Morgunblaðið - 02.09.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 02.09.2003, Qupperneq 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 19 bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Á FIMMTUDAGINNALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM BOÐIÐ verður upp á námskeiðin Snerting, jóga og slökun í leik- skólastarfi, og Könnunarleikur yngstu barnanna í leikskólum, í metnaðarfullu endur- og símennt- unarstarfi fyrir starfsmenn leik- skóla í Garðabæ, Kópavogi, Mos- fellsbæ og Seltjarnarnesi í vetur, en samtals verða á milli 25 og 30 námskeið í boði. Sveitafélögin fjögur hafa haft með sér samstarf um þessi nám- skeið undanfarin ár, og hafa nám- skeiðin vakið mikinn áhuga leik- skólakennara, segir Hrafnhildur Sigurðardóttir, leikskólafulltrúi á Seltjarnarnesi. Hún segir mæt- inguna hafa verið mjög góða und- anfarna vetur: „Það hafa verið hvað eftir annað yfir 100 manns á fyrirlestrum á kvöldin.“ Dæmi um vinsæl námskeið í fyrra segir hún fyrirlestra um sorg leikskóla- barna, ofbeldi gegn börnum og fjölgreindarkenninguna. Hrafnhildur segir að samstarfið hafi gengið ótrúlega vel, og að það geri mun metnaðarfyllri dag- skrá mögulega: „Það er auðvitað dýrt fyrir litlu sveitarfélögin, til dæmis Seltjarnarnes og Mos- fellsbæ, að halda úti svona nám- skeiðum ein og sér. Þá gætum við aldrei boðið upp á svona úrval heldur þyrftum að vera með miklu minna í boði.“ Samstarf um endur- menntun á leikskólum Ljósmynd/Hrafnhildur Sigurðardóttir Yfir hundrað manns mættu á fyrirlestur um fjölgreindarkenningu Howards Gardners, sem fluttur var af Erlu Kristjánsdóttur, lektor við KHÍ, í fyrra, en Gardner kom einmitt hingað til lands og hélt fyrirlestur í sumar. Höfuðborgarsvæðið SKÁTAR fögnuðu því um helgina að tekin var í notkun ný Skátamiðstöð í Hraunbænum, en húsið mun gegna hlutverki þjónustumiðstöðvar fyrir skátastarf í landinu, auk þess að vera skátaheimili Árbæinga. Húsið er hið glæsilegasta og var hannað sér- staklega fyrir þá starfsemi sem í því verður og er samtals 1.150 fermetrar. Skátahreyfingin seldi húsnæði sitt á Snorrabraut árið 2000 í kjöl- far þess að Skátabúðin hætti starfsemi. „Við gátum illa nýtt það húsnæði svo það var ákveðið að selja það húsnæði í heild sinni og byggja nýja miðstöð,“ segir Þorsteinn Fr. Sigðurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta. Húsið var um ár í byggingu og hannað sér- staklega með þá starfsemi sem þar á sér stað í huga, að sögn Þorsteins: „Það gerir alla starf- semina miklu þægilegri. Við erum komnir með á einn stað geymsluaðstöðu, vinnuaðstöðu og skrifstofu. Við erum í samstarfi við skátafélagið á staðnum svo það verður betri nýting á hús- næðinu.“ Húsinu deila Bandalag íslenskra skáta, Skátasamband Reykjavíkur, St. Georgsgildin og Skátafélag radíóskáta, ásamt skátafélagi hverfisins, Skátafélaginu Árbúum. Einnig er geymsluaðstaða og lagerrými á staðnum, sem áður var á öðrum stað en höfuðstöðvarnar. Í húsinu eru einnig flokkaðar og geymdar einnota gosumbúðir úr dósakúlunum. „Svo er hérna fundar- og félagsaðstaða fyrir nefndir og ráð landssamtakanna og skátafélaganna í Reykja- vík. Þetta er margfalt betri aðstaða, hér erum við með alla hlutina hjá okkur, þetta gerir alla verkefnavinnslu milklu þægilegri en hún var. Vinnurými er miklu heppilegra, sem og starfs- aðstaða starfsfólks. Ég reikna með að þetta muni koma hreyfingunni til góða þegar horft er fram á veginn,“ segir Þorsteinn Nýja skátamiðstöðin á eftir að nýtast félögunum vel enda er nú öll starfsemin á einum stað. Morgunblaðið/Ásdís Þorsteinn Kr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, segir húsið sér- hannað fyrir starfsemina. Ný miðstöð skáta tekin í gagnið Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.