Morgunblaðið - 02.09.2003, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 02.09.2003, Qupperneq 45
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænastund. Léttur málsverður á sanngjörnu verði að helgistund lokinni. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja, eldri borgarar. Pútt alla morgna ef veður leyfir frá kl. 10. Félagsvist mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13. . Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Laugarneskirkja. TTT-starfið byrjar í dag kl. 16:15. Það er ætlað krökkum í 5.–7. bekk. Umsjón Þorkell Sigurbjörnsson og Andri Bjarnason. Fullorðinsfræðsla kl. 20:00 hefur göngu sína á nýju starfsári. Fyrsta námskeið vetrarins stendur í sjö vikur og ber yfirskriftina: „Trúir þú því?“. Sr. Bjarni Karlsson fjallar um iðkun trú- arinnar og kallar til ýmsa sem gefa innsýn í sína persónulegu trúariðkun. Námskeiðið hefst kl. 20:00 og stendur til 20:55. Engr- ar forkunnáttu krafist og ekkert nám- skeiðsgjald, en þátttakendur beðnir að hafa með sér Biblíur eða Nýja testamenti. Gengið inn um dyr, bakatil, á austurgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21:00. Þorvaldur Halldórsson leiðir þess- ar frábæru samverur, sem nú fara af stað eftir sumarfrí. Gunnar Gunnarsson leikur á flygilinn og Hannes Guðrúnarson á klass- ískan gítar. Sr. Bjarni flytur Guðs orð og bæn. Gengið inn um aðaldyr kirkju eða komið beint inn úr Fullorðinsfræðslunni. Kirkjustarf aldraðra í Reykjavíkurpró- fastsdæmum. Samkirkjuleg guðsþjónusta í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu nk. mið- vikudag 3. september kl. 14:00. Stjórn- andi er Vörður L. Traustason, Geir Jón Þór- isson prédikar. Lögreglukórinn syngur og leiðir almennan söng. Organisti er Árni Ar- inbjarnarson. Á eftir verða kaffiveitingar í neðri sal kirkjunnar. Þessi guðsþjónusta er samstarfsverkefni Ellimálaráðs Reykja- víkurprófastsdæma og Hvítasunnukirkj- unnar Fíladelfíu og henni er útvarpað frá Lindinni fm. 102.9. Allir eru velkomnir og eru eldri borgarar sérstaklega hvattir til að taka þátt í guðsþjónustunni sem markar upphaf vetrarstarsins. Digraneskirkja: Innritun í Unglingakór Digraneskirkju verður í kirkjunni kl. 17 til kl. 18. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Vídalínskirkja. Opið hús kl. 13–16. Spilað og spjallað. Nanna Guðrún mætt aftur eftir frí galvösk að vanda. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Brauðsbrotning og bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Kirkjan er opin almenningi alla daga kl. 10–12 og 14–17. Safnaðarstarf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 45 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þið eruð heiðarleg, sann- gjörn og gangið hreint til verks. Þið þurfið að læra eitthvað nýtt á þessu ári sem kallar á meiri einveru. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Vinnan eða heilsan stendur í vegi fyrir fyrirætlunum ykkar í dag. Sættið ykkur við það að stundum getur maður ekki gert nema eitt í einu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Skyldur ykkar standa í vegi fyrir því að þið getið gert eitt- hvað óvenjulegt til að gleðja börn ykkar eða aðra ástvini. Reynið að sætta ykkur við tak- markanir ykkar og samræma hlutina sem best þið getið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tunglið er á móti merkinu ykkar og því þurfið þið að sýna fjölskyldunni og öðrum sem koma inn á heimilið sérstaka þolinmæði. Þetta er ekkert sem þið ráðið ekki við. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Gerðu ráð fyrir töfum í sam- göngum í dag. Það eru líkur á að bíllinn bili eða að þú missir af strætó. Gefðu þér góðan tíma til að komast þangað sem þú þarft að fara. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gamalt indíánaspakmæli segir að þeir sem elski fjölskyldu sína verði aldrei ríkir. Brjótið upp hugmyndir ykkar um fjöl- skylduna og sýnið öðrum ör- læti. Við erum öll á sama báti. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það eru fjórar plánetur í meyj- armerkinu og tunglið gerir sambúð þeirra óvenju erfiða. Sýnið öðrum sérstaka þol- inmæði Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reyndu að gefa þér tíma til að vera ein/n með sjálfri/um þér í dag til að hugsa málin. Þú munt hafa gott af einveru í þægilegu umhverfi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gamlir vinir skjóta upp koll- inum á ný. Þetta getur af ein- hverjum ástæðum þýtt aukin fjárútlát. Reynið að vera sjálf- um ykkur trú. Þið þurfið ekki að sanna ykkur fyrir neinum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Forðastu deilur við yfirmenn þína og aðra yfirboðara í dag. Það er hætt við að það fjúki í þig og þú segir eitthvað sem veikir stöðu þína. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hugrenningar um framandi menningarheima geta opnað augu þín fyrir nýjum hliðum á málunum Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er hætt við að þú lendir í deilum við vin um það hvernig þið eigið að skipta hlutunum. Treystu innsæi þínu en hafðu jafnframt í huga að vinur þinn vill vel. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Forðist deilur við yfirboðara í dag. Reynið jafnframt að gera mökum ykkar og foreldrum til hæfis. Látið ekki draga ykkur inn í deilur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HÁFJÖLLIN Þú, bláfjalla geimur með heiðjöklahring, um hásumar flý ég þér að hjarta. Ó, tak mig í faðm. Minn söknuð burt ég syng um sumarkvöld við álftavatnið bjarta. Þín ásjóna, móðir, hér yfir mér skín með alskærum tárum kristals dagga. Und miðsumars himni sé hvílan mín. Hér skaltu, Ísland, barni þínu vagga. Hér andar guðs blær, og hér verð ég svo frjáls, í hæðir ég berst til ljóssins strauma, æ lengra, æ lengra að lindum himinbáls, unz leiðist ég í sólu fegri drauma. Steingrímur Thorsteinsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 2. sept- ember er fimmtugur Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, Birkivöll- um 26, Selfossi. Eiginkona hans er Þórdís Jónsdóttir. Þau eru stödd erlendis. ÞESSAR duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu kr. 1.700. Þær eru María Rún Ólafsdóttir og Kristín Ósk Björnsdóttir. Miklu masi fylgir alltaf sú áhætta að tala af sér. Suð- ur verður sagnhafi í fjór- um hjörtum eftir að vest- ur hefur sýnt spaða og tígul: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠ ÁG64 ♥ D9 ♦ K103 ♣DG94 Suður ♠ 72 ♥ ÁKG1085 ♦ 54 ♣Á103 Vestur Norður Austur Suður -- 1 lauf 1 spaði 2 hjörtu Pass 2 grönd 3 tíglar 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspilið er spaðadrottn- ing, sem suður tekur og spilar D9 í trompi. Austur fylgir lit. Hvernig á að halda áfram? Austur á minnst tíu spil í litunum sínum og því í mesta lagi eitt lauf. Og hann á örugglega ÁD í tígli. Laufkóngurinn gæti verið stakur, en ef ekki, blasa við fjórir tapslagir. En þó útlitið sé heldur dökkt, er tígultían ljós í myrkrinu: Norður ♠ ÁG64 ♥ D9 ♦ K103 ♣DG94 Vestur Austur ♠ D8 ♠ K10953 ♥ 432 ♥ 76 ♦ 976 ♦ ÁDG82 ♣K7652 ♣8 Suður ♠ 72 ♥ ÁKG1085 ♦ 54 ♣Á103 Sagnhafi tekur þriðja trompið af vestri og legg- ur niður laufás. Spilar síð- an tígli að blindum og læt- ur TÍUNA! Austur á tvo slæma kosti: Ef hann tekur tvo tígulslagi og spaðakóng, fara laufin heima niður í tígulkóng og spaðagosa, því austur verður að spila blindum inn. Hinn mögu- leiki austurs er að halda valdinu á öðrum litum og gefa sagnhafa einn slag í borði, en þá hverfur tap- slagur suðurs í þeim lit sem austur sparar. Og þá má gefa slag á laufkóng. Sagngleði austurs er auðvitað lykillinn að þess- ari skemmtilegu leið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson ÞESSI duglegi drengur, Bjarni H. Magnússon, hélt tombólu til styrktar Styrkt- arfélagi krabbameins- sjúkra barna og safnaði hann kr. 2.507. ÞESSI duglega stúlka, Elín Ásta Finnsdóttir, var með hlutaveltu til styrktar Rauða krossi Íslands og safnaði hún kr. 1.684. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. cxd5 exd5 5. Bg5 Be7 6. e3 c6 7. Dc2 O-O 8. Bd3 Rbd7 9. Rge2 He8 10. h3 Rf8 11. O- O-O Re4 12. Bxe7 Dxe7 13. Bxe4 dxe4 14. g4 f5 15. Hdg1 Kh8 16. Rf4 b5 17. Kb1 a5 18. Rce2 Ha6 19. gxf5 Bxf5 20. h4 a4 21. Hg5 Df7 22. Hhg1 Re6 23. H5g3 Hg8 24. h5 h6 25. Ka1 Rg5 26. Rg6+ Kh7 27. Rh4 Rf3 Staðan kom upp í landsliðsflokki Skák- þings Íslands sem fram fer í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hannes SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Hlífar Stefánsson (2560) hafði hvítt gegn Sævari Bjarnasyni (2269). 28. Hxf3! exf3 29. Rxf5 Db3 30. De4 Dd5 31. Db1 og svartur gafst upp. 10. umferð Skákþings Íslands hefst í dag kl. 17.00 í Hafnarborg í Hafnarfirði. HLUTAVELTA Hvað áttu við með að við tölum ekkert saman? Í gær sendi ég þér fax sem svar við spurningunni sem þú talaðir inn á símsvarann minn! MEÐ MORGUNKAFFINU KIRKJUSTARF NÚ er vetrarstarfið hjá Barna- og Unglingakórunum í Bústaðakirkju senn að hefjast. Að vanda verður kórstarfið létt og líflegt og geta börnin byrjað að syngja í Englakór 5 ára gömul. Barnakór er fyrir 7-9 ára, Stúlknakór 10-12 ára og Kamm- erkór fyrir 13 ára og eldri. Þá verð- ur Bjöllukór fyrir þau sem geta lesið nótur og eru orðin 11 ára. Stjórn- andi allra kóranna er Jóhanna V. Þórhallsdóttir, en undirleikari á æf- ingum Stúlkna-og Kammerkórs er Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Innritun í Engla- Barna- Stúlkna- Kammer- og Bjöllukóra verður í Bú- staðakirkju, miðvikudaginn 3.sept- ember og fimmtudaginn 4.sept- ember kl. 15-17. Kennsla hefst mánudaginn 8.sept- ember. Nánari upplýsingar eru á kirkja.is Tólf sporin – andlegt ferðalag í kirkju Óháða safnaðarins BOÐIÐ verður upp á tólf sporin – andlegt ferðalag í kirkju Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, í vetur. Unnið verður með bókina Tólf sporin – andlegt feðalag í nýrri og endurbættri þýðingu Margrétar Eggertsdóttur. Fyrsti kynningarfundur verður fimmtudaginn 4. september kl. 19 og síðan á hverjum fimmtudegi. Þessir fundir eru 4 talsins og eru öllum opnir til þess að kynna sér starfið og gera það upp við sig hvort þeir vilji taka þátt í því í vetur. Á 4. fundi er hópunum lokað og ekki fleirum bætti inn og hið raunverulega tólf spora starf hefst. Tólf spora vinnan sem hér er unn- in hentar öllum þeim sem í einlægni vilja vinna með tilfinningar sínar, öðlast betri líðan og meiri lífsfyll- ingu, þar sem leitað er styrks í kristna trú. Umsjón og upplýsingar eru í höndum Ragnars Kristjánssonar í síma 690 6694. Allir eru hjartanlega velkomnir. Vetrarstarf Barna-og Unglingakórs Bústaðakirkju Bústaðakirkja alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.