Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SAUTJÁN ára stúlka þykir hafa sloppið ótrúlega vel úr bílveltu í Langadal seint í fyrrakvöld en vegfarendur óku fram á hana handleggsbrotna og skrámaða og mjög kalda um sjö klukkustundum eftir óhappið. Bifreiðin gjöreyðilagðist en hún hafnaði undir háu barði og í háu grasi í hvarfi frá veginum sem gerði það að verkum að eng- inn varð óhappsins var fyrr en ekið var fram á stúlkuna við veginn um sexleytið í gær- morgun. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi man stúlkan ekkert eftir óhappinu eða aðdrag- anda þess en bíllinn valt útaf veginum milli Hólabæjar og Auðólfsstaða. Hún hafði verið í símasambandi við unnusta sinn fyrr um kvöldið og því er talið líklegt að óhappið hafi átt sér stað um klukkan 23 að kvöldi mánu- dagsins. Bifreiðin, sem var á leið frá Reykjavík til Akureyrar, valt marga hringi áður en hún staðnæmdist og miðað við útlit bílsins þykir lögreglu ótrúlegt hversu vel ökumaður hafi sloppið frá óhappinu. Að sögn lögreglu eru merki um að bif- reiðin hafi rásað til á veginum áður en hún fór útaf í aflíðandi beygju. Stúlkan var komin að veginum skammt frá slysstað af eigin rammleik er vegfar- endur urðu hennar varir um sexleytið í gær- morgun og tilkynntu óhappið til lögreglu. Var hún flutt undir læknishendur á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri og liggur þar á gjörgæsludeild. Að sögn læknis þar í gær- kvöld er líðan hennar eftir atvikum. Slapp ótrúlega vel úr bílveltu í Langadal seint í fyrrakvöld Beið köld og slösuð eftir hjálp í sjö stundir MIKILL fögnuður braust út meðal stuðnings- manna KR eftir að ljóst varð að liðið var orðið Íslandsmeistari í knattspyrnu karla, en KR lagði í gær Grindavík á útivelli, 3:1. Á sama tíma tapaði Fylkir gegn ÍA, 1:0, en Fylkir gat eitt liða veitt KR keppni á lokaspretti Íslands- mótsins þar sem tveimur umferðum er ólokið og er KR sem stendur með 33 stig, en ÍA og Fylkir eru með 26 stig. Þetta er í 24. sinn sem KR verður Íslandsmeistari í karlaflokki og í fjórða sinn á s.l. fimm árum. Karlaliðið fylgdi þar með eftir árangri kvennaliðs félagsins sem varð Íslandsmeistari s.l. laugardag, annað árið í röð. KR er enn með í baráttunni um bikarmeist- aratitilinn þar sem liðið leikur til undanúrslita á miðvikudaginn í næstu viku gegn FH á Laugardalsvelli. / 46–47 KR fagnaði titlinum í Grindavík Morgunblaðið/Jim Smart KÆRUNEFND útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Vegagerðarinnar um að hafna öllum tilboðum í Héðinsfjarð- argöng hafi verið ólögmæt. Nefndin telur einnig að Vegagerðin sé skaðabótaskyld gagnvart verktök- um er áttu lægsta tilboð. Verkið var boðið út í maí og áttu Íslenskir aðalverktakar og sænska verktakafyrirtækið NCC lægsta til- boðið en í kjölfarið ákváðu stjórn- völd að fresta gerð ganganna, til að draga úr hugsanlegu þensluástandi í þjóðfélaginu. Kröfu Íslenskra aðalverktaka og NCC um að Vegagerðinni verði gert að halda útboðinu áfram er hafnað af kærunefndinni en Vega- gerðinni gert að greiða fyrirtækj- unum 500 þúsund kr. málskostnað. Sem fyrr segir telur kærunefndin að Vegagerðin sé skaðabótaskyld vegna kostnaðar fyrirtækjanna við að undirbúa tilboð og taka þátt í út- boðinu. Tjáir nefndin sig ekki um fjárhæð skaðabóta en fram hefur komið í máli forsvarsmanna Ís- lenskra aðalverktaka að kostnaður- inn hafi hlaupið á nokkrum tugum milljóna króna. Þensluástand ekki talið málefnaleg rök Í rökstuðningi nefndarinnar fyrir því að ólögmætt hafi verið að hafna öllum tilboðum segir m.a. að í út- boðslýsingu hafi ekki komið fram að val á tilboði væri háð þeim atrið- um sem höfnunin byggði svo á. Síð- an segir í ákvörðun nefndarinnar: „Ekki fæst séð að þær forsendur sem gefnar eru fyrir höfnun tilboða í bréfi kærða [Vegagerðarinnar] 8. júlí 2003 hafi mátt vera kæranda ljósar þegar hann bauð í verkið. Mögulegt þensluástand sem rök- stuðningur fyrir höfnun allra til- boða er í engum málefnalegum tengslum við hið kærða útboð. Hinn almenni fyrirvari í útboðslýsingu um að kærði áskildi sér rétt til að hafna öllum tilboðum nær ekki til þess að kærendur hafi mátt búast við höfnun tilboðs síns á grundvelli þess rökstuðnings sem fram kom í bréfinu 8. júlí 2003.“ Ólögmætt að hafna tilboð- um í Héðinsfjarðargöng Morgunblaðið/Þorkell Vegagerðin ætlar að hefja viðræður við verktaka um bætur vegna útboðs á Héðinsfjarðargöngum. JÓN Rögnvaldsson vegamála- stjóri segir að þegar sé búið að senda Íslenskum aðalverktökum og NCC bréf þar sem fram komi að Vegagerðin sé reiðubúin til að hefja samningaviðræður um hugsanlega bótafjárhæð vegna frestunar Héðinsfjarðarganga. Viðræðurnar hefjast fljótlega. Hann segir að niðurstaða kæru- nefndar útboðsmála hafi ekki komið á óvart og Vegagerðin muni að sjálfsögðu fara eftir niðurstöðum nefndarinnar. Að- spurður hvort fallist verður á bótakröfur verktakanna sem buðu lægst í gerð ganganna, og á að endurspegla kostnað vegna til- boðsgerðarinnar, segist Jón eiga eftir að átta sig betur á því hver endanleg fjárhæð verður. „Svo er ekki hægt að slá því föstu að sam- komulag náist. Þá fer málið bara fyrir dómstóla. En að sjálfsögðu munum við ræða við þá og reyna að ná samkomulagi.“ Vilja semja um bótafjárhæð EIN umfangsmesta sjónvarpsútsend- ing sem um getur hér á landi verður á laugardaginn þegar Íslendingar mæta Þjóðverjum í knattspyrnu- landsleik á Laugardalsvelli. Þýska ríkissjónvarpið, ARD, sér um útsend- inguna og íslenska ríkissjónvarpið fær sjónvarpsmerkið frá þeim þegar leikurinn verður sýndur hér heima í beinni útsendingu. Vegna leiksins koma um eitt hundr- að starfsmenn ARD hingað til lands og hefur sjónvarpsstöðin um 90% af því gistirými sem í boði er á Grand Hóteli Reykjavík fyrir starfsmenn sína. Á fimmtudaginn koma tveir tuttugu metra langir sjónvarpsbílar með Norrænu til Seyðisfjarðar og verður þeim ekið beint í Laugardal- inn, en úr þeim verður útsendingunni stjórnað. Að auki kemur einn minni bíll. Þýska stöðin ætlar að byggja tvö myndver á Laugardalsvelli, sitt hvor- um megin við gömlu stúkuna og til að áhorfendur missi ekki af neinu koma þeir með 26 upptökuvélar. Til gamans má geta þess að þegar ríkissjónvarpið íslenska sýnir beint frá landsleikjum eru venjulega not- aðar 5–7 myndavélar og það mesta sem hefur verið voru tíu vélar þegar Ísland og Frakkland léku á Laugar- dalsvelli í september 1998. Viðamikil útsending frá landsleiknum 100 sjón- varpsmenn til landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.