Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 37 ✝ Anna IngibjörgSigurðardóttir fæddist á Ísafirði 9. apríl 1928. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarney Sig- ríður Þórðardóttir klæðskeri, f. 6.3. 1905, d. 3.1. 1970, og Sigurður Bents- son, skipasmiður á Ísafirði, f. 23.10. 1906, d. 12.9. 1967. Systkini Önnu eru 1) Sigurjón, f. 5.11. 1929, d. 27.8. 1976; 2) Elsa, f. 2.5 1931, d. 22.7. 1983; 3) Þórir Bent, f. 2.2. 1934; 4) Kolbrún, f. 28.2. 1936; 5) Gunnsteinn, f. 2.12. 1938. Eiginmaður Önnu er Þráinn Árnason myndskeri, f. 5.3. 1926. Foreldrar hans voru Árni Jó- hannesson, f. 19.11. 1890, d. 17.6. 1973, og Rebekka Jóns- dóttir, f. 21.9. 1890, d. 11.7 1962. Börn Önnu og Þráins eru: 1) Rebekka Bjarney, f. 7.4. 1951, maki Gunnar Krist- insson, f. 11.2. 1954. Börn þeirra eru a) Þráinn Fann- ar, f. 20.10. 1980, dóttir hans er Elena Margrét, f. 20.8 2001, og b) Anna Sif, f. 10.2. 1989; 2) Sigurður Ármann, f. 1.8. 1955, maki Solveig K. Jónsdóttir, f. 4.10. 1957. Sonur þeirra er Eyvindur Árni, f. 11.7. 1995. Sonur Solveigar er Arnaldur Jón Gunnarsson, f. 10.4. 1984; 3) Þór, f. 18.11. 1960, maki Valborg Guðmundsdóttir, f. 6.1. 1963. Synir þeirra eru a) Stefnir, f. 29.11. 1987, og b) Vignir, f. 17.3. 1990; 4) Þráinn Vikar, f. 16.6. 1967, maki Hulda M. Schröder, f. 4.1. 1973. Börn þeirra eru a) Helga, f. 15.5. 1999, d. 15.5. 1999, og b) Árni Bent, f. 13.12. 2000. Útför Önnu verður gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Anna systir mín, en það var ég vön að kalla þig alveg frá því ég man eftir mér en í raun varstu móðursystir mín sem mér þótti ákaflega vænt um og ég sótti mikið í að fá að koma í heimsókn til þín. Þegar ég var lítil og lá inni á spítalanum komst þú oft til mín og einnig Siggi sonur þinn og fyrsta minning mín af spítalavistinni er þegar þið Siggi komuð til mín og ég tók eitt af mínum frekjuköstum og lokaði mig inni í skáp. Ég man hvað mér fannst þetta leitt og ég rifja upp í huga mínum hvað þú varst góð kona, heiðarleg og prúð. Allir sem þekktu þig fundu fyrir kærleikanum sem þú gafst af þér og það var svo notalegt að vera í návist þinni. Mér þótti húsið ykkar, garður- inn og umhverfið sem þið Þráinn bjugguð í svo spennandi og fram- andi, ég gleymi seint koppnum úr keramiki sem þú geymdir úti í glugga og í hvert skipti þegar ég kom athugaði ég með koppinn og fannst hann alltaf jafn sniðugur þarna sem blómapottur. Ég var al- veg viss um það að útsýnisskífan hjá húsinu þínu væri þín og ég montaði mig við skólafélagana af því hvað allt væri einstakt hjá þér. Umhverfið í kringum ykkur var ævintýri líkast. Í hvert skipti sem ég kom í heimsókn til ykkar hjóna tókuð þið svo vel á móti mér með kærleika og hlaðborð af alls konar heima- búnu góðgæti. Það var alltaf veisla hjá þér Anna mín og bros þitt vermdi mér alltaf um hjartarætur í hvert skipti sem ég hitti þig. Ég vissi af veikindum þínum en afneitaði þeim alltaf því ég gat ekki og get ekki séð lífið án þín. Þú hefur alltaf verið til staðar fyr- ir mig og fjölskyldu mína en ég veit að guð hefur þig hjá sér og þú munt hafa nóg að gera bæði með handavinnu þína sem var svo ein- stök og að hitta foreldra þína og systkini. En eitt sinn verða allir menn að deyja er sungið og ég kveð þig elsku Anna systir mín með sorg í hjarta en jafnframt feg- in að þú þjáist ekki meira. Elsku Þráinn, Rebekka. Siggi, Þór og Þráinn Vikar, fjölskylda og vinir, ég votta ykkur samúð mína og megi guð styrkja ykkur í sorg- inni. Arna Hrönn. Það er sárt að kveðja en núna verð ég að kveðja svilkonu mína, Önnu Sigurðardóttur. Ég mun ætíð minnast hennar fyrir hennar góðu mannkosti. Hún var einstak- lega hlý manneskja og ávallt hjálp- fús. Hún sýndi mér mikinn skiln- ing þegar ég kom til Íslands fyrir 46 árum, reynslulítil tvítug stúlka, að setjast að í ókunnu landi. Hjá henni fékk ég góð ráð bæði á gleði- og sorgarstundum. Hún var afar gestrisin og þau Þráinn opn- uðu heimili sitt og veittu okkur skötuhjúum skjól á meðan við vor- um að leita okkur að leiguhúsnæði. Hún stóð fyrir brúðkaupsveislu okkar Barða, enda einstaklega myndarleg húsmóðir. Hún eignað- ist sitt þriðja barn þremur mán- uðum áður en ég fæddi mitt fyrsta. Ekkert var sjálfsagðara en að ég fengi hjá henni sýnikennslu í umönnun kornabarns. Ég var svo fáfróð á því sviði, hafði aldrei hald- ið nýfæddu barni í örmum mínum og því mjög kvíðin. Hún var alltaf reiðubúin að veita mér aðstoð. Og að sjálfsögðu létum við skíra drengina okkar á sama degi í Langholtskirkju hjá séra Árelíusi. Þegar brestir komu í hjónaband- ið mitt leitaði ég að sjálfsögðu til hennar og hún hughreysti mig. Skrifandi þessar línur verður mér ljóst hvað ég á margar góðar minningar um hana Önnu sem ég er þakklát fyrir. Ég er fegin að við gátum farið saman til heimaborgar minnar Hamborgar og heimsótt vini okkar Barða þar, svo og í Austur-Þýskalandi. Anna var líka mikil hannyrða- kona og í veikindum sínum þótti henni gott að vera með handa- vinnu til að stytta sér stundir. Innilegar samúðarkveðjur færi ég mági mínum og fjölskyldu hans. Guð veiti þeim styrk í söknuði þeirra eftir ástríkri eiginkonu, móður, ömmu og langömmu. Ingrid. Kveðja frá samstarfsfólki í Digranesskóla Með söknuði kveðjum við ágæt- an samstarfsfélaga og vin, Önnu Ingibjörgu Sigurðardóttur, ganga- vörð og ræsti. Við sem unnum með henni lang- an starfstíma minnumst hennar sem kátrar og dagfarsprúðrar konu þar sem stutt var í ákaflega hlýtt og vinalegt bros sem lýsti henni vel. Starf sitt við Digranes- skóla vann hún af elju og sam- viskusemi og að þar félli ekki blettur á. Um árabil var hún trúnaðarmað- ur ræsta og á þeim vettvangi var málum fylgt eftir af hógværð en einurð þannig að eftir máli hennar var tekið. Anna lét sig sjaldnast vanta, hvort sem voru skemmtanir eða haustferðir, og naut sín vel í góðra vina hópi. Við sendum eftirlifandi manni hennar, Þráni Árnasyni, börnum þeirra og barnabörnum samúðar- kveðjur. Einar Long Siguroddsson, aðstoðarskólastjóri. ANNA INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR Öllu er afmörkuð stund, að heilsast og kveðjast er í lífinu eðlilegt. Það fylgir því ánægja að heilsa, svo var mér farið er ég hitti Margréti fyrsta sinni, á nám- skeiði í glerlist. Hún kom hljóðlát og brosandi og bar með sér virðuleika, festu og hlýju. Listfengi og vandvirkni ein- kenndi glerverk hennar sem hún vann af svo mikilli alúð og dugnaði. Hún kom okkur oft á óvart þegar hún kom með myndir sem hún MARGRÉT SIGRÚN BJARNADÓTTIR ✝ Margrét SigrúnBjarnadóttir fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1927. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 8. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 15. ágúst. hafði skorið og slípað heima en kaus að ljúka þeim með okkur, svo fljót var hún að til- einka sér handbragðið. Hver sá er kynntist Margréti hlýtur að hafa orðið betri ein- staklingur, hennar sterki persónuleiki hafði jákvæð áhrif. Einu sinni fórum við saman í kvikmynda- hús, bauð hún mér þá að skoða vinnustaðinn sinn. Það verður mér ógleymanlegt hve stolt hún var af öllu þar, er hún gekk á milli véla og útskýrði fyrir mér verkefni þeirra og ég fann hve vænt henni þótti um fyrirtækið, sem hún átti svo ríkan þátt í að móta. Myndin sem við sáum er löngu gleymd. Litla fjölskyldan mín í Danmörku naut elsku hennar og góðvilja er hún kom fyrir ein jólin með jóla- bakstur í kassa og sendi með mér út til þeirra. Gleði þeirra og þakkir okkar allra streymdu til hennar yfir hafið. Við „glerkonurnar“ söknuðum hennar þegar hún hætti að geta komið um tíma vegna veikinda en þó fór það svo að hún kom aftur og með ósérhlífni lauk hún því sem ólokið var. Margréti þakka ég innilega frá- bær kynni, sem ég vildi að hefðu verið lengri. Því miður var ég ekki viðstödd útför hennar en ég veit að hún skil- ur það. Bið ég henni allrar þeirrar Guðs blessunar sem unnt er að veita, inn- eign hennar á himnum hlýtur að vera stór. Dætrum hennar og fjölskyldunni allri sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Hulda Guðmundsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, DILJÁ ESTHER ÞORVALDSDÓTTIR, Ægisíðu 64, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítala Hring- braut að morgni laugardagsins 30. ágúst. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 9. september kl. 13.30. Bjarni Guðjónsson, Gróa R. Bjarnadóttir, Þórhallur Borgþórsson, Guðrún V. Bjarnadóttir, Jón Þ. Bjarnason, Hrafnhildur Kjartansdóttir, Guðjón Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN S. GUÐMUNDSSON vélvirki, Hjallatúni, Vík í Mýrdal, áður til heimilis á Skólavöllum 8, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 31. ágúst. Útförin auglýst síðar. Guðmundur G. Kristjánsson, Sólveig R. Friðriksdóttir, Haraldur M. Kristjánsson, Guðlaug Guðmundsdóttir, Lárus Þ. Kristjánsson, Kirsti Arnesen og barnabörn. Ástkær dóttir mín, sambýliskona, móðir, tengdamóðir, systir, amma og langamma, SIGRÍÐUR DÓRA ÁRNADÓTTIR, Melgerði 26, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 10. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug á erfiðum tímum. Margrét Sigurðardóttir, Ásgrímur Aðalsteinsson, Margrét Reynisdóttir, Gylfi Þorsteinsson, Sigríður Lára Sigurðardóttir, Harpa Sigurðardóttir, Ívar Dór Orrason, systkini og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, VALDIMAR KRISTINSSON bóndi og fyrrum skipstjóri, Núpi, Dýrafirði, er látinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd barna, tengdabarna, afabarna, lang- afabarna og systur hins látna. Áslaug Sólbjört Jensdóttir. Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA KRISTBJÖRG EINARSDÓTTIR, Kolbeinsgötu 5, Vopnafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð Vopnafirði, aðfaranótt mánudagsins 1. september. Aðalgeir Bjarkar Jónsson, Svanborg Víglundsdóttir, Ellert Árnason, Svava Víglundsdóttir, Unnsteinn Arason, Einar víglundsson, Jóhanna Rögnvaldsdóttir, Anna Pála Víglundsdóttir, Gunnar Róbertsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.