Morgunblaðið - 02.09.2003, Side 47

Morgunblaðið - 02.09.2003, Side 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 47 ARNAR Gunnlaugsson skoraði tvö mörk fyrir KR en hann hefur gert fimm mörk í síðustu tveimur leikj- um fyrir liðið. „Þetta var mjög erf- iður leikur. Grindavík er með frá- bært lið og það er erfitt að leika gegn þeim. Aðstæðurnar voru frek- ar erfiðar en okkur tókst að sigra og það er það eina sem skiptir máli. Ég bjóst ekki við því að við yrðum meistarar í kvöld en það var frá- bært að klára þetta. Nú tökum við stefnuna á að sigra í bikarnum líka. Að vinna tvöfalt væri æðislegt og vonandi gerist það,“ sagði Arnar Gunnlaugsson en hann hefur nú skorað 7 mörk það sem af er Ís- landsmótinu og þar af 5 mörk í síð- ustu tveimur leikjum liðsins. Markahæstu leikmenn Íslandsmóts- ins eru þeir Björgólfur Takefusa og Sören Hermansen hjá Þrótti en þeir hafa báðir skorað 10 mörk í 16 leikjum. Þess má geta að Arnar skoraði 15 mörk í 7 leikjum fyrir Skagamenn er liðið varð Íslands- meistari árið 1995 og má því búast við því að hann fái úr miklu að moða í framlínu liðsins í næstu leikjum. Við erum langbesta liðið á landinu Bjarki Gunnlaugsson þurfti að fara meiddur af velli á 83.mínútu eftir að hafa fengið spark í hnéð á sér. „Ég fékk slæmt spark í mig en þetta er ekkert alvarlegt. Þetta fylgir fótboltanum og við þessu er ekkert að gera. Ég held að flestir hafi ekki búist við því að við yrðum meistarar í kvöld en það var fínt að klára þetta í Grindavík. Það er frá- bær árangur að tryggja sér titilinn þegar tveimur umferðum er enn ólokið. Við höfum verið að leika mjög vel í júlí og ágúst og við erum enn að bæta okkur. Það eru spenn- andi tímar framundan því við erum í undanúrslitum í bikarnum og við ætlum okkur í úrslitaleikinn, það er engin spurning. Fyrr í sumar vor- um við ekki að leika nægilega vel en við náðum samt að sigra í mörg- um leikjum þó að spilamennskan hafi ekki verið burðug. Liðið hefur sýnt mikinn karakter og þegar við komust á almennilegt skrið var ljóst að við erum með langbesta lið- ið á landinu,“ sagði Bjarki.  HELGA Þorvaldsdóttir, einn af burðarásum kvennaliðs KR í körfu- knattleik undanfarin ár, verður ekki með liðinu í vetur þar sem hún á von á barni. Hinsvegar munu Linda Stefánsdóttir og Sigrún Skarphéð- insdóttir taka fram skóna á ný og leika með KR. Þetta kemur fram í viðtali við Grétu Grétarsdóttur, þjálfara KR-liðsins, á heimasíðu fé- lagsins.  PATREKUR Jóhannesson skor- aði 4 mörk, þaraf eitt úr vítakasti þegar Bidasoa tapaði fyrir Ademar Leon, 33:25, í æfingaleik um síðustu helgi. Heiðmar Felixson, sem einnig leikur með Bidasoa, skoraði einnig fjögur mörk í leiknum.  ÓLAFUR Stefánsson gerði fjögur mörk, þaraf þrjú úr vítaköstum, þegar lið hans Ciudad Real vann Prasa Pozoblanco, 36:20, í æfinga- leik. Keppni í spænsku 1. deildinni í handknattleik hefst laugardaginn 13. september.  DAVE Jones, knattspyrnustjóri Wolves, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Þrátt fyrir að Wolves hafi byrjað leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni mjög illa hafa forráðamenn Wolves tröllatrú á Jones. „Ég er mjög ánægður með þennan nýja samning og nú get ég algjörlega einbeitt mér að knattspyrnunni hjá Wolves,“ sagði Jones.  LINDSEY Hunter mun leika með Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta næsta vetur. Hunter var í herbúðum Toronto Raptors á síð- asta tímabili en hann spilar í stöðu bakvarðar. Hann skoraði að meðal- tali 9,7 stig í leik síðasta vetur.  FRANCIS Jeffers, sóknarmaður Arsenal, hefur verið lánaður til Everton út leiktíðina. Arsenal keypti Jeffers frá Everton árið 2001 en honum hefur gengið illa hjá Ars- enal og fengið fá tækifæri með að- alliðinu.  Í GÆR voru innsigluð kaup Chelsea á Claude Makelele frá Real Madrid fyrir 16 millj. punda, jafn- virði tveggja milljarða króna. Þetta voru síðustu kaup félagsins sem hef- ur eytt yfir 100 millj. punda í nýja leikmenn á nokkrum vikum.  GARY Megson, knattspyrnustjóri WBA, sem Lárus Orri Sigurðsson leikur með, var í gær útnefndur knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku 1. deildinni. WBA féll úr úr- valsdeildinni í vor en hefur hafið vertíðina í 1. deildinni af krafti og unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum og er í efsta sæti deildarinn- ar.  BRIAN Horton, knattspyrnu- stjóri Port Vale, var valinn knatt- spyrnustjóri 2. deildar fyrir ágúst mánuð. FÓLK KR-ingar fögnuðu þegar flautaðvar til leiksloka, en á sama tíma skoruðu Skagamenn í Árbænum og þá var fagnað enn frekar. Nokkur efi læddist þó að KR- ingum þegar þeir gerðu sér ljósa grein fyrir því að leikurinn í Árbænum var ekki búinn og allt gat gerst. Ekki það að með sigrinum voru þeir svo gott sem búnir að tryggja sér Íslands- meistaratitilinn, þó svo Fylkir næði að jafna. Það gekk ekki eftir og þeg- ar flautað var til leiksloka á Fylk- isvelli var loks komin ástæða til að fagna af innileik. Og það gerðu KR- ingar. Þeir höfðu líka fulla ástæðu til því þeir lögðu hart að sér í leiknum við Grindavík. Tveir bestu menn þeirra í sumar voru í banni, Kristján Sig- urðsson og Veigar Páll Gunnarsson en það breytti engu fyrir þá. Krist- inn Hafliðason fór í miðvörðinn og stóð sig vel þar og Kristinn Magnús- son kom á miðjuna og skilaði sínu hlutverki vel. Grindvíkingar sáu samt að mestu um að sækja í leiknum og oft munaði sáralitlu að þeim tækist að fá úrvals færi. Vítaspyrnan kom upp úr litlu sem engu og sóknir heimamanna héldu áfram eftir hana en samt voru það gestirnir sem skoruðu næsta mark – og reyndar næstu þrjú mörk. Fyrsta markið var klaufalegt og skráist á Helga Má Helgason, hinn unga markvörð Grindvíkinga. Alfreð Elías Jóhannsson fékk trú- lega besta færi leiksins um miðjan fyrri hálfleik, fékk sendingu inn á markteiginn en lagði boltann rétt framhjá markinu. Leiðinlegt, því hann var gríðarlega duglegur í gær og átti fínan leik. Þó svo heimamenn hafi sótt meira þá komu ekki mörg hættuleg færi, það hættulegasta í fyrri hálfleik var undir lok hans en Kristján Finn- bogason varði meistaralega þegar Kristinn Hafliðason var nærri búinn að setja boltann í eigið mark. Hin svokölluðu hálffæri héldu áfram að falla Grindvíkingum í skaut, en ekki tókst að skora. Það tókst hins vegar gestunum og það var ekkert smámark hjá Sigurvini Ólafssyni. Bæði lið áttu góð skot að marki það sem eftir lifði leiks, Kristján varði vel frá Ray og Alfreð og hinum megin varði Helgi Már meistaralega frá Kristni Magnússyni. Grindvíkingar hefðu hæglega get- að krækt í öll stigin í leiknum, en til þess þarf að skora meira en mótherj- inn. Tvö klaufamörk og eitt glæsi- mark KR var meira en Grindvíking- ar réðu við að þessu sinni og verða þeir að ná í einhver stig í síðustu um- ferðunum til að vera öruggir um sæti sitt í deildinni. KR-ingar léku gríðarlega skyn- samlega í gær. Þeir létu Grindvík- inga um að sækja að mestu, en lok- uðu svæðum vel og héldu þeim að mestu í skefjum. Síðan var sótt hratt þegar færi gafst og það gaf svo sann- arlega góða raun í gær. KR mætir liði ÍBV í næst síðustu umferð Íslandsmótsins á heimavelli sínum í Frostaskjóli þar sem liðið mun eflaust fá afhent sigurverðlaun- in en lið ÍBV rær nú lífróðri um að halda sæti sínu í deildinni. Í lokaumferðinni mætir KR liði FH í Kaplakrika en sömu lið eigast við í undanúrslitum VISA-bikar- keppninnar þann 10. september á Laugardalsvelli. Það er því í mörg horn að líta hjá Íslandsmeisturum KR og eflaust ætla menn þar á bæ að fagna öðrum titli í lok september. KR fagnaði titl- inum í Grindavík ÞRÁTT fyrir að Grindvíkingar ættu mun fleiri skot að marki og fengju betri marktækifæri tókst þeim ekki að leggja KR að velli í Landsbankadeildinni í gær. KR-ingar nýttu færin vel, unnu 3:1 og fögnuðu í lokin bæði sigrinum í Grindavík og Íslandsmeistaratitl- inum sem Skagamenn tryggðu þeim með því að leggja Fylki í Ár- bænum á sama tíma. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Morgunblaðið/Jim Smart KR-ingar fjölmenntu til Grindavíkur í gær og urðu ekki fyrir vonbrigðum þar sem Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Við ætlum okkur að vinna báða titlana sem eru í boði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.