 65 fm verslunarhúsnæði á á þessum vinsæla stað í Þingholtunum. Húsnæðið er í leigu undir snyrtistofu, sem hefur verið starfrækt um árabil. Áhv. 5,8 m. Verð 8, 5 m. skipti á bíl athugandi. 2101 SMÁRINN - BÍLASALAR Höfum til leigu, stórt og mikið bílaplan sem hentað gæti undir BÍLASÖLUR eða álíka starfsemi. Góð staðsetning í Smár- anum. Allar nánari upplýsingar hjá Guðmundi eða Andrési Pétri á skrifstofu. 2248 GISTIHEIMILI Gistiheimili á Flókagötu í tveimur húsum með sameiginlegan rekstur. Húsin eru á þremur hæðum. Gott fyrir framtakssama. Góð lán geta fylgt. Upplýsingar hjá Bjarna og Guðmundi. 2181 Kjarrhólmi - Kóp. Í einkasölu, 5 herbergja íbúð á 3. hæð (efstu) í 6 íbúða húsi. Ágæt inn- rétting í eldhúsi. 4 svefnherbregi með skápum í 3. Stofa með parketi. Þvottaherbergi í íbúð. Baðherbergi með sturtu. Stórar flísalagðar suðursvalir út frá hjónaherbergi. Hús í góðu standi og snyrtileg sameign. Áhv. húsbr. + viðbl. 10,4 m. V. 14,9 m. 2246 Austurströnd - Í sölu 125 fm, glæsi- íbúð með sérinngangi á þessum eftirsótta stað. Glæsileg- ar innréttingar, merbau-parket á gólfum, þvottahús í íbúð og stæði í bílageymslu. STÓRGLÆSILEG ÍBÚÐ! SJÓN ER SÖGU RÍKARI! Áhv. 6,3 m. ATH. LÆKKAÐ VERÐ: GERIÐ TIL- BOÐ. 2191 Básbryggja Glæsileg, 5 herbergja íbúð á tveimur hæðum. 3 svefnherbergi með skápum, stofa með góðri lofthæð, útgangur á stórar s-v.svalir. Baðherbergi með sturtu og kari. Á efri hæð er stórt sjónvarpshol. Inn- réttingar úr mahóní, gólfefni, gegnheil eik og flísar. Áhv. 15 m. hagst. lán. V. 21,5 m. 2177 Asparfell - bílskúr, LAUS STRAX í einkasölu 4ra herbergja, 111 fm íbúð á 7. hæð auk 25,5 fm bílskúr. Rúmgott eld- hús. 3 svefnherbergi með parketi. Baðherbergi með kari, flísalagt í hólf og gólf. Þvottahús á hæðinni. Áhv. Bygg- ingasj. 4,5 m. ATH. gott verð. 2123 Bræðraborgarstígur Mjög góð, 4ra herbergja íbúð í kjallara í góðu fjölbýlishúsi. 2 svefnherbergi og 2 stofur, auðvelt að gera svefnherbergi úr annari stofu. Nýleg innrétting í eldhúsi. Parket á stof- um, dúkur í herbergjum. Snyrtileg sameign, hús í góðu standi. Áhv. húsbr. + viðbótarl. 9 m. V. 11,8 m. 2048 Grænakinn - Hf. Vorum að fá í sölu góða stúdió-íbúð á jarðhæð í þríbýlishúsi. Sérinngangur. Baðherbergi með sturtu, t.f. þvottavél. Ágæt innrétting í eldhúsi. Stofa/herbergi með parketi. Íbúðin er ósamþykkt Hús í ágætu standi. Áhv. 2 m. V. 5,7 m. 2261 Seljendur athugið! Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur allar tegundir eigna til sölu- meðferðar. Erum með mikið af kaupendum á skrá sem vantar t.d.: • lítið sérbýli með bílskúr, 3ja herbergja í Kópavogi, fyrir aðila sem búinn er að selja. • EINBÝLI, EINBÝLI, EINBÝLI, á öllu höfuðborgarsvæðinu. • 3ja herbergja íbúð vesturbæ/Seltjarnarnes. • 2-3ja herbergja íbúð með aukarými. • 3ja herbergja á svæði 104-105 eða 108. • 5-6 svefnherbergja raðhús í Fossvogi. Lítið sérbýli, helst á einni hæð. • 2ja herbergja miðsvæðis. • 3ja herbergja í úthverfum v. 12 m. • 3ja herbergja í Hlíðunum. • o.fl. o.fl. o.fl. o.fl. Hrísrimi - parhús 174 fm par- hús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Rúmgóð stofa með sólstofu. Eldhús án innréttinga og gólfefna. 3 svefnherbergi og baðherbergi. Húsið skilast fullfrágegnið án gólfefna eða eins og það er í dag. 2237 Barmahlíð Vorum að fá í sölu mjög fal- lega, 104 fm sérhæð í 4-býlishúsi á þessum frá- bæra stað í Hlíðunum. Eignin skiptist í forstofuher- bergi, hol, baðherbergi með kari sem er flísalagt í hólf og gólf, eldhús með fallegri uppgerðri innrétt- ingu, flísar á gólfi, stórt hjónaherbergi með góðum skápum, stofu og borðstofu með útgang á suður svalir. Parket á gólfum í herbergjum, holi og stofum. Vönduð eign. Áhv. 7,9 m. V. 14,9 m. 2293 Bryggjuhverfi Glæsileg „pent- house“íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýli. 3 góð svefnher- bergi með skápum, parket á gólfum. 3 góðar stofur með parketi. Baðherbergi með hornkari. Allar inn- réttingar úr kirsuberjavið, náttúrusteinn og parket á gólfum. Hús og sameign til fyrirmyndar. Áhv. 11 m. V. 24,9 m. 2289 Einbýli í sérflokki - Kópavogur Vorum að fá í einka- sölu vægast sagt stórglæsilegt einbýlishús í sérflokki, húsið er ca 300 fm, á tveimur hæðum með sjávarútsýni. Eignin hefur verið innréttuð á afar smekklegan hátt og hvergi til sparað. Ath, þessi eign er aðeins fyrir vandláta, uppl. gefur Andrés Pétur á skrifstofu. V. 65 m. 2304 Þorláksgeisli 43-45 Glæsilegar 3ja, 4ra og ein stór 5 herbergja íbúð með sérinngangi á þessum frá- bæra stað í Grafarholti. Bílskúr er með hverri íbúð. Íbúðirnar skilast fullfrágengnar án gólfefna (flísar á votum rýmum). Hús og lóð fullfrágengin. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofu. 1043 Villt þú að þín eign sé auglýst hér, þér að kostnaðarlausu. Ef svo er hringdu þá núna í sölumenn eign.is. Það kostar ekkert. Laugavegur - flott íbúð Virkilega skemmtileg, 3ja herbergja íbúð m. parketi í þessu fallega húsi við Laugaveginn. Íbúðin er skráð sem skrif- stofuh. auðvelt að fá samþykkt sem íbúð. Skiptist í tvö góð svefnherbergi, góða stofu, lítið eldhús og baðherbergi með sturtu. Hús í toppstandi. Íbúðin er laus - sölumenn sína. Áhv. 7,6 m. Gott lán. V. 13,9 m. 2176 Kópalind - m. bílsk. Vorum að fá í einkasölu fallega, 128 fm íbúð á efstu hæð ásamt 24 fm bílskúr samtals 152 fm í 5 íbúða húsi. Íbúðin var teiknuð 4ra herb. en hefur verið breytt í stóra 3ja herb. auðvelt að breyta aftur. Parket er á gólfum. Allar innréttingar eru úr mahóní. Rúmgóð og björt íbúð á besta stað með stórfeng- legu útsýni. Verð 18,5 m. 2303

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.