Morgunblaðið - 02.09.2003, Síða 41

Morgunblaðið - 02.09.2003, Síða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 41 AutoCAD 2004 Autodesk 2004 Autodesk RÍN 2003 Grand Hótel Reykjavík - 4. og 5. september 2003 Ráðstefna íslenskra AutoCAD og Autodesk notenda Upplýsingar og skráning á heimasíðu Snertils Sími: 554 0570 www.snertill.is snertill@snertill.is Styrktaraðilar: www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396. 2ja herb. íbúð óskast í Hraunbæ eða í Bökkum, Breiðholti Mér hefur verið falið að leita eftir 2ja herb. íbúð sem getur verið laus fljótlega. Æskilegt að eignin sé í góðu ástandi að utan. Kaupendur hafa staðist greiðslumat og vilja finna íbúð fljótt. Verðhugmynd 7,5-8,5 millj. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hafðu samband - það kostar ekkert! Hverafold 1-3 • Torgið • Grafarvogi • Sími: 577 4949 Nýjar og glæsilegar vörur Opnunartími: 11-18 mánudag-föstudag 12-16 laugardag Fimmtudagskvöld lokað september ÖRYGGISMIÐSTÖÐ Íslands setur upp sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi í yfir 100 byggingar á fjórum til fimm svæðum við Kárahnjúka. Uppsetning kerfisins hefst í september og mun haldast í hendur við uppsetningu vinnubúðanna á svæðinu. Öryggismiðstöð Íslands hefur sam- ið við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo um uppsetningu, þjónustu og vöktun á fullkomnu brunaviðvör- unarkerfi, í vinnubúðum Impregilo við Kárahnjúka. Kostnaður er kring- um 20 milljónir króna. Samningurinn felur í sér að Örygg- ismiðstöð Íslands mun setja upp um 2.000 skynjara ásamt jaðarbúnaði í um 100 byggingar í þeim fjórum þorpum sem nú rísa óðum við Kára- hnjúka. Kerfið verður tengt stjórn- stöð Öryggismiðstöðvar Íslands í Borgartúni 31 og berast boð um kerf- ið frá Kárahnjúkum til Öryggismið- stöðvarinnar á örfáum sekúndum. Um er að ræða eitt umfangsmesta brunaviðvörunarkerfi sem sett hefur verið upp á Íslandi. Öryggisbúnaðurinn lýtur stöðlum Brunamálastofnunar sem og Evrópu- staðalsins EM54. Viðbragðstími kerf- isins er örfáar sekúndur og vöktun fer fram í stjórnstöð Öryggismiðstöðvar Íslands 24 tíma sólarhringsins, alla daga ársins. Samningur Öryggismið- stöðvar Íslands og Impregilo gildir til verkloka Kárahnjúkavirkjunar. Frá Kárahnjúkasvæðinu. Brunavarnakerfi í 100 byggingum við Kárahnjúka HELGIN var annasöm hjá lögreglu, mikið var um ölvun og eftirlits- lausa unglinga að nætur- lagi. Fjörutíu og fjögur umferðaróhöpp með eignatjóni voru tilkynnt til lög- reglu. Ellefu ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur, nítján teknir fyr- ir of hraðan akstur og fjórir ökumenn fyrir akstur gegn rauðu ljósi. Um kl. 8.20 á laugardagsmorgni var ökumaður tekinn á 110 km/klst á Vesturlandsvegi. Hann sinnti ekki fyrirmælum lögreglu um að stoppa og hljóp út úr bifreiðinni. Maðurinn náð- ist skömmu síðar og var færður á að- alstöð grunaður um ölvun við akstur. Um kl. 14 á sunnudag var tilkynnt- ur fimm bíla árekstur á Reykjanes- braut á móts við Garðheima, ekki urðu slys á fólki. Tilkynnt var um 23 eignaspjöll og 27 þjófnaði um helgina. Um kl. hálfníu á föstudagsmorgun voru tilkynnt eignaspjöll á vinnuvél við grunnskóla í miðborginni. Stjórnborð voru skemmd og kaplar skornir í sundur. Um klukkustund síðar kærði maður þjófnað á farsímum og leikjatölvu. Um kl. 10 var maður handtekinn við að stela íþróttaskóm og skólatösku með skólagögnum í. Var hann færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Til- kynnt var líkamsárás á pilt í Breið- holtinu. Hringt hafði verið í piltinn og hann beðinn að mæta á tilteknum stað, sem hann gerði. Þegar hann kom á vettvang voru fimm piltar á staðnum og réðust þrír þeirra fyrir- varalaust á hann. Hlaut hann skrám- ur en slasaðist ekki mikið. Um kl. 17.30 var tilkynnt vinnuslys í Skeifunni. Maður féll af mannhæð- arháum vinnupalli sem hrundi á hann. Maðurinn ökklabrotnaði og var flutt- ur á slysadeild með sjúkrabifreið. Skömmu síðar var tilkynnt um tveggja ára gamalt barn eitt á gangi í Grafarvogi. Farið var með barnið til móður sinnar sem var sofandi heima. Þau höfðu lagt sig saman en dreng- urinn vaknað á undan og komist út. Teknir með ætluð fíkniefni Aðfaranótt laugardags var mikið af fólki í miðborginni, töluvert um ölvun og skrílslæti. Áberandi var fólk á aldrinum 18–25 ára. Skömmu eftir miðnætti veitti lögreglan bifreið í Höfðahverfinu athygli, bifreiðin var stöðvuð skömmu síðar og tveir menn handteknir grunaðir um vörslu fíkni- efna. Við leit í bifreiðinni fannst ætlað hass og amfetamín. Tilkynnt var um mikið háreysti frá ungmennum í Mosfellsbæ. Þarna höfðu orðið lítilsháttar pústrar milli nokkurra ungmenna en enginn var slasaður. Lögreglan hellti niður áfengi hjá þremur ungmennum í þeirra viðurvist og var tveimur ekið heim til foreldra. Um kl. fimm um morguninn kom maður í anddyri lög- reglustöðvarinnar og lagðist á gólfið og sofnaði ölvunarsvefni. Ekki reynd- ist unnt að koma honum í göngufært ástand og var hann því vistaður í fangageymslu. Um kl. þrjú aðfaranótt sunnudags var tilkynnt líkamsárás á Seltjarnar- nesi. Hafði maður slegið annan þann- ig að hann féll í gólfið með rifna vör og líklegast nefbrotinn. Maðurinn var fluttur á slysadeild en árásarmaður- inn vistaður í fangageymslu. Um svip- að leyti voru tvær unglingsstúlkur fluttar á lögreglustöðina, þær reynd- ust ölvaðar og var haft samband við foreldra þeirra sem komu þeim heim. Um kl. fjögur sást í myndavél hvar maður gekk í skrokk á öðrum og sparkaði í höfuð hans ítrekað. Lög- regla kom á vettvang skömmu síðar og var hinn slasaði fluttur með sjúkrabíl á slysadeild, meðvitundar- laus. Árásarmaður var handtekinn skammt frá eftir að hafa reynt að hlaupa undan lögreglumönnum og annar maður sem einnig var talinn tengjast árásinni. Um kl. átta á sunnudagsmorgin var tilkynnt rán í miðborginni. Maðurinn sagði hóp manna hafa hótað sér ef hann tæki ekki út pening í hraðbanka, og sagði þá hafa lamið sig. Maðurinn tók út 15–20 þúsund krónur með deb- etkorti og kreditkorti. Maðurinn er með áverka á enni og glóðarauga, einnig með sár á hnúum, hann fór sjálfur á slysadeild. Málið er í rann- sókn. Úr dagbók lögreglu 29. ágúst – 1. september Annasöm helgi vegna ölvunar Fyrsti fundur vetrar hjá Krafti, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og að- standendur, verður í dag þriðjudag- inn 2. september. Fundurinn verður haldinn í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8, á 4.hæð. kl.20. Á fundinn kemur Margrét Jóns- dóttir, forstöðumaður þjónustu- miðstöðvar í Tryggingingastofnun ríkisins, og fjallar um starfsemi Tryggingastofnunar, þróun þjónustu- miðstöðvarinnar að bættum hag og réttindum einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstand- endur þeirra. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Heimasíða Krafts er kraftur.org . Í DAG Rangt föðurnafn Í myndatexta sem fylgdi frétt um íslenska arnarstofninn sem birtist á forsíðu blaðsins í gær mánudag var ekki farið rétt með föðurnafn Finns Loga Jóhannsson- ar. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Röng mynd af skipulagstillögu Í frétt í sunnudagsblaði um „Skiptar skoðanir um miðbæjar- reit“ á bls 19 er röng mynd af skipulagstillögu. Sú mynd sem birtist er af upphaflegu hugmynd- unum sem tekið hafa miklum breytingum í meðförum skipulags- nefndar á Akranesi og starfshóp sem vinnur að gerð deiliskipulags. Rétt mynd birtist hér. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Erindi um heimspeki nátt- úruverndar út frá gildi náttúrunnar fyrir manninn. Laugardaginn 6. september, kl. 14, heldur Peter Singer, kennari við Princeton- háskóla, fyrirlestur í Hátíðasal Há- skóla Íslands í boði Heimspekistofn- unar. Í erindi sínu mun Singer tala um heimspeki náttúruverndar út frá gildi náttúrunnar fyrir manninn. Fáir eða engir samtímaheimspek- ingar hafa fengið jafn heiftarleg við- brögð við hugmyndum sínum og hann. Einkum eru það tvö málefni sem gera Singer jafn umdeildan og raun ber vitni. Annars vegar er það árás hans á svokallaða tegundar- rembu sem kveður á um algera sér- stöðu mannsins í hópi dýrategund- anna. Hins vegar er það gagnrýni hans á hefðbundnar hugmyndir um mannhelgi eða þau sérréttindi sem hljótast af því að vera maður. Á NÆSTUNNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.