Morgunblaðið - 02.09.2003, Síða 28

Morgunblaðið - 02.09.2003, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TALSMENN herforingja-stjórnarinnar í Búrma(sem vilja kalla landiðMyanmar) sögðu í gær að fullyrðingar bandarískra stjórn- valda um að Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma og handhafi friðarverðlauna Nóbels, væri komin í hungurverk- fall til að mótmæla fangelsun sinni, væru „með öllu tilhæfulausar“ og „stórundarlegar“. Á sunnudag sendi bandaríska ut- anríkisráðuneytið frá sér tilkynn- ingu þar sem sagði, að bandarísk stjórnvöld hefðu „verulegar áhyggjur“ af heilsu Suu Kyi; hún væri nú komin í hungurverkfall. Einskis var getið um það í tilkynn- ingunni hvaðan þessar upplýsingar voru komnar, en kröfur ítrekaðar um að hún yrði látin laus. Í svaryfirlýsingu frá utanríkis- ráðuneyti Búrma segir, að stjórnin sé „mjög ákveðið þeirrar skoðunar, að það sé stórundarlegt af banda- ríska utanríkisráðuneytinu að setja fram slíkar fullyrðingar án þess að gefa upp neinar heimildir þeim til staðfestingar.“ Stjórnin sé sam- mála því að ríkisstjórnir séu ábyrg- ar fyrir mannsæmandi aðbúnaði pólitískra fanga. Búrmastjórn sé hins vegar ekki aðeins ábyrg fyrir velferð Suu Kyi einnar, heldur einnig allra hinna 50 milljóna íbúa landsins, að því er segir í yfirlýsing- unni. Hertar þvinganir Suu Kyi var hneppt í varðhald 30. maí sl., í kjölfar þess að til blóðugra átaka kom milli hóps stuðnings- manna hennar og andstæðinga norðarlega í landinu. Herforingja- stjórnin hefur haldið því fram að varðhaldið sé til að tryggja öryggi Suu Kyi sjálfrar og gæta stöðug- leika í landinu. Handtaka Suu Kyi og háttsettra félaga hennar í Þjóðarbandalaginu fyrir lýðræði, NLD, vakti reiði um allan heim og efnahagsþvinganir gegn Búrma voru hertar – Banda- ríkjamenn hertu viðskiptabann sitt, Japanir gerðu hlé á þróunarhjálp- arfjárfestingaráætlun sinni og Evr- ópusambandið frysti innistæður Búrmastjórnar í evrópskum bönk- um. Reynslan hefur þó sýnt að her- foringjarnir láta allar heimsins þvingunaraðgerðir lítið á sig fá. Þeir hafa aðgang að fúlgum fjár á reikningum í Tælandi – afrakstr- inum af vopna-, eiturlyfja- og öðr- um smyglviðskiptum – á meðan íbúar landsins sökkva í æ dýpri fá- tækt. Talsmenn herforingjastjórnar- innar neita að gefa upp hvar Suu Kyi sé í haldi eða hve lengi ætlunin sé að halda henni í einangrun. Alfredo Mallet, varafulltrúi Al- þjóðanefndar Rauða krossins í Rangoon (Yangon), sagðist ekki geta staðfest fregnir af meintu hungurverkfalli Suu Kyi, þar sem enginn fulltrúi samtakanna hefði fengið að sjá hana síðan 28. júlí sl. „Við vitum það ekki fyrr en við fáum að sjá hana aftur,“ tjáði Mallet AP-fréttastofunni. Jafnvel háttsettir samherjar Suu Kyi sögðust í gær tortryggnir á sannleiksgildi fregna af meintu hungurverkfalli hennar. Sögðu þeir að nýlega hefði verið komið til hennar sendingu af bókum, fötum og lyfjum. Á laugardag kynnti Khin Nyunt, hershöfðingi og yfirmaður leyni- þjónustu hersins, sem nýlega bætti á sig titli forsætisráðherra, nýjan Óstaðfest hung er herforingjar Aung San Suu Kyi talar í R hefur verið í haldi herfori Fullyrðing bandarískra stjórnvalda um að Aung San Suu Kyi sé komin í hungurverk- fall gegn fangelsun sinni hefur beint at- hygli umheimsins enn á ný að ástandinu í Búrma. Herforingjastjórnin boðaði um helgina nýja lýðræðisumbótaáætlun.                  $    &$'$ * +$$+,)   -,$'   ,(  . +$  (). / ') 01 *)'  +   $0 + 1"  $ . $ 5 +  $( 5 0 +6(  $*  , ')1 8 9 * *2 (  5   ): + 0 ) 177  *$ 5+$ ,2  $ +6 $$( ( + ,2 ') 80 $ $() *$ $<$) *2 ( +,( + $ =3 +) 2 $   ) $1! > + + +2() )    0 * +)'++ ?)$ 3 '$(0 ) ,$$ )  * + , +  +$(, ++) ALÞÝÐUSAMBAND Ís-lands hefur lagt framformlega kvörtun til um-boðsmanns Alþingis vegna mismununar stjórnvalda á lífeyriskjörum starfsmanna sinna, eftir því hvort þeir tilheyra stétt- arfélögum opinberra starfsmanna eða verkalýðsfélögum á almennum markaði. Segir í rökstuðningi fyrir kvörtuninni til umboðsmanns Al- þingis að mismununin feli í sér brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinn- ar og stjórnsýslulaga. Fram kemur að mismununin sé í grófum dráttum tvíþætt. Annars vegar sé hún fólgin í mismunandi lífeyrisréttindum starfsmanna. Þannig greiði ríkið 11,5% mótfram- lag í lífeyrissjóð vegna opinberra starfsmanna, en 6% vegna starfs- manna sem séu í félögum innan ASÍ. Það þýði að 25 ára gamall maður sem greiðir af 100 þúsund kr. mánaðarlaunum og hefur lífeyr- istöku 67 ára fái tæp 89% í lífeyri. Sé maðurinn hins vegar í verka- lýðsfélagi á almennum markaði geti hann gert ráð fyrir að fá 63% í lífeyri við 67 ára aldur. Ríkið tryggir greið sé um halla að ræ Hins vegar felst mism því að verði halli á lífeyr opinberra starfsmanna try ið samkvæmt lögum greið sem á vantar með viðbótar þannig að ekki þurfi að ske indi. Lífeyrissjóðir starfs almennum markaði verða ar að standa sjálfir undir þ indum sem lofað er. Van þess verður að skerða rétt Grétar Þorsteinsson, fo þýðusambands Íslands, ASÍ hafi í mörg ár reynt a réttindi jöfnuð. Síðast hafi ið reynt í viðræðum við ráðuneytið í framhaldi komulagi sem gert hafi desember fyrir einu og síðan. Nokkuð ríkur þátt samkomulagi hafi væntanlegar viðræður u Viðræður ASÍ og fjármálaráðuneytisins um jöfnun Mismunun í lífe skotið til umb Grétar Þorsteinsson LÍTIÐ LÆRT AF MISTÖKUM Annað árið í röð missa börn áKjalarnesi viku framan afskólaárinu vegna þess að skól- inn þeirra, Klébergsskóli, er ekki tilbú- inn. Kennararnir þeirra hafa litla sem enga aðstöðu haft til að byrja að und- irbúa kennslu þeirra af sömu ástæðu. Þetta er raunar ekki bara í annað skipti, sem skólastarf raskast vegna byggingaframkvæmda; í frétt í Morg- unblaðinu í gær upplýsir Sigþór Magn- ússon skólastjóri að þetta sé í fjórða skiptið. Töfin, sem varð á því í fyrra að börn- in í Klébergsskóla fengju lögbundna kennslu, vakti hins vegar mikla athygli og umræður um hvort það gæti verið að borgarkerfið væri ekki í stakk búið til að tryggja að grundvallaratriði í skóla- starfi á borð við það að kennsluhúsnæði sé tilbúið, væru í lagi. Í ágústlok í fyrra var haldinn fundur í fræðsluráði Reykjavíkur, þar sem fulltrúar meiri- hluta Reykjavíkurlistans bókuðu eftir- farandi: „Vegna mikilla framkvæmda við skólabyggingar er leitt að starf tefst lítillega í nokkrum skólum borg- arinnar. Þakka ber samstarfsvilja og þolinmæði skólafólks og nemenda í þeim. Í einum þeirra, Klébergsskóla, er ljóst að ástand er sýnu verst og ber að draga lærdóm af. Það hlýtur að verða markmiðið að skólar verði til- búnir og hæfir til kennslu þegar starf hefst að hausti.“ Spyrja má hvort starfsfólk skóla, börn og foreldrar eigi að vera sátt við að það sé „markmiðið“ að skólahúsnæði sé tilbúið á haustin, þannig að börnin fái þá kennslu, sem þeim ber. Alltént er deginum ljósara að „markmið“ borgar- stjórnarmeirihlutans hefur ekki náðst og lítið varð úr lærdómnum, sem átti að draga af mistökum síðasta árs. Klé- bergsskóli hóf ekki kennslu fyrr en í gær, viku á eftir áætlun. Þetta gerist þrátt fyrir að Rúnar Sigmarsson, yfireftirlitsmaður með framkvæmdum við skólann, hafi sagt hér í blaðinu 10. júlí sl. að stefnt væri að því að ljúka viðbyggingunni fyrir skólasetningu. Fræðslustjórinn í Reykjavík, Gerður G. Óskarsdóttir, lýsti því sömuleiðis yfir hér í blaðinu 15. ágúst sl. að stefnt væri að því að ljúka viðbyggingu við Klébergsskóla fyrir skólasetningu. Gerður reiknaði þá ekki með neinni töf á upphafi skóla og taldi allar líkur á að skólastarf hæfist á réttum tíma í öllum skólum. Í Morg- unblaðinu í dag segir Gerður G. Ósk- arsdóttir hins vegar að röskun á skóla- starfi hafi verið „óhjákvæmileg“. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt að það skuli eiga sér stað haust eftir haust að skólahúsnæði nemenda í Reykjavík sé ekki tilbúið þegar skóla- árið hefst, hvað þá að það eigi sér ítrek- að stað í sama skólanum. Væntanlega hefur verið gerð áætlun til lengri tíma um byggingu viðbyggingarinnar við Klébergsskóla og það vekur furðu að ekki skuli vera hægt að skipuleggja framkvæmdirnar betur en þetta. Yfir- völd fræðslumála í borginni geta alls ekki firrt sig ábyrgð á þessu ástandi mála, hvorki fræðslustjórinn í Reykja- vík né pólitískir yfirboðarar hans. Í Garðabæ liðu fimm vikur frá því ákvörðun var tekin um að setja á stofn einkarekinn grunnskóla á vegum Hjallastefnunnar og þar til skólinn var tilbúinn á tilsettum tíma og kennsla hófst í síðustu viku. Í Reykjavík eru klúður eins og það, sem átt hefur sér stað vegna framkvæmda við Klébergs- skóla, að verða árviss viðburður. Málið er hið vandræðalegasta fyrir borgar- stjórnarmeirihlutann, í ljósi áherzlu hans á að borgin sjái nánast alfarið um rekstur grunnskóla, en einkaaðilum sé þar síður treystandi. Þvert á móti virð- ist hið svifaseina borgarkerfi ekki ráða við verkefnið. ÆVINTÝRALEG HUGMYND Fyrir þá er standa utan við landbún-aðarkerfið getur stundum verið erfitt að átta sig á þeim hugmyndum sem þar koma upp. Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu á sunnudag hefur Áburðarverksmiðjan óskað eftir því við bændasamtökin að hafin verði athugun á útflutningi á heyi þar sem bændur sjá fram á að sitja uppi með umframbirgðir af heyi í haust vegna góðrar sprettu á túnum landsins í sumar. Víða hafa bændur lokið þriðja slætti. Bændasamtökin hafa sett sig í sam- band við systursamtök sín í Evrópu og verður að því búnu tekin ákvörðun um framhaldið. Á heimasíðu Bændasam- taka Íslands kemur fram að könnunin er gerð í samvinnu við Útflutningsráð og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytis- ins. Í sjálfu sér er ekkert nema gott eitt um það að segja ef hægt er að flytja út hey til Evrópu, þar sem miklir þurrkar hafa víða sett strik í reikninginn hjá bændum. Hins vegar kárnar gamanið ef sá útflutningur getur einungis átt sér stað með opinberum niðurgreiðslum. Mesti kostnaðurinn við útflutninginn felst í því að flytja heyrúllurnar á milli landa og er talið að bændur þurfi að fá um 1.200 krónur á rúlluna til að fá upp í útlagðan kostnað. „Því fylgir mikill kostnaður fyrir bændur ef þeir þurfa að losa sig sjálfir við heyið. Þann kostnað getum við spar- að okkur ef við getum flutt heyið út. Ef það munar ekki mjög miklu á því að út- flutningurinn standi undir sér finnst mér mjög líklegt að menn líti í kringum sig með styrki,“ segir Haraldur Har- aldsson, stjórnarformaður Áburðar- verksmiðjunnar, í samtali við Morgun- blaðið á sunnudag. Hvers vegna ættu íslenskir skatt- greiðendur að styrkja útflutning á heyi? Aðrar atvinnugreinar verða að sætta sig við að bera sjálfar þann kostnað er hlýst af rekstrinum. Þær geta ekki leitað í ríkissjóð til að leysa margvísleg vanda- mál sem upp kunna að koma heldur verða þær að tryggja að framleiðslan standi undir rekstrarkostnaði. Í land- búnaði gilda hins vegar önnur lögmál. Jafnvel þegar tíðarfar er með þeim hætti að kjöraðstæður myndast virðist vera hægt að finna ný tækifæri til að senda reikning til skattgreiðenda. Það að styrkja útflutning á heyi hlýtur hins vegar að vera með ævintýralegustu hugmyndum sem upp hafa komið í lang- an tíma. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra benti í síðustu viku á að hægt væri að nota umframhey til landgræðslu- verkefna. Hann tók þó fram að hann sæi ekki fram á að ríkissjóður styrkti bænd- ur til slíkra verkefna. Landbúnaðarráð- herra sagðist ekki hafa áhyggjur af vanda bænda vegna hins góða tíðarfars. Undir þau orð ber að taka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.