Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 51 Í UPPHAFI hausts (já, það er kominn september!) ber hæst í myndbanda- útgáfu vikunnar hin kaldranalega og um margt sérstæða mynd Símaklefinn með hjartaknúsar- anum Colin Farrell í aðalhlutverki. Myndin, sem sló eig- inlega óvart í gegn, var gerð fyrir lítið fé og aðeins á tólf dög- um og gerist að mestu leyti inni í símaklefa á Manhattan. Lætur því nærri að hún er fyrir margt löngu búinn að ná upp í kostnað. Segir hér af ungum og ólundarlegum manni að nafni Stu Shepherd, en við hittum á hann þar sem hann er nýbú- inn að leggja símtólið á, eftir skraf og ráðagerðir með viðhaldinu sínu. Óforvarandis hringir síminn svo aft- ur og tekur þá við atburðarrás sem hefur með líf og dauða okkar manns að gera. Símaklefinn kemur einnig út á mynddiski. Einnig kemur út í þessari viku at- hyglisverð heimildarmynd er ber heitið Grínarinn eða Comedian – Where Does Comedy Come From? Hér er fjallað um tvo uppistandara, ólíkrar gerðar. Annars vegar hinn eina og sanna Jerry Seinfeld sem var einn vinsælasti spaugari hins vest- ræna heims er samnefndir þættir hans voru í sýningum. Eftir að þátt- unum lauk tók Seinfeld aftur til við uppistandið en með breyttu sniði. Má segja að hann hafi tekið nokkuð hugrakkt skref því hann byrjaði á reit eitt, skildi við sig gamla grínið og endurskapaði sig. Meðfram því að fylgjast með gengi Seinfeld er nýliða í faginu, Orny Adams, fylgt eftir og tilraunum hans til að vinna sér brautargengi. Athyglisverð mynd þar sem ljósi er varpað á þá stað- reynd að glens er ekkert grín. Tvær aðrar myndir koma út í vik- unni. Í Flóttinn: Mannfarmur (Escape: Human Cargo) segir frá lífshættulegum ævintýrum verk- fræðings í Sádí Arabíu en Skugga- vatnið (Dark Water) er eftir Hideo Nakata, leikstjóra upprunalega Hringsins (Ringu). Hryssingslegur sálfræðitryllir frá þessari rísandi stjörnu hrollvekjanna. Myndbandaútgáfa vikunnar Martröð í símaklefa                                            !  !"!#$    !"!#$      !"!#$   %   !"!#$  !  !"!#$     & !  ' & !  ' ' & !  ( ! ' & !  ( ! & !  ' & !  & !  '                      !  "#  % & '       Stu Sheperd (Colin Farrell) hafnar sannarlega í ömurlegum aðstæðum. KVIKMYNDASAFNIÐ í Bæjarbíói hefur í kvöld haustvertíð sína. Allt fram í desember verður farið um víð- an völl; sígildar íslenskar myndir dregnar upp úr kössum; Scorsese, Bergman og Fassbinder boðn- ir velkomnir og svo má telja. Opnunarmynd haustsins er hin spænska Krafta- verk Marcelino eða Marcelino pen y vino frá 1954. Segir hér af hinum kornunga Marcel- ino sem elst upp á munaðarleysingja- hæli. Eitt kvöldið gefur hann Krists- styttu að borða, þar sem honum finnst hún vera svöng, og við það lifnar hún við. Hjartnæm og ljúf mynd sem set- ur um leið fram spurningar um gildi og merkingu trúarinnar. Sýning þess- arar myndar er öðrum þræði til að heiðra Níels Árnason, fyrrum rekstr- arstjóra Bæjarbíós, en hann verður áttræður á morgun. Í haust verður sýningartímum hag- að þannig að hver mynd verður sýnd tvisvar í viku. Annars vegar á þriðju- dagskvöldum kl. 20.00 en svo aftur á laugardögum kl. 16.00. Kvikmyndasafnið Kraftaverk Marcelino opnunarmynd í Bæjarbíói hefur haustsýningar SÖNGVARINN Bjarni Þór Sigurðs- son mun halda tónleika í Salnum, Kópavogi, í kvöld. Bjarni á að baki langan feril sem söngvari og tónlist- armaður þótt ekki hafi hátt farið. Hann er óperu- og dægurlagasöngv- ari, trúbadúr, rokkari og leikari og hefur „spilað og sungið lengur en elstu menn vilja muna“ eins og hann orðar það sjálfur kersknislega. Hann hefur leikið með tugum hljómsveita en einnig komið fram í sjónvarpi og útvarpi og leikið í söngleikjum, leik- ritum, óperum og kvikmyndum auk þess að syngja og leika inn á hljóm- plötur. Þessi framtakssemi hefur ekki farið hátt og sló blaðamaður því á þráðinn til Bjarna og bað hann um að standa fyrir sínu máli, ef svo mætti segja. „Ja…ég flutti í bæinn fyrir um tveimur árum,“ segir Bjarni. „Þar á undan bjó ég á Egilsstöðum í átta ár. Þar nam ég m.a. óperusöng hjá Keith Reed, þeim sama og stofn- setti Óperustúdíó Austurlands.“ Bjarni segir að tónleikarnir verði sem þverskurður á því sem hann hefur verið að gera á sínum lista- mannsferli; hann muni syngja eitt, tvö óperulög, hefbundin trúba- dúralög og ljúf dægurlög. Á efnis- skránni verða lög sem þekkt eru í flutningi Vilhjálms Vilhjálmssonar, Björgvins Halldórssonar, Sting, Spil- verks þjóðanna, Stuðmanna, Megas- ar o.fl. „Þessir tónleikar eru í raun ætl- aðir sem kynning á mér sem söngv- ara auk þess sem ég er að ljúka ákveðnum hring. Nú langar mig til að takast á við nýtt efni og er því með þessu að vekja athygli á mér sem söngvara.“ Sjö manna hljómsveit sér um und- irleik á tónleikunum. Árni Stein- grímsson leikur á gítar, Axel Cortes bakrödd, Einar Sævarsson á bassa, Gunnar Reynir Þorsteinsson á trommur, G. Hjalti Jónsson sér um áslátt, Hrólfur Gestsson syngur bak- rödd og Jósep Gíslason leikur á píanó. Miðasala er hafin í Salnum. Bjarni Þór Sigurðsson heldur tónleika í Salnum Morgunblaðið/Ásdís Bjarni Þór Sigurðsson kynnir sig og sönglist sína í Salnum í kvöld. Ný rödd kynnt www.velkomin.is/bjarnithor Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Tvær löggur. Tvöföld spenna. Tvöföld skemmtun. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 6 og 8.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Mestu illmenni kvikmyndasögunnar mætast í bardaga upp á líf og dauða. Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.45. B.i. 16 ára.  Skonrokk FM 90.9 TVÆR VIKUR Á TOPPNUM Í USA www.laugarasbio.is Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Sýnd kl. 5.45, 8, 9.15 og 10.30. MEÐ ÍSLENSKU TALI ATH! Munið eftir Sinbað litasamkeppninni á ok.is SV. MBL Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. J I M C A R R E Y Sýnd kl. 6. Með íslensku tali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.