Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÁGÆTI ráðherra/frú. Þegar þetta er skrifað er ein- ungis einn dagur í að það megi fara að veiða gæs. En það er nú önnur saga. Það er hins vegar rjúpan sem er mitt umræðuefni nú sem endranær, enda þekki ég svo- nefndar sveiflur að mínu viti vel, og hennar háttarlag, sem ég ætla að tala um í þessum pistli. Friðunarrök ráðherra eru að því er virðist þessi: Af því bara. Frið- un er að sjálfsögðu gott orð þar sem það á við hverju sinni. Ég undirritaður hef stundað allskonar skotveiði í yfir 30 ár, en að sjálf- sögðu hef ég stundað rjúpnaveiði mest. Upp úr 1970 og fram til haustsins 1975 var ekki teljandi mikið af rjúpu, svonefndir atvinnu- veiðimenn fengu um 300 til 500 fugla á veiðitímabilinu. Það skal tekið fram að það voru ekki marg- ir sem mætti kalla magnveiði- menn, og í þá daga voru engir fjallajeppar né fjórhjól eða snjó- sleðar til að komast á veiðislóðir, þá notuðu menn fætur. En upp úr 1975 fór undirritaður að taka eftir því af hverju rjúpan hvarf eins og dögg fyrir sólu og svo allt í einu varð allt fullt af rjúpu. Ástæðan er eftirfarandi: Auðvitað hefur rjúpan vængi og notar þá að sjálfsögðu vel. Til dæmis á fyrstu vikum veiðitímans virðist oft vera tals- vert mikið af rjúpu, en þegar er komið fram yfir miðjan nóvember virðist hún hverfa. En bíðið nú við, eru ekki fyrstu veiðivikurnar nán- ast snjólausar, sem þýðir það að landið er dökkt en rjúpan hvít? Hvað þýðir þetta? Auðvitað sést hún í slíku árferði eins og gott endurskinsmerki, auðveld bráð, augljóst. Svo oft upp úr miðjum nóvember byrja byljirnir af alvöru. Hvað gerist þá? Jú, þá virðist rjúpan hverfa með öllu í einhverja daga, en þegar styttir upp og norðanáttin er gengin niður og vestanáttin tekin við, iðulega með talsverðu frosti, hvað sjáum við þegar við nálgumst þá staði sem voru nánast rjúpnalausir einhverj- um dögum áður er norðaustanbyl- urinn skall á? Jú við sjáum iðulega talsvert af rjúpu. Hvaðan kemur rjúpan? Hún kemur örugglega ekki upp úr jörð- inni. Sumir svonefndir fræðimenn virðast halda það, og að einhverjar talningar á rjúpu á sama stað ár eftir ár breyti nokkuð um stofn- stærð eða hvort rjúpan fari á milli landshluta eða á milli landa. Ég hef áður haldið fram bæði í töluðu máli og riti að rjúpan fari á milli Grænlands og Íslands og er sú kenning alltaf að styrkjast. Einnig hef ég áður haldið fram og sagt um rjúpuna á undanförnum miss- erum og árum að hún komi í svo- nefndum rjúpnagusum eftir norð- austanbylji frá Grænlandi í þúsundavís og sú kenning er alltaf að styrkjast meir og meir. Ég hef mínar staðreyndir og sannanir um það. Sjómenn á togurum sem hafa verið staddir út af Vestfjörðum í norðaustanbyl og brælu hafa margsinnis séð stóra hópa af rjúp- um fljúga framhjá skipunum eða jafnvel settust þær á togarana í tugum. Og nú síðastliðið haust 2002 fréttist af rjúpum sem settust á skip sem voru á veiðum út af Vestfjörðum, og þetta er stað- reynd. Ég sjálfur hef í nokkur skipti lent í þessum svonefndu rjúpna- gusum á þurru landi og það var í öll skiptin eftir norðaustanbyl, og það var ekki neitt smámagn af rjúpu sem kom hingað til Íslands frá Grænlandi, það voru þúsundir. Fyrir hverjum ertu að friða rjúpuna, eða friða hvað? Veistu ekki að rjúpan hefur vængi og hún spyr ekki um nein landamæri þeg- ar hún kemur hingað frá Græn- landi tollfrjáls í byljum nóvember- og desembermánaða á jólaborð landsmanna? Ég verð að segja þér, frú ráð- herra, í einlægni sagt ef þú veist það ekki, að á fyrri parti síðustu aldar voru um 300 þúsund rjúpur seldar úr landi sem tekjuöflun, þá voru rjúpurnar að mestu snaraðar. En síðustu árin hér á Íslandi hefur heildarveiðin verið ríflega 100 þús- und rjúpur. Frú ráðherra, vissirðu hvað þú varst að gera með þessari vanhugsuðu þriggja ára friðun sem er ekkert annað en hið versta, argasta bull? Sölubann er sömuleiðis rakasta bull, veiðimaðurinn á sína föstu kúnna. Fyrir þig sem friðunar- sinna hefði verið miklu nær að koma með þá tillögu sem ég get fullyrt að hefði verið samþykkt á hinu háa alþingi og hjá veiðimönn- unum sjálfum. Hún er svona: Að einungis yrði leyft að veiða rjúpu í nóvember ár hvert. Röksemdir: Október er iðulega snjólaus en rjúpan hvít og þannig auðveld bráð. Nóvember er iðu- lega flekkóttur af snjó, þannig betri fyrir rjúpuna en verri fyrir manninn. Í desember er rjúpan komin til byggða í kjarr og gild- rög, þannig að fyrir vanan veiði- mann er oft auðvelt að finna hana. Að endingu, frú ráðherra, í guð- anna bænum hættu við þessa þriggja ára friðunarvitleysu þína og þeirra misvitru ráðgjafa sem þú hefur á þínum lélegu snærum. Reglugerðaruglið þitt (bannið) verður tekið upp á alþingi á kom- andi þingi nú í haust. Hvað varðar vá rjúpunnar þá er jafnvitlaust að setja hana á einhvern válista og að þú settir máva og hrafna á válista sem er eitt allsherjar bull. Kannski fer refurinn og minkurinn á þennan válista, það kæmi mér ekki á óvart, slík er þessi friðunar- vitleysa orðin. JÓN HALLDÓRSSON, Miðtúni 1, Hólmavík. Umhverfisverndar- og friðunarsinninn umhverfisráðherra Frá Jóni Halldórssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.