Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 19 bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Á FIMMTUDAGINNALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM BOÐIÐ verður upp á námskeiðin Snerting, jóga og slökun í leik- skólastarfi, og Könnunarleikur yngstu barnanna í leikskólum, í metnaðarfullu endur- og símennt- unarstarfi fyrir starfsmenn leik- skóla í Garðabæ, Kópavogi, Mos- fellsbæ og Seltjarnarnesi í vetur, en samtals verða á milli 25 og 30 námskeið í boði. Sveitafélögin fjögur hafa haft með sér samstarf um þessi nám- skeið undanfarin ár, og hafa nám- skeiðin vakið mikinn áhuga leik- skólakennara, segir Hrafnhildur Sigurðardóttir, leikskólafulltrúi á Seltjarnarnesi. Hún segir mæt- inguna hafa verið mjög góða und- anfarna vetur: „Það hafa verið hvað eftir annað yfir 100 manns á fyrirlestrum á kvöldin.“ Dæmi um vinsæl námskeið í fyrra segir hún fyrirlestra um sorg leikskóla- barna, ofbeldi gegn börnum og fjölgreindarkenninguna. Hrafnhildur segir að samstarfið hafi gengið ótrúlega vel, og að það geri mun metnaðarfyllri dag- skrá mögulega: „Það er auðvitað dýrt fyrir litlu sveitarfélögin, til dæmis Seltjarnarnes og Mos- fellsbæ, að halda úti svona nám- skeiðum ein og sér. Þá gætum við aldrei boðið upp á svona úrval heldur þyrftum að vera með miklu minna í boði.“ Samstarf um endur- menntun á leikskólum Ljósmynd/Hrafnhildur Sigurðardóttir Yfir hundrað manns mættu á fyrirlestur um fjölgreindarkenningu Howards Gardners, sem fluttur var af Erlu Kristjánsdóttur, lektor við KHÍ, í fyrra, en Gardner kom einmitt hingað til lands og hélt fyrirlestur í sumar. Höfuðborgarsvæðið SKÁTAR fögnuðu því um helgina að tekin var í notkun ný Skátamiðstöð í Hraunbænum, en húsið mun gegna hlutverki þjónustumiðstöðvar fyrir skátastarf í landinu, auk þess að vera skátaheimili Árbæinga. Húsið er hið glæsilegasta og var hannað sér- staklega fyrir þá starfsemi sem í því verður og er samtals 1.150 fermetrar. Skátahreyfingin seldi húsnæði sitt á Snorrabraut árið 2000 í kjöl- far þess að Skátabúðin hætti starfsemi. „Við gátum illa nýtt það húsnæði svo það var ákveðið að selja það húsnæði í heild sinni og byggja nýja miðstöð,“ segir Þorsteinn Fr. Sigðurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta. Húsið var um ár í byggingu og hannað sér- staklega með þá starfsemi sem þar á sér stað í huga, að sögn Þorsteins: „Það gerir alla starf- semina miklu þægilegri. Við erum komnir með á einn stað geymsluaðstöðu, vinnuaðstöðu og skrifstofu. Við erum í samstarfi við skátafélagið á staðnum svo það verður betri nýting á hús- næðinu.“ Húsinu deila Bandalag íslenskra skáta, Skátasamband Reykjavíkur, St. Georgsgildin og Skátafélag radíóskáta, ásamt skátafélagi hverfisins, Skátafélaginu Árbúum. Einnig er geymsluaðstaða og lagerrými á staðnum, sem áður var á öðrum stað en höfuðstöðvarnar. Í húsinu eru einnig flokkaðar og geymdar einnota gosumbúðir úr dósakúlunum. „Svo er hérna fundar- og félagsaðstaða fyrir nefndir og ráð landssamtakanna og skátafélaganna í Reykja- vík. Þetta er margfalt betri aðstaða, hér erum við með alla hlutina hjá okkur, þetta gerir alla verkefnavinnslu milklu þægilegri en hún var. Vinnurými er miklu heppilegra, sem og starfs- aðstaða starfsfólks. Ég reikna með að þetta muni koma hreyfingunni til góða þegar horft er fram á veginn,“ segir Þorsteinn Nýja skátamiðstöðin á eftir að nýtast félögunum vel enda er nú öll starfsemin á einum stað. Morgunblaðið/Ásdís Þorsteinn Kr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, segir húsið sér- hannað fyrir starfsemina. Ný miðstöð skáta tekin í gagnið Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.