Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 33 TÓNLISTARSTARF í Langholts- kirkju hefst miðvikudaginn 10. september. Við kirkjuna starfa sjö kórar og eru þátttakendur frá fjögurra ára aldri. Undanfarin ár hefur fjöldinn í kórastarfi verið á þriðja hundrað. Kór Langholtskirkju æfir mánu- dags- og miðvikudagskvöld kl. 20– 22 og kórinn nýtur raddþjálfunar Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Kórinn syngur í messum að með- altali annan hvern mánuð en oftar á stórhátíðum. Fyrstu tónleikar vetrarins verða 20. nóvember á degi tónlistarinnar og verður þá flutt óratorían Messí- as eftir Händel með Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Tónleikarnir eru liður í hátíðahöldum kórsins í tilefni 50 ára afmælis. Kórinn hef- ur flutt verkið á yfir tuttugu tón- leikum, m.a. í Ísrael. Fjöldi eldri kórfélaga mun taka þátt í flutn- ingnum og er vonast til að fjöldi þátttakenda verði á annað hundr- að. Einsöngvarar eru allir úr hópi þeirra fjölmörgu sem hafið hafa söngferil sinn í kórnum, en þeir eru: Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Þóra Einarsdóttir sópranar, Marta Hrafnsdóttir alt, Björn I. Jónsson tenór og Bergþór Pálsson og Við- ar Gunnarsson bassar. Árlegir jólasöngvar verða 19.–21. desem- ber. Næsta sumar verður farið í tón- leikaferð til Færeyja þar sem lok- ið verður þriggja ára samstarfs- verkefni milli Tritonuskórsins í Danmörku og kammerkórsins Skýrák í Færeyjum. Á hverju ári eru samin og frumflutt þrjú ný kirkjuleg verk, eitt frá hverju landi, og næsta sumar lýkur verk- inu með tónleikum og plötuupp- töku í Færeyjum. Hægt er að bæta félögum við í allar raddir. Blómin úr garðinum Eitt af því sem Kór Langholts- kirkju stendur fyrir á afmælis- árinu er tónleikaröð þar sem fram koma söngvarar sem sprottið hafa upp úr þeim jarðvegi sem kór- starfið er. Fyrstu tónleikarnir voru í maí sl. þar sem Marta Hrafnsdóttir söng við undirleik Kristins Arnar Kristinssonar. Fyrstu tónleikarnir á haustinu verða 14. september nk. þar sem Bergþór Pálsson mun syngja ásamt karlakvartett lög eftir laga- smiðinn Stephen Foster. Síðar í tónleikaröðinni koma svo Margrét Bóasdóttir, Björk Jónsdóttir, Harpa Harðardóttir, Þóra Ein- arsdóttir og Björn Jónsson sem munu flytja Ítölsku ljóðabókina eftir Hugo Wolf, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Jón Stefánsson munu flytja jóla- og aðventu- tónlist m.a. eftir Cornelius og J.S. Bach. Kvart- ettinn Út í vorið verður m.a. með í tónleikaröð- inni. Kammerkór Langholtskirkju er fimmtán manna kór. Kór- inn hreppti fyrstu verðlaun í flokki kammerkóra í alþjóðlegri kórakeppni í Danmörku fyrir ári og tók þátt í kórahátíðinni í Tampere sl. sumar þar sem hann hreppti ein gullverðlaun. Fyrsta verkefni vetrarins verður upptaka á sálmalagaplötu fyrir Skálholts- útgáfuna. Graduale Nobili er úrvalskór stúlkna sem hafa sungið með Gra- dualekórnum. Fjöldi kórfélaga er bundinn við 24 og er kórinn full- skipaður. Kórinn hefur hlotið margar viðurkenningar síðan hann var stofnaður fyrir tveimur árum. Á komandi vetri og næsta ári mun kórinn m.a. syngja í Jóns- messunæturdraumi eftir Mendels- sohn með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og verða fulltrúi Íslands á Norræna kirkjutónlistarmótinu í Danmörku. Gradualekór Langholtskirkju æfir þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17–19. Kórinn er fyrir aldurshóp- inn 11–17 ára. Kórinn er nú í Finnlandi á „International Choral Sympaatti“-kórahátíðinni í Finn- landi. Á hátíðina er boðið sex af- burða barnakórum víðs vegar að úr heiminum. Skipulögð er viku tónleikaferð um Finnland auk sameiginlegra tónleika allra kór- anna í Lahti og Helsinki. Að ferð- inni lokinni verða elstu kórfélag- arnir að yfirgefa kórinn en kórfélagar eru á aldrinum 12–18 ára. Hægt er að bæta við í allar raddir er starfið hefst 11. sept- ember. Stjórnandi kóranna er Jón Stef- ánsson. Messías meðal verkefna í Langholtskirkju Jón Stefánsson Viðar Gunnarsson Ólöf Kolbrún Harðardóttir SEPTEMBERTÓNLEIKAR Sel- fosskirkju eru að hefja göngu sína á nýjan leik og verða fyrstu tónleik- arnir í kvöld kl. 20.30. Orgel Selfoss- kirkju hljómar á öllum tónleikunum, sem eru fimm, enda verður upphaf þessarar tónleikaraðar rakið til stækkunar þess árið 1991. Á fyrstu tónleikunum leikur Glúmur Gylfa- son, organisti Selfosskirkju. Annan þriðjudag leikur Marco Lo Muscio frá Róm. 16. september leik- ur Rose Kirn, Hamborg. 23. septem- ber leika sellóleikarinn Gunnar Björnsson og Haukur Guðlaugsson orgelleikari. Björn Steinar Sólbergs- son rekur lestina á síðustu tónleik- unum, 30. september. Allir tónleikarnir byrja kl. 20.30 og eru innan við 50 mín. langir. September- tónleikar Selfosskirkju BENTÍNA Sigrún Tryggva- dóttir heldur námsstyrktartón- leika í Hafnarborg annað kvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 20. Bentína lauk 8. stigi við Söngskólann í Reykjavík síð- astliðið vor og mun halda til London í fram- haldsnám við The Royal College of Music nú í haust. Af þessu tilefni hefur Bentína fengið til liðs við sig vini og vandamenn til að skemmta tón- leikagestum með fjölbreyttri dagskrá. Þeir sem koma fram á tón- leikunum eru Ásgeir Páll Ágústson, Bentína Sigrún Tryggvadóttir, Elísabet Ólafs- dóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Hreiðar Ingi Þorsteinsson, Margrét Eir, Monika Abend- roth, Ólafur Vignir Albertson, félagar úr Vox Femine, Þórunn Marinósdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson. Kynnir er Bjarni Snæbjörns- son. Á efnisskrá eru m.a. verk eft- ir Hreiðar Inga Þorsteinsson, Jón Ásgeirsson, Sigvalda Kaldalóns, Richard Strauss, Johannes Brahms, Saint-Saëns og Tsjajkovskíj. Námsstyrkt- artónleikar í Hafnarborg Bentína Sigrún Tryggvadóttir Frönskunámskeið hefjast 15. september innritun 1. til 13. september Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Taltímar og einkatímar. Námskeið fyrir börn. Kennum í fyrirtækjum. Viðskiptafranska. Lagafranska. Nýtt heimilisfang Tryggvagata 8, 101 Reykjavík, fax 562 3820. Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: af@ismennt.is Innritun í síma 552 3870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.