Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 29 Á HEIMILI framtíðarinn-ar lætur ísskápurinnheimilistölvuna vita efmjólkin er að verða búin og tölvan sendir þessi skilaboð áleiðis í farsíma heimilismanna og lætur þá að auki vita um allar mik- ilvægar dagsetningar og upplýsing- ar sem þeir þurfa að vita. Heimilismenn geta svo látið farsím- ann segja kaffivélinni að byrja að hella upp á áður en þeir leggja af stað heim úr vinnunni. Sjónvarpstækið lætur heimilismenn vita ef hann er að missa af uppáhaldsþættinum sínum og eigandinn getur sent skilaboð um hæl: „Taka upp.“ Á þessum nótum er sú framtíðarsýn sem Hermann Sigurður Jónsson varpar fram í mastersrit- gerð sem hann gerði við Háskólann í Álaborg í vor. Hermann hefur undanfarin sex ár lært mannvæna tölvunarfræði, en það er hans eigin þýðing á heiti greinarinnar, Human Centered Computer Science, sem fjallar um samskipti mannsins við tölvur og tæki og hvernig hægt er að gera notkun þeirra sem þægileg- asta fyrir notandann. Tækin skiptast á upplýsingum án þess að fá skipanir Grundvöllur „samskiptanna“ sem eiga sér stað milli heimilistækj- anna með þeim hætti sem Hermann lýsir er sérstakur tæknibúnaður, Blátönn (Bluetooth), en hann gerir tækjum á sama svæði kleift að skiptast á upplýsingum án þess að fá beinar skipanir um það. Búnað- urinn er nú þegar til staðar í ákveðnum tölvum, þannig að tvær tölvur sem eru í sama húsinu geta sótt gögn hvor frá annarri án þess að fá beina skipun um það, t.d geta fartölvur náð í tónlist hvor frá ann- arri. Þetta er þó háð því að tölv- urnar séu í sama húsi, annars geta „samskiptin“ ekki haldið áfram. Í ritgerð sinni bendir Hermann á hvernig hægt sé að nota Blátann- arbúnaðinn þannig að hann nýtist fólki sem best. „Tæknin sjálf er ekki mín upp- finning, hún er til staðar í dag en þeir sem vinna við hönnun og framþróun hennar velta aðallega tæknilegu hliðinni fyr- ir sér, þeir skoða miklu síður hvernig hún getur gagnast manninum,“ segir Hermann. Á framtíðarheim- ilinu mun heimilistölv- an geta tekið við skila- boðum úr farsímum eða lófatölvum heimil- ismanna sem eru fjar- staddir og komið skilaboðunum áleiðis til þeirra heimilistækja sem beðið var um. Hvað samskipti ísskápsins og tölvunnar varðar, segir Her- mann að ísskápurinn geti til dæmis verið þannig uppbyggður að ákveðnar vörur verði á ákveðnum stað í skápnum sem láti heimilis- tölvuna vita þegar þyngdin á þess- um tiltekna stað sé komin niður fyr- ir ákveðið mark, þá vanti mjólk. „Svo má jafnvel hugsa sér að eig- andinn sé ekki látinn vita heldur panti heimilistölvan mjólk frá net- verslun þannig að mjólkin er komin þegar eigandinn kemur heim. En auðvitað er hægt að ganga of langt í sjálfvirkninni og mér finnst mikil- vægt að fólk hafi val um að hve miklu leyti það nýtir sér þessa tækni. Sumir mundu vilja sjá sjálfir um innkaupin og svo eru auðvitað sumir sem munu ekki kæra sig um svona yfir höfuð. Það er mikilvægt að hver og einn geti ákveðið sjálfur að hve miklu leyti hann nýtir sér tæknina,“ segir Hermann. Hann segir að í dag sé tækjum ætluð sérstök hlutverk og reynt sé að koma því þannig fyrir að í hverju tæki sé sem mest af valmöguleik- um. Hins vegar er ekki horft til þess að samnýta tækin á þann hátt sem hann bendir á í ritgerð sinni. „Til dæmis hefur farsíminn ákveðið hlutverk, eigandinn er með hann þegar hann er ekki heima, en í símann hefur verið komið dagatali og upplýsingaþjónustu. Þetta þarf ekki að vera raunin, hægt er að hafa allar upplýsingar á einum stað, í heimatölvunni og not- ast við þær þegar þörf er á. Til dæmis má hugsa sér að móðurtölv- an geti séð um að koma á símasam- bandi við heimilismenn þegar í þá er hringt. Í dag eru margir með þrjú símanúmer, heimasíma, far- síma og vinnusíma. Það er óþarf- lega mikið. Ef hægt væri að fara í gegnum móðurtölvuna mundi hún geta haft upp á viðkomandi á styttri tíma,“ segir Hermann. Tengsl mannsins við hinn stafræna heim Spurður um hvað felist í mann- vænni tölvunarfræði segir Her- mann námið fjalla um tengsl manns við hinn stafræna heim. „Þau tengsl fara fram gegnum tölvur og önnur tæki og segja má að fagið fjalli um hvað sé manninum eðlislægt í þeim samskiptum,“ segir Hermann en hann sérhæfði sig í stafrænum og umhverfisvænum notendaskilum. Hann segir að hægt sé að leiða í ljós að ákveðin notkun tækja sé mönn- um eðlislæg en önnur er áunnin. „Sem dæmi um áunna notenda- væni má nefna Nokia-símana. Þeir eru að vísu almennt taldir mjög not- endavænir en það er að miklu leyti vegna þess hve lengi þeir hafa verið á markaðnum. Notendur hafa lært inn á þá en það er margt í símunum sem betur mætti fara,“ segir Her- mann. Hann segir að eðlislæg notk- un manna á tækjum komi best í ljós með atferlisrannsóknum en mikið er til af slíkum rannsóknum, bæði hvað varðar tölvur og eins önnur tæki. Auk þess segi sig margt sjálft ef hugsað er um það. „Mannvæn tölvunarfræði snýst um að komast að því hvers vegna maðurinn á samskipti við hinn staf- ræna heim og hvernig hann gerir það á sem eðlilegastan hátt. Með alla þá miklu tækni sem okkur býðst í dag er mikilvægt að hún sé notendavæn og nýtist okkur sem best,“ segir Hermann. Lokaritgerð íslensks nemanda í mannvænni tölvunar- fræði í Álaborg fjallar um framtíðarheimilið Ísskápurinn lætur tölvuna vita þegar mjólkin er að verða búin Í mannvænni tölvunarfræði er fjallað um þá hlið tölvunnar sem snýr að notandanum. Hermann S. Jónsson, sem lauk nýlega meistaragráðu í greininni, sagði Árna Helgasyni frá heimilishaldi framtíðarinnar. arnihe@mbl.is Hermann S. Jónsson „vegvísi“ að lýðræðislegum kosn- ingum í landinu, stjórnarskrár- umbótum og myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Hann vék við þetta tækifæri ekki orði að Suu Kyi, hin- um óumdeilda leiðtoga lýðræðis- hreyfingarinnar í landinu, og það eitt olli því að hin nýja lýðræð- isáætlun hershöfðingjanna hljóm- aði ósannfærandi. Nyunt lét heldur einskis getið um það hvenær þær „frjálsu og réttlátu“ kosningar sem hann boðaði ættu að fara fram. Í svari búrmíska utanríkisráðu- neytisins við tilkynningu banda- rískra stjórnvalda um meint hung- urverkfall Suu Kyi sagði, að ásakanirnar væru „ekkert annað en tilraun til að skyggja á þá þróun sem nú er að eiga sér stað í Myan- mar, einkum og sér í lagi á vegvís- inn til lýðræðis.“ Þrýstingur frá alþjóðasamfélaginu Herforingjastjórnin sem nú er við völd í Búrma hefur haldið um stjórnartaumana frá því árið 1988, er herinn gekk milli bols og höfuðs á öflugri lýðræðisbyltingarbylgju í landinu. Fyrir mikinn þrýsting frá alþjóðasamfélaginu voru fyrstu fjölflokkalýðræðiskosningarnar haldnar árið 1990, en er yfirgnæf- andi kosningasigur NLD kom í ljós neituðu herforingjarnir að láta völdin af hendi og settu Suu Kyi í stofufangelsi. Upp frá því hefur hún síendurtekið verið hneppt í varð- hald. Síðasta handtaka hennar, fyr- ir þremur mánuðum, batt í bili enda á sáttaumleitanir sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar höfðu undir hennar forystu átt við herforingja- stjórnina frá því í október 2000. Orðrómur hefur verið á kreiki um að nýi forsætisráðherrann Nyunt kunni að hafa á prjónunum að ætla bráðlega að hitta Suu Kyi til að þreifa fyrir sér um það hvernig koma megi sáttaumleitunum í gang á ný. Að mati fréttaskýrenda sem til þekkja, svo sem fréttaritara BBC í Búrma, eru litlar líkur á pólitískum framförum í Búrma á næstunni nema herforingjarnir drífi í því að hefja raunverulegar samningavið- ræður við Aung San Suu Kyi og samherja hennar. gurverkfall boða lýðræði AP Rangoon, höfuðborg Búrma, í febrúar sl. Hún ngjastjórnarinnar frá 30. maí síðastliðnum.  !!"# %$# $()  +$ $ *$$ $$( * 3 ( 4' $'  ( 0 7 5( 2) 01 + ) +  +$ ; * ; +$)) $ :"!0 $ $'; 0 +6( ; ))3 $' $;   .$    !!      !  ðslu æða mununin í rissjóðum yggir rík- ðslu á því rframlagi erða rétt- smanna á hins veg- þeim rétt- nti fé til tindin. orseti Al- segir að að fá þessi i það ver- fjármála- af sam- i verið í hálfu ári tur í því verið um þessi réttindi og það hafi engu skilað. „Við teljum að það sé alveg sjálf- gefið að okkar fólk sem starfar hjá ríkinu, starfar á sömu vinnustöðum og er gjarnan að vinna sömu störfin og félagar okkar í röðum opinberra starfsmanna, sitji við sama borð varðandi öll réttindi og þar eru líf- eyrisréttindin stóra málið. Það eru svo sem fleiri þættir, en stóra málið er lífeyrisrétturinn,“ sagði Grétar. Fólki mismunað eftir því hvar það er í verkalýðsfélagi Hann sagði að tregða stjórnvalda til að jafna þessi réttindi væri ill- skiljanleg. „Við sjáum ekki að það sé nein önnur skýring en að þarna sé bara verið að mismuna fólki eftir því hvar það kýs að vera í verka- lýðsfélagi,“ sagði Grétar ennfrem- ur. Hann sagði að þeir vildu láta reyna á þetta hjá umboðsmanni Al- þingis nú og það væri þáttur í þeirri vinnu að reyna að koma þessu ástandi í eðlilegt horf. Grétar sagði aðspurður að þeir sæju engin málefnaleg rök fyrir þeirri mis- munun sem viðgengist á þessu sviði. Viðræðum við fjármálaráðu- neytið um þessi mál væri lokið án niðurstöðu og án þess að árangur hefði náðst. Kjarasamningar verkalýðsfélaga á almennum vinnumarkaði við fjár- málaráðuneytið eru lausir um næstu áramót og á fyrstu mánuð- um ársins 2004. Aðspurður hvort ekki yrði látið reyna á þessi atriði í samningaviðræðum við fjármála- ráðuneytið vegna gerðar nýrra kjarasamninga sagðist Grétar ekki vera í neinum vafa um að þetta yrði eitt af stærri málunum varðandi endurnýjun kjarasamninga. „Að vísu eru teknar ákvarðanir um það í aðildarfélögum og landssambönd- um en ég hef ekki minnstu efa- semdir um að þetta verður ein af þungu kröfunum,“ sagði Grétar að lokum. n lífeyrisréttinda hafa engan árangur borið eyrismálum boðsmanns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.