Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina í sept- ember á hreint ótrúlegum kjörum og tryggt þér síðustu sætin til Benidorm, þessa vinsæla áfangastaðar. Hér ríkir sumarhiti út október og hér getur þú notið lífsins við frábærar aðstæð- ur og nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Benidorm 17. og 24. sept. frá kr. 29.963 Verð kr. 29.963 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar. Staðgreiðsluverð. 24. sept. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Almennt verð, kr. 31.460. Síðustu sætin Verð kr. 39.950 M.v. 2 í íbúð, flug, gisting, skattar. 24. sept. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Almennt verð, kr. 41.950. Hvenær er laust 3. sept. – 5 sæti 10. sept. – uppselt 17. sept. – 21 sæti 24. sept. – 19 sæti 1. okt. – 23 sæti RANNSÓKNARNEFND flugslysa hefur beint því til Flugmálastjórnar, Landsvirkjunar, RARIK og Símans að þessi fyrirtæki og stofnanir vinni saman að því að draga úr slysahættu vegna loftlína nálægt flugbrautum. Koma þessi tilmæli fram í rannsókn- arskýrslu nefndarinnar um óhapp sem varð í júní í fyrra þegar flugvél lenti á raflínu við flugvöllinn við For- sæti í Villingaholtshreppi. Vélin var af gerðinni Piper PA 28- 140. Fram kemur í skýrslunni að flugmaðurinn hafi ákveðið að lenda á flugvellinum á Forsæti áður en hann hélt heim á leið til Vestmannaeyja. Raflína er í aðflugsstefnu inn á flug- brautina um 200 metra frá flug- brautarendanum í um sjö metra hæð yfir jörðu. Endi flugbrautarinnar er ógreinilegur en þröskuldur hennar auðkenndur með appelsínugulum höttum. Rannsóknarnefndin telur að flug- maðurinn hafi ekki undirbúið aðflug sitt að flugvellinum á Forsæti nægj- anlega vel og álitið mörk moldar- svæðis, sem er við enda flugbraut- arinnar, vera flugbrautarendann. Aðflugið hafi því verið framkvæmt í of lítilli hæð. Í lokaaðfluginu sá flug- maðurinn ekki raflínu sem var þvert á aðflugsstefnuna þannig að flugvél- in flaug á línuna. Raflínan slitnaði við áreksturinn en áður hafði dregið það mikið úr hraða flugvélarinnar að hún ofreis og brotlenti um 150 metra frá flugbrautarendanum. Flugmaðurinn komst sjálfur út úr flakinu ómeiddur og var búinn að slökkva á höfuðrofa rafkerfisins, loka fyrir eldsneytið og slökkva á neyðarsendi flugvélarinn- ar þegar vegfarendur komu að slys- staðnum. Undantekningar að símalínur séu enn í lofti Í skýrslunni segir, samkvæmt upplýsingum í Flugmálahandbók Flugmálastjórnar, að loftlínur séu allvíða við flugvelli. Nokkur slys hafa orðið hér á landi þegar flugvélar hafa flogið á slíkar línur. Í skýrslu Flug- slysanefndar um flugóhapp þar sem flugvél flaug á raflínu í aðflugi að flugvellinum á Einholtsmelum þann 17. ágúst 1985 var eftirfarandi til- lögu í öryggisátt beint til Flugmála- stjórnar: „Athugað verði í samráði við RARIK og LÍ [Landssíma Ís- lands] á hvaða hátt sé áhrifaríkast að gera raflínur, símalínur eða staura þeirra, sem eru víða, nálægt braut- arendum meira áberandi fyrir flug- vélar í aðflugi.“ Rannsóknarnefndin segir að sam- kvæmt upplýsingum frá Símanum muni allar símalínur í dreifbýli hafa verið lagðar í jörðu fyrir 15 til 20 ár- um og heyri til undantekninga ef loftlínur séu notaðar frá þeim tíma. Þá muni Síminn láta fjarlægja síma- línur ef upplýsingar berist um ein- hvern stað þar sem slíkar línur séu í nánd við flugvelli. Þá hafa RARIK lýst sig fúsar til að taka þátt í samstarfi við Flug- málastjórn og aðra aðila til að fara yfir öryggiskröfur varðandi línur í nánd við flugvelli og leita leiða til að draga úr slysahættu. Tilmæli í skýrslu flugslysanefndar um atvik við Forsæti í júní 2002 Dregið verði úr hættu vegna loftlína við flugvelli Ljósmynd/Valdimar Guðjónsson Frá vettvangi flugóhappsins við Forsæti í júní árið 2002. Öll hjól vélarinnar brotnuðu þegar hún lenti í kartöflugarði við enda flugbrautarinnar. HAUKUR Guðmundsson, eig- andi Íshúss Njarðvíkur og Guð- rúnar Gísladóttur, sem liggur á hafsbotni við Lófóten í Noregi, vonar að samningur við norska björgunarfyrirtækið um áfram- haldandi björgun fjölveiði- skipsins klárist í dag. Í honum felst að Seløy Under- vannsservice tekur yfir eignar- haldið á Guðrúnu, sem nokkurs konar tryggingu fyrir greiðslu, þangað til hún nær upp á yf- irborð sjávar. Þá hefur fyrir- tæki Hauks forkaupsrétt á skipinu. Haukur segir eigendur hafa haft frumkvæði að þessum samningi og reiknar með að greiða björgunarmönnunum eitthvað upp í um 50 milljóna króna skuld í dag. Nú þegar hafi 32 milljónir verið greiddar. Þá hefjist björgunaraðgerðir væntanlega aftur á morgun. „Þetta snýst um það að leysa þetta mál. Þeir og við eigum þarna sameiginlegra hagsmuna að gæta. Verið er að koma mál- inu í þann farveg að við getum lokið þessu verki og þá verða allir sæmilega glaðir,“ segir Haukur. Hann segir að þessi tími, sem farið hefur í björgun Guðrúnar, hafi flestum stundum verið skemmtilegur og spennandi. Aðspurður hvort hann græði á þessu neitar hann og segir að það hafi aldrei verið hugmynd- in. „Það var hugsanlegt að hafa eitthvað upp úr þessu í upphafi en það er löngu liðin tíð. Nú snýst þetta um að klára verk- efnið og komast eins skikkan- lega frá þessu og hægt er,“ seg- ir Haukur. Græðir ekkert á björgun Guðrúnar Eignar- haldi skips- ins breyttGUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur gert innflytjanda notaðs gripaflutningabíls og tengivagns að senda tækin úr landi, en þau komu hingað frá Þýskalandi. Styðst ráðherra þar við lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Aft- urkallar ráðherra þarna áður útgefna heimild þar sem skilyrði fyrir innflutningnum, sem yfir- dýralæknir setti, höfðu ekki verið uppfyllt. Var bílnum, ásamt tengivagni, landað upp úr einu skipa Eimskips fyrir helgi og hefur staðið óhreyfður í Sundahöfn. Bílasali flutti ökutækin inn fyrir hönd bónda úr Borgarfirði en þau voru áður notuð til svínaflutninga í Þýskalandi. Voru áform uppi um að breyta honum til flutninga á sauðfé. Áður en bíllinn kom til landsins gaf land- búnaðarráðherra út heimild að uppfylltum ýms- um skilyrðum sem embætti yfirdýralæknis setti. „Bóndinn var búinn að fá þær upplýsingar að bíllinn væri hreinsaður og fínn en þegar menn frá embætti yfirdýralæknis fóru að skoða vagn- inn, með sínum næmu augum, þá kom í ljós að hann var illa hreinsaður og illa lyktandi,“ segir Guðni. Ennfremur kom í ljós að vottorð sem fylgdi ökutækjunum frá Þýskalandi reyndist ekki vera opinbert, eins og krafa er gerð um hér á landi. Engin áhætta tekin Landbúnaðarráðherra segir að menn verði að fara að lögum og reglum. Í ljós hafi komið að vagninn hafi ekki staðist uppsettar kröfur til varnar dýrasjúkdómum hér á landi. Engin áhætta verði tekin í þessum efnum. „Það er mjög mikilvægt að bæði bændur og ýmsir þjónustuaðilar í landbúnaði átti sig á því að þetta er grafalvarlegt mál. Við erum að verja íslenska búfjárstofna fyrir sjúkdómum, eigum hreint land og gerum okkur út fyrir að vera með mikið matvælaöryggi. Þess vegna verður engin áhætta tekin og svona tækjum verður vísað úr landi. Við þurfum að verja okkar neytendur og bjarga þeim frá áhættu á sjúkdómum sem grass- era víða í Evrópu. Við leggjum ofurkapp á að halda utan um hreinleika íslensks landbúnaðar því það er okkar aðalsmerki,“ segir Guðni. Ráðherra ætlar að senda gripaflutningabíl úr landi GÖMUL herflugvél af gerðinni North American T6 lenti á Reykja- víkurflugvelli um helgina á leið sinni yfir Atlantshafið frá Banda- ríkjunum. Hafði hún viðurnefnið „Sitting Duck“ málað á stélið. Sveinn Björnsson, eigandi Flug- þjónustunnar, segir að vélin hafi verið notuð til að þjálfa flugmenn orrustuflugvéla fyrir seinni heims- styrjöldina. Líklegt sé að hún hafi verið seld frá Bandaríkjunum til Evrópu enda vel með farin, stífbón- uð og ekki olíuflekk að sjá. Slíkar vélar eru ekki gefins og örugglega draumur að fljúga þeim segir Sveinn. Frá árinu 1938 voru vélarnar notaðar af flugherjum margra ríkja. Haldið er fram að engin önn- ur æfingavél hafi verið notuð af svo mörgum ríkjum í jafn langan tíma. Árið 1996 lagði flugherinn í Suður- Afríku síðustu T6-flugvélinni sem notuð var til að þjálfa flugmenn. Morgunblaðið/Júlíus Gömul herflugvél á Reykjavíkurvelli FYLGI stjórnmálaflokkanna hefur lítið breyst frá síðustu þingkosning- um, samkvæmt nýrri könnun Gallup sem gerð var í ágústmánuði. Í sömu könnun sögðust 58% kjósenda styðja ríkisstjórnina. Miðað við þá sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust 36% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, var 34% í kosningunum í vor, 31% Samfylk- inguna, sama og í vor, 17% ætluðu að kjósa Framsóknarflokkinn, sem er einu prósenti minna en í kosningun- um, og Vinstri grænir og Frjálslynd- ir voru með kjörfylgið, eða 9% og 6,5%. Úrtakið var á nítjánda hundrað kjósenda og svarhlutfallið var 67%. Um 20% svarenda tóku ekki afstöðu, neituðu að svara eða sögðust skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði nú. Um 60% þeirra sem tóku þátt í könnuninni lýstu ánægju með störf Þórólfs Árnasonar borgarstjóra. Þá er fylgi við stjórnmálaflokkana í borgarstjórn Reykjavíkur svipað og það mældist í febrúar þegar Þórólfur tók við embætti: R-listinn nýtur 53% fylgis, D-listi 45% fylgis og F-listi 2%. Litlar breyt- ingar á fylgi flokka Könnun Gallup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.