Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 48
ÍÞRÓTTIR 48 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ á Svarfhólsvelli við Selfoss laugardaginn 6. sept. 2003. Ræst út á öllum teigum kl. 10.00. Verðlaun verða glæsileg að venju. 1. 2. og 3. verðlaun karla og kvenna, auk nándarverðlauna á par 3 brautum. Þátttakendur vinsamlegast skráið ykkur í Víkinni fyrir 5. sept., sími 581 3245. Fulltrúaráð. Haustmót Víkings í golfi KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild Grindavík - KR..........................................1:3 Ólafur Örn Bjarnason 10. (vítasp.) - Arnar Gunnlaugsson 19.,41., Sigurvin Ólafsson 60. Fylkir - ÍA..................................................0:1 Kári Steinn Reynisson 86. Staðan: KR 16 10 3 3 28:18 33 ÍA 16 7 5 4 24:19 26 Fylkir 16 8 2 6 22:20 26 FH 16 7 3 6 26:24 24 Þróttur R. 16 7 1 8 27:25 22 Grindavík 16 7 1 8 22:28 22 ÍBV 16 6 2 8 22:24 20 Fram 16 6 2 8 21:28 20 KA 16 5 3 8 26:25 18 Valur 16 5 2 9 20:27 17 Markahæstir: Björgólfur Takefusa, Þróttur R............... 10 Sören Hermansen, Þróttur R. ................. 10 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV ............. 9 Steinar Tenden, KA .................................... 8 Arnar B. Gunnlaugsson, KR ...................... 7 Veigar Páll Gunnarsson, KR...................... 7 Allan Borgvardt, FH................................... 6 Hreinn Hringsson, KA ............................... 6 Jóhann H. Hreiðarsson, Valur ................... 6 Ágúst Gylfason, Fram................................. 5 Björn Viðar Ásbjörnsson, Fylkir............... 5 Haukur Ingi Guðnason, Fylkir .................. 5 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR .............. 5 Guðjón H. Sveinsson, ÍA............................. 4 Hálfdán Gíslason, Valur.............................. 4 Jónas Grani Garðarsson, FH ..................... 4 Kristján Brooks, Fram ............................... 4 Óli Stefán Flóventsson, Grindavík ............ 4 Sinisa Kekic, Grindavík .............................. 4 Stefán Þór Þórðarson, ÍA........................... 4 17. umferð, 14. september: Valur – Fram, KA – Fylkir, ÍA – Grindavík, KR – ÍBV, Þróttur R. – FH. 18. umferð, 20. september: Fram – Þróttur, Fylkir – Valur, Grindavík – KA, ÍBV – ÍA, FH – KR. England 2. deild: Wycombe - Sheffield Wednesday............1:2 Ítalía Ancona - AC Milan....................................0:2 Andrei Shevchenko 29., 76. Þýskaland Bikarkeppnin, 1. umferð: Offenbach - Eintracht Frankfurt ............1:1  Frankfurt sigraði 3:4 eftir vítaspyrnu- keppni. St. Pauli - Armenia Bielefeld ...................0:0  St. Pauli sigraði 4:3 eftir vítaspyrnu- keppni. Dynamo Dresden - Hamburger SV.........0:1 Noregur Lilleström - Vålerenga .............................0:0 Svíþjóð Gautaborg - Elfsborg................................0:1 Malmö FF - Öster .....................................3:2 Sundsvall - Örebro ....................................0:1 Djurgården - AIK .....................................1:1 Staðan: Djurgården 19 13 2 4 44:17 41 Malmö 20 11 5 4 43:18 38 Hammarby 20 11 5 4 36:26 38 Halmstad 20 10 3 7 33:24 33 Helsingborg 20 9 3 8 24:28 30 Örgryte 20 9 3 8 28:33 30 Örebro 20 8 5 7 25:27 29 AIK 20 7 6 7 28:29 27 Gautaborg 19 7 5 7 26:19 26 Elfsborg 20 6 7 7 20:26 25 Landskrona 20 6 7 7 19:26 25 Öster 20 3 6 11 22:37 15 Sundsvall 20 2 8 10 16:30 14 Enköping 20 2 5 13 19:43 11 JÓN Þorgrímur Stefánsson, knatt- spyrnumaður úr FH, fótbrotnaði í leik liðsins gegn Fram í úrvals- deildinni í fyrrakvöld. Hann leikur því ekki meira með liðinu á þessu keppnistímabili og missir af leikj- um Hafnarfjarðarliðsins gegn Þrótti og KR í deildinni og gegn KR í undanúrslitum bikarkeppninnar. „Þetta gerðist í fyrri hálf- leiknum, Framari steig á ristina á mér í návígi, en ég dofnaði allur upp og vissi ekki af þessu. Mér var skipt út af þegar 20 mínútur voru eftir, menn tóku eftir því að ég var farinn að haltra eitthvað, en sjálfur var ég ekkert hress með að þurfa að fara af velli. Í nótt vaknaði ég síðan við mikinn sársauka, ristin var orðin fjórföld og ég fór beint á slysavarðstofuna. Þar kom í ljós að ég er tvíbrotinn á rist, verð að liggja rúmfastur í viku og þarf að vera í gifsi næstu 6–7 vikurnar að minnsta kosti. Þetta eru gífurleg vonbrigði, þótt stutt sé eftir af tímabilinu erum við í baráttu í efri hluta deildarinnar og svo er hræði- legt að missa af bikarleiknum og mögulegum úrslitaleik þar á eftir,“ sagði Jón Þorgrímur við Morgun- blaðið í gær. Fjarvera hans er mikið áfall fyrir FH-inga því Jón Þorgrímur hefur leikið mjög vel á hægri kantinum hjá þeim í sumar þar sem hann hef- ur verið iðinn við að leggja upp mörg mörk, auk þess sem hann hef- ur skorað þrjú sjálfur í úrvalsdeild- inni. Jón Þorgrímur Stefánsson fótbrotnaði í leiknum við Fram á sunnudag Morgunblaðið/Sverrir Jón Þorgrímur Stefánsson  SIGURSTEINN Davíð Gíslason leikmaður KR hefur fagnað Íslands- meistaratitlinum níu sinnum á ferli sínum, fimm sinnum með ÍA og fjór- um sinnum með KR. Frímann Helgason og Hermann Her- mannsson eiga hinsvegar metið en þeir urðu Íslandsmeistarar tíu sinn- um með liði Vals á árunum 1930- 1945.  ARNAR Jón Sigurgeirsson, Einar Þór Daníelsson, Kristján Finnboga- son, Sigursteinn Davíð Gíslason, Sigþór Júlíusson, Þórhallur Hin- riksson og Guðmundur Benedikts- son hafa allir verið í liði KR frá árinu 1999 og hafa því unnið fjóra titla á s.l. fimm árum. Guðmundur var aðstoð- arþjálfari KR í sumar.  ÓLI Stefán Flóventsson, sóknar- maður Grindvíkinga, jafnaði í gær- kvöld leikjamet félagsins í efstu deild. Hann er nú jafn Alberti Sæv- arssyni, núverandi markverði B68 í Færeyjum, með 133 leiki fyrir Grindavík í efstu deild.  KÁRI Steinn Reynisson hefur ver- ið Fylkismönnum erfiður síðustu ár- in. Í gær skoraði hann mark gegn þeim þriðja árið í röð en hann skor- aði líka í tveimur öðrum sigurleikj- um ÍA gegn Árbæingum, 3:0 árið 2001 og 3:1 árið 2002. Skagamenn hafa nú fengið 13 stig af síðustu 15 mögulegum gegn Fylki í efstu deild.  HJÁLMAR Jónsson var í byrjun- arliði IFK Gautaborg sem tapaði 1:0 á heimavelli í grannaslag gegn Elfs- borg í sænsku 1. deildinni í gær. Hjálmar fór af leikvelli á 67. mínútu.  ENSKI kylfingurinn Lee West- wood sigraði á Opna BMW-mótinu sem lauk í München í Þýskalandi á sunnudag. Hann lék lokahringinn á 66 höggum og vann með þriggja högga mun. Hann lék samtals á 269 höggum, eða 19 höggum undir pari. Þetta var fyrsti sigur hans á evr- ópsku mótaröðinni í þrjú ár. FÓLK Pétur sagði að málið hefði fyrstfarið af stað á föstudag. „Vegna þess hve tíminn var skammur gerð- um við svona stuttan samning til að byrja með en þegar ég kem til Sví- þjóðar eftir landsleikinn við Þjóð- verja sest ég niður með forráða- mönnum Hammarby. Þeir vilja semja við mig til tveggja til þriggja ára og það væri mjög góður kostur. Ég kannast vel við mig hjá Hamm- arby þó margt hafi að sjálfsögðu breyst á fimm árum. Liðið er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar og fyrsti leikurinn eftir að ég kem, þann 16. september, er nágrannaslagur við toppliðið Djurgården, en það er þeg- ar búið að selja 30 þúsund miða á þann leik. Það er mér mjög mikil- vægt að hjá Hammarby veit ég að ég er virtur að verðleikum og það verð- ur tilbreyting að koma inn í slíkt um- hverfi eftir það sem ég hef upplifað hér hjá Stoke,“ sagði Pétur, nýkom- inn af síðustu æfingu sinni hjá enska liðinu, en hann kvaðst hafa mætt á hana til að kveðja félaga sína þar og halda sér í æfingu fyrir landsleikinn gegn Þjóðverjum. Pétur kom til Stoke í desember 2001 en Guðjón Þórðarson fékk hann þangað frá Stabæk í Noregi. Pétur missti af mestöllu tímabilinu, sem þá var eftir, vegna meiðsla. Síðasta vet- ur spilaði hann aðeins 12 deildaleiki með Stoke og var haldið utan liðsins langtímum saman. Kaldar kveðjur frá Tony Pulis Pétur byrjaði 1. deildina vel með Stoke í sumar. „Ég var í liðinu í tveimur fyrstu leikjum tímabilsins, sem miðvörður, og gekk mjög vel, var valinn maður leiksins í annað skiptið, og hélt að ég væri búinn að festa mig í sessi. Síðan fór ég í lands- leikinn í Færeyjum, á meðan var nýr varnarmaður keyptur til félagsins og ég átti því fyrst og fremst von á harðari samkeppni þegar ég kom aftur. Í næsta leik var ég settur á hægri kantinn, sem er ekki beint mín staða, en mér gekk samt ágætlega; var tekinn af velli þegar við vorum yfir, 1:0, en við fengum á okkur jöfn- unarmark eftir það. Ég átti ekki von á öðru en að ég fengi tækifæri áfram, en það fór á annan veg, ég hef setið á varamannabekknum síðan og ekki fengið að spila. Ég gekk á fund Tony Pulis og spurði hann hvort ég væri í hans framtíðaráætlunum, og hann sagði að svo væri ekki, ég myndi ekki spila meira með liðinu. Þetta voru kaldar kveðjur, vægast sagt. Hann sagði að ég hefði spilað vel en hann ætlaði að byggja upp sitt lið á sínum leikmönnum, og þar með var málið útrætt. Þá óskaði ég eftir því að losna frá félaginu og það gekk eftir,“ sagði Pétur Marteinsson. Með brotthvarfi Péturs er enginn íslenskur leikmaður eftir hjá Stoke og það eru söguleg tíðindi. Frá árinu 1994 hafa Íslendingar ávallt átt þar leikmann eða -menn, ef undan er skilið tveggja mánaða tímabil haust- ið 1999 frá því Lárus Orri Sigurðs- son var seldur til WBA eftir fimm ára dvöl og þar til Íslendingarnir yf- irtóku félagið í nóvember. Um tíma voru allt að sex Íslendingar í leik- mannahópnum, með Guðjón Þórðar- son sem knattspyrnustjóra, en nú eru það aðeins íslensku stjórnar- mennirnir og eigendurnir sem eftir standa. Hammarby varð sænskur meistari í fyrsta og eina skiptið til þessa árið 2001. Pétur lék með því í 1. deild í tvö ár á sínum tíma og síðan eitt ár í úrvalsdeildinni, 1998. Þá varð Hammarby í þriðja sæti en í kjölfarið fór Pétur til Stabæk. Pétur kominn til Hammarby á nýjan leik PÉTUR Marteinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er hættur hjá Stoke City. Hann gerði starfslokasamning við félagið um helgina og gekk í gær til liðs við sitt gamla félag í Svíþjóð, Hammarby, þar sem hann átti góðu gengi að fagna árin 1996-1998. Pétur samdi við Hammarby út þetta tímabil en sagði við Morgunblaðið í gær að það hefði verið gert vegna þess hve félagaskiptin bar brátt að. ÚRSLIT KNATTSPYRNA 3. deild karla, úrslitakeppni, síðari leikir: Tungubakkav.: Númi – Leiknir R(1:3)17.30 Vilhjálmsv.: Höttur – Víkingur Ó(0:1).17.15 Í KVÖLD Fylkir 0:1 ÍA Leikskipulag: 3-4-3 Landsbankadeildin, 16. umferð Fylkisvöllur Mánudaginn 1. sept. 2003 Aðstæður: Rigning í byrjun, vindur á ann- að markið, völlurinn afar háll. Áhorfendur: 966 Dómari: Garðar Örn Hinriksson, Þróttur R., 4 Aðstoðardómarar: Gunnar Gylfason, Einar Sigurðsson Skot á mark: 9(5) - 9(7) Hornspyrnur: 4 - 10 Rangstöður: 1 - 1 Leikskipulag: 4-4-2 Kjartan Sturluson M Hrafnkell Helgason Þórhallur Dan Jóhannsson M Kjartan Antonsson Helgi Valur Daníelsson Sverrir Sverrisson (Sævar Þór Gíslason 31.) Finnur Kolbeinsson Arnar Þór Úlfarsson M Ólafur Páll Snorrason M Haukur Ingi Guðnason (Kristján Valdimarsson 76.) Eyjólfur Héðinsson (Theódór Óskarsson 60.) Þórður Þórðarson M Hjálmur Dór Hjálmsson Reynir Leósson M Gunnlaugur Jónsson M Andri Lindberg Karvelsson Julian Johnsson M Pálmi Haraldsson Kári Steinn Reynisson M Guðjón H. Sveinsson (Unnar Örn Valgeirsson 60.) Kristian Gade Jörgensen (Andrés Vilhjálmsson 65.) Garðar Gunnlaugsson (Þórður Birgisson 81.) 0:1 (87.) Eftir sendingu Skagamanna inn í vítateig Fylkismanna skallaði varn- armaður Árbæinga frá marki. Boltinn féll fyrir fætur Kára Steins Reyn- issonar sem lagði hann fyrir sig 20 metra frá marki og skoraði með stórglæsilegu og óverjandi skoti efst í markvinkilinn hægra megin. Gul spjöld: Þórhallur Dan Jóhannsson, Fylkir (23.) fyrir brot  Guðjón H. Sveinsson, ÍA (28.) fyrir brot Rauð spjöld: Engin ÓVÍST er hvort Sverrir Sverrisson leikur með Fylki í tveimur síðustu leikjum liðs- ins í úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Sverrir meiddist illa á fæti í gærkvöld, þegar Skagamaður renndi sér á hann í leik liðanna í Árbæn- um. „Ég fékk fótinn á honum beint framan á legginn og síðan niður hann allan. Leggurinn er illa farinn, ég er sæll og glaður með að hann er ekki brotinn, en taugar og vöðvar hafa rifn- að. Ég mun gera allt sem hægt er til að ná síðustu leikjunum, það er sem betur fer tæpur hálfur mánuður í þann næsta en læknirinn gaf mér ekki alltof miklar vonir um að ég næði honum,“ sagði Sverrir við Morgun- blaðið eftir meðferð á slysa- varðstofunni í gærkvöld. Sverrir ekki meira með?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.