Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 41 AutoCAD 2004 Autodesk 2004 Autodesk RÍN 2003 Grand Hótel Reykjavík - 4. og 5. september 2003 Ráðstefna íslenskra AutoCAD og Autodesk notenda Upplýsingar og skráning á heimasíðu Snertils Sími: 554 0570 www.snertill.is snertill@snertill.is Styrktaraðilar: www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396. 2ja herb. íbúð óskast í Hraunbæ eða í Bökkum, Breiðholti Mér hefur verið falið að leita eftir 2ja herb. íbúð sem getur verið laus fljótlega. Æskilegt að eignin sé í góðu ástandi að utan. Kaupendur hafa staðist greiðslumat og vilja finna íbúð fljótt. Verðhugmynd 7,5-8,5 millj. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hafðu samband - það kostar ekkert! Hverafold 1-3 • Torgið • Grafarvogi • Sími: 577 4949 Nýjar og glæsilegar vörur Opnunartími: 11-18 mánudag-föstudag 12-16 laugardag Fimmtudagskvöld lokað september ÖRYGGISMIÐSTÖÐ Íslands setur upp sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi í yfir 100 byggingar á fjórum til fimm svæðum við Kárahnjúka. Uppsetning kerfisins hefst í september og mun haldast í hendur við uppsetningu vinnubúðanna á svæðinu. Öryggismiðstöð Íslands hefur sam- ið við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo um uppsetningu, þjónustu og vöktun á fullkomnu brunaviðvör- unarkerfi, í vinnubúðum Impregilo við Kárahnjúka. Kostnaður er kring- um 20 milljónir króna. Samningurinn felur í sér að Örygg- ismiðstöð Íslands mun setja upp um 2.000 skynjara ásamt jaðarbúnaði í um 100 byggingar í þeim fjórum þorpum sem nú rísa óðum við Kára- hnjúka. Kerfið verður tengt stjórn- stöð Öryggismiðstöðvar Íslands í Borgartúni 31 og berast boð um kerf- ið frá Kárahnjúkum til Öryggismið- stöðvarinnar á örfáum sekúndum. Um er að ræða eitt umfangsmesta brunaviðvörunarkerfi sem sett hefur verið upp á Íslandi. Öryggisbúnaðurinn lýtur stöðlum Brunamálastofnunar sem og Evrópu- staðalsins EM54. Viðbragðstími kerf- isins er örfáar sekúndur og vöktun fer fram í stjórnstöð Öryggismiðstöðvar Íslands 24 tíma sólarhringsins, alla daga ársins. Samningur Öryggismið- stöðvar Íslands og Impregilo gildir til verkloka Kárahnjúkavirkjunar. Frá Kárahnjúkasvæðinu. Brunavarnakerfi í 100 byggingum við Kárahnjúka HELGIN var annasöm hjá lögreglu, mikið var um ölvun og eftirlits- lausa unglinga að nætur- lagi. Fjörutíu og fjögur umferðaróhöpp með eignatjóni voru tilkynnt til lög- reglu. Ellefu ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur, nítján teknir fyr- ir of hraðan akstur og fjórir ökumenn fyrir akstur gegn rauðu ljósi. Um kl. 8.20 á laugardagsmorgni var ökumaður tekinn á 110 km/klst á Vesturlandsvegi. Hann sinnti ekki fyrirmælum lögreglu um að stoppa og hljóp út úr bifreiðinni. Maðurinn náð- ist skömmu síðar og var færður á að- alstöð grunaður um ölvun við akstur. Um kl. 14 á sunnudag var tilkynnt- ur fimm bíla árekstur á Reykjanes- braut á móts við Garðheima, ekki urðu slys á fólki. Tilkynnt var um 23 eignaspjöll og 27 þjófnaði um helgina. Um kl. hálfníu á föstudagsmorgun voru tilkynnt eignaspjöll á vinnuvél við grunnskóla í miðborginni. Stjórnborð voru skemmd og kaplar skornir í sundur. Um klukkustund síðar kærði maður þjófnað á farsímum og leikjatölvu. Um kl. 10 var maður handtekinn við að stela íþróttaskóm og skólatösku með skólagögnum í. Var hann færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Til- kynnt var líkamsárás á pilt í Breið- holtinu. Hringt hafði verið í piltinn og hann beðinn að mæta á tilteknum stað, sem hann gerði. Þegar hann kom á vettvang voru fimm piltar á staðnum og réðust þrír þeirra fyrir- varalaust á hann. Hlaut hann skrám- ur en slasaðist ekki mikið. Um kl. 17.30 var tilkynnt vinnuslys í Skeifunni. Maður féll af mannhæð- arháum vinnupalli sem hrundi á hann. Maðurinn ökklabrotnaði og var flutt- ur á slysadeild með sjúkrabifreið. Skömmu síðar var tilkynnt um tveggja ára gamalt barn eitt á gangi í Grafarvogi. Farið var með barnið til móður sinnar sem var sofandi heima. Þau höfðu lagt sig saman en dreng- urinn vaknað á undan og komist út. Teknir með ætluð fíkniefni Aðfaranótt laugardags var mikið af fólki í miðborginni, töluvert um ölvun og skrílslæti. Áberandi var fólk á aldrinum 18–25 ára. Skömmu eftir miðnætti veitti lögreglan bifreið í Höfðahverfinu athygli, bifreiðin var stöðvuð skömmu síðar og tveir menn handteknir grunaðir um vörslu fíkni- efna. Við leit í bifreiðinni fannst ætlað hass og amfetamín. Tilkynnt var um mikið háreysti frá ungmennum í Mosfellsbæ. Þarna höfðu orðið lítilsháttar pústrar milli nokkurra ungmenna en enginn var slasaður. Lögreglan hellti niður áfengi hjá þremur ungmennum í þeirra viðurvist og var tveimur ekið heim til foreldra. Um kl. fimm um morguninn kom maður í anddyri lög- reglustöðvarinnar og lagðist á gólfið og sofnaði ölvunarsvefni. Ekki reynd- ist unnt að koma honum í göngufært ástand og var hann því vistaður í fangageymslu. Um kl. þrjú aðfaranótt sunnudags var tilkynnt líkamsárás á Seltjarnar- nesi. Hafði maður slegið annan þann- ig að hann féll í gólfið með rifna vör og líklegast nefbrotinn. Maðurinn var fluttur á slysadeild en árásarmaður- inn vistaður í fangageymslu. Um svip- að leyti voru tvær unglingsstúlkur fluttar á lögreglustöðina, þær reynd- ust ölvaðar og var haft samband við foreldra þeirra sem komu þeim heim. Um kl. fjögur sást í myndavél hvar maður gekk í skrokk á öðrum og sparkaði í höfuð hans ítrekað. Lög- regla kom á vettvang skömmu síðar og var hinn slasaði fluttur með sjúkrabíl á slysadeild, meðvitundar- laus. Árásarmaður var handtekinn skammt frá eftir að hafa reynt að hlaupa undan lögreglumönnum og annar maður sem einnig var talinn tengjast árásinni. Um kl. átta á sunnudagsmorgin var tilkynnt rán í miðborginni. Maðurinn sagði hóp manna hafa hótað sér ef hann tæki ekki út pening í hraðbanka, og sagði þá hafa lamið sig. Maðurinn tók út 15–20 þúsund krónur með deb- etkorti og kreditkorti. Maðurinn er með áverka á enni og glóðarauga, einnig með sár á hnúum, hann fór sjálfur á slysadeild. Málið er í rann- sókn. Úr dagbók lögreglu 29. ágúst – 1. september Annasöm helgi vegna ölvunar Fyrsti fundur vetrar hjá Krafti, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og að- standendur, verður í dag þriðjudag- inn 2. september. Fundurinn verður haldinn í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8, á 4.hæð. kl.20. Á fundinn kemur Margrét Jóns- dóttir, forstöðumaður þjónustu- miðstöðvar í Tryggingingastofnun ríkisins, og fjallar um starfsemi Tryggingastofnunar, þróun þjónustu- miðstöðvarinnar að bættum hag og réttindum einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstand- endur þeirra. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Heimasíða Krafts er kraftur.org . Í DAG Rangt föðurnafn Í myndatexta sem fylgdi frétt um íslenska arnarstofninn sem birtist á forsíðu blaðsins í gær mánudag var ekki farið rétt með föðurnafn Finns Loga Jóhannsson- ar. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Röng mynd af skipulagstillögu Í frétt í sunnudagsblaði um „Skiptar skoðanir um miðbæjar- reit“ á bls 19 er röng mynd af skipulagstillögu. Sú mynd sem birtist er af upphaflegu hugmynd- unum sem tekið hafa miklum breytingum í meðförum skipulags- nefndar á Akranesi og starfshóp sem vinnur að gerð deiliskipulags. Rétt mynd birtist hér. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Erindi um heimspeki nátt- úruverndar út frá gildi náttúrunnar fyrir manninn. Laugardaginn 6. september, kl. 14, heldur Peter Singer, kennari við Princeton- háskóla, fyrirlestur í Hátíðasal Há- skóla Íslands í boði Heimspekistofn- unar. Í erindi sínu mun Singer tala um heimspeki náttúruverndar út frá gildi náttúrunnar fyrir manninn. Fáir eða engir samtímaheimspek- ingar hafa fengið jafn heiftarleg við- brögð við hugmyndum sínum og hann. Einkum eru það tvö málefni sem gera Singer jafn umdeildan og raun ber vitni. Annars vegar er það árás hans á svokallaða tegundar- rembu sem kveður á um algera sér- stöðu mannsins í hópi dýrategund- anna. Hins vegar er það gagnrýni hans á hefðbundnar hugmyndir um mannhelgi eða þau sérréttindi sem hljótast af því að vera maður. Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.