Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EKKI YFIRTAKA Björgólfur Guðmundsson, for- maður bankaráðs Landsbankans, segir að markmiðið með viðskiptum bankans með hlutabréf í Fjárfest- ingarfélaginu Straumi sé að losa um flókin eignatengsl í félögum og auka arðsemi þeirra. „Yfirtaka á Straumi hefur ekki verið markmið Lands- bankans eða Samsons. Við viljum komast í aðstöðu til að auka virði fjárfestinga Straums,“ segir í yf- irlýsingu frá Björgólfi vegna við- skiptanna. Ólögmæt ákvörðun Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Vegagerðarinnar um að hafna öllum tilboðum í Héðinsfjarð- argöng hafi verið ólögmæt. Nefndin telur að Vegagerðin sé skaðabóta- skyld gagnvart verktökum sem áttu lægsta tilboð. Hamas-liði fellur Ísraelskar herþyrlur skutu í gær flugskeytum á bíl liðsmanna palest- ínsku hreyfingarinnar Hamas á fjöl- farinni götu í Gaza-borg í gær og urðu að minnsta kosti einum þeirra að bana. Um 25 Palestínumenn særðust í árásinni. Suu Kyi í mótmælasvelti? Bandaríkja- stjórn fullyrðir að Aung San Suu Kyi, stjórnarand- stöðuleiðtogi í Búrma, hafi hafið mót- mælasvelti í fangelsi. Her- foringjastjórn- in í Búrma segir þó ekkert hæft í þessari fullyrðingu. Óttast fleiri hryðjuverk Lögreglan í borginni Kufah í Suð- ur-Írak handtók í gær alls fjóra menn eftir að hafa fundið tvo bíla, hlaðna sprengjum. Óttast er að stuðningsmenn Saddams Husseins eða al-Qaeda séu að undirbúa fleiri hryðjuverk gegn sjítum í landinu. KR Íslandsmeistari Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR, varð Íslandsmeistari í knatt- spyrnu karla í gærkvöldi þegar það sigraði Grindavík á útivelli, 3:1. Fylkir tapaði á sama tíma fyrir ÍA á heimavelli, 1:0. Þetta er í 24. sinn sem KR verður Íslandsmeistari í karlaflokki og í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 14/15 Skák 34 Úr verinu 15 Umræðan 34/35 Erlent 16/18 Minningar 36/39 Höfuðborgin 19 Bréf 42 Akureyri 20 Dagbók 44/45 Suðurnes 22 Kirkjustarf 45 Austurland 23 Íþróttir 46/49 Landið 24 Fólk 50/53 Neytendur 26 Bíó 50/53 Listir 27/33 Ljósvakar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * ÞAÐ var mikið um að vera í Borgarleikhúsinu í gær þegar þar var efnt til leikhúsmessu í fyrsta skipti. Leikhúsmessan var ætluð fulltrúum grunnskólanna og leikskólanna í Reykjavík, en þar gafst þeim tækifæri til að skoða leikverk til að auðvelda þeim að velja sýningar í skólana í vetur. Yfir 40 leikverk voru kynnt á leikhúsmessunni, sem er samstarfsverkefni Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur, Al- þjóðlegra samtaka um barna- og unglingaleikhús, Leikskóla Reykjavíkur og skrifstofu menn- ingarmála Reykjavíkurborgar. Yfirskrift leikhúsmessunnar var: Eflum leikhúsmenningu í skóla- starfi. Á myndinni eru Pétur Eggerz og Hrefna Hallgrímsdóttir frá Möguleikhúsinu að kynna fjöl- breytta dagskrá leikhússins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikhúsmessa í Borgarleikhúsinu JÓHANN K. Jóhannsson, verkefn- isstjóri fyrir umferðarátak Slysa- varnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu, segist sáttur við hvernig umferðin gekk í sumar, þótt ýmislegt hefði mátt betur fara. Þetta var sjöunda árið í röð sem efnt var til umferðarátaks þessara tveggja aðila en hlutverk þeirra var að koma á framfæri áróðri gegn umferðarslys- um, fylgjast með öryggisþáttum við vegi, skoða öryggisþætti við hafnir, gera umferðarkannanir, heimsækja börn á leikskólum, skoða hálendis- vegi og taka við ábendingum frá al- menningi um það sem betur mætti fara í umferðarmálum. „Sýnileg löggæsla skilaði miklu í sumar, en á Akureyri gerðum við könnun á beltanotkun á sama stað með og án lögreglunnar og kom þá í ljós að beltanotkunin var 8% verri þegar lögreglan var ekki með,“ segir Jóhann. „Við náðum einnig að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi viðbótarhliðarspegla á bílum með fellihýsi og tjaldvagna og vorum mjög ánægðir með þá umræðu sem skapaðist um þennan öryggisbúnað. Einnig fengum við mikið af ábend- ingum frá vegfarendum, t.d. um um- ferðarmerkingar og stórgrýti í veg- köntum sem skapar mikla hættu við útafakstur. Það var farið eftir mörg- um ábendingum og einfaldari hlutum kippt í liðinn án mikillar fyrirhafnar. Við höfum líka fengið aðrar ábend- ingar sem kostar meira að fara eftir.“ Jóhann segir að of lítil bílbelta- notkun atvinnubílstjóra sé hins veg- ar áhyggjuefni og beina þurfi for- vörnum að þessum hópi ökumanna. Einnig þurfi að huga að umferðarör- yggi og forvarnarstarfi meðal öku- manna 67 ára og eldri. Eins þurfi að efla áróður í eldri bekkjum grunn- skóla. Ölvunarakstur oftast í kjölfar ósættis Varðandi ölvunarakstur var öku- mönnum boðið upp á áfengismæl- ingu á bryggjunni í Þorlákshöfn í lok verslunarmannahelgar og mæltist hún mjög vel fyrir. Spurður um brotavilja ökumanna viðvíkjandi ölv- unarakstri, það er hvort mikið sé um beinan ásetning, segir Jóhann að heimildir sínar hermi að algengasti aðdragandi ölvunaraksturs sé ósætti milli fólks, þar sem einhver rýkur á dyr og á ekki möguleika á að koma sér heim eða að heiman nema á bíln- um. Þannig sé t.d. oft tilkynnt um ölvaða ökumenn á leið úr sumarbú- staðahverfum. Ennfremur virðist sá hópur stækka sem leggur of snemma af stað á bílnum daginn eftir drykkju. Þá segir Jóhann að sá hópur fari líka stækkandi sem álítur það í lagi að drekka tvo til þrjá bjóra með mat og aka heim að því loknu. Nauðsyn- legt er að ná til þessara hópa með forvörnum og fræðslu að mati Jó- hanns. Umferðarátak Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu Of lítil bílbeltanotkun og ölvunarakstur áhyggjuefni Guðbjartsdóttir, lögmaður, hefur verið skipuð skiptastjóri búsins. Kaupfélag Árnesinga er stærsti eigandi eignarhaldsfélagsins Brúar með 63% eignarhlut, en félagið keypti og sá um endurbyggingu Hót- els Selfoss. Skuldir Brúar nema HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands samþykkti í gær gjaldþrotaskipta- beiðni Eignarhaldsfélagsins Brúar, en félagið er eigandi að fasteigninni Hótel Selfossi. Í tilkynningu frá stjórn félagsins segir að þar sem eignarhaldsfélagið sé eingöngu eignarhaldsfélag um Eyrarveg 2 á Selfossi en ekki rekstr- araðili Hótel Selfoss leiði gjaldþrotið sem slíkt ekki til stöðvunar á rekstri hótelsins. Skuldir Brúar um milljarður Það sé mat stjórnarinnar að með gjaldþrotinu opnist slíkar heimildir hjá veðhöfum og skiptastjóra búsins að hægt verði að tryggja rekstur hótelsins til framtíðar og ljúka því verki sem félagið byrjaði á. Steinunn rúmum einum milljarði króna og þar af eru veðskuldir um 550 milljónir króna. Á fundi með almennum kröfuhöf- um í félagið í síðustu viku kom fram að kröfuhafar í búið eru um fimmtíu talsins. Eignarhaldsfélagið Brú tekið til gjaldþrotaskipta Morgunblaðið/Árni Sæberg Stærsta eign Brúar er Hótel Selfoss, en starfsemi þess raskast ekki þrátt fyrir gjaldþrotið. Uppbygging hótelsins varð félaginu hins vegar dýr. Hótel Selfoss heldur áfram starfsemi EKKERT varð úr því að Flosa Arn- órssyni stýrimanni sem setið hefur í fangelsi í nágrenni Abu Dhabi, höf- uðborgar Sameinuðu arabísku furstadæmanna, vegna ólöglegs vopnaburðar, yrði sleppt úr haldi í gærdag, eins og til stóð. Vonir standa til að honum verði sleppt í dag eða næstu daga. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, rekstrarstjóra utanríkisráðuneytis- ins, virðist sem stjórn fangelsisins hafi ekki fengið nægilega skýr fyr- irmæli um það frá yfirvöldum í Abu Dhabi að Flosa skyldi sleppt úr haldi. Pétur segir að embættismenn norska sendiráðsins í Sameinuðu ar- abísku furstadæmunum séu að reyna að leysa úr málunum þannig Flosi geti aftur orðið frjáls ferða sinna. Flosi var handtekinn á flugvellin- um í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í lok apríl sl. fyrir að vera með byssu í fórum sínum. Ekki leyst- ur úr haldi 32 ÁRA karlmaður fannst látinn af slysförum í Grenlæk á föstudag og rannsakar lögreglan á Vík í Mýrdal tildrög málsins. Dánarorsök liggur ekki fyrir að sögn lögreglunnar, en komið var að hinum látna í nágrenni staðar þar sem hann var að veiðum ásamt félögum sínum. Mennirnir höfðu dreift sér um veiðistaðina og varð enginn var við það þegar félagi þeirra féll í vatnið, að því er virðist. Hinn látni hét Páll Guðmundsson, til heimilis að Fagradal 1, Vogum. Hann var fæddur 24. júní árið 1971 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Lést af slysförum KARLMAÐURINN, sem lést á sunnudagskvöld er hann varð fyrir bifreið á Hringbraut, hét Elías Tóm- asson, til heimilis að Grandavegi 37. Elías var fæddur þann 15. mars 1929. Hann var ókvæntur og barnlaus. Lést í bílslysi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.