Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 15 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Í einkasölu glæsileg 100 fm íbúð á 8. hæð í þessu vandaða lyftuhúsi. Húsið er allt klætt að utan og nær viðhaldsfrítt. Íbúðin er öll endurnýjuð að innan. Glæsilegt eldhús og baðherbergi. Parket. Tvennar svalir. Eign í sérflokki. Verð 14,8 millj. Ljósheimar - lyftuhús með glæsilegu útsýni ÚR VERINU DRAGNÓTAVEIÐAR í Faxaflóa hófust í gær og var mikið um að vera á miðunum, eins og jafnan á fyrsta degi veiðanna. „Hér er þétt setinn bekkurinn en allir að fá glimrandi veiði,“ sagði Svavar Ágústsson, skipstjóri á dragnóta- bátnum Rúnu RE, í samtali við Morgunblaðið í gær. Alls hafa 14 bátar leyfi til dragnótaveiða í Faxa- flóa og voru þeir að sögn Svavars allir að veiðum á sama svæði í Garð- sjónum í gær. „Aflabrögðin eru jafnan best fyrsta mánuðinn en við megum vera við þessar veiðar fram til 20. desember. Við höfum verið að fá þrjú til fjögur tonn í hali, af fallegum kola. Núna erum við að- allega í sandkolanum en snúum okkur síðan að skarkolanum þegar líður á haustið. Þetta er mjög góð byrjun og mér líst vel á fram- haldið.“ Svavar sagði þessa góðu byrjun ekki síðri en upphaf síðustu vertíð- ar en hún var sú besta í Faxaflóan- um til margra ára. „Það var algjört mok fyrsta mánuðinn í fyrra, við fengum um 140 tonn í tiltölulega fáum róðrum. Þá vorum við með 17 tonn fyrsta daginn og mér sýnist allt stefna í meiri afla í dag,“ sagði Svavar. Glimrandi byrjun í Flóanum Ljósmynd/Muggur Dragnótabáturinn Aðalbjörg RE að veiðum í Garðsjónum í gær. RÚSSNESK stjórnvöld hafa tekið upp nýja aðferð við úthlutun afla- heimilda. Frá og með 1. janúar á næsta ári verður uppboði á aflaheim- ildum hætt og munu útgerðir þurfa að greiða sérstakan skatt vilji þær nýta auðlindina. Heildarkvótanum verður skipt í fimm flokka. Strandveiðiflotinn, eða skip sem stunda veiðar innan 20 sjó- mílna, fær 20% kvótans og munu ein- stakar héraðsstjórnir annast úthlut- un hans. Stjórnvöld úthluta 70% kvótans til fiskveiða innan efnahagslögsögunnar, 6% kvótans er úthlutað samkvæmt al- þjóðlegum samningum, 1% til vís- indaveiða og 3% til byggða í norður- hluta landsins. Veiðiheimildum innan efnahagslög- sögunnar verður aðeins úthlutað til útgerða sem tóku þátt í kvótauppboð- um á árunum 2001–2003 og verður aflahlutdeild þeirra byggð á meðal- veiði síðustu fimm ára. Útgerðunum verður heimilt að selja frá sér þær heimildir sem þær geta ekki notað. Þessi ráðstöfun hefur ekki fallið í kramið hjá héraðsstjórum í Rússlandi en þeir höfðu barist hvað harðast gegn uppboði á aflaheimildum, sem hefur verið notað í Rússlandi frá árinu 2001 til að úthluta 40% af leyfi- legum heildarafla. Héraðsstjórarnir segja að með þessu verði þeim sem ekki búi að neinni aflareynslu gert ókleift að hefja útgerð nema með því að kaupa kvóta af þeim fyrirtækjum sem fyrir eru í greininni. Yfirvöld segja hinsvegar að með því að draga úr áhrifum héraðsstjóranna við út- hlutun kvótans dragi sömuleiðis úr spillingu, enda hafi margir héraðs- stjórar augastað á hinum verðmætu veiðiheimildum. Rússar hætta kvóta- uppboðum á næsta ári EIMSKIP í Belgíu hefur hafið sam- starf við norska skipafélagið Lys- Line um flutninga á milli Antwerpen í Belgíu og hafna í Oslófirði í Noregi. Lys-Line var áður í samstarfi við Samskip en tilkynnti í síðastliðinni viku að því samstarfi hefði verið slitið vegna þess að Samskip ætlaði sjálft að hefja siglingar á milli Noregs, Hol- lands og Belgíu. Eimskip fær með samstarfinu við Lys-Line umboð fyrir Lys-Line í Ant- werpen og sér jafnframt um sölu og markaðssetningu á því svæði. Að sögn Garðars Jóhannssonar, framkvæmdastjóra utanlandssviðs Eimskips, má rekja upphaf málsins til þess að norska skipafélagið Laline, sem Eimskip hefur haft umboð fyrir á umræddri leið frá árinu 1999, hætti rekstri fyrir um viku. Á sama tíma hóf Samskip eigin flutninga á milli Belgíu og Noregs og segir Garðar að Lys- Line hafi í kjölfarið slitið samstarfs- samningi félagsins við Samskip, væntanlega á þeim forsendum að með nýrri siglingaleið Samskips væri ekki grundvöllur fyrir samstarfi félag- anna. Leituðu til Eimskips Lys-Line hefði í kjölfarið leitað til Eimskips um að félagið gerðist um- boðsaðili Lys-Line í Antwerpen og samningar hefðu tekist þar um enda telji Eimskip þetta áhugaverðan sam- starfsaðila. Hann segir að Eimskip í Antwerpen hafi undanfarin ár verið að byggja upp flutningaþjónustu milli Antwerpen og Noregs og samningur- inn falli því vel að núverandi starfsemi og veiti Eimskipi jafnframt aðgang að öflugu siglingakerfi og þjónustuneti Lys-Line á ákveðnum leiðum. „Við sáum þarna ágætis tækifæri í að viðhalda og auka enn frekar umsvif okkar gagnvart Oslófirðinum. Við sjáum þetta líka sem tækifæri til að útvíkka og þróa samstarfið við Lys- Line enda félagið áhugavert og traust“, segir Garðar Jóhannsson. Skipafélagið Lysline var stofnað árið 1969 og sérhæfir sig í flutninga- lausnum fyrir fyrirtæki í Skandinav- íu. Félagið rekur víðtækt siglinga- kerfi með þjónustu á milli Belgíu, Hollands, Bretlands og Noregs en Antwerpen var nýlega bætt við þjón- ustunetið, að því er segir í tilkynn- ingu. „Samskip hefur ekki lengur þörf fyrir samstarf við Lys-Line“ Samskip átti í samstarfi við Lys- Line frá árinu 2000 og allt þar til í síð- ustu viku. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskips, segir að þegar Laline, keppinautur Samskips og Lys-Line og fyrrum samstarfsaðili Eimskips, hafi farið í þrot hafi Samskip tekið yf- ir flutningsleið skipafélagsins og eitt gámaskip. Hann segir að Samskip hafi með þessum breytingum og brottfalli keppinautar styrkt stöðu sína verulega á þessum markaði. Það hafi ógnað stöðu Lys-Line, sem hafi brugðist við með því að slíta samstarf- inu. „Samskip er nú, ásamt Lys-Line, markaðsleiðandi félag í gámaflutn- ingum frá meginlandi Evrópu og Bretlandi inn í Óslófjörð.“ Segir Ás- björn að Lys-Line hafi stafað ógn af Samskipi og séu aðgerðir þeirra við- brögð við nýrri stöðu á markaðinum. „Samskip hefur ekki lengur þörf fyrir samstarf við Lys-line í þeirri mynd sem var enda er félagið búið að tvö- falda flutningamagn sitt á undanförn- um tveimur vikum.“ Lys-Line slítur samstarfi við Samskip Eimskip í Belgíu í samstarf við Lys-Line HAGNAÐUR samstæðu Kers hf. á fyrri helmingi þessa árs nam 1.828 milljónum króna eftir skatta en 864 milljónum á sama tímabili á síðasta ári. Skýringin á þessari miklu aukn- ingu milli ára stafar af söluhagnaði af hlutabréfum. Rekstrartekjur samstæðunnar í ár nema 7.854 milljónum króna, sem er 292 milljónum hærri fjárhæð en fyrir sama tímabil á fyrra. Hreinar rekstr- artekjur samstæðunnar á þessu ári nema 2.468 milljónum króna sam- anborið við 2.278 milljónir á fyrra ári. Rekstrargjöld án afskrifta nema 1.755 milljónum króna sem er 53 milljónum króna hærri fjárhæð en fyrir sama tímabil á fyrra ári. Af- skriftir nema 212 milljónum og er það 37 milljónum króna hærri fjár- hæð og fyrir sama tímabil á fyrra ári. Fjármagnsliðir eru jákvæðir um 217 milljónir samanborið við 837 millj- ónir fyrir sama tímabil á fyrra ári. Aðrar tekjur og gjöld á árshluta- reikningnum nema 1.488 milljónum króna, sem er söluhagnaður af hluta- bréfum. Þessi liður var neikvæður um 155 milljónir í fyrra. Heildareignir Kers hf. og dóttur- félaga voru í júnílok 22,7 milljarðar króna og hafa hækkað um rúman einn milljarð frá áramótum. Fasta- fjármunir nema 14,6 milljörðum og hafa lækkað um 990 milljónir frá ára- mótum. Eigið fé nemur 9,8 millj- örðum og hefur hækkað um 616 milljónir króna á fyrstu sex mán- uðum ársins. Eiginfjárhlutfall er 43,2% en var í byrjun árs 42,5%. Í tilkynningu segir að rekstur fé- lagsins á öðrum fjórðungi ársins sé í samræmi við rekstraráætlanir að því undanskildu að söluhagnaður hluta- bréfa hafi numið mun hærri fjárhæð en ráð hafi verið fyrir gert. Afkoma félagsins á tímabilinu endurspeglist af stöðugu gengi og jákvæðri gengis- þróun sem verið hafi frá ársbyrjun þó svo að gengi krónunnar hafi heldur veikst á síðustu vikum. Gert sé ráð fyrir góðri afkomu það sem eftir árs. Aukinn hagnaður Kers Mikill hagnaður af sölu hlutabréfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.