Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 27 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara nú hingað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag, frábærir veitinga- og skemmtistaðir. Munið Mastercard ferðaávísunina Prag í haust frá kr. 29.950 Fimmtudaga og mánudaga í október og nóvember 3,4 eða 7 nætur Verð kr. 29.950 Flug og hótel í 3 nætur. M.v. 2 í herbergi á Quality Hotel, 3. nóvember, með 8.000.- kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Bókaðu meðan enn er laust Verð kr. 39.950 Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 13. nóv. M.v. 2 í herbergi á Quality Hotel. Skattar innifaldir Hvenær er laust 25. sept. – 19 sæti 28. sept. – laust 2. okt. – uppselt 6. okt. – laust 9. okt. – 11 sæti 13. okt. – laust 16. okt. –uppselt 20. okt. – 22 sæti 23. okt. – 32 sæti 27. okt. – laust 30. okt. – 25 sæti 3. nov. – laust 6. nov. – uppselt Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.- LEIKÁR Þjóðleikhússinshefst nú um mánaða-mótin. Stefán BaldurssonÞjóðleikhússtjóri segir að- aláherslu leikhússins vera á þá miklu fjölbreytni sem Þjóðleikhús verður að bjóða upp á. „Þar verða allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, bæði almenningur sem vill fara í leikhús til að létta lundina og skemmta sér, en líka kröfuharðari áhorfendur – leikhúsástríðufólk sem vill sjá virkilega mikil og dramatísk átakaverk. Sem betur fer er það all- ur fjöldinn sem vill góða blöndu af þessu tvennu, og ég held að hún sé vel saman sett í vetur. Við erum með þrjú klassísk meistaraverk, Ríkharð þriðja eftir Shakespeare, Jón Gabrí- el Borkmann eftir Henrik Ibsen og Sorgin klæðir Elektru eftir Eugene O’Neill, en leikrit Ibsens og O’Neills haf aldrei verið leikin á íslensku sviði áður, og því finnst okkur þetta sæta miklum tíðindum. Annað sem ein- kennir leikárið er ótrúlega mikill fjöldi af nýjum íslenskum leik- verkum á öllum sviðum. Litla sviðið er alfarið tileinkað íslensku verk- unum, tvö á stóra sviðinu og eitt á Smíðaverkstæðinu og í Leiksmiðj- unni er verið að undirbúa tvö ný verk eftir unga höfunda. Það er merkilegt að íslensku höfundarnir eru allir að skrifa um samtímann þannig að þetta eru verk sem skipta okkur máli, verk sem taka á hlutum á spennandi, brennandi og brýnan hátt og eru mjög ólík,“ segir Stefán Baldursson. Tvö verk verða frum- sýnd í mánuðinum, og tvö verk, Veislan og Með fulla vasa af grjóti verða tekin upp frá síðasta leikári. Lilli og Mikki ríða á vaðið Fyrsta frumsýning vetrarins er leikrit Thorbjörns Egners, Dýrin í Hálsaskógi en það verður frumsýnt á Stóra sviðinu 13. september. Þröstur Leó Gunnarsson fer með hlutverk Mikka refs og Atli Rafn Sigurðarson er hinn söngelski Lilli klifurmús en fjöldi annarra leikara Þjóðleikhússins tekur þátt í upp- setningunni, auk þess sem nokkur börn stíga á svið. Það er Sigurður Sigurjónsson sem leikstýrir upp- færslunni. Á Litla sviðinu verður frumsýnt í september nýtt íslenskt leikrit, Pabbastrákur eftir Hávar Sigurjónsson. Í þessu verki fjallar höfundurinn á óvenjulegan hátt um fjölskyldur, fordóma og ást í ólíkum myndum. „Þetta er fólk sem elskar hvað annað,“ segir Hávar, „það vill gera rétt og vel en rekur sig í sífellu á eigin fordóma og alls kyns skilyrði um ást sem það hefur sett ástvinum sínum. Þau finna öll sök hjá sjálfum sér en líklega er ekkert af því sem gerist neinum að kenna; það sem gerðist var bara lífið.“ Leikendur eru Ívar Örn Sverrisson, Atli Rafn Sigurðarson, Edda Heiðrún Back- man og Valdimar Örn Flygenring. Leikstjóri er Hilmar Jónsson. Hilmir Snær verður Ríkharður þriðji Fyrsta kvöldfrumsýningin á Stóra sviðinu verður í byrjun október, þeg- ar eitt magnaðasta leikrit Williams Shakespeares, Ríkarður þriðji, verð- ur frumsýnt. Litháíski leikstjórinn Rimas Tuminas tekst hér á við þetta meistaraverk á nýstárlegan hátt. Í titilhlutverkinu er Hilmir Snær Guðnason en alls taka 18 leikarar þátt í sýningunni, þar á meðal Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Guðrún Gísla- dóttir, Pálmi Gestsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Jóhann Sigurðarson. Í nóvember verður eitt af höfuð- verkum Henriks Ibsen sýnt á Stóra sviðinu, Jón Gabríel Borkmann í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns en eins og Stefán Baldurson sagði hef- ur leikritið ekki verið flutt áður á sviði hérlendis. Arnar Jónsson fagn- ar fjörutíu ára leikafmæli í titilhlut- verkinu, í öðrum stærstu hlutverk- um eru Anna Kristín Arngríms- dóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir og Sigurður Skúlason en leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Jólaverkefnið að þessu sinni er leikgerð hinnar vinsælu skáldsögu Hallgríms Helgasonar, Þetta er allt að koma, eftir Baltasar Kormák í leikstjórn hans. Hallgrímur Helga- son segist ímynda sér að þetta sé svipað og að eiga barn í lausaleik – hann hafi lítil afskipti af verkinu í höndum Baltasars. „Baltasar er að vinna að leikgerðinni og ég læt hann um þetta – þarf lítið að sinna þessu en hlakka til að sjá verkið,“ segir Hallgrímur. Frumsýning á nútímaklassík Eftir áramótin er komið að magn- aðri nútímaklassík, Sorgin klæðir Elektru eftir Eugene O’Neill og er þetta frumflutningur verksins á ís- lensku leiksviði. Leikstjóri er Stefán Baldursson. Þegar líður á leikárið verður sýndur nýr íslenskur söng- leikur um Edith Piaf eftir Sigurð Pálsson. Brynhildur Guðjónsdóttir verður í titilhlutverkinu en leikstjóri er Hilmar Jónsson. „Þetta er í raun leikverk með söngvum. Edith Piaf, aðalpersónan, er nánast sú eina sem syngur,“ segir höfundurinn, Sig- urður Pálsson. „Aðalfókusinn er á manneskjuna á bak við goðsögnina og klisjurnar sem allir þekkja. Þetta er sagan um það hvernig Edith Gassion varð Edith Piaf. Þetta er ein ótrúlegasta rödd 20. aldar, rödd sem ekki deyr, vegna þess að hún býr yfir einhverju kraftaverki. Það er líka svo margt við sögu Piaf sem er líka kraftaverk – eins og það hvernig þessi ómenntaða götustelpa varð að svo djúpum listamanni.“ Traust eða fjötrar Á litlu sviðunum í vetur verða ný samtímaverk, bæði íslensk og erlend í fyrirrúmi. Eins og fyrr sagði er fyrsta verkefni Litla sviðisins leikrit eftir Hávar Sigurjónsson en næsta verkefni er Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson. Það verk verður reyndar frumsýnt í Keflavík í októ- ber. Leikendur eru Gunnar Eyjólfs- son, Kristbjörg Kjeld og Björn Thors en leikstjóri er Þórhallur Sig- urðsson. Síðar á leikárinu verður boðið upp á nýtt leikrit eftir Kristján Þórð Hrafnsson, Böndin á milli okk- ar, leikstjóri er Hilmir Snær Guðna- son. Með stærstu hlutverk fara Rún- ar Freyr Gíslason og Sólveig Arnarsdóttir. Kristján Þórður segir verk sitt sálfræðilegt átakaverk um vald og valdleysi í mannlegum sam- skiptum. „Það fjallar um fjórar ung- ar manneskjur í Reykjavík nútímans og samskipti þeirra. Þetta snýst um böndin á milli okkar, fjölskyldubönd, vináttubönd, tilfinningabönd og varpar fram spurningum um það hvenær böndin séu tengsl sem við treystum á og hvenær þau eru fjötr- ar sem halda okkur föstum,“ segir Kristján Þórður. Snillingur í einskismannslandi Í kjölfar Veislunnar á Smíðaverk- stæðinu fylgir nýtt verk eftir Bjarna Jónsson, Vegurinn brennur. Leik- stjóri er Viðar Eggertsson. Svört mjólk eftir Vasílij Sígarjov er splunkunýtt leikrit eftir kornungan höfund sem hefur vakið gífurlega at- hygli í leikhúslífi Evrópu. Heillandi ítalskur einleikur, Nítjánhundruð eftir Alessandro Baricco, verður einnig sýndur í vetur í leikstjórn Melkorku Teklu Ólafsdóttur. Þar er sagt frá ævi drengs sem finnst í kassa í flygli á stóru skemmtiferða- skipi og er nefndur eftir skipinu, Nítjánhundruð. Hann bindur ást við hljóðfærið og verður mikill píanó- leikari. Hann lifir ævi sína á enda um borð í skipinu, þar sem hann skemmtir gestum. Það verður mikill kraftur í Leik- smiðju Þjóðleikhússins í vetur, en Leiksmiðjan er tilraunavettvangur sem býður upp á óvenjulegar sýn- ingar fyrir alla þá sem hafa gaman af að láta koma sér á óvart. Sýningin Á floti er unnin af leikskáldinu Völu Þórsdóttur og leikstjóranum Ágústu Skúladóttur, í samvinnu við nokkra leikara Þjóðleikhússins. Nýtt verk eftir ungan höfund, Jón Atla Jónas- son verður einnig sýnt í Leiksmiðj- unni í leikstjórn Egils Heiðars Ant- ons Pálssonar og er þetta fyrsta verkefni hans við Þjóðleikhúsið. Jón Atli samdi verkið í lok síðasta árs og byrjun þessa. „Ég datt inn í Leik- smiðjuna og það ferli sem þar er. Stóra sviðið er alveg bókað – hefði verið gaman að sýna verkið þar. Það fólk sem sækir stóra sviðið er þó kannski eldra og ræður síður við sprengingarnar og skothríðirnar.“ Verk Jóns Atla er sem sagt stríðs- leikrit og sögusviðið Víetnam, Bosn- ía og Reykjavík þar sem fólk bíður heima eftir fréttum af ástvinum í stríði. „Í Víetnam er þetta aksjón, en meira stofudrama í Reykjavík. Þetta verður öðru vísi kvöldstund, en von- andi skemmtileg,“ segir Jón Atli. Þekktur leikstjóri með gestasýningu frá Tiblisi Í lok leikársins verður sýning í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík sem vakið hefur mikla athygli, Þrettándakvöld eftir William Shake- speare. Sýningin er gestaleikur frá þjóðleikhúsinu í Tbilisi í Georgíu. Stefán Baldursson segir mikið lán að fá þessa sýningu hingað, en henni leikstýrir einn frægasti leikstjóri samtímans, Robert Sturua. Aðeins verða tvær sýningar, 14. og 15. maí 2004 en Þrettándakvöld er opnunar- sýning Listahátíðar í Reykjavík. Auk verkanna Með fulla vasa af grjóti og Veislunnar verða söngleik- urinn Með fullri reisn, farsinn Allir á svið og barnaleikritið Karíus og Baktus tekin aftur til sýninga. Morgunblaðið/Kristinn Fimm af átta íslensku höfundanna sem eiga verk í Þjóðleikhúsinu í vetur: Sigurður Pálsson, Kristján Þórður Hrafnsson, Hávar Sigurjónsson, Hall- grímur Helgason og Jón Atli Jónasson. Á myndina vantar Ólaf Hauk Sím- onarson, Völu Þórsdóttur og Bjarna Jónsson. „Þetta eru verk sem skipta okkur máli“ Þrjú stórvirki leikbókmenntanna, nýtt ís- lenskt söngleikrit, Dýrin í Hálsaskógi og sjö íslensk verk eru meðal þess sem Þjóðleik- húsið býður leikhúsgestum upp á í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.