Morgunblaðið - 02.09.2003, Síða 49

Morgunblaðið - 02.09.2003, Síða 49
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 49 Firmakeppni Golfklúbbsins Keilis verður haldin laugardaginn 6. september nk. Ræst verður út frá kl. 8.00. Keppnisfyrirkomulag: Punktakeppni með fullri forgjöf, þó að hámarki 1 punktur á holu. Tveir keppa saman fyrir hvert fyrirtæki og telur betri bolti. Verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin er 30.000.00 kr. gjafabréf fyrir hvorn keppanda upp í utanlandsferð. Fyrirtæki sem ætla að taka þátt í firmakeppni Keilis eru vinsamlegast beðin að tilkynna þátttöku í síma 565 3360 fyrir kl. 13.00 fimmtudaginn 4. september nk. Innifalið í mótsgjaldinu er grillveisla að hætti Brynju. Að sjálfsögðu bjóðum við forsvarsmönnum fyrirtækjanna upp á kaffiveitingar meðan á keppninni stendur. Þátttökugjald er kr 15. 000 á lið. Firmakeppni Keilis 2003 Golfmót starfsmanna framhaldsskólanna verður haldið sunnudaginn 7. september nk. á Korpúlfs- staðavelli og hefst kl. 11.00. Skráning á korpa@grgolf.is. Nánari upplýsingar um mótið hafa verið sendar í skólana með tölvupósti. Ef eitthvað er óljóst sendið þá póst á thordurm@verslo.is. Mótsnefnd VÍ. Kári Steinn sagði við Morgun-blaðið eftir leikinn að KR-ingar væru vel að titlinum komnir. „Þeir eru með jafnasta lið- ið, hafa haldið sínum takti á meðan önnur lið hafa reytt stigin hvert af öðru. En við vorum ekkert að hugsa um hvort við værum að hjálpa KR-ingunum, fyrir okkur skipti öllu máli að vinna og komast í annað sætið. Við vorum ákveðnir í að hanga ekki í neðri hlut- anum og hefur tekist að rífa okkur upp, vinna fjóra leiki í röð, og nú get- um við gert almennilegt sumar úr þessu hjá okkur eftir allt saman – stefnum ótrauðir á annað sætið í deildinni og bikarinn.“ Kári var að vonum ánægður með markið. „Það var sætt að sjá á eftir boltanum efst í hornið, Kjartan teygði sína löngu skanka á eftir hon- um en náði honum samt ekki. Það var ágætt að markið kom svona seint, fyrir vikið þurftum við ekki að verj- ast lengi,“ sagði Kári Steinn Reyn- isson. Markið hans var reyndar óvænt krydd í bragðlítinn leik sem ein- kenndist af miðjubarningi, nokkrum háskalegum tæklingum en fáum marktækifærum og ekkert benti til annars en hann myndi fjara út án marka. Í skák hefði verið búið að semja um jafnteflið fyrir löngu. Skagamenn voru betri aðilinn fram- an af, sóttu þá undan vindi og höfðu líka rigningu í bakið til að byrja með. Það skilaði þeim þó engum afgerandi marktækifærum þrátt fyrir sjö horn- spyrnur í fyrri hálfleiknum sem vörn Fylkis og Kjartan í markinu vörðust af öryggi. Fylkir komst betur inn í leikinn þegar leið á hálfleikinn en það var ÍA sem fékk eina umtalsverða færið fyrir hlé þegar Kjartan varði ágætan skalla Garðars Gunnlaugs- sonar útvið stöng. Blautur völlurinn bauð upp á brot sem urðu verri en annars, og eftir eitt slíkt þurfti Sverrir Sverrisson Fylk- ismaður að yfirgefa Árbæinn og fara á slysavarðstofuna, eftir aðeins hálf- tíma leik. Mildi að fleiri úr liðunum skyldu ekki fara í biðröðina þar. Fylkismenn voru öllu aðgangs- harðari framan af síðari hálfleik en allt bit vantaði í sóknaraðgerðir þeirra og sjálfstraustið uppi við víta- teig andstæðinganna virðist alger- lega horfið eftir slæmt gengi undan- farið. Markverðirnir, Kjartan og Þórður Þórðarson, þurftu nokkrum sinnum að verja skot í seinni hálf- leiknum og gerðu það jafnan óaðfinn- anlega og gripu inn í leikinn af öryggi þegar með þurfti. Ásamt miðvörðun- um, Arnari og Þórhalli hjá Fylki og Gunnlaugi og Reyni hjá ÍA, voru þeir bestu menn vallarins því miðju- og sóknarmenn liðanna voru flestir afar mistækir í öllum sínum aðgerðum. Aðeins 55 sekúndum eftir mark Kára fékk Fylkir sitt besta færi í leiknum, og þá hefði Arnar Þór Úlf- arsson getað haldið smá spennu í Ís- landsmótinu í tvær vikur í viðbót. Hann þrumaði þá á mark ÍA af tíu metra færi en boltinn sveif yfir þver- slána og titillinn var endanlega í höndum KR-inga. Morgunblaðið/Kristinn Vonbrigði! Fylkismennirnir Kjartan Antonsson, Örn Hafsteinsson og Helgi Valur Daníelsson ganga vonsviknir af velli eftir þriðja tapleik liðsins í Landsbankadeildinni í röð. „Stefnum á annað sætið og bikarinn“ SKAGAMAÐURINN Kári Steinn Reynisson tryggði KR-ingum sinn 24. Íslandsmeistaratitil á Árbæjarvellinum í gærkvöld. Það gerði hann með því að skora sigurmark ÍA gegn Fylki, 1:0, með stór- glæsilegu skoti, tæpum fjórum mínútum áður en Garðar Örn Hin- riksson flautaði til leiksloka - en eftir að leik Grindavíkur og KR lauk suður með sjó. Það kom því í hlut Skagamanna, annað árið í röð, að sjá til þess að Íslandsbikarinn færi í hendur þeirra fornu fjenda í Vesturbænum - en þeim var nokk sama í gærkvöld. Með mögnuðum spretti og fjórum sigrum í röð eru þeir komnir úr áttunda sætinu sem þeir sátu í þegar flautað var til leiks hjá þeim gegn Fram þann 10. ágúst, og alla leið í annað sætið sem þeir náðu af Fylki með þessum sigri. Víðir Sigurðsson skrifar UPPSELT er á landsleik Íslands og Þýskalands í knattspyrnu sem fram fer á Laugardalsvelli á laugardag- inn. Vonir þeirra sem ekki náðu að krækja sér í miða um að komast á völlinn eru engar því samkvæmt upplýsingum frá Knattspyrnu- sambandi Íslands og er langt síðan þeim 7.050 sætum sem á Laugar- dalsvelli eru var ráðstafað. Þau síð- ustu seldust innan við sólarhring eftir að flautað var til leiksloka í viðureign Færeyinga og Íslendinga í Þórshöfn fyrir nærri hálfum mán- uði. Mikið af miðum var selt á Netinu og á skrifstofu sambandins, eða 3.300 talsins. Þjóðverjar fengu 1.200 miða og eru þeir búnir að selja þá alla þannig að íslenskir áhorfendur fá ekki að kaupa neinn afgang frá þeim, enda hefði það geta reynst þrautin þyngri því sam- kvæmt reglum Knattspyrnu- sambands Evrópu verður að stúka af stuðningsmenn liða. Ýmis fyrir- tæki keyptu 1.200 miða, 150 fjöl- miðlamenn mæta til leiks, auk þess sem reglugerðir KSÍ um frímiða gerir ráð fyrir að um 500 frímiðum sé dreift m.a. til dómara. Þá eru eft- ir 700 miðar og þeim hefur verið ráðstafað til gesta og samstarfs- aðila KSÍ, en það er bundið í samn- ingum KSÍ og ýmissa fyrirtækja sem styrkja sambandið. Uppselt í Laugardalinn – 1.200 Þjóðverjar væntan- legir til landsins Það hefði verið gaman að haldaspennu í mótinu aðeins lengur en KR-ingar eru vel að þessum sigri komnir. Þeir eru búnir að spila fantavel síðustu umferðirnar og eiga hrós skilið, ég óska þeim innilega til hamingju,“ sagði Fylkismaðurinn Sævar Þór Gíslason eftir ósigurinn gegn ÍA í gærkvöld. „Við gáfum einfaldlega eftir, horfðum núna upp á þriðja tapið í röð og við erum greinilega ekki betri en þetta um þessar mundir. Við eigum við mikla markaþurrð að glíma, ég veit ekki hvað veldur en við sköpum okkur engin marktækifæri þessa dagana. Við spiluðum ágætlega á köflum í dag en það kom ekkert út úr því. Ég kann engar skýringar á þessu, það er eins og það hafi komið værð yfir liðið eftir fyrri Evrópuleik- inn, en nú þurfum við að nota þetta tveggja vikna hlé til að berja okkur saman á ný. Nú er titillinn farinn, engin pressa á okkur lengur, og við ætlum okkur að komast aftur í Evr- ópukeppni á næsta ári. Það verður því barist með kjafti og klóm gegn KA og Val í tveimur síðustu leikj- unum,“ sagði Sævar Þór Gíslason. „KR-ingar vel að þessu komnir“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.