Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 24
LANDIÐ 24 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁTTUNDA og síðasta skemmti- ferðaskipið sem sækir Grundar- fjörð heim á þessu sumri lagðist að bryggju fyrir skömmu. Farþegar skipanna sem voru frá Mið- og Suður-Evrópu fóru langflestir í 4 klst. rútuferð umhverfis Snæfells- jökul en þá daga sem skipin voru í höfn mátti alltaf sjá nokkurn fjölda ferðalanga í göngu- og skoðunarferð um Grundarfjörð. Af hálfu hafnarstjórnar Grundar- fjarðar og Félags atvinnulífsins í Grundarfirði í samvinnu við ferða- þjónustuaðila fór fram skipulögð móttaka og kveðjuathöfn við komu og brottför skipanna. Upplýs- ingabás var við landgang skipanna og konur í íslenska þjóðbún- ingnum buðu farþegum upp á kleinur og harðfisk. Flest skipanna stoppuðu í 5–6 klukkustundir en í tveimur tilvikum í 12 klst. er skemmtiferðaskipið Funchal var hér. Þá daga var farþegum boðið upp á sýningu á íslenska hestinum og tónleika í Grundarfjarðarkirkju auk þess sem áhöfninni var boðið til keppni í knattspyrnu. Þeir að- ilar sem stóðu að móttöku skemmtiferðaskipanna héldu ný- verið fund til að fara yfir fram- kvæmdina í sumar og var þar ákveðið að nýta þá góðu reynslu sem fékkst í sumar til þess að und- irbúa komu skipa sem hingað koma á næsta sumri. Yfir 2.000 farþegar með átta skemmtiferðaskipum Grundarfjörður Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Átta skemmtiferðaskip hafa lagt að bryggju á Grundarfirði í sumar og með þeim hafa komið yfir 2.000 farþegar. HJÓNIN Margrét Runólfsdóttir og Guðmundur Sigurhansson sem séð hafa um reksturinn á Hótel Flúðum, síðastliðin tæp tvö ár, hafa nú keypt eignarhlut Kaupfélags Árnesinga með aðstoð Landsbanka Íslands. Hann var 61% hlutur í Hótel Flúðum hf. Þau eru bæði fagfólk á sviði veit- ingarekstrar og hafa starfað í þeirri grein í 30 ár. Taka þau við öllum rekstri sem verður áfram í samvinnu við Icelandaer Hotels. Margrét og Guðmundur segja að nýting hótelsins hafi verið góð í sum- ar og eru bjartsýn á að reksturinn gangi vel í framtíðinni. Aukning hef- ur verið á komu ferðamanna til Ís- lands á þessu sumri. Þá er hótelið einnig vel sótt haust sem vetur enda aðeins í um eins klukkustundar akst- ur frá höfuðborgarsvæðinu og stutt að aka til að líta á náttúruperlur og sögustaði Árnesþings. Það sé því ástæða til að horfa björtum augum til framtíðarinnar við þjónustu við ferðamenn. Ekki hafa verið fyrir- hugaðar neinar breytingar á rekstr- inum á næstunni. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hjónin Margrét Runólfsdóttir og Guðmundur Sigurhansson hafa keypt meirihluta hlutafjár í Hótel Flúðum hf. af Kaupfélagi Árnesinga. Eigendaskipti á Hótel Flúðum Hrunamannahreppur SÓL var í heiði þegar þrjátíu kúa- bændur úr Múlasýslum komu í rútu vestur yfir fjöllin og heimsóttu mjólk- urframleiðendur í nokkrum sveitum í Þingeyjarsýslu. Voru þetta bændur úr Nautgriparæktarfélagi Vopna- fjarðar og Félagi nautgripabænda á Héraði og Fjörðum. Ólöf Hallgrímsdóttir, formaður Fé- lags þingeyskra kúabænda, tók á móti hópnum að austan í Mývatns- sveit sl. laugardag og var síðan ekið niður Hólasand og borðaður hádeg- ismatur í boði félagsins í Félagsheim- ilinu Heiðarbæ. Þá var ekið sem leið liggur vestur yfir Hvammsheiði og horft yfir Aðaldalinn, ekið framhjá Laxárvirkjun og farið í heimsókn að Búvöllum þar sem rekið er kúabú í nýuppgerðu fjósi. Þar er m.a. brauta- kerfi fyrir mjaltatækin sem margir höfðu gaman af að sjá auk þess sem búið þykir sérlega þrifalegt. Þar á eft- ir var farið í Grímshús þar sem tekinn hefur verið í notkun mjaltaþjónn og annar nýtískulegur búnaður sem til- heyrir fjósum. Þar voru og veitingar frá Áburðarverksmiðjunni og Vélum og þjónustu, en fulltrúar þessara fyr- irtækja voru á staðnum. Á Hálsi í Kinn var skoðaður tölvu- stýrður fóðurvagn sem gengur um fjósið og skammtar kjarnfóðrið ásamt fleiru sem tengist kornrækt og í fram- haldi af því var farið í Kvíaból þar sem eru nær 60 mjólkandi kýr auk þess sem stunduð er mikil kornrækt og þar þáðar veitingar frá Norðurmjólk. Samgönguminjasafnið í Ystafelli var næsti áningarstaður og höfðu margir gaman af að skoða gömlu bíl- ana og landbúnaðartækin sem gerð hafa verið upp og eru til sýnis. Þá var ekið sem leið liggur framhjá Goða- fossi og austur yfir Fljótsheiði, upp Reykjadalinn og farið í ferðamanna- fjósið í Vogum í Mývatnssveit þar sem formaðurinn Ólöf Hallgrímsdótt- ir býr. Þar var grillað kjöt og borðuð terta auk þess tónlistin dunaði undir stjórn þeirra Leifs Hallgrímssonar og Valmars Valjaots og úr varð svolítið hlöðuball. Þegar því lauk þökkuðu bændur úr Múlaþingi þingeyskum bændum fyrir móttökurnar og sögðu ferðina bæði fróðlega og skemmtilega, en héldu svo austur til búa sinna glaðir í bragði. Kúabændur úr Múla- þingi í heimsókn Morgunblaðið/Atli Vigfússon Helgu Hallgrímsdóttur frá Hrafnabjörgum á Héraði fannst mjaltaþjónninn í Grímshúsum athyglisverður, en hann léttir mjög mikið störfin í fjósinu. Laxamýri 11. ÁRSÞING Samtaka sveitarfé- laga á norðurlandi vestra, SSNV, var haldið á Skagaströnd dagana 29. og 30. ágúst. Á þinginu voru rædd fjölmörg hagsmunamál íbúa á Norðurlandi vestra og margar ályktanir og tillögur samþykktar. Meðal þess sem samþykkt var á þinginu var að sameina rekstur og stjórnun SSNV og Invest eða Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra. Með sameiningu á að nást aukin skilvirkni og sparnaður auk þess að á eftir verður um öflugri ein- ingu að ræða. Aðrar tillögur þings- ins snertu meðal annars mennta- og menningarmál, samgöngumál og skattamál. Æ fleiri eiga sér tvö heimili Auk venjubundinna þingstarfa voru flutt nokkur erindi um ýmis málefni. Þar á meðal flutti Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, erindi sem hann kallaði: Framtíð- arsýn sveitarfélaga á Norðurlandi vestra – hver á hún að vera? Þar kom fram sú skoðun hans að hann teldi fámennið vera einn af styrk- leikum svæðisins. Benti hann á í því sambandi að í öryggisleysi nú- tímans mundu æ fleiri eiga sér tvö heimili, í borginni og í kyrrð og friðsæld sveitarinnar. Einnig kom fram í máli hans að á Norðurlandi vestra eru mjög miklir möguleikar fyrir menningartengda ferðaþjón- ustu þar sem sagan snertir nánast hverja þúfu. Að lokum kastaði Páll fram hugmyndum að verkefnum sem hægt væri að vinna þar sem Háskólinn yrði samstarfsaðili. Var gerður mjög góður rómur að máli Páls sem svaraði fyrirspurnum þingfulltrúa að erindi sínu loknu. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra kynnti á þinginu drög að náttúruverndaráætlun sem nú er unnin í fyrsta sinn. Í áætluninni eru kynnt 77 svæði sem til greina kemur að friða að einhverju eða öllu leyti. Telur ráðherrann þó að ekki verði nema 10–15 svæði friðuð nú í byrjun enda mikið samráðs- ferli eftir áður en slíkt getur átt sér stað. Sagði Siv í kynningu sinni að náttúruverndaráætlunin næði aldrei í gegn nema í samráði og með samþykki heimamanna á hverju svæði. Minnti hún sveitar- stjórnarmenn á mikla ábyrgð þeirra í þessum málum þar sem sveitarstjórnir væru lykilaðilar. Morgunblaðið/ÓB Páll Skúlason, rektor HÍ, kastaði fram ferskum hugmyndum á þinginu, sem féllu í góðan jarðveg hjá sveitarstjórnamönnum á Norðurlandi vestra. Sameina rekstur SSNV og Invest Skagaströnd ÞEIR hrukku heldur betur við bræðurnir sem fóru niður á flot- bryggju á Bakkafirði í þeim tilgangi að skoða þar dauðan blöðrusel. Sá dauði vildi alls ekki láta skoða sig og brást bara hinn versti við, rak upp gól og yggldi sig framan í þá forvitnu. Þeir hentust á hlaupum upp bryggjuna og í öruggt skjól. Blöðrusel- urinn var ekki dauður Bakkafjörður Ljósmynd/Áki Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.