Morgunblaðið - 02.09.2003, Síða 26

Morgunblaðið - 02.09.2003, Síða 26
NEYTENDUR 26 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ m TÍMARITUMMAT&VÍN2706200313 9 Í A IT UM A Í Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is Næsta tölublað af tímaritinu m, sem fjallar um mat og vín, fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 13. september nk. Stærð tímaritsins er 25x36. Pantanafrestur auglýsinga er til þriðjudagsins 9. september kl. 16. Auglýsendur! um en þau sem framleidd séu und- ir þekktum vörumerkjum, segir PCWorld ennfremur, en Canon, Epson, HP og Lexmark eru talin eiga 84% af markaðinum með prenthylki. Einnig segir að smásalar selji prentara á kostnaðarverði eða með allt að 20% tapi í einhverjum tilvikum en bæti sér það upp með sölu á prenthylkjum sem skili í sumum fyrirtækjum 60% brúttó- hagnaði. „Umræða um hátt verð á prent- hylkjum er spurning um sam- hengi. Enginn kvartaði yfir verð- inu á þeim þegar prentarar kostuðu yfir 40.000 krónur. Verð á tölvuprentara hefur lækkað um 60% að meðaltali frá árinu 1996. Á sama tíma hefur kostnaður við prentun aukist um 12,5% á hverja síðu,“ hefur PCWorld eftir sér- fræðingi. Ágreiningur neytenda og selj- enda um prenthylki hefur náð eyr- PCWORLD.COM gerir verð á prenthylkjum fyrir prentara að umfjöllunarefni á vefsíðu sinni, þar sem spurt er meðal annars hvers vegna verð á bleki lækki ekki til samræmis við verð á tölvu- prenturum, sem sífellt kosti minna. Hermt er að verslun með prent- hylki velti 1.680 milljörðum ís- lenskra króna á ársgrundvelli. „Neytendur eru pirraðir yfir verði á prenthylkjum sem við- urkennd eru af framleiðendum tölvuprentara og freistast þar af leiðandi til þess að kaupa slíka framleiðslu af þriðja aðila, sem ekki reynist alltaf gallalaus,“ segir PCWorld. „Stærstu framleiðendurnir, þar á meðal Canon, Epson, Hewlett- Packard og Lexmark, eru í stríði við sjálfstæða framleiðendur á blekhylkjum. Auk þess standa hin- ir stóru smásalar í málaferlum við sömu aðila á grundvelli meintra brota á lögum um einkaleyfi. Sjálfstæðir framleiðendur blek- hylkja segjast hins vegar bjóða neytendum valkost, sem oft er á 75% lægra verði, en hjá stærstu smásölunum.“ Milli steins og sleggju Segir PCWorld neytendur þar af leiðandi milli steins og sleggju. „Annaðhvort geta þeir pungað út fyrir prenthylki frá þekktum framleiðanda eða keypt áfyllingar með óskrásettum vörumerkjum sem ekki tryggja mestu prentgæði í öllum tilvikum. Athuganir PCWorld hafa hins vegar leitt í ljós að fullt er til af nothæfum prenthylkjum sem framleidd eru af þriðja aðila.“ Stóru smásalarnir segja að al- menn blekhylki séu minni að gæð- um stofnana í Bretlandi og innan Evrópusambandsins og segir að í athugun sé hvort verðlagning og viðskiptahættir Canon, Epson, HP og Lexmark stríði gegn lögum um auðhringa. „Stofnun um sanngjarna við- skiptahætti í Bretlandi, OFT, hef- ur mælst til þess að Canon, Epson, HP og Lexmark geri viðskiptavin- um sínum skýra grein fyrir hugs- anlegum prentkostnaði á tilteknu tímabili og hafa fyrirtækin fengið frest fram í október til þess að verða við því. Sams konar rann- sókn byrjaði í desember á liðnu ári innan Evrópusambandsins þar sem markaðshindranir, verðlagn- ing og langtímasamningar við prenthylkjaframleiðendur eru til athugunar,“ er haft eftir tals- manni Evrópusambandsins. Báðar rannsóknirnar eru til komnar vegna kvartana frá neyt- endum, segir PCWorld.com enn- fremur. Neytendur sagðir pirrað- ir á verði prenthylkja Morgunblaðið/Þorkell Viðskiptahættir framleiðenda prentara munu vera til athugunar í Evrópu. ÓDÝRIR tölvuprentarar kosta meira við notkun en dýrari gerðir, sam- kvæmt neytendakönnun sem netút- gáfa Aftenposten greinir frá. Ástæð- an er einkum sögð kostnaður við prenthylki. Könnunin var gerð af ICRT, Alþjóðasamtökum um neyt- endarannsóknir, og náði til 16 prent- ara frá Canon, HP, Epson og Lex- mark. „Sá sem kaupir ódýran prentara, á um það bil 5.000 krónur, gæti þurft að greiða rúmar 260.000 krónur í kostn- að á þremur árum. Ef dýrari gerð prentara er valin gæti sá kostnaður verið 147.000 krónum minni,“ segir í frétt norska dagblaðsins. Prentararnir sem ICRT kannaði kostuðu frá tæpum 6.000 krónum upp í rúmar 47.000 krónur og var tekið mið af innkaupsverði og kostnaði við prenthylki og pappír í þrjú ár við út- reikninga. „Ódýrasti prentarinn í könnuninni, HP DeskJet 3420, kostaði um 6.000 krónur en gæti kostað neytandann um 260.000 krónur á þremur árum. Verði mun dýrari prentari fyrir val- inu, til dæmis Canon i850, sem kostar rúmar 21.000 krónur, gæti kostnaður orðið tæpar 95.000 við notkun. Ein svart-hvít síða prentuð á Canon i850 kostar 27 krónur en samsvarandi prentun á HP DeskJet 3420 kostar tæpar 100 krónur. Munurinn er enn meiri ef um litaprentun er að ræða,“ segir Aftenposten. Blekið dýrara en ilmvatn „Danska neytendablaðið tænk + tæst hefur skoðað könnunina og líkir blekinu við svart gull enda er niður- staðan sú að blek fyrir einstaka prent- ara geti kostað meira en ilmvatn. Einn lítri af bleki frá Hewlett Pack- ard, HP, kostar rúmar 257.000 krón- ur, en lítri af Chanel no. 5 kostar helmingi minna, eða rúmar 124.000 krónur.“ Aftenposten hefur einnig eftir tænk + tæst að framleiðendur sumra prentara festi þrjú prenthylki saman í eina einingu. „Ef eitt hylkjanna tæm- ist þarf að skipta um eininguna alla þannig að blekið í hinum hylkjunum tveimur fer til spillis. Af 16 prentur- um sem skoðaðir voru eru Canon og Epson C82 þeir einu sem eru með að- skilin hylki fyrir hvern lit.“ Þá segir að könnunin sýni að við- vörun um að blek sé að verða búið birtist býsna snemma í skjá tölvunot- enda í mörgum tilvikum. „Þótt aðvör- un hefði birst á skjánum var enginn vandi að prenta 50 síður til viðbótar með flestum gerðum prentaranna. Í einu tilviki var hægt að prenta 150 síður til viðbótar þótt tilkynning hefði verið gefin um að blekinnihald væri orðið hættulega lágt. Epson hefur þróað tölvukubb sem festur er við prenthylkið og gerir að verkum að ekki er hægt að halda áfram að prenta eftir að viðvörun um lágt blekinnihald hefur birst á skján- um. Þá á notandinn ekki um annað að velja en að kaupa nýtt hylki,“ segir Aftenposten. Segja ódýra prentara dýr- ari í notkun Verð á prenthylkjum er misjafnt, svo munað getur tugum prósenta. INNNES ehf. hefur hafið innflutning á fljótandi Dial-hand- sápum og sturtusáp- um frá Bandaríkjun- um, Dial er einn stærsti framleiðandi hreinlætisvara í Bandaríkjunum. Dial- sápurnar eru sérstak- ar að því leyti að þær drepa og eyða öllum bakteríum og örver- um sem þær komast í tæri við, t.d. salmonellu, en eru einnig mildar og mýkjandi fyrir húðina. Dial-sápur FIMM kryddtegundir hafa bæst í Náttúrulínu Búrs ehf. Um er að ræða tegundirnar „American BBQ“, sem sagt er henta vel með kjúkling- um, svínakjöti og hamborgurum, grillkrydd, „All Season“ á kjöt og fisk, steikarkrydd fyrir nauta- og fol- aldakjöt og loks sælkerakrydd með tómati, paprikku og hvítlauk, sem ætlað er á lambakjöt. Varan fæst í Krónunni, Nettó, Nóatúni, Sam- kaupum, 11-11, Strax, Kjarvali, Úr- vali, Sparkaupum, Kaskó, KB og KH, að því er segir í tilkynningu. Kryddtegund- ir frá Náttúru NÝTT UMHVERFISSTOFNUN hefur nú sérstakt eftirlit með innflutningi á parahnetum í hýði sem upprunnar eru í Brasilíu, svokölluðum brasil- íuhnetum, þar sem eiturefnið aflatoksín hefur mælst í þess- háttar hnetum. Innflutningur er einungis heimilaður að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og verða innflytjendur að framvísa vottorði frá opinberum aðila sem sýnir að hvorki aflatoks- ín B 1 né önnur aflatoksín hafi mælst yfir hámarksgild- um. Þurfa að sýna vottorð Vottorðið þarf að vera þannig útbúið að hægt sé að rekja það til viðkomandi sendingar. Ef ofangreint skil- yrði er ekki uppfyllt þá er farið fram á sýnatöku og rannsókn á kostnað innflytj- enda, segir í frétt frá Um- hverfisstofnun. Eftirlit með brasilíu- hnetum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.