Morgunblaðið - 02.09.2003, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 02.09.2003, Qupperneq 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LÖGREGLUMENN í borginni Kuf- ah í sunnanverðu Írak handtóku í gær alls fjóra menn eftir að hafa fundið tvo bíla, hlaðna sprengjum. „Okkur fannst bílsætin eitthvað af- löguð og á þeim var nýtt áklæði. Þetta fannst okkur grunsamlegt, við rannsökuðum sætin og í ljós kom að þau voru full af sprengjum,“ sagði íraskur lögreglumaður sem ekki vildi láta nafns síns getið. Hann sagði mennina í bílnum hafa verið frá Basra og á sunnudag hefði fund- ist annar, sams konar bíll, einnig hlaðinn sprengjum. Flestir sjítar kenna stuðningsmönnum Saddams Husseions, fyrrverandi forseta landsins, um tilræðið í Najaf á föstu- dag og önnur mannskæð hermdar- verk að undanförnu. Íraska lögreglan hefur handtekið 19 manns, þ. á m. nokkra útlendinga, vegna tilræðisins í Najaf. Sagt var í fyrstu að tveir mannanna væru Sádi- Arabar en stjórnvöld þar segja það rangt og í sumum heimildum er sagt að allir hinir handteknu séu Írakar. Að sögn lögreglu létust 125 í til- ræðinu í Najaf, þ. á m. einn áhrifa- mesti trúar- og stjórnmálaleiðtogi sjía-múslíma í Írak, ajatollann Moh- ammed Baqir al-Hakim. Hann var andvígur hernáminu og gagnrýndi ákaft Bandaríkjamenn og Breta fyr- ir að tryggja ekki öryggi í landinu en mælti samtímis gegn því að haldið yrði uppi vopnaðri baráttu gegn bandamönnum. Al-Hakim var leið- togi öflugustu hreyfingar íraskra Sjíta, Æðsta ráðs íslömsku bylting- arinnar í Írak, SCIRI, en krafðist þess ekki að komið yrði á klerkaræði eins í Íran. Nokkrir ungir sjítaleið- togar í Írak eru mun herskárri, vilja berjast gegn bandamönnum og vilja feta í fótspor Írana en sjítar eru um 60% íbúa Íraks. Al-Sistani gagnrýnir bandamenn Annar ajatollah, hinn aldraði og mikilsvirti Ali al-Sistani, fordæmdi í gær tilræðið gegn al-Hakim. „Við fordæmum þessar villimannlegu að- gerðir og drögum hernámsliðið til ábyrgðar fyrir öryggisleysið sem þjakar Írak núna,“ sagði hann í yf- irlýsingu sem send var út í hinni helgu borg allra sjíta, Qom, í Íran. Þar sagði ennfremur að ljóst væri að þeir sem stæðu á bak við tilræðin að undanförnu væru að reyna að æsa til innbyrðis deilna í Írak. Múslímaklerkar hafa varað við því að líklegt sé að stuðningsmenn Saddams eða al-Qaeda-hermdar- verkasamtakanna muni gera enn eina árásina á næstu dögum. Yfir- völd í Najaf báðu á sunnudag um að- stoð bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, við rannsókn á sprengjutilræð- inu sl. föstudag. FBI stjórnar nú rannsókn á sprengjutilræði við jórd- anska sendiráðið í Bagdad fyrir skömmu og tilræðinu við höfuð- stöðvar Sameinuðu þjóðanna í borg- inni. Rúmlega 300.000 sjítar voru í gær á leið frá Bagdad til Najaf fótgang- andi með líkkistu sem tákn um al- Hakim en nær engar líkamsleifar leiðtogans fundust, aðeins hendurn- ar. Þriggja daga sorgartíð hófst á sunnudag með bænahaldi í Bagdad en útförin á að fara fram í Najaf í dag. Al-Hakim var í meira en tvo áratugi í útlegð í Íran og var einn af öflugustu andstæðingum Saddams sem lét myrða tugþúsundir sjíta. Sjálfur er hann súnníti. Framkvæmdaráð Íraks tilnefndi í gær 25 manna framkvæmdanefnd eða ríkisstjórn og er talið að þetta geti greitt fyrir því að Bandaríkja- menn, sem fara með stjórnina í Írak, færi Írökum aftur völdin. Um er að ræða 13 sjía-múslima, fimm súnni- múslíma, fimm Kúrda, einn Tyrkja og einn kristinn mann. Fram- kvæmdastjóri Arababandalagsins, Amr Moussa, fagnaði í gær yfirlýs- ingunni og sagði hana skref í rétta átt. Hoshyar al-Zibari, talsmaður Lýðræðisflokks Kúrda, verður utan- ríkisráðherra nýju stjórnarinnar. Ibrahim Mohammed Bahr al-Uloum Óttast fleiri hryðjuverk gegn sjítum Hundruð þúsunda hylla minningu Al- Hakims sem verður jarðsettur í Najaf Bagdad, Kufah, Kaíró, Dubai. AP, AFP. Reuters Kista með mynd sjítaleiðtogans ajatolla Mohammed Baqir al-Hakims borin um götur Karbala í Írak í gær. Al- Hakim var meðal þeirra sem fórust í Najaf á föstudag en alls er nú talið að fórnarlömbin hafi verið 125.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.