Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRISTJÁN Örn Sigurðsson var í leikbanni og fylgdist með leiknum frá hliðarlínunni. „Það var mjög gaman að sjá strákana klára þetta í kvöld. Þeir léku vel og það var fínt að horfa á leikinn frá hliðarlínunni þó að það hefði verið skemmtilegra að vera inná. Þó að Grindavík hafi sótt af töluverðum krafti sáum við um að skora mörkin og það er það sem gildir í fótboltanum. Mér fannst sigur okkar vera sanngjarn og nokkuð öruggur. Ég bjóst ekki við því að við yrðum Íslandsmeistarar í kvöld. Ég vissi að við gætum sigrað í Grindavík en ég hélt að Fylkir myndi ekki tapa í Árbænum fyrir ÍA. Við eigum titilinn skilið og það sem hefur skilað okkur hon- um er mikil barátta og vinnusemi,“ sagði varnarmað- urinn sterki en hann hefur verið valinn í íslenska lands- liðshópinn sem undirbýr sig fyrir átökin gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli næsta laugardag í und- ankeppni Evrópukeppni landsliða. Þar mun hann hitta fyrir eldri bróður sinn, Lárus Orra, sem leikur með enska 1. deildarliðinu WBA en faðir þeirra Sigurður Lárusson lék einnig með landsliðinu á árum áður. Skemmtilegra að vera inná ÓLAFUR Örn Bjarnason, fyrirliði Grindavíkur, var á því að Grindavík hefði ekki verið slakari aðilinn í leikn- um gegn KR. „Við vorum að leika ágætlega í dag en það er ekki spurt að því í leikslok. Við vorum klaufar upp við mark KR og við gáfum þeim einnig mjög ódýr mörk. Ég er mjög ósáttur við að annað markið hjá KR hafi verið dæmt gilt. Boltinn fór í höndina á leikmanni KR og því hefði markið ekki átt að standa. Við áttum fjölmörg skot að marki en við verðum að nýta miklu betur færin sem við erum að fá. Það er ljóst að við erum enn í hörkufallbaráttu þó að við séum með 22 stig. Við verðum að gjöra svo vel að innbyrða fleiri stig til að vera öruggir um að halda sæti okkar í deildinni,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason en hann er í íslenska landsliðs- hópnum sem undirbýr sig fyrir leikinn gegn Þjóð- verjum n.k. laugardag. Grindvíkingar eiga eftir að leika gegn Skagamönn- um á útivelli í næstu umferð en í lokumferðinni mætir Grindavíkur liði KA frá Akureyri á heimavelli þar sem örlög liðanna í fallbaráttunni munu ráðast endanlega. Vorum klaufar og gáfum ódýr mörk  TVÖ met í yngri aldursflokkum féllu á opna Reykjavíkurmeistara- mótinu í frjálsíþróttum sem fram fór á Laugardalsvelli um helgina. Berg- ur Ingi Pétursson, FH, bætti eigið met í sleggjukasti drengja um 1,58 m, er hann kastaði 5,5 kg sleggju 64,94 metra. Þá bætti Ragnheiður Anna Þórsdóttir, Breiðabliki, telpnametið í kúluvarpi er hún varp- aði 3 kg kúlu 12,16 metra, en hún átti sjálf gamla metið ásamt Evu Krist- ínu Kristjánsdóttur, HSH, en það var 11,96.  BJÖRN Margeirsson, úr Breiða- bliki, hljóp 800 metra á 1.52,86 mín- útum sem er næst besti árangur hans í greininni.  MARKVÖRÐURINN Nigel Mart- yn hefur verið seldur til Everton frá Leeds United. Martyn missti sæti sitt í byrjunarliði Leeds til Paul Rob- inson á síðasta tímabili. Martyn, sem lék rúmlega 300 leiki fyrir Leeds á sjö árum og á þriðja tug landsleikja fyrir England, er ætlað að vera Rich- ard Wright til halds og trausts en Wright er meiddur á hné og gat ekki leikið með Everton gegn Liverpool á laugardaginn af þeim sökum.  BRASILÍUMAÐURINN Roque Junior mun leika með Leeds United í vetur en hann er 27 ára gamall varnarmaður. Leeds fær brasilíska landsliðsmanninn lánaðan frá AC Milan út tímabilið.  BRASILÍSKI miðjumaðurinn Kleberson, sem leikur með knatt- spyrnuliðinu Manchester United, verður frá keppni um óákveðinn tíma en hann fór úr axlarlið í leik liðsins gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Annar miðjumaður United, Paul Scholes, er einnig frá vegna veikinda.  BENJAMIN Lauth, sóknarmaður- inn ungi frá 1860 München, verður ekki í A-landsliðshóp Þjóðverja gegn Íslendingum á laugardaginn. Rudi Völler valdi hann í 22ja manna hóp sinn en hefur ákveðið að láta Lauth einbeita sér að 21 árs landsliðinu. Kevin Kuranyi frá Stuttgart, sem einnig er gjaldgengur með 21 árs lið- inu, verður hinsvegar í A-hópnum.  TOTTENHAM og Charlton skiptu á leikmönnum í gær. Varnarmaður- inn Paul Konchesky hefur verið lán- aður í einn mánuð til Tottenham og Chris Perry fór til Charlton.  EVERTON keypti í gær skoska sóknarmanninn James McFadden frá Motherwell. McFadden er 20 ára gamall og hefur skorað 32 mörk í 58 leikjum með Motherwell.  GYLFI Einarsson lék frá upphafi til enda í viðureign Lilleström og Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í gær. Liðin skildu jöfn í markalaus- um leik á heimavelli Vålerenga, Ullevål-leikvanginum í Ósló. FÓLK „VIÐ reyndum að hugsa sem minnstum það að við gætum orðið meist-arar í kvöld. Þess í stað ætluðum við að einbeita okkur að þessum leik og sjá síðan til hvernig færi í Árbænum. Þetta er samt mjög kærkomið að vinna núna,“ sagði Kristján Finn- bogason, markvörður og fyrirliði KR alsæll í leikslok. „Þetta er búið að vera fínt hjá okk- ur í sumar, við lentum reyndar í erf- iðleikum í byrjun móts en síðan small þetta saman og hefur gengið vel síðan. Við biðum lengi eftir titli en síðan við unnum 1999 þá hefur gengið vel, klikkuðum reyndar eitt árið,“ sagði Kristján en hann var með vott af flensu í leiknum í gær. Um leikinn sagði Kristján. „Grindvíkingar eru með sterkt lið og sóttu nokkuð stíft á okkur en það tókst að koma í veg fyrir að þeir skoruðu fleiri mörk. Við sýndum styrk okkar með því að halda áfram af fullum krafti þrátt fyrir að lenda undir. Arnar (Gunnlaugsson) er kominn í gang og það er mjög ánægjulegt.“ „Einbeittum okkur að þessum leik“ Er það eitthvað sérstakt sem hef-ur skilað ykkur árangrinum í sumar? „Það er mjög erfitt að benda á eitt- hvað eitt sérstakt. Ég þyrfti eigin- lega að skila heilli ritgerð til þess að útskýra hvað það er sem hefur skilað okkur þessum góða árangri. Það er mikill metnaður í KR og það hefur alltaf verið. Við eigum frábæra stuðningsmenn sem fylgja okkur hvert sem er. Það er mikill karakter og samstaða í leikmannahópnum og leikmennirnir hafa mikinn metnað. Öll þessi atriði hafa mikið að segja.“ Hefurðu áhyggjur af því að það komi núna eitthvert bakslag hjá lið- inu? „Nei, ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Mér finnst allt í lagi að leik- menn njóti stundarinnar í nokkra daga. Við förum samt fljótlega að byrja okkar undirbúning fyrir und- anúrslitaleikinn sem fer fram í næstu viku. Næsta markmið okkar er að vinna sæti í bikarúrslitaleikn- um en það verður alls ekki auðvelt,“ sagði Willum Þór en hann hefur fagnað Íslandsmeistaratitli í aðeins tveimur tilraunum sem þjálfari. Góð samstaða einkennir KR „ÁÐUR en við lögðum af stað til Grindavíkur vorum við ekkert að velta því fyrir okkur að við gætum orðið meistarar eftir leikinn. Við komum hingað til að spila vel og það gerðum við. Við lögðum upp leikinn með að leika sterkan varnarleik því Grindavík er með mjög gott lið. KR-liðið barðist af miklum krafti í kvöld og gaf fá færi á sér og ég tel að sigur okkar hafi verið sanngjarn,“ sagði Willum Þór Þórsson þjálfari KR. Markaskorararnir Arnar Gunnlaugsson og Sigurvin Ólafsson. Grindavík 1:3 KR Leikskipulag: 4-5-1 Landsbankadeildin, 16. umferð Grindavíkurvöllur Mánudaginn 1. september 2003 Aðstæður: Strekkingu á annað markið, blautur völlur en góður. Áhorfendur: 1.127 Dómari: Jóhannes Valgeirsson, KA, 5 Aðstoðardómarar: Ingvar Guðfinnsson, Eyjólfur Finnsson Skot á mark: 20(8) - 9(5) Hornspyrnur: 9 - 4 Rangstöður: 5 - 5 Leikskipulag: 4-4-2 Helgi Már Helgason Óðinn Árnason Sinisa Kekic M Ólafur Örn Bjarnason M Gestur Gylfason Óli Stefán Flóventsson Mathias Jack Ray Anthony Jónsson MM Guðmundur A. Bjarnason Paul McShane Alfreð Elías Jóhannsson M Kristján Finnbogason M Jökull I. Elísabetarson Kristinn Hafliðason M Gunnar Einarsson Sigursteinn Gíslason M Sigurvin Ólafsson M Kristinn Magnússon M Bjarki B. Gunnlaugsson (Sverrir Bergsteinsson 83.) Einar Þór Daníelsson M (Arnar Jón Sigurgeirsson 89.) Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Garðar Jóhannsson 64.) Arnar B. Gunnlaugsson M 1:0 (10.) Eftir aukaspyrnu frá hægri kanti þar sem boltinn var sendur inn á víta- teig KR, var dæmd vítaspyrna á Bjarka Gunnlaugsson, sem togaði í einn Grindvíkinginn. Úr spyrnunni skoraði Ólafur Örn Bjarnason af ör- yggi í vinstri helming marksins en Kristján Finnbogason skutlaði sér í hitt hornið. 1:1 (19.) Kristinn Magnússon gaf háa sendingu af hægri kanti inn undir víta- tiegslínu Grindvíkinga. Helgi Már markvörður kom út úr markinu, kall- aði á boltann og Sinisa Kekic fór frá en Helgi Már náði ekki til knatt- arins sem datt fyrir fætur Arnars Gunnlaugssonar sem skoraði af öryggi í autt markið. 1:2 (41.) Sigurvin Ólafsson vann boltann á hægri vængnum, gaf inn í teiginn hægra meginn á Sigurð Ragnar sem sendi fyrir inn á markteiginn. Tví- burarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir voru báðir á staðnum, hittu ekki í fyrri tilrauninni en Arnar fékk aðra tilraun og skoraði. 1:3 (60.) Eftir laglega sókn KR upp miðjunna renndi Arnar boltanum út á Sig- urvin Ólafsson sem leitaði að samherja en fann engan þannig að hann skaut að marki þrátt fyrir að vera um 35 metra frá því. Og þvílíkt mark. Boltinn söng í netinu efst í vinstra markhorninu. Gul spjöld: Alfreð Elías Jóhannsson, Grindavík (69.) fyrir mótmæli.  Óðinn Árnason, Grindavík (74.) fyrir brot.  Bjarki B. Gunnlaugsson, KR (77.) fyrir mótmæli.  Jökull I. Elísabetarson, KR (88.) fyrir mótmæli. Rauð spjöld: Engin Meistari í leðurjakka og gallabuxum „ÞAÐ er ekkert verra að verða Íslandsmeistari í leðurjakka og gallabuxum. Þetta er æðislegt, alveg stórglæsilegt,“ sagði Veigar Páll Gunnarsson, einn besti maður KR í sumar eftir leikinn en hann tók út leikbann og fylgdist því með félögum sínum af hliðarlínunni. „Strákarnir spiluðu vel í kvöld, rétt eins og við höfum gert í síð- ustu leikjum. Ég átti nú ekki von á því í sumar að við tryggðum okkur meist- aratitilinn þegar tvær umferðir væru eftir. Þetta er mjög gaman en á vissan hátt dálítið furðulegt, en við verðum auðvitað að koma okkur niður á jörðina strax því það eru tveir leikir eftir í deildinni auk bikarsins. Við ætlum að sjálfsögðu að halda okkar striki það sem eftir er mótsins þannig að liðin ganga ekkert að vísum stigum gegn okkur þó svo við séum búnir að vinna,“ sagði Veigar Páll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.