Morgunblaðið - 02.09.2003, Side 8

Morgunblaðið - 02.09.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ágústsson ráðherra, lét þau boð út ganga að skrásetja skildi alla kálfahjörðina. Námskeið um sögu vesturfaranna Varð fljótlega alger fíkn ÞRIÐJUDAGINN 9.september gengstÞjóðræknisfélag Íslendinga fyrir námskeiði um landnám Íslendinga í Vesturheimi. Er um átta vikna kvöldnámskeið að ræða þar sem setið er við tvo tíma á kvöldi, einu sinni í viku. Á námskeiðinu verður einkum fjallað um tilraunir Íslendinga til landnáms víðs vegar um Bandaríkin og Kanada. Einnig verða aðrir þættir tímabils vesturfara til um- ræðu. Leiðbeinandi er Jónas Þór, magister í fag- inu frá Manitobaháskóla. Hvað geturðu sagt okk- ur um uppbyggingu nám- skeiðsins? „Þetta er þriðja árið í röð sem ég sé um námskeið af þessum toga á vegum Þjóðrækn- isfélagsins og verður þetta nám- skeið á líkum nótum og fyrri nám- skeið. Er ætlunin að fjalla um alla helstu staði í Ameríku þar sem Ís- lendingar reyndu landnám á tíma- bilinu 1856 til 1914. Þetta er þann- ig sett upp, að ég slæst ásamt þátttakendum í för með fyrstu vesturförunum, við ferðumst með þeim og erum síðan að ferðast um ytra þar til nýlendurnar eru risn- ar. Reynt er að útskýra hvers vegna þessir staðir urðu fyrir val- inu og hvernig til tókst hverju sinni.“ Það mun hafa verið allur gang- ur á því? „Það er óhætt að segja það. Menn fóru héðan með ýmsar hug- myndir í kollinum. Það voru sumir sem trúðu því að þeir gætu mynd- að alíslenskar nýlendur þar sem töluð væri íslenska og íslensk arf- leifð væri varðveitt og í hávegum höfð. Á árunum 1870 til 1880 var reynt að reisa slíkar nýlendur á fjórum stöðum í Kanada, m.a. reis þá Nýja-Ísland á bökkum Winnip- egvatns. Það sem stóð þessum draumum fyrir þrifum var trúin á að Íslendingarnir þyrftu að lifa mjög afskekkt til að ná þessu fram. Fyrir vikið gekk þetta fólk yfir einhver frjósömustu land- svæði í heimi til þess eins að reisa byggð sína á blautum og grýttum stað við Winnipegvatn. Svo var annar hópur sem var staðráðinn í að læra fræðin hjá norskum landnemum í Wisconsin, um búskaparhætti og umhverfið. Hefja ekki búskap fyrr en menn væru reiðubúnir til þess. Þrjár nýlendur af þessum toga voru stofnaðar, þær voru ekki alís- lenskar, Íslendingarnir bjuggu þar innan um fólk frá öðrum þjóð- um, m.a. öðrum Norðurlöndum og Þýskalandi og fólki í þessum byggðum vegnaði miklu mun bet- ur.“ Hvað var þetta stór hópur landsmanna? „Á bilinu 1880 til 1914 fóru rúmlega 11.000 Íslendingar vest- ur um haf, en aðeins brot af þeim enduðu í Nýja-Íslandi. Það verður m.a. rakið hvar allt hitt fólkið endaði. Þetta voru á annan tug ný- lenda í Manitoba einni, en Íslendingar höfðu farið miklu víðar, eða allt vestur að Kletta- fjöllum og vestur við Kyrrahaf voru nýlendur beggja vegna landamæranna.“ Voru Íslendingar aufúsugestir? „Kanadískir sagnfræðingar eru sammála um að Íslendingar hafi verið með allra bestu innflytjend- um landsins. Við skoðum m.a. á hverju þeir byggja þá skoðun sína á námskeiðinu.“ En hver er þín persónulega tenging við þennan hluta Íslands- sögunnar? Ættfræðiáhugi? „Nei, alls ekki. Í fyrstu ætlaði ég til náms við Edinborgarhá- skóla, en menn bentu mér á að þessi hluti Íslandssögunnar væri óplægður akur. Mikil saga sem lítið hefði verið hugað að. Ég fór þá að kynna mér málið og sökkti mér í söguna. Fljótlega varð þetta að algerri fíkn. Ég held að ég sé eini íslenski sagnfræðingurinn með magistersgráðu í kanadískri sögu og þeir við háskólann í Manitoba voru mjög ánægðir að fá íslenskan námsmann og síðar magister því svo mikið af heimild- unum um þennan hluta sögunnar er á íslensku og þar með áttu Kanadamenn erfitt með að vinna úr þeim.“ Hvað er um áhuga Íslendinga að segja? „Áhugi Íslendinga hefur alltaf verið mikill og hefur farið ört vax- andi síðustu árin. Eins og ég gat um þá er þetta þriðji veturinn sem þessi námskeið verða á dag- skrá, eitt fyrir jól og annað eftir jól. Síðustu tvo vetur hafa verið þetta 15 til 30 manns á námskeið- unum og mér sýnist stefna í að það verði síst minna nú. Þá hefur Þjóðræknisfélagið gengist fyrir 12 daga ferð á söguslóðirnar á sumrin og þátttaka hefur verið mjög góð.“ Er það alltaf nýtt fólk sem kemur, eða kemur sama fólkið aft- ur og aftur? „Það eru dæmi um að sama fólkið komi aftur, en annars er þetta lang- mest nýtt fólk. Og annað sem er afar gleðilegt er, að áhugi yngra fólks virðist fara vaxandi. Lengi vel var það mál manna að áhuginn væri næstum eingöngu meðal eldra fólks, en ég sé það á skrán- ingum núna, að það er talsvert af yngra fólki en áður sem er að fá áhuga á þessu málefni.“ Jónas Þór  Jónas Þór er fæddur í Reykjavík 11. apríl 1949. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1970 og BA í ensku og sagnfræði frá Há- skóla Íslands 1977 og MA í sagnfræði frá Háskólanum í Manitoba í Winnipeg 1980. Rit- stýrði um tíu ára skeið tímarit- inu Lögbergi-Heimskringlu í Vesturheimi og kenndi sam- hliða við Háskólann í Manitoba. Hefur ritað tvær bækur og er önnur saga Íslendingadagsins vestra og hin er landnámssaga Íslendinga í Norður-Ameríku. Jónas er giftur Önnu Báru Árnadóttur listakonu og eiga þau tvær dætur, Katrínu Sif og Elsu Maríu. Fóru héðan með ýmsar hugmyndir í kollinum. DAGANA 1. til 6. september stend- ur Þýsk-íslenska verslunarráðið fyrir „Þýskum dögum“ í Reykjavík og á Akranesi í tengslum við lands- leik 21 árs og yngri leikmanna Ís- lands og Þýskalands á Akranesi á föstudag og stórleik íslenska lands- liðsins gegn því þýska á Laugar- dalsvelli á laugardag. Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Þýsk-íslenska verslunaráðsins, seg- ir markmiðið með „Þýskum dög- um“ að vekja athygli á þýskri þjón- ustu og þýskum vörum hér á landi. Að þessu sinni verður sjónum beint að umhverfismálum en Kristín seg- ir þýskan iðnað einn þann umhverf- isvænasta í heiminum í dag. Hún segir að verslanir og fyrirtæki sem bjóða upp á þýska þjónustu séu vel- flest með einhver tilboð þessa vik- una og bjóði viðskiptavinum og gestum að taka þátt í léttum leik þar sem verðlaun verða í boði. Formleg opnun „Þýskra daga“ var í gær þegar Valgerður Sverr- isdóttir setti dagana formlega á heimili Johanns Wenzl, sendiherra Þýskalands hér á landi, sem nýlega tók við störfum. Þetta er í þriðja sinn sem Þýsk-íslenska verslunar- ráðið stendur fyrir þýskum dögum hér á landi en ráðið var stofnað árið 1995. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra opnaði „Þýska daga“ með formlegum hætti ásamt Johann Wenzl, sendiherra Þýskalands á Íslandi. Þýsk-íslenskir dagar í tilefni landsleikja SKELJUNGUR og Olís tilkynntu í gær verðhækkun á eldsneyti í sam- ræmi við hækkun Olíufélagsins, Esso, sem tilkynnt var á sunnudag. Bensínið hækkar um 2,50 krónur á lítra, lítri af dísilolíu- og flotolíu hækkar um eina krónu lítrinn en lítraverð á svartolíu lækkar hins veg- ar um eina krónu. Ástæður þessara hækkana á bens- íni eru sagðar hækkun á heimsmark- aðsverði eldsneytis og hækkun á gengi dollars gagnvart íslensku krónunni. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, segir lítið hægt að gagn- rýna þessar hækkanir enda hafi for- sendurnar verið fyrir hendi vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði eldsneytis og styrkingu dollars gagnvart íslensku krónunni undan- farið. Verð á bensíni er nú svipað og það var um miðjan febrúar á þessu ári, en þá var verð á 95 oktana bensíni 96,80 kr. á lítra í sjálfsafgreiðslu hjá Olís á höfuðborgarsvæðinu, eftir að verðið hækkaði þá um 2,60 kr. á lítra. Í apríl, maí og í júní lækkaði elds- neytisverðið jafnt og þétt og var verðið á lítra komið niður í 91,30 kr. miðað við verð á bensíni í sjálfsaf- greiðslu Olís á höfuðborgarsvæðinu. Í júlí hækkaði bensínverðið síðan upp í 93,60 kr. á lítra og nú í byrjun september í 96,10 kr. á lítra. Olíufélögin hækka bensínverð HREFNUVEIÐISKIPIÐ Halldór Sigurðsson ÍS 14 veiddi átjándu hrefnuna í fyrradag af þeim 38 sem Hafrannsóknastofnun er heimilt að veiða í vísindaskyni á þessu ári. Gísli Víkingsson, leiðangursstjóri á hrefnuveiðiskipinu Sigurbjörgu BA segir að veiðarnar gangi sam- kvæmt áætlun. Margvísleg sýni eru tekin úr hrefnunum um borð í skip- unum en að sögn Gísla verður ekki unnið úr þeim fyrr en að vertíð lok- inni; í lok september. Hrefnuveiðiskipin þrjú, sem sjá um veiðarnar, voru öll við landfestar í gær sökum veðurs að sögn Gísla. Hann sagði að þau myndu stefna á haf út um leið og veður leyfði. Átján hrefnur komnar á land RAINBOW Warrior, skip umhverf- isverndarsamtakanna Greenpeace, er væntanlegt til Reykjavíkur á fimmtudag, samkvæmt upplýsingum frá samtökunum. Fulltrúar Green- peace, sem koma hingað til landsins til þess að mótmæla vísindaveiðum Íslendinga á hrefnu, hyggjast halda blaðamannafund um borð í skipinu á föstudag. Þar ætla fulltrúar samtakanna að leggja fram tilboð til handa íslensk- um stjórnvöldum, en samtökin vilja ekki segja til um hvað felst í tilboði þeirra fyrr en á fundinum. Grænfriðungar í Reykjavík á fimmtudag ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.