Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 B 3 NFRÉTTIR HAGNAÐUR Húsasmiðjunnar hf. fyrstu sex mánuði ársins nam 190 milljónum króna eftir skatta. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 317 milljónum og hef- ur því dregist saman um 40%. Gengistap fyrstu sex mánuði þessa árs var um 29 milljónir króna en á sama tímabili í fyrra var gengishagnaður um 258 milljónir. Rekstrartekjur tímabilsins námu 4.646 m.kr. sem er um 8% aukning frá sama tímabili í fyrra. Framlegð af sölu er nánast óbreytt milli ára eða um 38%. Í tengslum við kaup Eignarhaldsfélags Húsasmiðjunnar á öllu hlutafé Húsa- smiðjunnar hf. í fyrrasumar seldi félagið flestar af fasteignum sínum og gerði um þær leigusamninga til langs tíma. Því hefur lagst á reksturinn aukinn leigu- kostnaður frá því sem áður var og er hann færður á meðal annars rekstrarkostnaðar í árshlutareikningnum, að því er segir í tilkynningu frá Húsasmiðjunni. Annar rekstrarkostnaður að meðtöldum leigu- greiðslum nam 685 m.kr. eða um 15% af sölutekjum samanborið við um 14% á sama tímabili árið 2002. Hagnaður fyrir afskriftir nam 287 m.kr. samanborið við 329 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Eigið fé Húsasmiðjunnar var í lok júní sl. 4.144 m.kr. Eiginfjárhlutfall var þá 50,3% en var 53,2% í upphafi árs. Veltufjárhlutfall í lok júní var 2,4. Heildarskuldir félagsins voru í lok tímabilsins 3.841 m.kr. Þar af voru langtímaskuldir um 1.066 m.kr. Veltufé frá rekstri nam 291 m.kr. saman- borið við 310 m.kr. á sama tímabili árið áður. Handbært fé frá rekstri nam 242 m.kr. Handbært fé frá rekstri á sama tímabili á árinu 2002 var um 378 m.kr. Húsasmiðjan hf. er dótturfélag Eignar- haldsfélags Húsasmiðjunnar ehf. Eigend- ur alls hlutafjár í Eignarhaldsfélagi Húsa- smiðjunnar ehf. eru: Baugur Þróun og fjárfesting með 45,0%, Múli Eignarhalds- félag ehf. með 39,6%, og Vogabakki ehf. sem á 15,4%. Allt hlutafé í Múla Eignar- haldsfélagi ehf. og Vogabakka ehf. er í eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar. Hagnaður Húsasmiðjunn- ar minnkar um 40% TAP Sparisjóðs Vestfirðinga fyrstu sex mánuði ársins nam 55,9 milljónum króna samanborið við 2,5 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið 2002. Vaxtatekjur námu alls 311,1 millj. kr. Vaxtagjöld námu alls 173,1 millj. kr. Hreinar vaxta- tekjur Sparisjóðsins námu því 138 millj. kr. en þær voru 134,7 millj. kr. fyrir sama tímabil á síð- asta ári. Aðrar rekstrartekjur námu 77,3 millj. .kr. og aukast um 9,3 millj. kr. frá því árið áður. Hreinar rekstrartekjur námu 215,3 millj. kr., en þær námu 202,7 millj. kr. á sama tímabili ár- ið áður. Rekstrargjöld sparisjóðsins námu 158,0 millj. kr. á tímabilinu en námu 140,1 millj. kr. á sama tíma árið 2002. Framlag í afskriftarreikning útlána nam 125,5 millj. kr., en var 60 milljónir á sama tímabili í fyrra og hækkar því um 65,5 millj. kr. á milli tímabila. Fram- lagið í afskriftareikning útlána skýrir fyrst og fremst það tap sem varð á rekstri sjóðsins á tímabilinu. Útlán sparisjóðsins námu 5.543,6 millj. kr. og aukast um 127,8 millj. kr. frá áramótum eða um 2,4%. Markaðsverðbréf og eignarhlutir í félögum námu 465,6 millj. kr. og lækka um 110,3 millj. kr., vegna sölu veltuverðbréfa. Allar eignir sparisjóðsins í skráð- um verðbréfum eru færðar á markaðsgengi. Eigið fé Sparisjóðs Vestfirð- inga 30. júní 2003 nam 574,2 millj. kr. og víkjandi lán námu 151,9 millj. kr. eða samtals 726,1 millj. kr. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum er 10,3% en það var 9,9% um síðustu áramót. Sparisjóður Vestfjarða tapar 55,9 milljónum TAP Fiskiðjusamlags Húsa- víkur á fyrri helmingi ársins nam 80 milljónum króna eftir skatta, samanborið við 30 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið áður. Rekstrartekjur drógust nokkuð saman og námu 837 milljónum króna, samanborið við 1.120 milljónir á fyrri helmingi síðasta árs. Rekstrargjöld minnkuðu einnig; námu 799 m.kr., borið saman við 1.064 milljónir á fyrra ári. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 37 milljónir króna, en var 56 milljónir árið áður. Veltufé frá rekstri var 15 millj- ónir króna, miðað við 25 milljónir fyrri helming ársins 2002. Hand- bært fé til rekstrar var 148 millj- ónir, en árið áður var handbært fé til rekstrar 10 milljónir króna. Eiginfjárhlutfallið lækkaði töluvert Eignir námu alls 2.480 m.kr. 30. júní, en um áramót voru þær 1.977 milljónir. Eigið fé var 424 milljónir og var því eiginfjárhlutfall 17,1%. Um áramót var það 25,2%, en þá nam eigið fé 499 milljónum króna. Veltufjárhlutfall var 1,1, en 0,8 um áramót. Fiskiðjusamlag Húsa- víkur tapar 80 milljónum ● VERÐBRÉFUN hf. skilaði 69 þús- und króna hagnaði eftir skatta á fyrri helmingi ársins, samanborið við 1,7 milljóna króna hagnað á sama tíma- bili árið 2002. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að starfsemin hafi verið í lágmarki á fyrri helmingi ársins, ekki hafi verið keypt húsnæðislán af Landsbankanum, né heldur hafi Verð- bréfun gefið út bréf til fjármögnunar. Fjármunatekjur námu 119 millj- ónum króna á tímabilinu, borið sam- an við 88 milljónir árið áður. Fjár- munagjöld voru 115 m.kr., miðað við 82 milljónir á fyrra ári. Rekstrargjöld drógust saman og námu 3,7 milljón- um, en 4,3 m.kr. á fyrri helmingi árs- ins 2002. Hagnaður fyrir skatta var 84 milljónir, samanborið við 2,1 millj- ón árið áður. Starfsemi Verð- bréfunar í lágmarki ● REKSTRARTAP Sláturfélags Suð- urlands á fyrri helmingi ársins nam 60 milljónum króna eftir skatta. Á sama tímabili í fyrra var tapið tæpar 6 milljónir. Í tilkynningu frá félaginu segir að afkoman á árinu hafi verið óviðunandi. Verri afkoma á þessu ári en á því síðasta stafi fyrst og fremst af minni veltu vegna offramboðs á kjötmarkaði og 38 milljóna króna hækkun fjármagnsgjalda milli ára. Þá segir að fjárhagsstaða félagsins sé traust með eigið fé rúmar 1.154 milljónir og 44% eiginfjárhlutfall. Rekstrartekjur Sláturfélags Suður- lands voru 1.567 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins 2003, en 1.747 milljónir á sama tímabili árið áður. Rekstrargjöld án afskrifta lækkuðu úr 1.682 milljónum á síð- asta ári í 1.510 milljónir í ár. Í lok júní 2003 voru heildareignir Sláturfélags Suðurlands 2.619 millj- ónir og höfðu lækkað um 313 millj- ónir frá áramótum. Skammtíma- skuldir voru 552 milljónir og langtímaskuldir 913 milljónir. Verulega verri afkoma SS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.