Morgunblaðið - 02.09.2003, Side 14

Morgunblaðið - 02.09.2003, Side 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAG í eigu Sindra Sindrasonar, varamanns í stjórn bankans og fyrrum forstjóra Pharmaco, keypti í gær tæpan 3,4% eignarhlut í Fjár- festingarfélaginu Straumi hf. Selj- andi hlutabréfanna var Landsbanki Íslands sem hafði fyrr um daginn keypt bréfin af Saxhóli. Sindri Sindrason sagði í samtali við Morgunblaðið í gær um ástæður þess að hann keypti í Straumi að hann teldi að þarna færi gott og eftirsóknarvert fyrirtæki með áhugavert eignasafn. „Það felast þarna möguleikar í stöðunni á að stokka upp og gera betur,“ sagði Sindri. Hann segir hlutinn hafa ver- ið greiddan með peningum, ekki hlutabréfum. Keypti fyrir 602 milljónir króna Saxhóll seldi Landsbankanum í gærmorgun allan hlut sinn í Straumi eða 144,7 milljónir króna að nafnverði á genginu 4,2. Sölu- verðið nemur tæpum 608 milljónum króna og greiddi Landsbankinn fyr- ir með hlutum í Landsbanka Ís- lands á genginu 5,15. Eftir viðskipt- in átti Landsbankinn 962 milljónir króna að nafnverði í Straumi eða 23,2% hlutafjár. Landsbankinn seldi skömmu síð- ar nær allan hlutinn sem keyptur var af Saxhóli áfram til Sindra en hann hef- ur um árabil verið ná- inn samstarfsmaður aðaleigenda bankans, þ.e. Björgólfs Guð- mundssonar og félaga hans í eignarhalds- félaginu Samson. Alls voru Sindra seldar 140 milljónir hluta eða tæp 3,4% heildarhlutafjár í Straumi á verðinu 4,3 og nemur söluverðið því 602 milljónum króna. Eftir viðskiptin á Landsbankinn tæpar 822 milljónir hluta eða 19,8% hlutafjár í Straumi. Fyrr um daginn hafði verið til- kynnt að hlutafjárhækkun Straums upp á rúmar 360 milljónir króna að nafnverði, sem tilkynnt var til Kauphallarinnar sl. miðvikudag hefði verið skráð. Skráð hlutafé Straums í Kauphöllinni er eftir hækkunina 4.149.492.204 krónur að nafnverði. Þess má geta að Sindri Sindrason var kjörinn varamaður í bankaráði Landsbankans í febrúar sl. og í ný- liðnum mánuði keypti hann 25 millj- ónir hluta í bankanum á rúmar 108 milljónir króna, þ.e. gengið var 4,33. Ennfremur má geta þess að síðastliðinn föstudag keypti Afl fjárfestingarfélag nýtt útgefið hlutafé í Landsbankanum og á nú 5,25% eignarhlut í bankanum, eða tæp- lega 310 milljónir hluta, en Sindri Sindrason er stjórnar- maður hjá Afli. Nýja hlutaféð var selt á genginu 5,10 en Landsbankinn hefur 30 daga kauprétt á því á genginu 5,15. Lokaverð hlutabréfa í Straumi hækkaði, var 4,60 í Kaup- höllinni í gær og hafði hækkað inn- an dagsins um 2,2%. Alls var versl- að með bréf í félaginu fyrir rúmar 364 milljónir króna í 52 viðskiptum og voru það mestu viðskipti dags- ins. Landsbanki og Íslandsbanki funduðu um Straum Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins áttu forsvarsmenn Lands- bankans og Íslandsbanka saman fund í gærdag og ræddu með sér leiðir að sameiginlegri sátt um eign- arhald á Straumi. Ekki var um sér- staka niðurstöðu fundarins að ræða. „Möguleikar á að stokka upp og gera betur“ Sindri Sindrason Sindri Sindrason keypti 3,4% eignarhlut í Straumi af Landsbankanum sem hafði áður keypt hlutinn af Saxhóli PHARMACO hefur keypt 15% hlut í serbnesku lyfjaheildsöl- unni Velefarm, sem er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Serbíu, með um 60% markaðs- hlutdeild, samkvæmt tilkynn- ingu frá félaginu. Kaupverðið er 1,7 milljónir evra eða um 137 milljónir króna og var það serbneska ríkið sem átti hlut- inn. Velefarm er almennings- hlutafélag og skráð í serbnesku kauphöllinni. Kristján Sverrisson, fram- kvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs Pharmaco og forstjóri Balkanpharma í Búlgaríu segir kaupin lið í að styrkja stöðu Pharmaco í Serbíu, en á síðasta ári keypti Pharmaco serbnesku lyfjaverksmiðjuna Zdravlje. Rekstur Pharmaco í Serbíu hefur gengið vel að sögn Kristj- áns og álítur hann kaupin vera góða fjárfestingu. „Þetta er skref í þá átt að ná aukinni stjórnun á dreifingu okkar lyfja í Serbíu og góð við- bót við dreifingarkerfi okkar. Pharmaco á fyrir heildsölu í Serbíu í nafni dótturfélags síns Zdravlje og hefur það félag um 10-15% markaðshlutdeild.“ Kristján segir ekki ráðgert að auka hlut félagsins í Vale- farma að svo stöddu. Aðspurð- ur hvort fyrirtækið hafi hingað til átt í erfiðleikum með að dreifa sínum lyfjum í landinu segir Kristján að þvert á móti hafi sölustarfsemi félagsins gengið vel og verið sé að renna styrkari stoðum undir dreif- ingu lyfja og tryggja félaginu sterkari samningsstöðu í út- boðum gagnvart ríkinu. Pharmaco fjár- festir í Serbíu Kaupir 15% í lyfja- heildsölu EFTIRFARANDI yfirlýsing barst Morgunblaðinu frá Björgólfi Guðmunds- syni: „Það sem fyrir okkur vakir með kaupum á hlutabréf- um í Straumi er að hleypa lífi aftur í verðbréfamarkaðinn hér á landi, rjúfa stöðnun sem verið hefur og láta fjárfest- ingar á markaði ráð- ast af von um hag- kvæman rekstur og hámarks ávöxtun,“ segir Björgólfur Guð- mundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands. Hann telur að stór hluti fjárfestinga hér á landi þjóni þeim tilgangi að vernda völd og áhrif á kostnað góðrar ávöxtunar og hagkvæmni í rekstri. „Fjárfesting bankans í Straumi er í fullu samræmi við yfirlýsingu Landsbankans í mars sl., en þar kom fram að bankinn hygðist eiga um 20 –25% hlut í félaginu til þess að efla félagið sem tæki til um- breytinga á markaði. Við erum enn þeirr- ar skoðunar að fé- lagið sé vel til um- breytinga og umbóta á íslenskum hluta- bréfamarkaði fallið. Yfirtaka á Straumi hefur ekki verið markmið Landsbankans eða Samson. Við viljum komast í aðstöðu til að auka virði fjár- festinga Straums. Markmið okkar er að losa um flókin eignatengsl í félögum og auka arðsemi þeirra. Þetta viljum við gera í góðri samvinnu við aðra eigendur Straums. Við hins vegar, eins og aðrir aðilar á markaði, verðum ávallt að halda opnum þeim leiðum sem mark- aðurinn býður upp á til að ná fram markmiðum um virðisauka og arðsemi.“ Viðskipti Landsbankans og tengdra aðila með hlutabréf í Straumi Björgólfur Guðmundsson Vilja losa flókin eignatengsl og rjúfa stöðnun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.