Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LÖGREGLUMENN í borginni Kuf- ah í sunnanverðu Írak handtóku í gær alls fjóra menn eftir að hafa fundið tvo bíla, hlaðna sprengjum. „Okkur fannst bílsætin eitthvað af- löguð og á þeim var nýtt áklæði. Þetta fannst okkur grunsamlegt, við rannsökuðum sætin og í ljós kom að þau voru full af sprengjum,“ sagði íraskur lögreglumaður sem ekki vildi láta nafns síns getið. Hann sagði mennina í bílnum hafa verið frá Basra og á sunnudag hefði fund- ist annar, sams konar bíll, einnig hlaðinn sprengjum. Flestir sjítar kenna stuðningsmönnum Saddams Husseions, fyrrverandi forseta landsins, um tilræðið í Najaf á föstu- dag og önnur mannskæð hermdar- verk að undanförnu. Íraska lögreglan hefur handtekið 19 manns, þ. á m. nokkra útlendinga, vegna tilræðisins í Najaf. Sagt var í fyrstu að tveir mannanna væru Sádi- Arabar en stjórnvöld þar segja það rangt og í sumum heimildum er sagt að allir hinir handteknu séu Írakar. Að sögn lögreglu létust 125 í til- ræðinu í Najaf, þ. á m. einn áhrifa- mesti trúar- og stjórnmálaleiðtogi sjía-múslíma í Írak, ajatollann Moh- ammed Baqir al-Hakim. Hann var andvígur hernáminu og gagnrýndi ákaft Bandaríkjamenn og Breta fyr- ir að tryggja ekki öryggi í landinu en mælti samtímis gegn því að haldið yrði uppi vopnaðri baráttu gegn bandamönnum. Al-Hakim var leið- togi öflugustu hreyfingar íraskra Sjíta, Æðsta ráðs íslömsku bylting- arinnar í Írak, SCIRI, en krafðist þess ekki að komið yrði á klerkaræði eins í Íran. Nokkrir ungir sjítaleið- togar í Írak eru mun herskárri, vilja berjast gegn bandamönnum og vilja feta í fótspor Írana en sjítar eru um 60% íbúa Íraks. Al-Sistani gagnrýnir bandamenn Annar ajatollah, hinn aldraði og mikilsvirti Ali al-Sistani, fordæmdi í gær tilræðið gegn al-Hakim. „Við fordæmum þessar villimannlegu að- gerðir og drögum hernámsliðið til ábyrgðar fyrir öryggisleysið sem þjakar Írak núna,“ sagði hann í yf- irlýsingu sem send var út í hinni helgu borg allra sjíta, Qom, í Íran. Þar sagði ennfremur að ljóst væri að þeir sem stæðu á bak við tilræðin að undanförnu væru að reyna að æsa til innbyrðis deilna í Írak. Múslímaklerkar hafa varað við því að líklegt sé að stuðningsmenn Saddams eða al-Qaeda-hermdar- verkasamtakanna muni gera enn eina árásina á næstu dögum. Yfir- völd í Najaf báðu á sunnudag um að- stoð bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, við rannsókn á sprengjutilræð- inu sl. föstudag. FBI stjórnar nú rannsókn á sprengjutilræði við jórd- anska sendiráðið í Bagdad fyrir skömmu og tilræðinu við höfuð- stöðvar Sameinuðu þjóðanna í borg- inni. Rúmlega 300.000 sjítar voru í gær á leið frá Bagdad til Najaf fótgang- andi með líkkistu sem tákn um al- Hakim en nær engar líkamsleifar leiðtogans fundust, aðeins hendurn- ar. Þriggja daga sorgartíð hófst á sunnudag með bænahaldi í Bagdad en útförin á að fara fram í Najaf í dag. Al-Hakim var í meira en tvo áratugi í útlegð í Íran og var einn af öflugustu andstæðingum Saddams sem lét myrða tugþúsundir sjíta. Sjálfur er hann súnníti. Framkvæmdaráð Íraks tilnefndi í gær 25 manna framkvæmdanefnd eða ríkisstjórn og er talið að þetta geti greitt fyrir því að Bandaríkja- menn, sem fara með stjórnina í Írak, færi Írökum aftur völdin. Um er að ræða 13 sjía-múslima, fimm súnni- múslíma, fimm Kúrda, einn Tyrkja og einn kristinn mann. Fram- kvæmdastjóri Arababandalagsins, Amr Moussa, fagnaði í gær yfirlýs- ingunni og sagði hana skref í rétta átt. Hoshyar al-Zibari, talsmaður Lýðræðisflokks Kúrda, verður utan- ríkisráðherra nýju stjórnarinnar. Ibrahim Mohammed Bahr al-Uloum Óttast fleiri hryðjuverk gegn sjítum Hundruð þúsunda hylla minningu Al- Hakims sem verður jarðsettur í Najaf Bagdad, Kufah, Kaíró, Dubai. AP, AFP. Reuters Kista með mynd sjítaleiðtogans ajatolla Mohammed Baqir al-Hakims borin um götur Karbala í Írak í gær. Al- Hakim var meðal þeirra sem fórust í Najaf á föstudag en alls er nú talið að fórnarlömbin hafi verið 125.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.