Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NORRÆNU vímuvarnarráðstefnunni, sem haldin er hér á landi, lýkur í dag. Norrænu vímuvarnarráðstefnurnar eru haldnar ár- lega og skiptast Norðurlöndin á um að halda þær. Pim Cuijpers er sálfræðingur og veitir forstöðu geðverndar- og meðferðarstofn- un Hollands. Hann ræddi á ráðstefnunni í gær um árangur af forvarnarstarfi í skól- um, en hann hefur gert mikilvæga sam- anburðarrannsókn á árangri á þessu sviði. „Í flestum Evrópulandanna er mikl- um fjármunum eytt í verkefni af þessu tagi. Þegar við skoðum niðurstöður kem- ur í ljós að flest svona verkefni hafa ekki áhrif á nemendur yfirhöfuð. Það eru að- eins mjög fá sem bera einhvern árangur,“ segir Cuijpers. Hann telur að ástæður þess að verkefni af þessu tagi virka ekki eins og til er ætl- ast séu nokkrar. Ein aðalástæðan sé sú að nægur pólitískur vilji sé stundum ekki fyr- ir hendi til þess að fylgja slíkum verk- efnum vel eftir. Hann telur að stundum skorti á nægilega samvinnu allra sem að slíku starfi koma en hún sé nauðsynleg. „Flest þessara verkefna eru hugsuð fyrir fólk á aldrinum 10–13 ára, það er sá aldur þegar börn komast á unglingsár og fara að hugsa um vímuefni. Flest ungt fólk reynir eitthvað, ekki endilega eiturlyf, heldur áfengi og tóbak. Þegar sagt er við ungt fólk að það eigi ekki að prófa þetta hlustar það lítið. Það hugsar um líðandi stund. Það sem þarf er að miða forvarnarverkefni að lífi unglinganna sjálfra. Ungt fólk hefur áhrif hvað á annað og í því samhengi er hvatningin til notkunar vímuefna oft meiri. Það þýðir ekki endilega að vera alltaf með viðvaranir um áhrif vímuefna heldur þarf að hjálpa ungu fólki til þess að finna hvað það vill gera með líf sitt,“ segir hann og leggur áherslu á að það þurfi að hafa í huga þegar forvarnarverkefni eru fram- kvæmd. Mikill munur á neysluvenjum milli Evrópulanda Svíinn Björn Hibell, forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar á sviði áfengis- og vímuvarna, skýrði frá ESPAD-könnuninni í fyrirlestri er hann hélt í gær. ESPAD- könnunin er lögð fyrir 15–16 ára unglinga í skólum í Evrópu til að kanna vímuefna- notkun þeirra og segir hann að á þessu ári hafi 35 lönd tekið þátt. Könnunin hefur verið lögð fyrir í þrígang, á árunum 1995, 1999 og 2003, og hefur Ísland verið með frá upphafi. „Það er mjög mikill munur á notkun vímuefna meðal ungs fólks milli landa í Evrópu. Til dæmis virðist ungt fólk í S- Evrópu drekka oftar en jafnaldrar þeirra í N-Evrópu, en þeir drekka hins vegar meira magn þegar þeir drekka,“ undir- strikar Hibell. Hann segir að notkun eitur- lyfja hafi mælst fremur lítil í flestum Norð- urlandanna, ef Danmörk er undanskilin. Mikil aukning á vímuefnanotkun hafi kom- ið fram í niðurstöðunum á milli áranna 1995 og 1999 í mörgum landanna og þá sérstaklega í löndum A-Evrópu. „Notkun vímuefna og þá einnig áfengis hefur mælst einna mest í Bretlandi, Írlandi og Dan- mörku,“ segir Hibell, en treystir sér ekki til þess að segja til um ástæður þess. Norrænu vímuvarnarráðstefnunni lýkur í dag Fæst forvarnarverkefni bera árangur sem skyldi ÞRÁTT fyrir margumtöluð erfið skilyrði í sumar sem stöfuðu af langvarandi þurrkum, vatnsleysi og hitum, hefur vertíðin yfirleitt verið góð þegar á heildina er litið. Ákveðið landsvæði, Norðurland frá Hrútafirði til Skjálfanda hefur hins vegar ekki fengið smálaxa- göngur og þar eru veiðitölur lágar. Þær eru einnig í lægri kantinum í Dölunum, en það er eðlilegt í ljósi þess að þar stóðu þurrkar mun lengur en annars staðar. Vel hefur veiðst í Dalaánum að undanförnu. Það verður þó að segjast eins og er, að það eru sumar ár lakari en í fyrra, t.d. Norðurá og Grímsá, en í báðum er þó talsverður lax. Dæmi um mjög góðar ár í sumar eru t.d. Leirvogsá, Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit, Þverá/Kjarrá, öll vatnamót Borgarfjarðar, Langá, Flóka, Haffjarðará, Straumfjarð- ará, Djúpárnar, Vopnafjarðar- og Þistilfjarðarárnar, auk þess sem Rangárnar hafa verið mun betri í sumar en í fyrra og mjög lífleg skot hafa verið á Hvítár/Ölfusár- svæðinu. Smálax í Vopnafirði Vífill Oddsson sagði í samtali við Morgunblaðið að Selá hefði verið frábær í sumar, þar væru nú komnir um 1.300 laxar á land, mik- ið af laxi væri í ánni og enn að ganga. Það er talsvert af smálaxi í ánni að sögn Vífils, en að vísu smærri en oft áður. „Hann er mest 3–4 pund, en hlutfallið við stórlax- inn er eðlilegt,“ sagði Vífill. Sömu sögu er að segja um Hofsá, sem er aðeins hundrað löxum á eftir Selá og þar er aðeins veitt á flugu. Of mikill lax? Langá er ein magnaðasta á sum- arsins, þar eru nú komnir um 1.800 laxar á land og áin gæti hæglega endað í efsta sætinu. „Það eru komnir um 1.570 laxar upp á Fjall og 1.150 þeirra enn óveiddir. Ég hef þessa stundina mestar áhyggjur af því að of mikið af laxi hrygni þar efra, ég hef það eftir ráðgjafa okkar, Sigurði Má fiskifræðingi í Borgarnesi, að áin geti tæplega fóstrað slíka risa- hrygningu,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson leigutaki, en viðurkenndi um leið að það væri skemmtilegt vandamál að hafa of marga laxa í ánni. Önnur á á mjög góðu róli er Laxá í Kjós sem hefur gefið um 1.530 laxa og rúmlega 200 sjóbirt- inga 3 punda og stærri. „Við erum á svipuðu róli og í fyrra, förum í eitthvað rúmlega 1.600 laxa. Það er meira af laxi en í fyrra, minna hins vegar af stóru birtingunum, það helst vanalega í hendur,“ sagði Ásgeir Heiðar, umsjónarmaður ár- innar. Leirvogsá best? Líklega er Leirvogsá með bestu meðalveiðina á dagstöng í sumar. Í fyrrakvöld voru komnir 445 laxar á land, auk 112 sjóbirtinga sem eru allt að 6 pund. Dálítið hefur dregið úr veiði undir það síðasta, níu laxar veiddust þó sl fimmtu- dag. Mikið veiðist á flugu þessa dagana. SVFR og Frontiers SVFR og ferðaskrifstofan Frontiers eru að bindast samtök- um um að selja hvort fyrir annað. Frontiers er leigutaki Laxár í Kjós og munu ítök SVFR í ánni aukast til muna við þennan bræðing, en jafnframt mun SVFR kynna og selja Íslendingum veiðiferðir fyrir Frontiers á erlendri grundu. Einn markaðsstjóra Frontiers er staddur hér á landi vegna þessa og heldur sá kynningu á því sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða í húsakynnum SVFR í kvöld. Laxveiðin víða mjög góð Vignir Kristjánsson var ánægður með 21 punda hæng sem hann fékk úr Vitaðsgjafa í Laxá í Aðaldal. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? LJÓSMYNDAKEPPNI Fréttavefjar Morgun- blaðsins, mbl.is, og Kodak er lokið, en keppnin hófst 7. júlí og henni lauk sl. fimmtu- dag. Þátttakendur voru 1.069 og sendu inn alls 5.468 myndir. Flestir sendu inn eina eða tvær myndir, en aðrir voru stórtækari; sá sem flest- ar myndir sendi skilaði inn 378 myndum, en næstur þar á eftir átti 144 myndir. Dómnefnd, sem var skipuð ljósmyndurum og myndborðsmönnum Morgunblaðsins, skipti innsendum myndum í þrjá flokka; mannlífs- myndir, listrænar mynd- ir og landslags- og nátt- úrumyndir, og valdi síðan bestu mynd í hverjum flokki. Sig- urmynd var valin Hring- iða mannlífs eftir Sig- urbjörn Regin Óskarsson, önnur verð- laun hlaut myndin Frelsi eftir Aldísi Pálsdóttir og þriðju verðlaun hlaut myndin Undir Selja- landsfossi eftir Kjartan T. Hjörvar. Sigurbjörn Reginn fær að launum Kodak LS633 stafræna myndavél og Kodak prentstöð, Aldís fær Kodak LS443 staf- ræna myndavél og Kjartan fær Kodak CX4230 stafræna myndavél. Fréttavefur Morg- unblaðsins, mbl.is, þakk- ar þeim fjölmörgu sem tóku þátt í keppninni. Sigurmyndirnar og þær tæplega 5.500 myndir sem sendar voru inn, er hægt að sjá á fréttavefn- um, mbl.is. Yfir 5.000 myndir í ljós- mynda- keppni Myndin Undir Seljalandsfossi, haustsól við Seljalandsfoss undir Eyjafjöllum eftir Kjartan T. Hjörvar hlaut önnur verðlaun í ljósmyndasamkeppninni. Frelsi er yndislegt, ég geri það sem ég vil eftir Aldísi Pálsdóttur hlaut þriðju verðlaun. Sigurmyndin Hringiða mannlífs, skemmtikraftur á götu í Kaupmannahöfn eftir Sigurbjörn Regin Óskarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.