Morgunblaðið - 02.09.2003, Síða 52

Morgunblaðið - 02.09.2003, Síða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12. KRINGLAN Sýnd kl .6, 7, 8, 9 og 10. B.i. 12. 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! Frábær tónlist, m.a. lagið Times like these með Foo Fighters Sýnd á klukkutíma fresti NÓI ALBINÓI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 10 ára. KVIKMYNDIR.IS  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL Sýnd. kl. 6. Enskur texti - With english subtitles 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“ stórkostleg”!  KVIKMYNDIR.COM  Skonrokk FM 90.9 Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12 ára. CROUPIER Sýnd kl 6. PLOTS WITH A VIEW Sýnd kl. 6. BLOODY SUNDAY Sýnd kl. 8. PURE Sýnd kl. 8. LUCKY BREAK Sýnd kl. 8. THE MAGDALENE SISTERS Sýnd kl. 10. SWEET SIXTEEN Sýnd kl. 10.05. ALL OR NOTHING Sýnd kl. 10.05. H.J. MBL S.G. DV H.K. DV SV. MBL  SV. MBL  H.K. DV LEIKARINN James Nesbitt man ekki svo vel atburði „sunnudagsins blóðuga“ [e. Bloody Sunday] enda var hann aðeins á sjöunda ári þennan ör- lagaríka dag þegar liðsmenn breskrar fallhlífahersveitar skutu til bana fjór- tán óvopnaða borgara, sem tekið höfðu þátt í kröfugöngu um götur Derry-borgar, farið fram á borgaraleg réttindi til handa kaþólskum íbúum Norður-Írlands. Hann segist hins vegar, eins og aðrir á Norður-Írlandi, hafa alist upp í vitneskju um hvað þar gerðist. Nesbitt leikur aðalhlutverkið í Bloody Sunday, mótmælandann og þingmanninn Ivan Cooper. Nesbitt er sjálfur mótmælandi og segir að minn- ingunni um atburði blóðuga sunnu- dagsins hafi auðvitað fyrst og fremst verið haldið á lofti af kaþólskum íbú- um Norður-Ír- lands. „Með þessari mynd vildum við hins vegar koma þeim skilaboðum á framfæri að þessi atburður hefði ekki aðeins verið harm- leikur fyrir kaþól- ikka heldur fyrir okkur öll,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Bloody Sunday hefur hvarvetna verið vel tekið, hlaut m.a. verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 2002 og á Sundance-hátíðinni í Bandaríkj- unum. Sjálfur fékk Nesbitt, sem m.a. hefur leikið í sjónvarpsþáttunum Ball- ykissangel og Cold Feet – sem sýndir hafa verið á Íslandi – leikaraverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Stokkhólmi. Raunsönn lýsing - Það fyrsta sem manni kemur í hug, þegar horft er á þessa mynd, er hversu mikil ringulreið virðist hafa ríkt þennan dag. Eru sérfræðingar al- mennt sammála þessari lýsingu á at- burðunum? „Já,“ segir Nesbitt, „og við vildum í þessari mynd einmitt sýna hvernig þetta var fyrst og fremst hernaðarlegt klúður, fremur en að breski herinn hafi lagt upp með að bana fjórtán manns. Helstu óháðu sérfræðingarnir um þessa atburði, bandaríski blaðamað- urinn Philip Jacobson sem skrifaði lengi fyrir Washington Times og var á staðnum, blaðamaðurinn og heim- ildamyndagerðarmaðurinn John Ware, norður-írski blaðamaðurinn David McKittrick og heimildamynda- gerðarmaðurinn Peter Taylor, hafa sagt um myndina okkar að hún sé raunsönn, besta lýsingin á atburðum Bloody Sunday. Svo er hitt, að allt sem fram kemur í myndinni er í samræmi við þann vitnisburð sem nú er verið að draga fram í dagsljósið af sérstakri rann- sóknarnefnd sem breska ríkisstjórn setti á laggirnar fyrir ekki löngu. Okkur fannst einmitt mjög mikilvægt að atburðunum yrði lýst sem heið- arlegast, að ekki yrði bara um áróð- ur og ásakanir á hendur einhverj- um einstaklingum að ræða.“ - Ringulreiðin virðist ekki hafa verið minni í röðum aðstandenda mót- mælagöngunnar. Þeir höfðu litla stjórn á atburðum og virðast ekki hafa áttað sig á hvað var að gerast. „Það er rétt. Ég eyddi miklum tíma með Ivan Cooper áður en myndin var kvikmynduð, og meðan á gerð hennar stóð, og hann man þessa atburði mjög vel. Vandinn var sá að það voru ekki nógu margir að stýra göngunni, og þegar til kom hafði það ekki spurst nægilega vel út að búið var að breyta gönguleiðinni. Hluti göngufólks gekk því beint í fangið á breska hernum [og þá skarst í odda]. Þetta var ein stærsta gangan sinn- ar tegundar fram að þessu og fólk vildi mjög gjarnan ganga að Guild- hall-byggingunni [í miðbænum] því hún var eins konar tákn breskra yf- irráða. Margir voru því tregir til að sætta sig við að gönguleiðinni væri breytt, eins og yfirvöld höfðu þó fyr- irskipað. Svo var líka hópur yngra fólks sem gjarnan vildi efna til slags- mála. Þegar það þess vegna gerðist, að gangan tvístraðist, varð dálítið upp- nám. Samt tókst að koma skikkan á gönguna þá, þ.e. þegar hermenn voru búnir að sprauta vatni á óeirðasegg- ina – áður en bresku fallhlífarher- mennirnir komu til sögunnar – og höfðu þannig tvístrað hópnum. Þá fóru margir á eftir hinni eiginlegu göngu. Það var hins vegar á þessari stundu sem yfirmenn hersins gáfu skipun um að fallhlífarhersveitin skyldi blanda sér í málin og þá fór allt til fjandans.“ Olli fjölgun í IRA Margar helstu persónur í Bloody Sunday eru raunverulegt fólk sem flest er enn á lífi í dag. Nesbitt er því spurður hvernig viðbrögð myndin hafi fengið á Norður-Írlandi og í Derry sérstaklega. „Leikstjórinn vildi gera þetta eins raunsætt og hægt var,“ segir Nesbitt. „Margir þeirra sem tóku þátt í göng- unni, sem við setjum á svið í mynd- inni, voru t.d. ættingjar fólks sem beið bana á Bloody Sunday. Margir þeirra sem leika hermenn í myndinni eru fyrrverandi hermenn sem á sín- um tíma þjónuðu á Norður-Írlandi. Almennt telja menn því að þessi lýsing sé trúverðug. Sjálfur hef ég fengið mörg bréf frá mönnum, sem hafa verið í hernum, og hafa viljað hrósa því hversu heiðarleg þessi lýs- ing er. Auðvitað er það samt þannig að innan stjórnkerfisins er til fólk sem aldrei mun geta viðurkennt sannleik- ann, og sem alltaf mun hafa annað sjónarhorn á þessa atburði.“ - Það eru nokkur „skot“ í þessari mynd af háttsettum IRA-mönnum, sem vitað er að voru á staðnum. Einn þessara manna, sem við sjáum í myndinni, er nokkuð líkur Martin McGuinness [einum kunnasta for- ystumanni Sinn Féin, stjórnmála- arms IRA] í útliti. Er það viljandi? „Ég held nú reyndar að það hafi verið tilviljun. En um það verður ekki deilt, og Martin McGuinness hefur sjálfur sagt frá því, að hann var í Var harmleikur fyrir okkur öll Norður-írski leikarinn James Nesbitt leikur mótmælandann og þing- manninn Ivan Cooper í Blóðuga sunnudeginum. Verðlaunamyndin Bloody Sunday fjallar um voveif- lega atburði sem áttu sér stað 30. janúar 1972 í borg- inni Derry á Norður-Írlandi. Davíð Logi Sigurðsson sló á þráðinn til aðalleikarans, James Nesbitts, en myndin verður brátt tekin til sýningar hér á landi. FÁIR atburðir í sögu þrjátíu ára sögu átakanna á Norður-Írlandi hafa valdið eins miklum vatna- skilum og þeir sem áttu sér stað á „blóðuga sunnudeginum“, 30. jan- úar 1972. Þá skutu fall- hlífaliðssveitir breska hersins 13 saklausa borg- ara til bana á götum Derry, næststærstu borgar Norður-Írlands. Einn dó af sárum sínum nokkrum dögum síðar. Þennan dag hafði farið fram mótmælaganga en þær voru algengar meðal kaþólskra íbúa Norður- Írlands undir lok sjöunda áratugarins og í upphafi þess átt- unda. Kaþólikkar fóru fram á aukin mannréttindi en heimastjórn sam- bandssinna hafði allt frá stofnun Norður-Írlands árið 1920 haldið fast um valdataumana og vantreyst öllum kaþólikkum. Því var haldið fram á sínum tíma að skotið hefði verið á bresku her- mennina og jafnframt að flestir göngumanna hefðu verið meðlimir Írska lýðveld- ishersins (IRA), þ.m.t. margir hinna látnu. Þær ásakanir áttu ekki við rök að styðjast, eins og hefur komið á daginn í réttar- rannsókn sem nú stendur yfir. Atburðir Sunnudagsins blóðuga vöktu sterk við- brögð á Írlandi sem víðar en 2. febrúar 1972 var breska sendiráðið í Dublin brennt til kaldra kola. Stuttu seinna ákvað síðan breska ríkisstjórnin að taka í taumana. Hún afnam heimastjórn sam- bandssinna, sendi norður- írska þingið heim og það var ekki fyrr en með Páskasamkomulaginu 1998 sem hillti undir að heimastjórn yrði endurreist; en þá sem sam- stjórn kaþólikka og mótmælenda. Atburður sem olli þáttaskilum Breskir hermenn skutu 13 saklausa Derry-búa á Sunnudaginn blóðuga og einn dó af skotsárum nokkr- um dögum síðar. Sunnudagurinn blóðugi – 30. janúar 1972

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.