Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ JANICE Kelly, ekkja breska vopna- sérfræðingsins dr. Davids Kellys, kom í gær fyrir nefnd Huttons lá- varðar sem rannsakar aðdraganda þess að Kelly svipti sig lífi 18. júlí sl. Ekkjan lýsti hugarástandi manns síns síðustu dagana fyrir andlátið en hann lá þá undir ásökunum um að hafa verið heimildarmaður breska ríkisútvarpsins, BBC, að frétt um að bresk stjórnvöld hefðu látið ýkja hættuna af meintum gereyðingar- vopnum Íraka. Janice Kelly, sem er 58 ára gömul, sagði rannsóknarnefndinni að maður hennar hefði talið að breska varn- armálaráðuneytið hefði svikið sig þegar það staðfesti að hann væri heimildarmaður BBC. Hún fullyrti að dr. Kelly hefði ekki vitað fyrir- fram um fréttatilkynningu ráðuneyt- isins 8. júlí þar sem sagði að ónefnd- ur embættismaður hefði viðurkennt að hafa rætt við fréttamann BBC, Andrew Gilligan. Hafði hún eftir eig- inmanni sínum að fjölmiðlar myndu verða fljótir að átta sig á því hvern væri um að ræða. „Hann sagði nokkrum sinnum meðan við drukkum kaffi, snæddum hádegisverð og fengum okkur síð- degiste, að sér fyndist sem hann hefði verið svikinn,“ sagði Janice Kelly. Dóttir hjónanna, Rachel, kom einnig fyrir nefndina í gær ásamt fleiri ættingjum og vinum. Sagði hún föður sinn hafa sagt að hann skildi ekki hvernig Gilligan hefði getað dregið jafnáhrifamiklar ályktanir af því sem hann hefði sagt við frétta- manninn. Önnur dóttir, Sarah Pape, sagði föður sinn hafa verið algerlega sannfærðan um að ekki yrði hægt að leysa Íraksdeiluna án þess að hrekja stjórn Saddams frá völdum og ólík- legt væri að það myndi gerast með friðsamlegum aðferðum. Grein í Observer Í gær birti blaðið Observer grein eftir Kelly, sem hann skrifaði skömmu áður en stríðið í Írak hófst, sagði í frétt AFP-fréttastofunnar. Þar segir Kelly að ekki stafi „yfirvof- andi hætta“ af Írak og hættan sem yfirleitt stafi af stjórn Saddams Husseins sé tiltölulega lítil. Hins vegar væri hernaðaríhlutun eina leiðin til að tryggja algera afvopnun Íraka. Áður hefur komið fram í vitn- isburði breskra ráðamanna, þ. á m. Geoffs Hoons varnarmálaráðherra, að dr. Kelly hafi stutt stefnu stjórn- valda gagnvart Írak. Ný skoðanakönnun var birt í gær í blaðinu The Mirror og var hún gerð eftir að Tony Blair forsætisráðherra kom fyrir Hutton-nefndina. Kom þar fram að 21% aðspurðra töldu Blair eiga mesta sök á dauða dr. Kellys en 15% töldu sérfræðinginn sjálfan bera mesta sök. Ekkjan lýsir hugarástandi breska vopnasérfræðingsins Dr. Kelly taldi ráðu- neyti hafa svikið sig Reuters Janice Kelly (t.v.) og dóttir hennar, Rachel, fara á fund Huttons í gær. TVEIR breskir flugmenn hafa í hyggju að setja nýtt hæðarmet í stærsta mannaða loftbelg sem smíð- aður hefur verið. Gert var ráð fyrir að þeir legðu af stað milli klukkan 5–7 á þriðjudagsmorgun frá skipi við Corn- wall-skaga á Suðvestur-Englandi. Þeir Colin Prescot og Andy Elson ætla að fljúga 39,6 km upp í loftið í loftbelg sem uppblásinn er 400 sinn- um stærri en venjulegur loftbelgur og hærri en Empire State byggingin í New York. Uppi í heiðhvolfinu munu þeir svífa um í klukkustund og gera nokkrar rannsóknir en búist er við að þeir verði fjórar til fimm stundir á leiðinni upp. Loftbelgurinn nefnist QinetiQ 1 og er smíðaður úr 1,7 tonn- um af pólýetýleni sem er sterkt gervi- efni, oft notað í rörlagnir og umbúðir. Sjálfir klæðast þeir sérhönnuðum geimbúningum sem gera þeim kleift að komast af í meira en 70 gráðu frosti. Aðgerðinni stjórnar Rússinn Borís Míkhaílov, sem aðstoðaði fyrsta geimfarann, Júrí Gagarín, árið 1961. Núverandi met var sett fyrir meira en 40 árum þegar bandarískir sjó- hersflugmenn fóru 34,667 metra upp í loftið árið 1961. Reyna að setja hæðarmet í loftbelg Reuters Bresku flugmennirnir, þeir Colin Prescot og Andy Elson, í gær. Fara 40 km upp í heið- hvolfið Saint Ives. AFP. GÍFURLEGT úrfelli olli skyndiflóði í Kansas-ríki í Bandaríkjunum um helgina. Vatnselgurinn ruddi bílum af vegum og olli dauða fjögurra barna, móður þeirra er saknað. Litla stúlkan á myndinni er að virða fyrir sér hamslausa straumiðuna þar sem flóðið byltist eftir gili í gegnum Kansas-borg. AP Skyndiflóð veldur manntjóni í Kansas ÞEGAR innan við hálfur mánuður er til þjóðaratkvæða- greiðslunnar um aðild Svíþjóðar að evr- ópska myntbandalag- inu mælast yfirlýstir andstæðingar evr- unnar þar í landi enn fleiri en fylgjendur, en heldur hefur þó dregið saman með fylkingunum ef marka má niðurstöð- ur nýrrar skoðana- könnunar sem birtar voru í gær. Þá gerðist það enn- fremur í áróðursslagnum um evru-málið í Svíþjóð í gær að leið- togar helztu samtaka launþega og atvinnurekenda tóku höndum saman um að hvetja sænska kjós- endur til að styðja evru-aðildina. Í grein sem birtist í Dagens Nyhet- er skrifa leiðtogar launþegahreyf- ingarinnar LO, sem hefur um tvær milljónir félagsmanna, og vinnuveitendasamtakanna Svenskt Näringsliv, að evran myndi gera sænsku efnahagslífi gott og bæta hag launþega. Undir greinina skrifa einnig forsvarsmenn stéttarsamtaka verkfræðinga, millistjórnenda og starfsfólks sveitarstjórna. „Að okkar mati mun upptaka evrunnar ekki setja alvarlegar hömlur á getu Svíþjóðar til að framfylgja sjálfstæðri efnahags- stefnu,“ segir í grein- inni. Samkvæmt könn- un, sem Gallup gerði í síðustu viku og niður- stöður voru birtar úr í gær, er hlutfall þeirra sem eru ákveðnir í að segja „nei“ við því að Svíar taki upp evruna nú um 44%, um 36% eru fylgjandi en um 20% óákveðin. Í sambæri- legri könnun sem gerð var viku áður mældist styrkur and- stæðinga 49% en stuðningsmanna 34%. Vikmörk eru 3%. Yrði langt í næstu tilraun Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, varaði landa sína við því á sunnudag, að höfnuðu þeir evrunni í atkvæðagreiðslunni 14. september, yrði ekki efnt til nýrrar atkvæðagreiðslu um málið fyrr en í fyrsta lagi árið 2010. „Sumir halda að það sé í lagi að greiða atkvæði á móti núna vegna þess að það sé þá alltaf hægt að segja „já“ þegar næst verður kos- ið,“ sagði Persson; „en það er ekki þannig sem hlutirnir ganga fyrir sig.“ Sagði hann að núverandi kjörtímabil þingsins og það næsta yrði að líða áður en hægt yrði að leggja málið á ný í dóm þjóðarinn- ar. Evru-kosningarnar í Svíþjóð Dregur saman með fylkingum Göran Persson Stokkhólmi. AFP, AP. LOFTSLAG á jörðinni hefur aldrei verið heitara en nú sé litið til síðustu tvö þúsund ára, samkvæmt niðurstöðum viðamestu rannsóknar á loftslagi jarðar sem gerð hefur verið. Niðurstöðurnar styrkja kenningar um að gróðurhúsaáhrif valdi hlýrra loftslagi en þykja veikja málstað efasemd- armanna sem halda því fram að hækkandi hiti á jörðinni sé hluti af náttúrulegri hringrás en ekki afleiðing af lífsháttum manna, að sögn Guardian. Útkoman er í samræmi við niðurstöður ann- arrar víðtækrar rannsóknar sem Sameinuðu þjóð- irnar birtu nýlega en þar skoðuðu vísindamenn upplýsingar um hitastig síðustu 1.000 árin og var niðurstaðan að að síðustu 20 ár væru þau heitustu í sögu jarðar. Sumir rengdu þær niðurstöður og til að reyna að gera út um þessar deilur ákváðu vís- indamenn að skoða loftslag síðustu 2.000 ára. Það gerðu þeir með því að skoða stofna þúsund ára gamalla trjáa þar sem hægt er að fá upplýsingar um hvernig loftslag hefur verið með því að skoða árhringi stofnanna. Þá skoðuðu þeir einnig ís- kjarna sem boraðir voru úr ísbreiðum á Grænlandi og Suðurheimskautinu. Philip Jones, prófessor við loftlagsrannsókna- deild Austur-Anglíu-háskóla og einn þeirra sem stóðu að rannsókninni, telur ekki vafa á að lífshættir mannanna valdi hlýrra loftslagi. „Þetta eru afleiðingar þess að gróðurhúsalofttegundir hafa safnast saman í lofthjúpnum,“ segir hann. Ekki er þó talið líklegt að þeir sem efast um réttmæti kenningarinnar um gróðurhúsaáhrifin snúist hugur. Dr. Sally Baliunas við Harvard-há- skóla heldur því fram að verið geti að breytingar á styrk sólarljóssins sem nær til jarðar valdi hærra hitastigi. Hún hefur komist að þeirri niðurstöðu að jörðin hafi gengið í gegnum hringrás náttúrlegra loftslagsbreytinga. Frá 1900 til 1940 hafi hitastig hækkað lítillega, síðan hafi kólnað frá 1940–1970 en uppfrá því hitnað aftur. Hún bendir á að ef rétt sé að 80% koldíoxíðs hafi verið sleppt út í and- rúmsloftið eftir 1940 þá hefði átt að hlýna upp úr því en ekki kólna. Ekki verið heitara í 2.000 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.