Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 17 verður olíumálaráðherra en hann er sonur sjítans Mohammeds Bahr al- Uloum sem sagði sig tímabundið úr framkvæmdaráðinu um helgina til að mótmæla ástandinu í öryggismál- um landsins. Ein kona á sæti í vænt- anlegri stjórn og er hún Kúrdi. Framkvæmdaráðið, sem myndað var 13. júlí, hét fyrir nokkrum vikum að velja fulltrúa í ríkisstjórn. Ekki er ljóst hvers vegna það tafðist en margir félagar í framkvæmdaráðinu hafa verið á ferð víða um heim til að afla alþjóðlegs stuðnings við það sem réttmætan fulltrúa írösku þjóðarinn- ar. Einnig er ljóst að ágreiningur trúarhópa og þjóðarbrota um skipt- ingu embætta hefur tafið fyrir því að bráðabirgðastjórn kæmist á kopp- inn. Saddam sver af sér sökina Saddam Hussein, fyrrverandi for- seti Íraks, sver af sér aðild að sprengjuárás í borginni Najaf á föstudag þar sem helsti forustumað- ur sjía-múslima og 82 til viðbótar létu lífið. Kom þetta fram í ávarpi á segulbandi sem arabíska sjónvarps- stöðin Al-Jazeera lék í gær og sagt var vera frá Saddam. „Þjónar innrásaraflanna og her- námsliðs hinna vantrúuðu flýttu sér að ákæra þá sem þeir kalla stuðn- ingsmenn Saddams Husseins eftir morðið [á al-Hakim] án þess að hafa nokkrar sannanir,“ sagði röddin á segulbandinu. Saddam sagðist vera forseti allra Íraka sem hefðu kosið sig í frjálsum kosningum. Hann hvetur ekki beint til þess að þeir sem vinni með hernámsliðinu verði drepnir en vill að „setið sé“ um þá. „Grípið til þeirra aðgerða sem ekki reita Guð til reiði og eru taldar nauð- synlegar til að vernda ykkur fyrir þeim.“ Hins vegar beri mönnum að halda áfram að veita hernámsliðinu „þung högg“, hvaðan sem hermenn- irnir komi og án tillits til þjóðernis þeirra. ALBANSKIR appelsínuræktendur söfnuðust í gær saman fyrir fram- an Lundúnaskrifstofu fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, ESB, til að mótmæla ríkisstyrktri appelsínurækt í sum- um aðildarríkjanna. Adrian Lov- ett, frammámaður í hjálparsam- tökunum Oxfam, sagði að með niðurgreiðslunum væru Evr- ópuríkin að kippa fótunum undan ýmsum greinum landbúnaðar í vanþróuðum löndum. Sagði hann að fólksflóttinn frá Albaníu staf- aði meðal annars af því að ávaxtabændur þar hefðu flosnað upp í stórum stíl enda ekki sam- keppnisfærir við hræódýra, nið- urgeidda ávexti frá Ítalíu og Grikklandi. AP Niður- greiðslum mótmælt FJÓRIR, þar á meðal hjón og 17 ára dóttir þeirra, voru í gær ákærð fyrir sprengjutilræði í Bombay í Indlandi í síðustu viku þar sem 52 létu lífið og 150 særðust. Nýsamþykkt indversk lög um hryðjuverk eru ströng og má búast við að fólkið hljóti dauðadóm. Saksóknarar sögðu að fjórmenn- ingarnir hefðu einnig tekið þátt í að sprengja strætisvagn 28. júlí þegar þrír létust og 43 særðust. Sjón- varpsstöðvar í Indlandi greindu frá því að tvö hinna ákærðu hefðu tekið þátt í að koma sprengjunum fyrir í aftursætum leigubíla en önnur sprengjan sprakk á fjölmennum úti- markaði en hin nálægt frægu minn- ismerki. Saksóknarinn sagði lögreglu hafa gripið þau síðar með ýmis konar búnað til sprengjugerðar en öll búa þau í borginni. Lögregla telur þau tengjast Lashkar-e-Taiba-samtökunum, sem eru talin hafa staðið fyrir árásum á indverska hermenn Indlandsmegin í Kasmír, en einnig Hina íslömsku stúdentahreyfingu Indlands sem yf- irvöld bönnuðu í fyrra fyrir æs- ingaáróður. Yfirvöld eru sögð verða að skoða málið í alþjóðlegu samhengi þar sem komið hefur í ljós að sprengiefnið RDX var notað í sprengjurnar en það hefur verið notað í hryðjuverka- árásum víðs vegar um heiminn, m.a. á Balí í október. Þrjú fjórmenninganna mættu í dómsalinn en einn var á sjúkrahúsi. Öll voru þau úrskurðuð í gæsluvarð- hald til 15. september. Lögregla segir að verið sé að leita tveggja manna í viðbót sem grunaðir eru um aðild að tilræðunum. Fjögur ákærð fyrir sprengingarnar í Bombay á Indlandi í liðinni viku Ung stúlka á meðal sakborninga Bombay. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.