Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MENNTASKÓLINN á Akur- eyri varð Norðurlandameistari framhaldsskóla í skák eftir æsi- spennandi úrslitaviðureign við Wenströmska Gymnasiet frá Sví- þjóð. Mikil spenna ríkti fyrir loka- umferðina, en Wenströmska og MA voru í efstu sætunum og höfðu Svíarnir eins vinnings forskot á Akureyringa. Viðureign þeirra í lokaumferðinni var því hrein úr- slitaviðureign sem Akureyringar urðu að vinna. Halldór Brynjar Halldórsson hafði hvítt á fyrsta borði gegn Joh- an Norberg og sigraði örugglega. Á fjórða borði tefldu Jakob Sævar Sigurðsson og Andreas Backman og sigraði Svíinn eftir misheppn- aða mannsfórn hjá Jakobi. Þá var staðan orðin 1–1 og MA þurfti því 1½ vinning úr þeim tveimur skák- um sem eftir voru. Björn Ívar Karlsson tefldi á öðru borði við Erik Norbeg og á þriðja borði tefldi Stefán Bergs- son við Anders Ylönen. Þessar skákir voru nokkuð jafnteflislegar og útlitið því ekki sem best fyrir MA. Svíinn lagði hins vegar í van- hugsaða sókn sem varð til þess, að Stefán náði óverjandi mátsókn og sigraði. Björn Ívar tryggði þá MA titilinn með því að taka jafnteflis- boði frá sínum andstæðingi. Tæp- ara mátti það þó ekki standa eins og lokastaðan sýnir: 1. Menntaskólinn á Akureyri 11 v. (3 st.) 2. Wenströmska Gymnasiet, Sví- þjóð 11 v. (2,5 st.) 3. NTG, Noregi 9 v. 4. Middelfart Gymnasium, Dan- mörku 5½ v. 5. Sotungin lukio, Finnlandi 3½ v. Þetta var 18. sigur Íslendinga á Norðurlandamóti framhaldsskóla, en það hefur verið haldið þrjátíu sinnum. MH hefur unnið fjórtán sinnum, MR tvisvar, Verslunar- skólinn einu sinni og nú sigrar sveit utan Reykjavíkur í fyrsta sinn á Norðurlandamóti. Árangur keppenda MA eftir borðum var (allir tefldu fjórar skákir): 1. Halldór Brynjar Halldórsson 3 v. 2. Björn Ívar Karlsson 3½ v. 3. Stefán Bergsson 2½ v. 4. Jakob Sævar Sigurðsson 2 v. Skák Halldórs Brynjars í loka- umferðinni var mikilvæg fyrir Ak- ureyringa og spennandi eins og keppnin í heild. Hvítt: Halldór Brynjar Hall- dórsson Svart: Johan Norberg (Svíþjóð) Nútímavörn 1. e4 g6 2. d4 d6 3. Rc3 c6 4. f4 d5 5. e5 h5 6. Rf3 Rh6 7. Be3 Bg4 8. h3 Bxf3 9. Dxf3 h4 10. Bd3 e6 11. 0–0 Rf5 12. Bf2 Rd7 13. b3 c5 Nýr leikur. Nýlegt dæmi um taflmennskuna í þessari stöðu: 13. – Rd7 14. Re2 Be7 15. c4 Rb6 16. Hfc1 Kf8 17. c5 Rd7 18. b4 a6 19. a4 Kg7 20. Kh2 Dc7 21. Rg1 b6 22. De2 bxc5 23. bxc5 a5 24. Hab1 f6 25. Rf3 fxe5 26. fxe5 Hab8 27. Hxb8 Hxb8 28. Bxf5 exf5 29. Bxh4 Bxh4 30. Rxh4 og hvítur vann (Hector-Hoi, Kaupmannahöfn 2002). 14. Bxf5! gxf5 15. Rb5 Db6 Eftir 15 … cxd4 16. Bxd4 Hg8 17. c4 a6 18. Rd6+ Bxd6 19. exd6 nær hvítur yfirburðatafli. 16. c4 0–0–0 Eftir þennan leik er erfitt að finna viðunandi framhald fyrir svart, en betri leikur er vandfund- inn, t.d. 16 … dxc4 17. bxc4 a6 18. Rd6+ Bxd6 19. exd6 Dxd6 20. Had1 0–0–0 21. d5 Rf6 22. dxe6 Dxe6 23. Hxd8+ Hxd8 24. Bxh4 o.s.frv. 17. dxc5! Rxc5 Eða 17 … Bxc5 18. Rd6+ Kb8 19. Rxf7 dxc4 20. Rxh8 og hvítur á unnið tafl, skiptamun og peði yfir. 18. b4 dxc4 19. a4 Hd3 20. bxc5 Bxc5 21. Rd6+! Kb8 Eftir 21 … Kc7 22. Bxc5 Dxc5+ 23. Df2 Dxf2+ 24. Hxf2 hefur svartur litlar bætur fyrir mann- inn, sem hann hefur misst. 22. De2 Hg8 23. Hab1 Dc6 24. Bxc5 Dxc5+ 25. Df2 Hd2! Óvæntur leikur. Er svartur að snúa taflinu sér í vil? Sjá stöðumynd 2 26. Hxb7+ – Ekki 26. Dxc5?? Hgxg2+ 27. Kh1 Hh2+ 28. Kg1 Hdg2+ mát! 26 … Ka8 27. Hb8+! – Með þessum snjalla leik rýmir hvítur f1-reitinn fyrir kónginn og vinnur skákina. 27 … Kxb8 Eða 27 … Hxb8 28. Dxc5 og hvítur vinnur. 28. Hb1+ og svartur gafst upp. Tjaldið fellur eftir 28 … Ka8 29. Dxc5 Hgxg2+ 30. Kf1 Hgf2+ 31. Dxf2 Hxf2+ 32. Kxf2. Sjötta sigurskák Hannesar í röð Hannes Hlífar Stefánsson (2.560) er óstöðvandi í landsliðs- flokki Skákþings Íslands. Hann sigraði Guðmund Halldórsson (2.282) í áttundu umferð sem tefld var á sunnudag. Þröstur Þórhalls- son (2.444) er nú einn í öðru sæti eftir sigur gegn Ingvari Ásmunds- syni (2.321). Róbert Harðarson (2.285), sem var jafn Þresti fyrir umferðina og hefur staðið sig frá- bærlega, beið nú lægri hlut gegn Sævari Bjarnasyni (2.269). Hann- es er enn 1½ vinningi fyrir ofan Þröst, sem er eini skákmaðurinn sem hefur náð jafntefli gegn hon- um. Aðeins þrjár umferðir eru eft- ir af mótinu. Róbert á möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Það var barist til síðasta blóðdropa í áttundu umferð og ekkert jafntefli samið: Sævar Bjarnason – Róbert Harðarson 1–0 Sigurður Sigfússon – Björn Þorfinnsson 0–1 Hannes Stefánsson – Guðmundur Halldórsson 1–0 Þröstur Þórhallsson – Ingvar Ásmundsson 1–0 Davíð Kjartansson – Jón Viktor Gunnarsson 1–0 Stefán Kristjánsson – Ingvar Þór Jóhannesson 0–1 Staðan á mótinu er þannig: 1. Hannes H. Stefánsson 7½ v. 2. Þröstur Þórhallsson 6 v. 3. Róbert Harðarson 5 v. 4.–5. Sævar Bjarnason, Ingvar Þór Jóhannesson 4½ v. 6. Stefán Kristjánsson 4 v. 7. Jón Viktor Gunnarsson 3½ v. 8.–9. Davíð Kjartansson, Björn Þorfinnsson 3 v. 10.–11. Guðmundur Halldórsson, Ingvar Ásmundsson 2½ v. 12. Sigurður D. Sigfússon 2 v. Tíunda umferð verður tefld í dag, þriðjudag, og hefst hún kl. 17. Teflt er í Hafnarborg í Hafnar- firði. Harpa, Lilja og Lenka efstar í kvennaflokki Harpa Ingólfsdóttir (2.057), Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (2.058) og Lenka Ptácníková (2.215) eru enn efstar og jafnar í kvennaflokki á Skákþingi Íslands. Þær hafa fengið 5½ vinning að sjö umferðum loknum, en þær sigruðu allar í sjöundu umferð. Staðan á mótinu er þessi: 1.–3. Harpa Ingólfsdóttir, Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir, Lenka Ptácníková 5½ v. 4. Anna B. Þorgrímsdóttir 2½ v. 5. Hallgerður H. Þorsteinsd. 1½ v. 6. Elsa M. Þorfinnsdóttir ½ v. Níunda umferð verður tefld í dag, þriðjudag, og hefst hún kl. 17. Teflt er í Hafnarborg í Hafnar- firði. SKÁK Skáksamband Íslands NM FRAMHALDSSKÓLA 2003 29.–31.8. 2003 MA Norðurlandameistari framhaldsskóla í skák dadi@vks. is Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Stöðumynd 2. Stöðumynd 1. LAXELDI í sjókvíum hefur nokk- uð verið til umræðu að undanförnu í framhaldi af því að 3.000 eldislaxar af norskum stofni sluppu úr sjókví við höfnina í Neskaup- stað 20. ágúst sl. Það er ljóst að at- burður þessi getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir ís- lenska laxastofna í ám í landinu. Það væri því fróðlegt að fá svar við þeirri spurningu hvort þeir sem bera ábyrgð á þessu slysi verði látnir leggja fram tryggingar eða greiða fyrir þann skaða sem af hlýst? Íslenski laxinn skapar þjóðarbúinu meira en tvo milljarða króna í árlegar tekjur og eignaverðmæti lax- veiðihlunninda í íslenskum ám er áætlað rúmir 30 milljarðar króna. Íslenskar laxveiðiár laða til sín inn- lenda og erlenda veiðimenn þar sem við höfum til þessa, eitt fárra landa í heiminum, getað boðið villtan lax. Óspilltir og villtir laxastofnar eru því í dag dýrmætar perlur í íslensku þjóð- félagi. Skaðsemi sjókvíaeldis Í nágrannalöndum okkar hefur sjó- kvíaeldi valdið óbætanlegum skaða á villtum laxastofnum vegna laxa sem sleppa úr kvíunum. Það er staðreynd að stórar sjókvíar eru allar reyndar að óöryggi og lax sleppur alltaf úr þeim. Bein áhrif á villta laxastofna eru sjúkdómar af ýmsu tagi og erfða- blöndun þegar eldislaxinn blandast villtum laxastofnum og gerir þeim erfiðara fyrir að halda velli. Laxa- stofnar hér eru fremur litlir sem þýð- ir að áhrifin geta komið fyrr fram en t.d. í Noregi. Þá dregur eldislaxinn með sér laxalús upp að árósum lax- veiðiánna sem ræðst á laxaseiðin um leið og þau ganga til sjávar. Fyrir vik- ið drepst mikið af seiðunum áður en þau komast í eiginlega hafbeit. Á fréttavefnum skip.is voru upp- lýsingar fyrir nokkru um að eldislax væri á góðri leið með að leggja undir sig bestu norsku laxveiðiárnar og tek- ið dæmi um að hlutfall eldislax í heild- arveiðinni í Namsenánni, einni allra bestu laxveiðiá Noregs, hefði verið 48% á síðasta ári. Verður það eins hjá okkur eftir nokkur ár? Hlutfallið er þó enn hærra í skoskum ám en talið er að um 80% fiska í skoskum ám séu eldisfiskar sem sloppið hafi úr kvíum. Það er því mikil hætta á því að það verði lítið spennandi í framtíðinni fyr- ir útlendinga að koma til landsins til veiða í laxveiðiánum okkar. Ef villti laxinn blandast eldislax- inum og hann tapar með því hæfileika sínum til að rata heim í sína á og lifa þar af, má gera ráð fyrir hruni villtra stofna laxveiðiáa. Hverjir verða þá látnir borga skaðann? Stefnir víða í þrot Ef marka má blaðaviðtöl hérlendis ríkir bjartsýni á meðal innlendra rekstraraðila með rekstur laxeldis í kvíum við Íslandsstrendur. Þessi um- mæli eru algjörlega á skjön við reynslu reynslumeiri þjóða í þessum málum, s.s. Norðmanna, Færeyinga og fleiri þjóða sem bera sig mjög illa vegna mikils taprekstrar í laxeldinu. Í Noregi er talið að um 40% laxeld- isfyrirtækja verði komin í þrot á árinu. Ástæður eru m.a. taldar vera samdráttur í sölu og lágt verð á eld- islaxi. Mikil framleiðslugeta á eldis- laxi í heiminum þýðir að fáir búast við hækkun á verði á næstunni en meðalverðið er nú nokkuð undir 200 kr./kg. Dæmi um gjaldþrot laxeldisfyrir- tækja í Noregi er Dafjord laks, eitt af leiðandi fyrirtækjunum í laxeldi, sem var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir skömmu. Þá tapaði eitt það stærsta, Pan Fish, 2,3 milljörðum króna á árinu 2002. Fjölmiðlar sögðu frá því í lok ágúst að horfur væru á að verðmæti út- flutnings á færeyskum eldislaxi muni lækka um rúma 2 milljarða króna á milli ára. Á fréttavefnum skip.is sagði að meðalverð á færeyska eldislax- inum væri 154 kr/kg á meðan fram- leiðsluverðið væri 236 kr/kg. Veru- lega hafi því gengið á eigið fé fyrirtækjanna og útlitið því verulega dökkt. Eigum við Íslendingar von í laxeld- inu þegar framleiðslueiningar hjá okkur eru margfalt smærri og óhag- kvæmari en hjá stóru laxeldisfyrir- tækjunum eins og t.d. í Noregi sem tapa stórum fjárhæðum á laxeldinu? Ég tel svo ekki vera. Aðstæður hér eru einnig óhag- stæðari, veður og loftslag kaldara og flutningskostnaður mikið hærri en t.d. í Noregi, sem getur vart verið annað en ávísun á botnlausan tap- rekstur ef miðað er við reynslu ann- arra. Hvað er til ráða? Slys af því tagi sem varð í Nes- kaupstað þarf að rannsaka og fá botn í. Hvernig er háttað opinberu eftirliti með laxeldi í sjó? Er það í molum? Það hefur margoft verið bent á hættuna á að eldislax sleppi úr kvíum og blandist villtum laxi og veiki með því stofna þeirra. Það er því nauðsyn- legt að herða allt eftirlit með laxeldi í sjó. Er ekki kominn tími á að láta nátt- úruna njóta vafans? Menn eru ekki aðeins með náttúruvernd í huga þeg- ar menn segja nauðsynlegt að vernda íslenska laxinn heldur eru miklir fjár- munir í húfi sem skiptir rúmlega 1.200 bújarðir víðs vegar um landið miklu máli og raunar marga fleiri. Á sjókvíaeldi von við Íslands- strendur? Eftir Þorstein Ólafs Höfundur er viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í SVFR. SAMTÖK ferðaþjónustu djöflast nú í fjölmiðlum yfir rannsóknarveiðum á nokkrum hungruðum hvölum. Ekki minnist ég þess að samtök nokkurrar atvinnugreinar hafi fyrr skorað jafnmörg sjálfsmörk á jafnstuttum tíma. Afleiðingarnar eru feitletraðar fyrirsagnir erlendis þar sem sjálfsmörk íslenskrar ferðaþjónustu eru margtuggin. Umfjöllunin varð fyrst skaðleg við þetta ónauðsynlega blað- ur umræddra aðila! „Umhverfisvinir“ vilja ekki vita hvort hvalur sé að éta okkur út á gaddinn – með gengdarlausri offjölgun! Heildar- eftirspurn eftir fæðu virðist orðin mun meiri en hafið getur annað. „Umhverfisvinum“ virðist sama. Fyrirliggjandi eru gögn um hrun í vaxtarhraða flestra þorskstofna í N- Atlantshafi. Er þá ekki náttúran að sýna aðvörunarmerki? Horaðri þorska, smækkandi hval, minnkandi æti, dauðar lundapysjur og tugþúsundir dauðra svartfugla á fjörum undanfarna tvo vetur. Öll þessi teikn – eru þau ekki aðvörunarmerki? Rannsóknarveiðar á nokkrum hvölum geta m.a. upplýst hvort hvalur sé einnig að hægja á vaxtarhraða – vegna offjölgunar. Má slíkt ekki sannast með rannsóknargögnum? Að mati „umhverfisvina“ er „umhverfisvænt“ að drepa fiska og dýr úr hungri neðansjávar! En á þurru landi er lögreglan send á vettvang – ef nokkrar kindur eða hestar finnast svelt – og skepnunum tafarlaust lógað! Neðansjávar á hins vegar að ríkja tvöfalt siðgæði „umhverfisvina“ þar sem hungur er „umhverfisvænt“! Af hverju er ekki sýnt í fjölmiðlum þegar verið er að slátra svínum eða kjúklingum? Af hverju er bara spennandi að sýna þegar hvalur er skotinn eða skorinn? Ég panta hérmeð á forsíðu blaða – og fyrstu frétt í útvarpi og sjónvarpi – blóðugt svínshjarta og blóðugan svínsskrokk – til minningar um jafnræði í umfjöllun um slátrun. Er „umhverfisvænt“ að pína kjúklinga eða svín bak við járnrimla, troða í þau – tölvustýrt – lyfjabættu salmonellufóðri svo að þau fitni sem hraðast, drepa svo afraksturinn með rafmagni á færibandi? Yrðu hvalveiðar „um- hverfisvænar“ ef skutullinn yrði hlaðinn rafmagni eins og í svínaslátrun? „Umhverfisvinum“ finnst eðlilegt að halda sellufundi sína vel mettir af svínum eða kjúklingum – drepnum með rafmagni. Eftir slíka máltíð er notalegt að taka fyrir hvaða óþverrabrögðum eigi að beita næst, eða hvaða hálfsannleika eigi að markaðssetja með lævísum áróðri – til að spilla fyrir rannsóknarveiðum á nokkrum hungruðum hvölum. Nái öfgamenn enn einu sinni undirtökum í þessu máli með lævísum áróðri, hálfsannleika og ósannindavaðli verður það algjört „hvalræði“. Við getum þá reiknað með minnkandi afrakstri eða hruni margra nytjastofna í N-Atlantshafi þegar niðursveifla verður næst í umhverfisskilyrðum í haf- inu. Fallandi vaxtarhraði nytjastofna og dauði sjófugla gefur þetta til kynna. Það er skylda okkar – meirihluta þjóðarinnar – að láta ekki minni- hluta öfgamanna vaða yfir okkur enn einu sinni á skítugum skóm öfga, ósanninda og fyrirlitningar á lýðræði, að ógleymdu aðalatriði þessa máls, stjórnarskrárvörðu atvinnufrelsi veiðimanna til hvalveiða. Hvalræði? Eftir Kristin Pétursson Höfundur rekur fiskverkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.