Morgunblaðið - 02.09.2003, Side 22

Morgunblaðið - 02.09.2003, Side 22
SUÐURNES 22 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMENNI var á öllum dag- skrárliðum Sandgerðisdaga sem haldnir voru um helgina í fimmta skipti. Dagskráin var óvenju fjöl- breytt í ár og virtust heimamenn og gestir skemmta sér vel. Meðal dagskráratriða má nefna tvær listsýningar í Fræðasetrinu. Þórunn Guðmundsdóttir mynd- listarkona sýndi þar ásamt dætr- um sínum, Sigrúnu og Hafdísi Hill en þær vinna í leir og gler. Þá hélt Guðjón Kristjánsson, skólastjóri grunnskóla Sand- gerðis, sína fyrstu einkasýningu, sýndi 48 pastelmyndir. Á Vitatorgi fór fram krafta- keppni, skemmtiatriði voru á sviði og kassabílarallí fyrirtækj- anna. Veltibíllinn vakti mikla at- hygli. Þá var tívolí fyrir unga fólkið og í fiskmóttöku fyrrum frystihúss Miðness hf. var mark- aður þar sem kenndi margra grasa. Boðið var upp á þyrluflug yfir bæinn og þar fóru margir í sitt fyrsta þyrluflug. Dagskránni lauk á laugardags- kvöldið með varðeldi og mikilli flugeldasýningu sem Björg- unarsveitin Sigurvon sá um. Jafn- framt var húsnæði og búnaður sveitarinnar til sýnis en Sigurvon heldur uppá 75 ára afmæli sitt á þessu ári. Þokkalegt veður var á Sand- gerðisdögum þótt aðeins rigndi, meðal annars við varðeldinn. Morgunblaðið/Reynir SveinssonFulltrúar Nýfisks óku á bíl úr fiskikerum í kassabílarallýinu. Fengu þeir verðlaun fyrir frumlegasta bílinn. Hér eru þeir á fullri ferð í rallýinu. Fólk skemmti sér vel á Sand- gerðisdögum Sandgerði Þórun Guðmundsdóttir og dætur hennar, Sigrún og Hafdís Hill, sýndu saman í Fræðasetrinu. Mæðgurnar hafa ekki áður haldið sýningu saman. SANDGERÐISDAGAR fóru sérstaklega vel fram, að mati lögreglunnar í Keflavík sem kveðst lítil afskipti hafa haft af fólki. Aðeins eitt tilvik kom upp aðfaranótt sunnudagsins við Vitatorg þar sem í brýnu sló á milli manna með þeim afleiðingum að einn hlaut minniháttar áverka. Þegar lögreglu bar að garði var allnokkur hópur fólks á svæðinu og mikil ölvun og æsingur í sumum einstaklinganna sem þar voru, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Lögreglumenn reyndu að róa þá æstu niður og fór því næst frá staðnum án frekari afskipta. Einn maður tilkynnti um líkamsárás sem tengdist þessum ólátum. Sjálf hátíðarhöldin fóru vel fram og segir lögreglan að fólk hafi skemmt sér vel í sátt og samlyndi. Hrósar lögreglan Sandgerðingum fyrir gott skipulag hátíðarinnar. Skemmtu sér í sátt og samlyndi VINIRNIR Ásgeir, Sævar, Aron, Kristinn Sveinn og Árni eru svo sannarlega umhverfisgreindir ungir menn. Í hvert sinn sem Kristjana Kjartansdóttir, íbúi við Garðbraut, krýpur við beðin sín eru þeir komn- ir til að aðstoða. „Okkur finnst þetta voða gam- an,“ sögðu þeir félagar í samtali við blaðamann og máttu vart vera að því að líta upp úr beðinu. „Við er- um mikið úti og finnst gaman að geta tekið þátt í svona vinnu. Núna erum við að tína upp lauka sem hafa losnað úr moldinni og um dag- inn vorum við að hjálpa Sjönu við að raka saman afklippunum af trjánum,“ sögðu drengirnir ungu og voru aftur komnir með nefið ofan í moldina Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Umhverfisgreindir ungir menn Garður ALLS munu 94 háskólanemar hafa aðstöðu til fjarnáms hjá Miðstöð sí- menntunar á Suðurnesjum (MSS) í vetur. Er þetta mikil aukning frá síð- asta ári enda 43 nýir nemendur að hefja nám í haust. Nú eru 28 nemendur á Suðurnesj- um að hefja fjarnám við grunnskóla- kennarabraut Háskólans á Akureyri. Er þetta fyrsti hópur kennaranema sem hefur nám hjá MSS. Skúli Thor- oddsen, forstöðumaður MSS, segir að aðsókn hafi verið miklu meiri en menn áttu von á þegar námið var aug- lýst. Flestir nemarnir starfa sem leið- beinendur við grunnskólana á Suður- nesjum og búa á svæðinu. Ekki er mikið um nýstúdenta þótt það sé líka til. Kennaranemarnir taka þriggja ára nám á fjórum árum og vinna með. Þeim er kennt tvisvar í viku, alls 10 klukkustundir, í gegn um gagnvirkan kennslubúnað miðstöðvarinnar. Fimmtán leikskólakennaranemar eru að hefja sitt þriðja námsár og tíu nemar í hjúkrunarfræði eru að hefja sitt fjórða og síðasta námsár. Báðir hópar eru í fjarnámi hjá Háskólanum á Akureyri. Í haust hófu tíu manns nám í rekstrar- og viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og bætast í hóp nítján nemenda sem fyrir eru í rekstrar-, viðskipta- og auðlinda- fræðinámi. Að sögn Skúla eru kenndar á milli 50 og 60 kennslustundir á viku í gegn um fjarfundarbúnað stofnunarinnar. Auk þeirra nemenda sem eru í námi við Háskólann á Akureyri og fá sína kennslu hjá MSS, hafa þar að- stöðu til hóp- og verkefnavinnu tíu kennaranemar við Kennaraháskóla Íslands, þar af eru fimm að hefja nám í haust. Þarf að bæta aðstöðu Miðstöð símenntunar á Suðurnesj- um hefur aðstöðu í gamla barnaskóla- húsinu í Keflavík. Aðalverkefni stofn- unarinnar er símenntun, eins og nafnið bendir til, og eru skipulögð 50 til 60 námskeið á haustmisseri. Skúli segir að þessi mikla aukning í háskólanáminu krefðist aukinnar að- stöðu. Tekist hafi að koma þessu fyrir í vetur en oft sé þröngt og aðstaðan mætti vera betri til hóp- og verkefna- vinnu. „Háskólanámið er orðið miklu umfangsmeira en við áttum von á í upphafi. Því þarf að mæta með bættri aðstöðu,“ segir Skúli. 94 háskóla- nemar hafa aðstöðu hjá MSS Suðurnes

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.