Morgunblaðið - 02.09.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 02.09.2003, Qupperneq 23
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 23 NÁMSFERÐ TIL KÚBU Í NÓVEMBER Brautarholti 4 47. starfsár Sérnámskeið - 6 tímar Tjútt - Tangó - Salsa Social Foxtrott - Suður-amerískir Gömlu dansarnir - Línudans Samkvæmisdansar - Barnadansar Áratuga reynsla og þekking tryggir bestu fáanlega kennslu. 14 vikna námskeið fyrir fullorðna og börn, yngst 4 ára. Dansleikur í lokin. Keppnisdansar Hinir frábæru danskennarnar Svanhildur Sigurðardóttir og Ingibjörg Róbertsdóttir sjá um þjálfunina. 14 vikna námskeið, mæting 1x, 2x eða 3x í viku. Freestyle/Hipp hopp 10 vikna námskeið, mæting 2x í viku. Erla Haraldsdóttir sér um kennslu á þessu skemmtilega námskeiði. Brúðarvalsinn Einkatímar fyrir verðandi brúðhjón ... bráðskemmtilegt og fjörugt. Fyrir þá sem vilja skella sér í dansinn þá hringið í síma 551 3129 milli klukkan 16 og 22 daglega fram til mánudagsins 8. september. Kennsla hefst í Reykjavík miðvikudaginn 10. sept. Einnig fer fram kennsla í Mosfellsbæ. Erla Freestyle - Hipp Hopp TVÖ framboð hafa skilað inn lista vegna kosninga til sveitar- stjórnar sameiginlegs sveitarfé- lags Búðahrepps og Stöðva- hrepps. Kosningar fara fram 20. september. Í framboði eru Framsóknar- félag Fáskrúðsfjarðar og Stöðv- arfjarðar og Framboðslisti Samfylkingar og Óháðra. Þegar framboðsfrestur rann út á há- degi á laugardag hafði aðeins borist listi frá Framsóknar- félaginu og ákvað yfirkjörstjórn í kjölfarið að framlengja frestinn til hádegis í gær. Listi Samfylk- ingar og Óháðra barst á þeim tíma. Framboðin skipa aðilar úr báðum sveitarfélögunum. Samhliða kosningu til sveitar- stjórnar 20. september verður kosið um nýtt nafn sveitarfé- lagsins. Á heimasíðu Fáskrúðs- fjarðarhrepps kemur fram að undirbúningsnefnd leggur til að kosið verði á milli nafnanna Austurbyggð, Búða- og Stöðvar- hreppur, Sjávarbyggð og Suð- urfjarðabyggð. Í umsögn Örnefnanefndar kemur fram að Austurbyggð og Sjávarbyggð séu ekki heppileg nöfn á sveitarfélagið, en nefndin mælir með nöfnunum Suður- fjarðabyggð og Búða- og Stöðvahreppur. Tveir listar í framboði Fáskrúðsfjörður STEINASAFN Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði hefur nú verið al- menningi til sýnis í þrjá áratugi. Tuttugu þúsund manns heimsækja safnið árlega og í því eru mörg þús- und steinar, sem er haganlega fyrir komið í hýbýlum Petru og stórum lystigarði upp af húsinu. „Ég skriplaði á skötu“ segir Petra hlæjandi þegar blaðamann ber að garði og sýnir myndarlegan fatla sem hægri höndin hvílir í. „Mér var boðið í skötu um daginn og var svo óheppin að skripla á henni. Upp úr því hafði ég að hand- leggsbrotna og nota víst ekki hönd- ina næstu mánuðina.“ Þegar horft er á alla þá mergð af fallegum steinum sem við blasir hvarvetna í safninu, liggur beinast við að spyrja hvort Petra eigi sér einhverja uppáhaldsgersemi. Eftir furðu stutta umhugsun segir hún það vera glæsilega hálfkúlu úr agati og bergkristal, sem situr vel stað- sett á handriðsenda fyrir miðju garðsins. Safnað steinum frá bernsku „Það var voðalega gaman daginn sem við fundum hann,“ segir Petra. „Ég hafði farið með sjö patta með mér í fjallgöngu og við fundum tófu- greni og ýmislegt skemmtilegt. Þetta var fyrir þrjátíu árum síðan. Við vorum uppi á klettum og ég varð að fara heim og fá mér sterka stráka með poka og bönd í pokann til að láta síga niður. Ég hef svo sem fundið viðlíka steina, en ég er mikið búin að leita að lokinu á þenn- an, en aldrei fundið. Það hefur sjálf- sagt grafist undir einhvers staðar. Petra hefur alla tíð safnað grjóti og hefur smám saman hlaðist utan á þá söfnun hennar, svo ekki sé sterkar að orði kveðið, en í steina- safni hennar eru mörg þúsund steinar af öllum stærðum og gerð- um. „Ég byrjaði að safna krakki, ekki að það yrði safn, heldur að mér fundust steinarnir fallegir,“ segir Petra. „Þetta voru eins og hver önnur gull sem maður lék sér að. Það eru rúmlega þrjátíu ár síðan við létum okkur detta eitthvert safn í hug.“ Á milli fimmtán og tuttugu þús- und manns fara í gegnum safnið ár- lega. Petra segist ekki vera farin að lýjast að ráði á atganginum. „Mér finnst þetta bara svolítið gaman,“ segir hún. „Ég leita enn að steinum, hleyp kannski ekki um nú orðið, en ég fer og finn ýmislegt. Maður leit- ar að einhverju fallegu sem stingur í stúf við þetta gráa.“ Tuttugu þúsund gestir heimsækja Steinasafn Petru árlega „Mér fundust steinar fallegir“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hálfkúla úr agati og bergkristal er meðal dýrgripa í steinasafni Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði, sem hefur verið opið almenningi í 30 ár. Stöðvarfjörður NÝIR kennsluhættir hafa verið teknir upp í Grunnskóla Fáskrúðs- fjarðar. Fyrsti, annar og þriðji bekk- ur annars vegar og fjórði, fimmti og sjötti bekkur hins vegar fá nú sam- kennslu og eru tuttugu og átta nem- endur í hvorum hópi og tveir kenn- arar á hvorn þeirra. Þórhildur Helga Þorleifsdóttir er skólastjóri Grunnskóla Fáskrúðs- fjarðar. „Í vetur fengum við styrk frá Vonarsjóði, verkefna- og náms- styrkjasjóði Kennarasambandsins, til að keyra af stað samkennslu og meira einstaklingsmiðað nám,“ segir Þórhildur Helga. „Við erum mjög spennt og flestir kennaranna hafa sótt námskeið um þessa kennslu- hætti.Við bindum miklar vonir við þetta og það er áberandi hversu mik- il gleði ríkir nú í skólastarfinu.“ Þórhildur Helga segir helstu lykil- orðin í samkennslu vera einstak- lingsmiðað nám, að hver nemandi sé á sínum forsendum og beri ábyrgð á sínu námi, sveigjanlegir námshættir og fjölbreytni. Markmiðið að allir séu glaðir í skólanum „Markmiðið í vetur er að allir séu glaðir í skólanum og að nemendum og kennurum líði vel og séu sáttir.“ Nemendur við skólann eru nú eitt- hundrað talsins og kennarar fjórtán, þar af um helmingur leiðbeinendur. Nemendum skólans hefur fækkað um fjörtíu á örfáum árum, en nú rík- ir vaxandi bjartsýni á Fáskrúðsfirði vegna jarðganga-, virkjana- og stór- iðjuframkvæmdanna á Austurlandi og eins líklegt að meira verði um barnafjölskyldur á staðnum á kom- andi árum. Samkennsla og einstaklingsmiðað nám tekið upp í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þórhildur Helga Þorleifsdóttir skólastjóri í hópi nemenda sinna. Hver nemandi fær að njóta sín Fáskrúðsfjörður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.