Morgunblaðið - 02.09.2003, Side 35

Morgunblaðið - 02.09.2003, Side 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 35 ÞÚ FÆRÐ MIKLU MEIRA Í ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 21 88 6 0 8/ 20 02 Handfrjáls búnaður Samlituð vindskeið Hágæða hljómtæki Lúxus innrétting COROLLA MOBILE - ALLT INNIFALIÐ Prófaðu nýjan Corolla Mobile með handfrjálsum búnaði, Sedan, Hatchback eða Wagon. Corolla Mobile er hlaðinn nýjungum, innréttingin er ríkuleg og tónlistin dunar í hágæða hljómtækjum með 6 hátölurum. Corolla Mobile er glæsilegur bíll að utan sem innan. Reynsluakstur strax í dag! Komdu í Toyotasalinn eða hringdu í síma 570 5070. www.toyota.is 150.000 kr. aukabúnaður innifalinn COROLLA ÉG LAGÐI leið mína laugardag- inn 16. ágúst síðastliðinn frá Reyk- hólum yfir Þorskafjarðarheiði um Steingrímsfjarð- arheiði til Ísafjarð- ar. Þorskafjarðar- heiðin hefur verið dálítið endurbætt frá síðastliðnu vori, þá ég ræddi um ástand hennar. Eftir viku dvöl á Ísafirði fór ég síðan sem leið liggur yfir Hrafnseyrarheiði til Patreks- fjarðar og þaðan að Reykhólum. Ég get ekki orða bundist um það ástand á vegum, sem mætti mér á leið minni allt frá Hrafnseyrar- heiðinni um Dynjandisheiði og síð- ar leiðina frá Flókalundi að Reyk- hólum. Í stuttu máli verður þessum vegum ekki betur lýst en að segja það, að þeir séu nánast ófærir og ekki ætti að beina nein- um manni á þá, sem manni er vel við. Stuttur spotti við Klettshálsinn hefur verið malbikaður og er því ágætur, en allt annað er endemis eyðimörk ófærunnar. Ég vil vekja athygli manna á því, að sums stað- ar hefur veríð lagt mikið fé í það að uppbyggja nokkurn hluta af þessu vegakerfi, en ekki gengið frá mal- biki á þeim og þeir eru því jafn ófærir og allt annað og þeim til skammar, sem um eiga að hugsa. Ég get ekki annað sagt eftir þessa hringferð mína um Vestfirði og Vestfjarðakjálkann, en það, að til lítils fórum vér um góð héruð, ef vér skulum svo byggja annes þetta. Mikill flótti fólks stefnir nú frá Vestfjörðum á höfuðborgarsvæðið, sem ekki er að undra. Ný atvinnu- tækifæri verða að koma til svo að land eyðist ekki með öllu á þessum svæðum. Jarðgöng undir Breiðadalsheiði og Botnsheiði hafa orðið byggðinni ómetanleg lyftistöng og ber að meta það. Án þeirra hefði þetta byggðarsvæði frá Bolungarvík um Hnífsdal, Ísafjörð, Suðureyri, Flat- eyri, Þingeyri og Súðavík, verið illa statt. Samtenging þessara byggða er ómetanleg og allir vegir á þessu svæði eru malbikaðir og sam- göngur því góðar á milli þessara byggðakjarna. Hið sama má í rauninni segja um byggðakjarnana á sunnanverðum Vestfjörðum, Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal. Sam- göngur á milli þeirra eru góðar, því að vegir um þetta svæði hafa verið malbikaðir. Með þessu vegakerfi hefur fólki á Vestfjörðum verið gert kleift að ferðast á milli staða á mannsæmandi hátt. En snúum svo aftur að tengingu Vestfjarðanna við höfuðborg- arsvæðið, sem margur þarf að halda tengslum við vinnu sinnar vegna. Ég vil beina því sérstaklega til þeirra, sem um vegina sjá, að láta ekki þar við sitja, að undir- byggja vegina. Sú vinna er til einskis unnin, ef malbik er ekki lagt á þá í lokin. Vegur um Bröttu- brekku, öðru nafni Dalafjall, hefur verið undirbyggður og á hann lagt varanlegt slitlag. Er sú leið og sá vegur til mikillar fyrirmyndar og ómetanleg samgöngubót. Svínadalur á milli Saurbæjar- hrepps í Dölum og Fellsstrandar er ein þeirra leiða, sem mikið hefur verið rætt um að ganga þyrfti end- anlega frá með varanlegu slitlagi. Með því væri rutt úr vegi ákveð- inni hindrun, sem er sú eina, sem eftir er á milli Reykhóla og höf- uðborgarsvæðisins. Mikið yrði margur feginn, ef ákvörðun yrði tekin um þessa vegabót. Á Svína- dalnum hefur verið gert mikið í þá veru að byggja upp veginn, en gleymst að leggja á hann varanlegt slitlag, sem skemmir svo allt fyrir þeim góðu mönnum, sem við verkið hafa fengist. Þessi vegarkafli er nánast ófær í rigningartíð, svo sem allir aðrir þeir vegir, sem ekki eru lagðir varanlegu slitlagi. Ég bið þá, sem hlut eiga að máli, að taka þessar ábendingar mínar til rækilegrar skoðunar og hug- leiða það, að of miklu hefur verið eytt af almannafé án þess að það beri þann ávöxt, sem það gæti gert og ætti að gera. Íslenska vegakerfið virkar ekki fyrr en varanlegt slitlag hefur ver- ið lagt á það. Endemis eyði- mörk ófærunnar Eftir Braga Benediktsson Höfundur er prófastur á Reykhólum. Í NÆSTUM 120 ára starfstíma Landsbankans sem aðalbanka landsins tókst honum að safna um 1200 málverkum eftir fyrstu kyn- slóðir íslenzkra list- málara. Þarna er að finna mörg frá- bær málverk frá fyrstu árum Ás- gríms Jónssonar og einkanlega Jóhannesar S. Kjarvals, auk fjölmargra annarra góðra listamanna síðustu aldar. Það var aldrei neinn ágreiningur um þessi kaup Landsbankans á þessum listaverkum, því að litið var á þau sem sameiginlegt framlag þjóð- arinnar til listsköpunar þessara frábæru listamanna, enda var Landsbankinn sameign þjóð- arinnar á þeim tíma. Þetta safn Landsbankans er þó ekki stórt, ef tekið er tillit til þess að á þessum tíma var þetta aðal- fjármálastofnun þjóðarinnar. Árleg kaup Landsbankans hafa aðeins numið um tíu málverkum á ári að meðaltali. Engu að síður er þetta eitt áhugaverðasta safn landsins, þar sem beztu og dýrustu mynd- irnar voru oftast keyptar af Lands- bankanum þá sjaldan listamenn héldu sýningar. Það var þannig mjög vel til fund- ið að halda sýningu á litlum hluta þessara verka nú í eigu Lands- bankans. Alls munu þetta hafa ver- ið um fjörutíu myndir sem nú voru til sýnis hjá Landsbanum, eða á 2. hæð hans við Austurstræti. List- fræðingur sá sem sá um sýninguna upplýsti þó að ekki væri til neinn listi yfir listaverkin, en notaði mest af tíma sínum til að fjalla um hinar einstöku og sérstöku freskur Jó- hannesar S. Kjarvals, einkum af saltfiskverkun, málað á steinveggi framan við anddyri og biðstofu skrifstofa bankastjóranna. Eg tel að það væri öllum til sóma að gerður yrði góður og vandaður listi yfir þau verk, sem nú hafa verið framseld til nýrra eigenda Landsbankans, og þar með hætt að vera í „sameingn þjóð- arinnar“. Enn myndarlegra væri að gefa út fullkomna bók yfir lista- verkin, þannig að almenningur gæti eignast yfirlit um list þessara merkilegu tíma síðustu aldar. Eg vona að eigendur Landsbankans taki þetta alvarlega og framkvæmi það fljótlega. Þetta er ekki dýrt, nema fyrir þá sem eru minni mátt- ar. Málverkasafn Landsbankans Eftir Ønund Ásgeirsson Höfundur er fyrrverandi forstjóri. Grennri BOGENSE TAFLAN Örugg hjálp í baráttunni við aukakílóin Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.