Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAG í eigu Sindra Sindrasonar, varamanns í stjórn bankans og fyrrum forstjóra Pharmaco, keypti í gær tæpan 3,4% eignarhlut í Fjár- festingarfélaginu Straumi hf. Selj- andi hlutabréfanna var Landsbanki Íslands sem hafði fyrr um daginn keypt bréfin af Saxhóli. Sindri Sindrason sagði í samtali við Morgunblaðið í gær um ástæður þess að hann keypti í Straumi að hann teldi að þarna færi gott og eftirsóknarvert fyrirtæki með áhugavert eignasafn. „Það felast þarna möguleikar í stöðunni á að stokka upp og gera betur,“ sagði Sindri. Hann segir hlutinn hafa ver- ið greiddan með peningum, ekki hlutabréfum. Keypti fyrir 602 milljónir króna Saxhóll seldi Landsbankanum í gærmorgun allan hlut sinn í Straumi eða 144,7 milljónir króna að nafnverði á genginu 4,2. Sölu- verðið nemur tæpum 608 milljónum króna og greiddi Landsbankinn fyr- ir með hlutum í Landsbanka Ís- lands á genginu 5,15. Eftir viðskipt- in átti Landsbankinn 962 milljónir króna að nafnverði í Straumi eða 23,2% hlutafjár. Landsbankinn seldi skömmu síð- ar nær allan hlutinn sem keyptur var af Saxhóli áfram til Sindra en hann hef- ur um árabil verið ná- inn samstarfsmaður aðaleigenda bankans, þ.e. Björgólfs Guð- mundssonar og félaga hans í eignarhalds- félaginu Samson. Alls voru Sindra seldar 140 milljónir hluta eða tæp 3,4% heildarhlutafjár í Straumi á verðinu 4,3 og nemur söluverðið því 602 milljónum króna. Eftir viðskiptin á Landsbankinn tæpar 822 milljónir hluta eða 19,8% hlutafjár í Straumi. Fyrr um daginn hafði verið til- kynnt að hlutafjárhækkun Straums upp á rúmar 360 milljónir króna að nafnverði, sem tilkynnt var til Kauphallarinnar sl. miðvikudag hefði verið skráð. Skráð hlutafé Straums í Kauphöllinni er eftir hækkunina 4.149.492.204 krónur að nafnverði. Þess má geta að Sindri Sindrason var kjörinn varamaður í bankaráði Landsbankans í febrúar sl. og í ný- liðnum mánuði keypti hann 25 millj- ónir hluta í bankanum á rúmar 108 milljónir króna, þ.e. gengið var 4,33. Ennfremur má geta þess að síðastliðinn föstudag keypti Afl fjárfestingarfélag nýtt útgefið hlutafé í Landsbankanum og á nú 5,25% eignarhlut í bankanum, eða tæp- lega 310 milljónir hluta, en Sindri Sindrason er stjórnar- maður hjá Afli. Nýja hlutaféð var selt á genginu 5,10 en Landsbankinn hefur 30 daga kauprétt á því á genginu 5,15. Lokaverð hlutabréfa í Straumi hækkaði, var 4,60 í Kaup- höllinni í gær og hafði hækkað inn- an dagsins um 2,2%. Alls var versl- að með bréf í félaginu fyrir rúmar 364 milljónir króna í 52 viðskiptum og voru það mestu viðskipti dags- ins. Landsbanki og Íslandsbanki funduðu um Straum Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins áttu forsvarsmenn Lands- bankans og Íslandsbanka saman fund í gærdag og ræddu með sér leiðir að sameiginlegri sátt um eign- arhald á Straumi. Ekki var um sér- staka niðurstöðu fundarins að ræða. „Möguleikar á að stokka upp og gera betur“ Sindri Sindrason Sindri Sindrason keypti 3,4% eignarhlut í Straumi af Landsbankanum sem hafði áður keypt hlutinn af Saxhóli PHARMACO hefur keypt 15% hlut í serbnesku lyfjaheildsöl- unni Velefarm, sem er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Serbíu, með um 60% markaðs- hlutdeild, samkvæmt tilkynn- ingu frá félaginu. Kaupverðið er 1,7 milljónir evra eða um 137 milljónir króna og var það serbneska ríkið sem átti hlut- inn. Velefarm er almennings- hlutafélag og skráð í serbnesku kauphöllinni. Kristján Sverrisson, fram- kvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs Pharmaco og forstjóri Balkanpharma í Búlgaríu segir kaupin lið í að styrkja stöðu Pharmaco í Serbíu, en á síðasta ári keypti Pharmaco serbnesku lyfjaverksmiðjuna Zdravlje. Rekstur Pharmaco í Serbíu hefur gengið vel að sögn Kristj- áns og álítur hann kaupin vera góða fjárfestingu. „Þetta er skref í þá átt að ná aukinni stjórnun á dreifingu okkar lyfja í Serbíu og góð við- bót við dreifingarkerfi okkar. Pharmaco á fyrir heildsölu í Serbíu í nafni dótturfélags síns Zdravlje og hefur það félag um 10-15% markaðshlutdeild.“ Kristján segir ekki ráðgert að auka hlut félagsins í Vale- farma að svo stöddu. Aðspurð- ur hvort fyrirtækið hafi hingað til átt í erfiðleikum með að dreifa sínum lyfjum í landinu segir Kristján að þvert á móti hafi sölustarfsemi félagsins gengið vel og verið sé að renna styrkari stoðum undir dreif- ingu lyfja og tryggja félaginu sterkari samningsstöðu í út- boðum gagnvart ríkinu. Pharmaco fjár- festir í Serbíu Kaupir 15% í lyfja- heildsölu EFTIRFARANDI yfirlýsing barst Morgunblaðinu frá Björgólfi Guðmunds- syni: „Það sem fyrir okkur vakir með kaupum á hlutabréf- um í Straumi er að hleypa lífi aftur í verðbréfamarkaðinn hér á landi, rjúfa stöðnun sem verið hefur og láta fjárfest- ingar á markaði ráð- ast af von um hag- kvæman rekstur og hámarks ávöxtun,“ segir Björgólfur Guð- mundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands. Hann telur að stór hluti fjárfestinga hér á landi þjóni þeim tilgangi að vernda völd og áhrif á kostnað góðrar ávöxtunar og hagkvæmni í rekstri. „Fjárfesting bankans í Straumi er í fullu samræmi við yfirlýsingu Landsbankans í mars sl., en þar kom fram að bankinn hygðist eiga um 20 –25% hlut í félaginu til þess að efla félagið sem tæki til um- breytinga á markaði. Við erum enn þeirr- ar skoðunar að fé- lagið sé vel til um- breytinga og umbóta á íslenskum hluta- bréfamarkaði fallið. Yfirtaka á Straumi hefur ekki verið markmið Landsbankans eða Samson. Við viljum komast í aðstöðu til að auka virði fjár- festinga Straums. Markmið okkar er að losa um flókin eignatengsl í félögum og auka arðsemi þeirra. Þetta viljum við gera í góðri samvinnu við aðra eigendur Straums. Við hins vegar, eins og aðrir aðilar á markaði, verðum ávallt að halda opnum þeim leiðum sem mark- aðurinn býður upp á til að ná fram markmiðum um virðisauka og arðsemi.“ Viðskipti Landsbankans og tengdra aðila með hlutabréf í Straumi Björgólfur Guðmundsson Vilja losa flókin eignatengsl og rjúfa stöðnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.