Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 32
LISTIR 32 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KARLAKÓRINN Sängerrunde Schwoich frá Týról í Austurríki er staddur hér á landi og heldur tón- leika á Höfn á Hornafirði í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.30 og í Nor- ræna húsinu kl. 19.30 á fimmtudag. Kórinn var stofnaður árið 1892 og hefur nú á að skipa 24 röddum. Kórinn flytur einkum austurrísk og týrólsk þjóðlög. Hann hefur hlotið fjölmörg verðlaun í heimalandi sínu og vakið athygli erlendis fyrir vandaðan flutning þjóðlaga- tónlistar, m.a. fyrir jóðlið. Karlakórinn Sängerrunde Schwoich er staddur hér á landi þessa dagana. Karlakór frá Týról á tónleikaferðalagi K ynlíf veitir útivinn- andi konum í Texas í Bandaríkjunum mesta hamingju samkvæmt könnun frá því fyrr á þessu ári. Næst- skemmtilegast þykir þeim að hitta vini sína eftir vinnu og svo að borða kvöldmat, slappa af, borða hádeg- ismat, fara í líkamsrækt, biðja bænirnar, tala við vinnufélagana, horfa á sjónvarpið, tala í símann heima hjá sér, blunda, elda, kaupa inn og nota heimilistölvuna. Það veitir þeim minnsta hamingju að ferðast til vinnu á morgnana, næst- minnsta að vinna og þriðja minnsta að ferðast aftur heim úr vinnu. At- hygli vekur að það veitir konum í Texas litla lífsfyllingu að annast börnin sín en það verkefni var í fjórða neðsta sæti á listan- um. Þeim þyk- ir það álíka gefandi og að sinna heim- ilisstörfunum enda verja þær jafnmiklum tíma til þessara starfa. Það vekur sérstaka athygli að þær eyða tvöfalt meiri tíma í að horfa á sjónvarpið. Í sömu könnun voru konurnar spurðar hvaða félagsskapur veitti þeim mesta hamingju. Þar eru vin- irnir efstir á blaði. Næstefstir eru foreldrar og annað skyldfólk, en eiginmaðurinn er í þriðja sæti. Börnin eru í fjórða sæti og sam- starfsmenn í fimmta. Við- skiptavinir eru í sjötta sæti og að síðustu sögðust konurnar frekar vilja vera einar en að verja tíma sínum með yfirmanninum en hann var neðstur á listanum sem settur var saman úr svörum um það bil eitt þúsund kvenna. Þetta eru auðvitað stórmerki- legar niðurstöður. Hvernig stend- ur á því að fólk vill frekar horfa á sjónvarpið en sinna börnum sín- um? Hvers vegna eignast fólk börn? Af hagkvæmnisástæðum? Vegna samfélagslegs þrýstings? Og hvernig stendur á því að fólk vill frekar verja tíma með vinum sínum og foreldrum en þeim sem það hefur ákveðið í votta viðurvist að eyða allri ævinni með? Er eitt- hvað að hjónaböndum þessara kvenna í Texas eða er eitthvað að hjónaböndum yfirleitt? Á fólk kannski ekki að ganga í hjóna- band? Þessi könnun veldur satt að segja talsverðum vonbrigðum. Eða hvað? Erum við svona? Eins og mismunandi nákvæmar eftirgerðir af Samönthu Jones í Beðmálum í borginni, með kynlíf á heilanum, fráhverf hjónaböndum og með andstyggð á börnum? Auðvitað verður hver og einn að svara fyrir sig en niðurstöðurnar hljóta að reka mann til þess að velta því fyrir sér hvað það er sem gerir mann hamingjusaman. Richard Layard, hagfræðipró- fessor við London School of Economics, hélt þrjá fyrirlestra við skólann í mars síðastliðnum þar sem hann reyndi að komast til botns í því hvað gerði fólk ham- ingjusamt. Hann vitnar til könn- unarinnar um Texaskonurnar en bendir einnig á sláandi niðurstöður rannsókna síðastliðin fimmtíu ár víða í heiminum sem benda til þess að þrátt fyrir að fólk sem býr í mestu velsældarríkjum heims hafi talsvert meira fé á milli handanna nú en fyrir fimmtíu árum þá sé það ekki hamingjusamara. Þetta er merkileg niðurstaða vegna þess að kannanir sýna að ríkara fólk segist iðulega vera hamingjusamara en fátækt fólk og því mætti ætla að ef þjóð verður ríkari ætti hún að verða hamingjusamari. En niður- staðan er þversagnarkenndari en svo: Það er rétt að einstaklingur sem verður ríkari verður ham- ingjusamari en samfélag sem verð- ur ríkara eykur ekki hamingju einstaklinganna sem það sam- anstendur af. Skýringarnar á þessu telur Layard meðal annars vera tvær. Fólk aðlagast fljótt bættum lífs- háttum. Miðstöðvarofnar þóttu lúxus fyrir þrjátíu árum en nú eru þeir sjálfsagður hlutur. Önnur og veigameiri skýring er sú að fólk ber sig saman við aðra í tekjum. Nemendur við Harvardháskóla voru spurðir hvort þeir vildu held- ur (a) 50.000$ í árslaun meðan aðr- ir fengju helming af því eða (b) 100.000$ meðan aðrir fengju tvisv- ar sinnum meira. Flestir kusu fyrri kostinn. Þeir voru ánægðir með minna svo lengi sem þeir höfðu meira en aðrir. Og það kannast sennilega margir við að vera hæst- ánægðir með launin sín þar til þeir komast að því hvað samverkamenn þeirra eða nágrannar eru með. Fyrir vikið, segir Layard, eru margir að skjóta sig í fótinn með því að vinna sífellt meira til þess að þéna meira eða fá launahækkun; þeir kunna að hafa meira upp úr krafsinu en þeir verða ekkert ham- ingjusamari vegna þess að tekjur náungans hækka líka. Að auki hafa hinir vinnuglöðu lífsgæðakapp- hlauparar sífellt minni frítíma sem þeir meta mikils og með öðrum hætti ef marka má könnunina meðal Harvardnemanna. Þeir voru spurðir hvort þeir vildu heldur (a) tvær vikur í orlof meðan aðrir fengju aðeins eina eða (b) fjórar vikur meðan aðrir fengju átta. Og flestir völdu síðari kostinn. Þeir vildu fá eins langt frí og þeir mögu- lega gátu burtséð frá því hvað aðr- ir fengju. Layard dregur þá ályktun af þessu að það sé æskilegt að ríki, sem vill stuðla að aukinni ham- ingju meðal þegna sinna, hækki skatta vegna þess að skattar dragi úr vilja fólks til þess að vinna eft- irvinnu og afla sér aukinna tekna. En bíðið við. Þarna talar aug- ljóslega dæmigerður hagfræð- ingur. Hirðum bara peningana af liðinu ef það kann sér ekki hóf, seg- ir hann. En ætti ekki frekar að spyrja hvers vegna liðið kunni sér ekki hóf. Hvers vegna vill fólk allt- af meira og meira? Og meira en náunginn? Þarf ekki að spyrja spurninga um það neysluhrjáða samfélag sem velsæld Vesturlanda hefur skapað? Herfileg mynd hins spillta hugarfars þess birtist dag- lega í fjölmiðlum og í skáldsögum á borð við þær sem Frakkinn Houellebecq hefur orðið hvað um- deildastur fyrir og lýsa Evrópu- manninum sem hnignandi, grunn- um, eigingjörnum, neysluþjáðum, ráðvilltum, ófullnægðum og óham- ingjusömum. Ég geri ekki ráð fyrir að skattahækkun bjargi þessu ástandi. Spilling hugar- farsins Hvers vegna vill fólk alltaf meira? VIÐHORF eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is HALDNIR voru á dögunum tónlist- ardagar Vestmannaeyja með Mast- erclass-hópi Áshildar Haraldsdóttur og fleiri. Hópurinn samanstóð af 24 efnilegum tónlistarmönnum víðsveg- ar af landinu. Haldir voru tónleikar á Heilbrigðisstofnun Vestmanneyja, Höllinni auk þess sem hópurinn æfði frá morgni til kvölds í Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru auk Áshildar, Guðný Guðmundsdóttir konsert- meistari Sinfóníunnar, Sigurgeir Agnarsson og Linda Margrét Gunn- arsdóttir. Frumlegustu tónleikarnir fóru fram í Klettshelli í Ystakletti. Farið var á skoðunarbátnum Víkingi sem Sigurmundur Einarsson ferðamála- frömuður í Vestmannaeyjum rekur. Bátnum var komið fyrir á bóli í hell- inum og Sigurmundur skapaði stemmningu með því að fleytta 20 kertum. Tónleikarir hófust með leik Guðnýjar og Áshildar. Síðan fylgdi hvert tónlistaratriðið á fætur öðru við mikinn fögnuð viðstaddra. Bjargfugl- inum virtist einnig líka tónlistin. Lundinn flaug sem aldrei fyrr og rit- an lék sér á fluginu og fór hrunadans sem endaði með skvampi í sjónum. Þannig tóku allir viðstaddir þátt í tón- leikunum hver á sinn hátt. Hljóm- burður í klettshelli er stórbrotinn og voru því tónleikarnir eyrnakonfekt fyrir alla og tilbreyting í tónlistarlífið. Þettað er í annað sinn sem Mast- erclass-hópurinn heldur til æfinga og tónleikahalds í Vestmannaeyjum og er það vel þegið af mörgum Eyjabú- um. Lundinn og ritan á tónleikum í Ystakletti Morgunblaðið/Sigurgeir Tónlistarfólkið að loknum tónleikunum í Klettshelli í Ystakletti. Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. GÍSLI Helgason og hljómsveit halda tónleika á Næstabar, Ing- ólfsstræti, annað kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 22. Með Gísla leika Tómas M. Tóm- asson á bassa, Zophie M. Schoonjans á hörpu og Herdís Hallvarðsdóttir á gítar. Flutt verða m.a. lög af nýleg- um diski Gísla, Flautað fyrir horn. Blokkflautu- tónleikar með djassívafi Gísli Helgason MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju er að hefja sitt 22. starfsár en kórinn var stofnaður af stjórnanda sínum, Herði Áskelssyni, haustið 1982. Kór- inn getur bætt við sig góðu söngfólki í allar raddir og verða inntökupróf í Hallgrímskirkju dagana 3. og 4. september. Síðasta starfsár var helgað tuttugu ára starfsafmæli kórsins og kom kórinn fram á mörgum tónleik- um, þar sem m.a. voru fluttar jóla- óratóríur eftir Bach og John Speight, allar mótettur Bachs og óratórían Elía eftir Mendelssohn. Í vetur verður m.a. æfð messa eftir Frank Martin fyrir tvo kóra til flutn- ings á tónleikum í nóvember og er þar um samstarfsverkefni við Schola Cantorum að ræða. Í desember verða árlegir jólatónleikar í Hall- grímskirkju með hefðbundnum hætti. Eftir jól hefst undirbúningur fyrir tónleika í tengslum við Boðun- ardag Maríu, þar sem m.a. verður flutt Magnificat eftir J.S. Bach. Á vordögum stefnir Mótettukórinn í söngför til Mið-Evrópu. Skráning fer fram í Hallgríms- kirkju. Morgunblaðið/Golli Mótettukór Hallgrímskirkju hefur starfað frá árinu 1982. Mótettukór Hallgríms- kirkju hefur vetrarstarfið Seltjarnarneskirkja Kirkjukórinn við Zions-kirkjuna í Bethel syngur á tónleikum kl. 20:30. Kirkjukórnum stjórnar Roland Muller, en auk kórsins leikur blásarakvart- ett frá Bethel. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is VETRARSTARF Sinfóníuhljóm- sveitar áhugamanna hefst í dag með æfingu í Seltjarnarneskirkju kl. 20. Dagskrá vetrarins er fjölbreytt og verða haldnir a.m.k. sex tónleikar. Fyrstu tónleikar verða 5. október og verða þá flutt verk eftir Tsjajkovskí, Sibelius og Hildigunni Rúnarsdótt- ur. Stjórnandi verður Óliver Kentish og einleikari á selló Nicole Vala Car- iglia. Hljómsveitina skipa að jafnaði 40– 60 manns, en alls hafa meira en 130 manns leikið með henni í lengri eða skemmri tíma. Æfingar eru eitt kvöld í viku, á þriðjudagskvöldum, og starfsárið er frá september til maí. Fjöldi þekktra, íslenskra einleik- ara og einsöngvara hefur komið fram með hljómsveitinni og sveitin hefur átt samstarf við marga kóra, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á lands- byggðinni. Hljómsveitin hefur fast aðsetur í Seltjarnarneskirkju. Æf- ingar og flestir tónleikar hennar fara þar fram. Hægt er að bæta við hljóðfæra- leikurum í hljómsveitina, einkum í strengjadeildir. Áhugafólki er bent á að hafa samband við Ingvar Jónas- son eða mæta á æfingu í Seltjarnar- neskirkju. Laus pláss hjá SÁ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.