Morgunblaðið - 02.09.2003, Side 6

Morgunblaðið - 02.09.2003, Side 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Spennandi tækifæri Til leigu húsnæði fyrir sjúkraþjálfun og sjúkranudd Í Egilshöllinni er lögð áhersla á íþróttaiðkun, afþreyingu og ýmsa þjónustu. Áhugasamir vinsamlega hafið samband í síma 568 9600 eða netfangið pall@egilshollin.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H O L 21 95 9 0 8/ 20 03 REYKJAVÍK er ein þeirra norrænu stórborga þar sem koltvísýringsmengun frá umferð fer vax- andi vegna aukinnar bílaeignar. Sömu sögu er að segja um Gautaborg, en í Stokkhólmi, Kaup- mannahöfn og Málmey er koltvísýringsmengun að minnka. Þetta kemur fram í samnorrænni skýrslu um umhverfis- og heilbrigðismál í sjö norrænum stórborgum, Stokkhólmi, Helsinki, Osló, Kaup- mannahöfn, Gautaborg, Málmey og Reykjavík. Skýrsluhöfundar er tíu, en meðal þeirra eru Örn Sigurðsson og Hjalti Guðmundsson hjá Umhverf- isstofu Reykjavíkur. Um Reykjavík segja höfund- ar að nær allir íbúar borgarinnar aki einkabifreið- um og lítið sé notast við almenningssamgöngur. Þá séu reiðhjól ekki notuð sem samgöngutæki. Koltvísýringsmengun frá umferð fer vaxandi en á móti kemur að nær öll önnur orkunotkun fer fram með endurnýjanlegum orkugjöfum án koltvísýr- ingsmengunar. Koltvísýringsmengun í Reykjavík hefur aukist úr tæpum 2 tonnum árlega á íbúa upp í rúmlega 2 tonn á árunum 1996 til 2001 og er nú nánast sú sama í tonnum talið og í Osló sem er fimm sinnum fjölmennari en Reykjavík. Í Helsinki er koltvísýringsmengunin mest, þar sem tæp 9 tonn á íbúa voru losuð út í andrúmsloftið árið 1995 en hafði lækkað niður í rúm 8 tonn árið 2001. Hávaðamengun telst þá lítil í Reykjavík, ólíkt Kaupmannahöfn og Osló. Hvað snertir vinnslu heimilissorps í Reykjavík, kemur fram að 65% sorpsins er urðað en afgangurinn endurnýttur. Tekið er fram að Reykjavík hefur ekki yfirlýsta stefnu um neyslu lífrænna matvæla og á það sam- eiginlegt með Helsinki. Kaupmannahöfn stendur aftur á móti fremst í flokki norrænna borga hvað snertir notkun lífrænna matvæla. Þrátt fyrir hvað minnsta koltvísýringsmengun í Stokkhólmi, rúm 3 tonn á íbúa, er mengun vegna svifryks í lofti þar mest í samanburði við hinar borgirnar. Sömu sögu er að segja um Osló, sem hefur þó minnsta koltví- sýringsmengun á hvern íbúa, einkum vegna mik- illar notkunar á endurnýjanlegri orku. Þá er borg- in rík af náttúruauðlindum og stutt í græn svæði. Kostir Kaupmannahafnar í mengunarlegu tilliti eru þeir að orkunotkun er lítil og koltvísýrings- mengun hefur minnkað áberandi mest, eða úr rúmum 7 tonnum í 5 tonn frá 1955 til 2001. Kaup- mannahafnarbúar nota reiðhjól mikið, eins og al- þekkt er, en engu að síður segja skýrsluhöfundar að enn sé koltvísýringsmengun mikil á heildina lit- ið og eykst vegna umferðar. Þá telst mengun vegna svifryks mikil í borginni. Mælingar sýna að mikil einkabílanotkun í Reykjavík segir verulega til sín Koltvísýringsmengun í Reykjavík vaxandi vandamál KENNSLA samkvæmt stundaskrá hófst í Klébergsskóla á Kjalarnesi í gær, viku seinna en áætlað var, en framkvæmdir við skólahúsnæðið ollu seinkuninni fjórða haustið í röð. Gerður Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, segir að röskun á skóla- starfi sé óhjákvæmileg við svona að- stæður. Gerður Óskarsdóttir segir að byggingaframkvæmdir sem þessar séu á vegum Fasteignastofu Reykja- víkurborgar, sem ráði verktaka í byggingaframkvæmdir, en sumir verktakar ljúki verkum ekki á til- settum tíma og framkvæmdirnar við Klébergsskóla hafi staðið yfir í þrjú ár. „Mér kemur þetta við þegar þarf að fresta skóla,“ segir hún og segir það ástæðu þess að hún hafi farið í vettvangsskoðun og rætt við verk- takana í næst síðustu viku. Stjórn- endur allra verkanna hefðu sagt að þeir myndu ljúka verkinu þá um helgina en það hefði því miður ekki gengið eftir. Stefán Jón Hafstein, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkurborgar, sagði við sama tækifæri fyrir um ári að málið hefði klúðrast. Verktakinn hefði ekki staðið í skilum en búið væri að grípa í taumana og ráða nýj- an verktaka. „Mér kemur á óvart að þetta [frestun skólastarfsins] hafi orðið heil vika. Mér finnst auðvitað mjög slæmt að nemendur missi daga úr,“ segir Gerður. Erfiðar aðstæður í Árbæjarskóla og Hlíðaskóla Gerður bendir á að eftir að skóla- árið hafi verið lengt sé minni tími til framkvæmda en áður og því verði alltaf truflanir á skólastarfinu. „Það er ekkert hægt að gera við þessu,“ segir hún. „Við verðum bara að búa við þetta,“ bætir hún við og áréttar að ekki sé byggt við sama skóla nema á nokkurra áratuga fresti. „Hlíðaskóli og Árbæjarskóli hafa bú- ið við mjög erfiðar aðstæður í tvö ár og næst hefjast framkvæmdir við Laugarnesskóla,“ segir Gerður. „Mikið rask á skólahaldi meðan byggingar standa yfir er óhjákvæmi- legt.“ Að sögn Gerðar á borgin 100 fær- anlegar kennslustofur en þær séu í notkun um alla borg. Hins vegar geti skólar sinnt útiveru, náttúruskoðun og öðru námi utan skóla þegar fram- kvæmdir standi yfir í stuttan tíma og það sé gjarnan gert. „Við höfum byggt við um 30 skóla á undanförn- um árum og það koma oftast upp ein- hver vandamál vegna þess.“ Röskun á skólastarfi vegna framkvæmda óhjákvæmileg HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hryðju- verkaárásin í helgistaðnum Najaf í Írak sl. föstudag er harð- lega fordæmd. Ráðherra vottar aðstandendum látinna samúð. „Þessi mannskæða árás var gerð á mikilvægum tímamótum í endurreisnarstarfi í Írak og augljóslega ætluð til að stuðla að upplausn og óöryggi í landinu. Af því tilefni lýsa íslensk stjórn- völd yfir stuðningi við áfram- haldandi starf Íraska stjórnun- arráðsins og viðleitni til að tryggja stöðugleika í Írak,“ seg- ir í yfirlýsingunni. Fordæmir árásina í Najaf FULLTRÚAR landssambanda í samráðsnefnd vegna virkjunarsamn- ings segja að einungis sé búið að ljúka við 68 herbergi í vinnubúðum ítalska verktakafyrirtækisins Impr- egilo við Kárahnjúka. Segja þeir að þetta sé ekki viðunandi og ekki í samræmi við fyrri yfirlýsingar fyr- irtækisins, um að 122 herbergi yrðu tilbúin 1. september. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa tafir orðið vegna rafmagnsmála en búist er við að þessi herbergi verði klár í dag. Landssamböndin í nefndinni eru ASÍ, Starfsgreinasambandið, Sam- iðn, Rafiðnaðarsambandið og MAT- VÍS. Í tilkynningu frá þeim segir að á fundi samráðsnefndarinnar 21. ágúst sl. hafi fulltrúi Impregilo lagt fram áætlun um uppbyggingu starfs- mannabúða við Kárahnjúka þar sem gert hafi verið ráð fyrir að á tíma- bilinu 21. ágúst til 1. september yrðu tilbúin 54 herbergi í aðalbúðum og 68 herbergi í svonefndum Adit-2 búð- um, eða samtals 122 herbergi. Í tilkynningunni segir að fulltrúar landssambanda í samráðsnefndinni taki það sérstaklega fram að erlendir starfsmenn við Kárahnjúkavirkjun hafi að öllu leyti sama rétt og íslensk- ir starfsmenn varðandi laun og önn- ur starfskjör, þ.m.t. til fullnægjandi aðbúnaðar í starfsmannabúðum. Ekki til að gera veður út af Sigurður St. Arnalds, sem sér um almannatengsl fyrir Landsvirkjun við Kárahnjúka, segir að eftirlits- maður Landsvirkjunar á svæðinu hafi ekkert út á gang mála að setja hjá Impregilo þessa dagana. Góður gangur sé á verkinu sjálfu og allt samkvæmt áætlun. Lítilsháttar tafir hafi hins vegar orðið á uppsetningu vinnubúðanna vegna bilana í raf- magnstengingum. Herbergin 122 sem hafi átt að vera tilbúin 1. sept- ember, samkvæmt áætlun Impreg- ilo, verði tilbúin 2. september, eða í dag. „Við teljum að það sé búið að standa við gefin loforð. Það er ekki mál til að gera veður út af í verki sem tekur mörg ár ef 122 herbergjum er lofað 1. september og helmingurinn er klár þann dag og hinn helming- urinn 2. september,“ segir Sigurður. Þingnefndir eru farnar að kynna sér framkvæmdirnar við Kára- hnjúkavirkjun. Samgöngunefnd Al- þingis var á ferðinni á svæðinu í gær, iðnaðarnefndin er væntanleg síðar í vikunni og fjárlaganefnd í næstu viku. Telja stöðuna við Kárahnjúka óviðunandi Herbergi sögð verða tilbúin í dag sem ljúka átti í gær FLYTJA þurfti þrjá menn á slysa- deild Landspítalans í kjölfar spilli- efnaslyss í Holtagörðum í gær. Mennirnir fundu til flökurleika eft- ir að efni úr óþekktum hraðpóst- pakka barst fyrir vit þeirra. Pakk- inn var á leið til Austurríkis frá Kína en mun hafa lent hér á landi fyrir mistök. Maður sem handlék pakkann fékk uppköst. Morgunblaðið/Júlíus Spilliefnaslys í Holtagörðum BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð herra segir að brugðist verði á efnis- legum forsendum og á grundvelli þunga málsins við beiðni ríkislög- reglustjóra um 25 milljóna kr. fjár- veitingu vegna væntanlegrar athug- unar á þeim gögnum, sem Sam- keppnisstofnun hefur undir höndum, og varða olíufélögin og þá einstak- linga sem tengjast þeim. „Hér er komið upp nýtt og stórt verkefni sem ríkislögreglustjóri gerði ekki ráð fyrir í sínum áætlun- um,“ segir Björn „Það hvíla mörg þung og umfangsmikil verkefni á embætti hans og því verður að leggja efnislegt mat á ósk hans um fleiri starfsmenn tímabundið til að verða við tilmælum ríkissaksóknara vegna olíufélaganna,“ segir Björn. Tillaga um aukafjárveitingu fyrir Alþingi Björn segist ekki málsvari þess, að stofnanir fari fram úr fjárheimildum en á hinn bóginn þurfi að meta verk- efni og fjárþörf vegna þeirra hverju sinni og heimilt sé að leggja tillögu um aukafjárveitingu fyrir alþingi með atbeina ríkisstjórnar. Fái rík- islögreglustjóri fjárveitinguna mun embættið ráða fjóra rannsóknarlög- reglumenn og einn lögfræðing til að fara í gegnum málefni olíufélaganna. Samkeppnisstofnun hefur í á ann- að ár haft meint samráð milli olíufé- laganna þriðjja til rannsóknar. Emb- ætti ríkislögreglustjóra hefur óskað eftir afriti af gögnum málsins. Ráðherra um fjárveit- ingu til lögreglunnar Bregðumst við á efnis- legum forsendum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.